Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉE 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Verkfall kennara í grunn- og framhaldsskólum hefst í dag 60.000 nemendur fá ekki kennslu í verkfalli Næsti eindagi er sunnudagur, segir formaður Kennarasambandsins VERKFALL um 4.800 kennara í langflestum grunn- og framhaldsskólum landsins hefst klukkan átta í dag, þegar skólastarf ætti að hefjast, þar sem ekkert samkomulag hefur náðst í kjaraviðræðum kennarasamtakanna og samninganefndar ríkisins. Deiluaðilar lögðu þó áherzlu á að ekki væri slitn- að upp úr viðræðum. Átti að halda þeim áfram í nótt og reyna til þrautar um helgina. Verkfallið hefur áhrif á skólagöngu nærri 60.000 nemenda. Um hádegi í gær var forysta kennarasamtakanna kölluð á fund í Stjórnarráðshúsinu með Davíð Odds- syni forsætisráðherra, Friðriki Soph- ussyni fjármálaráðherra, Jóni Bald- vini Hannibalssyni utanríkisráðherra og Ólafi G. Einarssyni menntamála- ráðherra. Ráðherrarnir lýstu áhyggj- um sínum vegna yfirvofandi verk- falls og lagði forsætisráðherra áherzlu á að það myndi raska mjög lífi þúsunda fjölskyldna. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins gáfu ráðherrarnir í skyn á fundinum að ríkið væri tilbúið að hækka þá fjárhæð sem greidd yrði fyrir breytingar á vinnufyrirkomu- lagi kennara. Forysta kennara sagði hins vegar ekki nóg að gert. Fleiri starfsdaga í áföngum Eftir hádegið ræddi samninga- nefnd ríkisins við fjármálaráðherra og fór svo til fundar við kennara, þar sem tilkynnt var að ríkið væri tilbúið að hækka greiðslu fyrir fjölg- un starfsdaga úr 500 milljónum í 700. • Kennarar töldu þéssa upphæð þó ekki standa undir þeirri fjölgun starfsdaga, sem ríkið hefur farið fram á. Undir kvöld lögðu kennarar til að fjölga starfsdögum í áföngum, ti! dæmis um sex í fyrstu í stað tólf í grunnskólum, fyrst ekki væru efni til að greiða alla fjölgunina því verði, sem kennarasamtökin leggja á hana. Samninganefnd ríkisins lagði fram óskir um einföldun á launaflokka- kerfi kennara, og sagði Indriði Þor- láksson, varaformaður nefndarinnar, að samningsaðilar hefðu nálgazt í því máli. Að sögn Indriða var grunn- skólafrumvarp ríkisstjórnarinnar ekki til umræðu á samningafundum í gær. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, sagði hins vegar að það yrði að liggja Ijóst fyr- ir hvernig frumvarpið yrði, áður en gengið yrði frá samningi. Eiríkur sagðist leggja áherzlu á að ekki kæmi fát á menn, þótt ekki hefði samizt í gærkvöldi og verkfall hæfist. „Nú má segja að næsti ein- dagi sé sunnudagskvöld. Einn dagur skiptir ekki öllu máli,“ sagði Eiríkur. ■ Stúdentsefnum sett fyrir/4 Morgunblaðið/Kristinn NEMENDUR Réttarholts- skóla í Reykjavík létu ekki yfirvofandi kennaraverkfall spilla gleði sinni á árshátíð skólans í gærkvöldi, enda ákveðið fyrir mörgum mánuð- um að hafa hátíðina þetta kvöld hvað sem liði samninga- málum kennara. Krakkarnir Við upphaf árshátíðar hittust og drukku ávaxtasafa í fordrykk í æskulýðsmiðstöð hverfisins í Bústöðum og síðan var snæddur hátíðarkvöld- verður í safnaðarheimili Bú- staðakirkju. Að því búnu fór allur hópurinn í rútum upp í Réttarholtsskóla þar sem boð- ið var upp á skemmtidagskrá. Loks var dansað af miklu kappi við undirleik hinnar vin- sælu hljómsveitar Spoon. Morgunblaðið/Kristinn Nægur skíðasnjór víðast hvar NU fer í hönd sá tími ársins sem skíðamenn eru mest á