Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 B 29 Lagnafréttir Viltu fræóast um volrými? KOSTA vatnsskaðar okkur 1 milljarð á ári? Tjón af vatnsskaða í húsum nemur 1 millj- arði kr. á ári, segir Signrður Grétar Guðmundsson. Málið er því ekkert einkamál sérfræðinga. Það kemur öllum við. Hvað er votrými kann margur að spyija. Það er þar sem flestir vatnsskaðar verða í húsum, en þó ekki allir. Votrými er eldhús, bað, þvottahús. Þeir hlutar hússins þar sem sýslað er með heitt og kalt vatn; þar sem öll tækin eru sem þurfa vatnsteng- ingu. Það má nefna baðker, sturtuklefa, hand- eftir Siguró Grétur laug, salerni, eld- Guómundsson húsvask, upp- þvottavél, þvottavél og fleira mætti eflaust telja. Fyrir stuttu kom út skýrsla frá Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins um vatnsskaða í húsum. Þar er áætlað að tjón af völdum bilaðra vatnslagna sé um 1 millj- arður króna á ári hérlendis. Svo það er ærin ástæða til að staldra við og skoða hvað sé hægt að gera til bóta, ef það á annað borð er hægt að bæta ástandið. Ráðstefna í næstu viku Lagnafélag íslands ætlar að efna til ráðstefnu fímmtudaginn 23. febrúar nk. í Skipholti 70 um vot- rými í húsum og hefst hún kl. 13. Það má kalla það þjófstart að fara að ræða efnið áður en ráðstefnan hefst. En hér í pistlunum hefur oft verið rætt um þessi mál og önnur þeim skyld; vatnsskaða, af hveiju verða þeir, er eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir þá eða að minnsta kosti fækka þeim stór- lega? Ef við höldum okkur við votrým- ið eftir þeirri skilgreiningn, sem fyrr var rakin, þá má ætla að helstu orsakir vatnsskaða þar séu af tvennum toga. Annars vegar tærð- ar lagnir inni í veggjum og sprungnar slöngur við tæki, svo sem þvottavélar í þvottahúsum og eldhúsum. Á fyrmefndri ráðstefnu verða margir vísir menn sem miðla af þekkingu sinni. Það er þó ein spurn- ing sem hér brennur, sem vonandi fæst svar við. Hvers vegna í ósköpunum er sí- fellt verið að gera sömu heimskuna í öllum byggingum, að troða öllum lögnum inn í veggi og jafnvel gólf? Hvað segir bygg- ingareglugerðin? í 8. kafla byggingareglugerðar, grein 8.1.11, blaðsíðu 129, stendur þetta: Leiðslur og lagnir skulu þannig hannaðar og fyrir komið að ekki komi til ónauðsynlegrar orku- eyðslu, en samt sé aðgangur til hreinsunar og viðgerða án þess að brjóta þurfi gólf eða veggi. Er farið eftir þessu í dag? Ekki aldeilis. Þess vegna hljóta hönnuðir að fá þá spurningu á þess- ari ráðstefnu hvers vegna þeir hanna nánast allar lagnir þannig að þeim sé troðið inn í einangrun eða huldar á bak við viðamikla múrveggi? Byggingafulltrúar munu eflaust fá þá spurningu hvers vegna þeir samþykki slíka hönnun og stimpli teikningar, sem mæla fyrir um að byggingareglugerð sé brotin? Hvað hafa iðnaðarmennirnir, pípulagningamenn, gert til að fá þessu breytt? Því er fljótsvarað; ekki nokkurn skapaðan hlut. Allt er þetta grafalvarlegt mál. Líttu inn á bað Hvað gerist ef það bilar vatns- lögn inni á baði? Þú heyrir niðinn og vatnið brýtur sér leið út úr veggnum. Hvar á að loka fyrir? í hitaklefanum niðri í kjallara, hend- ast niður og loka. Það tekur þig ekki nema korter að hreinsa allt draslið út, sem þú hefur safnað í tímans rás inn í klefann. Þama er fullt af krönum, þú hefur ekki hug- mynd um hveijum á að loka, best að loka fyrir alla tíu, einhver þeirra hlýtur að stöðva lekann. Seinna hefst viðgerðin, út með salerni og handlaug og síðan að bijóta vegginn, því á bak við hann eru lagnirnar. Eða voru þær á bak við baðkerið? Þá út með