Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 B 15 standa vel að vígi, þar sem við höf- um starfað all lengi í þessari grein, erum vel kynntir og þar af leiðandi leitar fólk til okkar aftur og aftur, enda teljum við góða þjónustu vera bestu auglýsinguna. En auðvitað er alltaf óvissuþáttur til staðar, þegar nýtt fýrirtæki hefur göngu sína í hvaða grein sem er. Við byijum svo sem ekki með neinar stórar væntingar, en viljum láta verkin tala. Nafnið Valhöll teljum við vera traustvekjandi og gott nafn. Meiri kröfur Að mati þeirra félaga hefur fast- eignasala, sem starfsgrein breyst mikið á undanförnum árum. Gagna- öflunin er orðin miklu meiri en var og starfsemin orðin viðameiri og flóknari enda meiri kröfur gerðar til fasteignasala. Eignaskipti hafa aukist mjög. Ef stórt hús er sett í sölu þá þarf í langflestum tilvikum að taka minni eign upp í kaupverðið. Reglurnar eru líka stöðugt að breytast. Nú er t.d. búið að herða á greiðslumatinu. Fólk þarf að leggja fram betri gögn en áður. Ef einhver á bíl, sem hann hyggst selja til þess að nota andvirðið í íbúðarkaup, þá dugir ekki lengur að sýna fram á, að viðkomandi eigi bílinn, heldur þarf að leggja fram afsal fyrir bílnum og sýna ljósrit úr bankabók með andvirðinu. En svo framarlega sem fólk uppfyllir þessi skilyrði húsbréfakerfisins, þá er þetta kerfi lipurt. Að sögn þeirra félaga má búast við líflegum markaði á næstunni. Þeir seldu töluvert af nýjum íbúðum á síðasta ári og ætla að leggja mesta áherslu á íbúðarhúsnæði fýr- ir utan atvinnuhúsnæði, þar á með- al nýbyggingar. — Það er auðvitað mikið byggt og mikið til sölu, en engu að síður var nýbyggingamark- aðurinn þokkalegur á síðasta ári, segja þeir að lokum. — Það getur kannski tekið allt upp í 2 ár að ljúka við að selja 20-30 íbúða blokk. En nýjar íbúðir seljast alltaf. Það hefur reynslan sýnt. — Leggjum áherslu á trausta og íandvirka þjónustu, segja cig- endurnir, þeir Báróur H. Tryggvason og Ingólfur Gissurarson. NÝ FASTEIGNASALA hóf starf- semi um síðustu helgi. Ber hún heit- ið Valhöll og hefur aðsetur á ann- arri hæð í Mörkinni 3. Eigendur Valhallar eru tveir ungir menn, Bárður H. Tryggvason og Ingólfur Gissurarson, en einnig starfar þar Kristinn Kolbeinsson viðskiptafræð- ingur og löggiltur fasteignasali. Þeir félagar eru engir nýgræðingar í greininni, en samanlagt hafa þeir yfir 20 ára reynslu í fasteignasölu. En er það ekki dirfska að fara af stað með nýja fasteignasölu nú, þegar svo margir kvarta yfir sam- drætti í viðkiptalífínu? — Það er alltaf þörf á vissri endurnýjun S hvaða grein sem er, enda hafa móttökur farið fram úr björtustu vonum, segja þeir félagar. — Mikið hefur verið um fyrirspurnir og nýskráningar á fasteignum hjá okk- ur. Okkur fínnst, sem fólk vilji gefa okkur tækifæri og margir gera sér grein fyrir því, að það er mikill sölutimi framundan og sér, að hér eru ungir menn á ferðinni, sem eru reiðubúnir til þess að spreyta sig. Miðbærinn að færast í austur Fasteignasalan Valhöll hefur að- setur í rúmlega 100 fm. húsnæði á annarri hæð í nýju og glæsilegu húsi Virku í Mörkinni 3. Þeir Bárð- ur og Ingólfur segja miðbæinn vera færast í austur og því sé þessi stað- ur mjög heppilegur. — Við ætlum Morgunblaðið/Sverrir EIGENDUR fasteignasölunnar Valhallar eru þeir Ingólfur Gissurarson og Bárður H. Tryggvason, en þar starfar einnig Kristinn Kolbeinsson viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali. Myndin er tekin fyrir fram hús Virku í Mörkinni 3, en þar hefur fasteignasalan Valhöll aðsetur á 2. hæð. Frá vinstri: Ingólfur Gissurarson, Kristinn Kolbeinsson og Bárður H. Tryggvason. að leggja áherslu á persónulega og góða þjónustu, segja þeir. — Fast- eignasala er að breytast mikið í eignaskipti. Þeir verða æ fleiri sem eru reiðubúnir til þess að taka minni eignir upp í stærri og öfugt. Við ætlum að leggja mikla áherslu á að aðstoða þetta fólk. Á undanförnum árum hafa marg- ar fasteignasölur haslað sér völl í Fenjahverfínu í nágrenni við þá félaga. Verður ekki samkeppnin erfiðari að þeim sökum? — Við ótt- umst hana ekki vegna þess að við erum í jaðrinum á stóru verslunar- og þjónustuhverfi, sem er í upp- gangi og sem margir eiga leið um, segja þeir félagar. — Þetta dregur fleira fólk að og það fer gjaman á allar fasteignasölurnar hér í kring til þess að kynna sér það, sem í boði er. Hér eru 80 bílastæði og ættum við að því leyti að vera vel í sveit settir. Við teljum okkur Fasteignasalan Vallioll lieíui’ göngu sina Nýjar íbúðir við allra hæfi Fullbúnar ibúðir við Laufrima, Vallengi og Starengi í Grafarvogi 3ja herbergja 89 m 3ja herbergja íbúð frá Ármannsfelli er góð byrjun á íbúðarkaupum. Tvö herbergi, bað, þvottahús inni í íbúð, eldhús og góð stofa. Góðir skápar eru í svefnherbergjum, smekkleg eldhúsinnrétting og dúkar og teppi á öllum gólfum. Kaupverð 3ja herb. íbúðar 6.580.000 kr. Undirritun kaupsamnings 200.000 kr. Húsbréf 4.277.000 kr. Lán seljanda* 1.000.000 kr. Þitt framlag við afhendingu 1.103.000 kr. Meðalgreiðslubyrði á mánuði: 32.738 kr. *Veitt gegn traustu fasteignaveði 4ra herbergja r 96 Hér fer saman mikið rými og einstakt verð. Hvar annars staðar færðu fullbúna nýja 4ra herbergja íbúð á öðru eins verði? Þrjú svefnherbergi, stofa, eldhús, bað, þvottahús inni í íbúð og stór geymsla. íslenskar innréttingar í eldhúsi, baði og herbergjum eins og í öllum okkar íbúðum. Kaupverð 4ra herb. íbúðar 7.135.000 kr. Undirritun kaupsamnings 200.000 kr. Húsbréf 4.637.750 kr. Lán seljanda* 1.000.000 kr. Þitt framlag við afhendingu 1.297.250 kr. [ Meðalgreiðslubyrði á mánuði: 34.883 kr. 'Veitt gegn traustu fasteignaveði Stærri eignir r Stórar fjölskyldur þurfa meira pláss. Það getum við leyst annars vegar með., 142 m2 íbúð á tveimur hæðum 1 0.780.000 kr. og hins vegar.. 150 m2 raðhús 1 1.490.000 kr. Armannsfell hf. Funahöfða 19 • sími 587 3599

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.