ferðinni. Nægur snjór er á öllum helstu skíðasvæðum landsins og færi gott. Veðurspáin er góð fyrir helg- ina, sérstaklega sunnanlands. Má búast við því að margir leggi leið sína í skíðabrekkurnar um helgina. ■ Horfur áskíðasvæðum/9 Afturkippur í kjaravið- ræðumar í gærkvöldi SAMNINGAVIÐRÆÐUR landssambanda og félaga innan ASÍ og samtaka vinnuveitenda um sérmál gengu mjög erfiðlega í gær og skiluðu litlum árangri að sögn viðmælenda úr hópi samninganefnda deiluaðila. I gær- kvöldi var allt óljóst um framhald funda. Þó var gert ráð fyrir að viðræðum yrði haldið áfram í dag. Skömmu fyrir miðnætti ákváðu forystumenn Verkamannasambandsins að höfðu samráði við vinnuveitendur að hætta frekari viðræðum og yfirgáfu þeir húsnæði ríkissáttasemjara. Þegar blaðið fór í prentun hafði ekki verið ákveðið hvort önnur félög héldu áfram í nótt. Tjaldgöng frá Sögu að Háskólabíói TJALDGÖNG verða reist fnilli Hótels Sögu og Háskólabíós dag- ana 25. febrúar til 4. marz, en þá verður þing Norðurlandaráðs haldið í húsunum. Von er á um 1.000 manns á þingið. Sjálft þingið stendur dagana 27. febrúar til 2. marz, en nokkra daga tekur að undirbúa þinghald- ið og ganga frá að nýju. í Há- skólabíói verður meðal annars þinghaldið sjálft, aðstaða fyrir blaðamannafundi og vinnuað- staða blaðamanna. Norðurlandaráð tekur Bænda- höllina á leigu fyrir skrifstofur þingsins og verður skrifstofu- haldið á 3. hæð Hótels Sögu. Þar verða meðal annars skrifstofur sendinefnda og flokkahópa. Magnús Gunnarsson formaður VSÍ sagði að viðræður hefðu gengið þunglega og staðan í samningamál- unum væri mjög tvísýn. „Það sem veldur því, er að við sjáum kröfur um prósentuhækkanir sem eru á skjön við meginstefnuna sem menn ætluðu að marka í þessum samning- um. Ég á erfitt með að sjá hvemig framhaldið verður,“ sagði Magnús. Samningamenn innan VMSÍ sögðu að ekkert hefði gerst í þeirra málum í gær en í fyrrinótt hafði hins vegar náðst umtalsverður árangur þegar samkomulag tókst um kaup- tryggingarmál fískvinnslufólks. Magnús L. Sveinsson formaður VR sagði að lítið hefði miðað á loka- spretti viðræðna um sérmál verslun- armanna í gær. „Staðan er mjög tvísýn. Við höfum fengið litlar undir- tektir við þeim málum sem við höfum lagt þunga áherslu á. Ef við fáum nei við því sem við leggjum áherslu á sjáum við ekki mikla ástæðu til að halda viðræðum áfram á þessu stigi,“ sagði hann. Viðræður fóru fram um ýmis sér- mál Dagsbrúnar síðdegis í gær og í gærkvöldi án þess að þær skiluðu áþreifanlegum árangri, að sögn Guð- mundar J. Guðmundssonar formanns félagsins. Flóabandalagið, þ.e. Dags- brún, Hlíf og Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur, hefur boðað til funda í stjórnum og trúnaðarráð- um síðdegis í dag og má búast við að félögin muni þar ákveða að boða til verkfalla með sjö daga fyrirvara, að sögn Guðmundar. Kjarasamningur sá sem Verka- lýðs- og sjómannafélag Fáskrúðs- fjarðar gerði í gær við VMS mæltist illa fyrir meðal ýmissa forystumanna verkalýðsfélaga í húsnæði ríkissátta- semjara í gær. Einn af forystumönn- um VMSI sagði að samningurinn væri brandari og Magnús L. Sveins- son benti á að samningurinn kvæði á um að félagsmenn fengju þær hækkanir sem aðrir semdu um. „Svona upphlaup getur beinlínis spillt fyrir viðræðum," sagði Magnús. ■ Samið á Fáskrúðsfirði/2 ■ Samkomulag um breytingar/10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.