það og bijóta múrhúðun og rífa einangrun. En það þarf fleiru að fóma; fallegu flísamar, sem vom settar á veggi fyrir tveimur árum, það verður að fóma slatta af þeim. Er ekki hér verið að mála skratt- ann á vegginn? Því miður hefur þessi skratti komið í heimsókn til alltof margra húseigenda. Það er sá ári sem er iðinn við að safna í sjóðinn stóra, vatnskaðasjóðinn upp á 1 milljarð árlega! Þetta mál er ekki neitt einkamál fræðinga. Þetta kemur öllum við. Þess vegna ættu fleiri en útvald- ir að fylgjast með hvort eitthvað er til ráða og hvort það kemur fram á ráðstefnunni, sem er í vændum. Það verður að að lækka fórnar- kostnaðinn. Viöbyggingar Skoóun á fasteign er miid va I la ia triói í fasteignalcaupum VIÐBYGGINGAR em megin við- fangsefni nýjasta tölublaðs tímarits- ins Arkitektúr, verktækni ogskipu- lag, sem komið er út fyrir skömmu. í inngangsorði eftir Gest Ólafsson, ritstjóra blaðsins, segir m. a. að undanfarin ár hafi verið reistar færri nýbyggingar hér á landi en oft áður. Því er ekki nema von, að fólk hugi að því, hvernig nýta megi betur þann húsakost, sem fyrir er og jafn- vel bæta hann verulega með því að breyta og byggja við. Fjöldi greina prýðir blaðið að venju. Hjörleifur Stefánsson arkitekt skrifar grein, sem nefnist Hugleiðingar um byggingar og við- byggingar. Síðan kemur grein eftir Grím Jónsson byggingarverkfræðing um viðbyggingar frá verkfræðilegum sjónarhóli. Nikulás Úlfar Másson arkitekt skrifar grein, sem ber heitið Saumað við fortíð, hugieiðing frá Árbæjarsafni, en síðan fjallar Halldór Ásgrímsson myndlistarmaður um tvö af verkum sínum. Pétur H. Ármannsson arkitekt skrifar um viðhorf til viðbygginga og Manfreð Viðhjálmsson arkitekt fjallar um Aðalstræti 2 og Vestur- götu'l. Þá kemur grein um viðbygg- ingar eftir Magnús Skúlason arki- tekt, Guðni Guðmundsson rektor skrifar um vanda skóla í þrengslum og Pétur H. Ármannsson arkitekt skrifar grein um tengibyggingu við Ásmundarsafn, sem Manfreð Vil- hjálmsson hefur hannað. Finnur Birgisson fjallar um tillögu um við- byggingu við Aðalstræti 44 á Akur- eyri og Kolbrún Oddsdóttir lands- lagsarkitekt um lóðina við Ásmund- arsal. Jón Sveinsson tæknifræðingur skrifar grein, sem nefnist Tækniþró- un á íslandi í 50 ár, en síðan er fjall- að um norrænu blikkverðlaunin til arkitekta 1944. Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur og Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, skrifa um landslagsskipulag og Hannes Sigga- son skýrir frá félagsfundi hjá Tækni- fræðingafélagi íslands í nóvember sl. Sveinn Jónsson vélstjóri skrifar um notkun ósoneyðandi kælimiðla, Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðing- ur um mengunarbætur og Ólafur Arnalds um kortlagningu á jarðvegs- rofí. Síðan er grein um loftmyndir eftir þá Þorvald Bragason og Magn- ús Guðmundsson, en þá kemur grein um brúna á Fnjóská hjá Skógum eftir Ingólf Helgason arkitekt. Að lokum er fjallað um hönnunarsam- keppni IKEA. Kaup á fasteign er oft ein af- drifaríkasta ákvörðunin í lífí fólks. Aleiga fólks er oftar en ekki lögð undir við kaupin og allur fram- tíðarsparnaður kann að verða bund- inn í fasteigninni. í ljósi þess er ein- kennilegt til þess að vita að ekki er til heildar löggjöf er tekur til fast- eignaviðskipta. Til er heildstæð lög- gjöf um verðbréfa- viðskipti og um kaup á lausafé. Löggjöf um fasteignakaup Á ákveðnum sviðum fasteigna- viðskipta hafa verið sett lög sem einkum miða að því að tryggja rétt- arstöðu kaupanda. í lögum um fast- eigna- og skipasölu er að finna ákvæði sem leggja all ríkar skyldur á seljanda og löggiltan fasteigna- sala um að upplýsa væntanlegan kaupanda um öll þau atriði er kunna að hafa áhrif á verðmætamat eign- arinnar, þar á meðal um galla sem kunna að vera á eigninni. Skyldurnar snúa einkum að selj- anda að upplýsa kaupanda um ástand eignarinnar og löggiltum fasteignasala um að koma þeim upplýsingum á framfæri við kaup- anda. Ekkert er fjallað um í lögun- um um skyldur kaupanda í þessu efni. Skyldur kaupanda Hvað ber kaupanda að gera áður en hann gerir tilboð í fasteign? Er honum skylt að skoða eignina? Engin lagaákvæði leggja afdráttar- lausa skyldu á kaupanda tii að skoða fasteign. Kaupanda ber ekki skylda til að skoða fasteign og hon- um er því í sjálfsvald sett hvort hann skoðar eignina eða ekki áður Gaumgæfileg skoðun skiptir einna mestu máli, þegar hús er orðið gamalt, ástand þess lélegt eða það er með steypuskemmdir, segir Magnús I. Erl- ingsson lögfræðingur. Við þær aðstæður þurfa kaupandi og seljandi að vera sérstaklega á varðbergi. en hann festir kaup á henni. Fræði- menn hafa hafnað því að nota orð- ið skoðunarskylda gagnvart kaup- anda og kosið að nefna ábyrgð kaupanda í þessu efni varúðar- eða aðgæzluskyldu. Dómstólar hafa talið að í ákveðn- um tilvikum hvíli á kaupanda skylda til að skoða fasteignina betur hafi hann á annað borð farið og skoðað hana. í sumum tilvikum hafa dóm- stólar fellt alla ábyrgð vegna galla á kaupanda sem hefðu átt að koma í ljós við nánari skoðun. í dómi Hæstaréttar frá 1987 er því hafnað, að kaupandi eigi ein- hvern bótarétt á hendur seljanda, enda þótt hús, sem hann keypti, væri skemmt af alkalí. Hæstiréttur taidi, að sérstök ástæða hefði verið fyrir kaupanda að skoða húsið ræki- lega að utanverðu vegna augljósrar sprungu á gafli, sem gaf honum tilefni til nánari skoðunar. Réttarstaða kaupanda og selj- anda er ávallt nokkurri óvissu háð þegar upp koma gallar í fasteign. Til að draga úr þessari óvissu hafa sumir talið að kaupandi ætti ávallt að tryggja sér skoðun fagmanna á fasteigninni áður en hann gerir til- boð í eignina. Slíkt myndi án efa fækka gallamálum. Aðrir telja að upplýsingar frá seljanda nægi til þess að kaupandi geti gert sér grein fyrir ástandi eignarinnar. Áskorun seljanda Því má velta fyrir sér hvort að við ákveðnar aðstæður sé æskilegt að seljandi skori á kaupanda að láta fagmann skoða fasteignina. Réttaráhrif slíkrar áskorunar um nánari skoðun eru skýr í kaupalög- um. í þeim segir að hafi kaupandi látið farast fyrir án sennilegrar ástæðu að rannsaka hlutinn þó að seljandi skoraði á hann um það, getur hann ekki borið fyrir sig neina þá galla á söluhlutnum sem hann hefði átt að sjá við þá rannsókn. Slík áskorun frá seljanda er nú tíðkuð í bílaviðskiptum. í þeim er skorað á kaupanda að láta óháðan aðila meta ástand bifreiðarinnar. Þar sem ekki liggja fyrir laga- ákvæði um fasteignakaup er ekki _eins víst með réttaráhrif slíkrar áskorunar í fasteignakaupum. Mikilvægi gaumgæfile&rar skoð- unar er einna ríkust þegar hús er orðið gamalt, ástand þessa lélegt eða þegar það er haldið steypu- skemmdum. Við þær aðstæður þurfa því bæði kaupandi og seljandi að vera sérstaklega á varðbergi. Seljandi þarf að kynna kaupanda ástand eignarinnar. Kaupandi þarf að vita hvers konar eign hann er að kaupa með' hjálp rækilegrar skoðunar á eign ef á þarf að halda. Báðir þurfa því að gæta sín I fast- eignakaupum ella er hætta á að deilumál rísi á milli þeirra síðar. eftir Mognús I. Erlingsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.