Morgunblaðið - 17.02.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.02.1995, Qupperneq 1
'<d Ruslatunna með hundaskít ekki losuð í 3 vikur YFIRFULL ruslatunna hefur undan- farna daga blasað við þeim sem átt hafa leið um Geirsnef í Reykjavík. Um er að ræða eina af sex tunnum sem settar hafa verið upp fyrir hundaeigend- ur, sem margir viðra hunda sína á Geirs- nefi. Hundaeigendur í Reykjavík greiða 9.600 kr. á ári í leyfisgjald og hefur Hundaræktarfélag íslands lýst yfír efa- semdum um réttmæti þess. Hefur lög- maður félagsins þess vegna sent um- boðsmanni Alþingis erindi, en Tryggvi Þórðarson, deildarstjóri hjá Heilbrigðis- eftirliti borgarinnar, staðfesti að hluta gjaldsins væri varið í uppsetningu á tunnum eins og þeim sem eru á Geirs- nefí. Sagði hann að hins vegar væri hreinsun og eftirlit með tunnunum í höndum hreinsunardeildar á vegum gatnamálastjóra. Hjá gatnamálastjóra fengust þær upplýsingar að ruslatunnur á Geirsnefí væru tæmdar reglulega, á tveggja til þriggja vikna fresti. „A Geirsnefí eru fleiri tunnur og eng- in er jafn yfirfull og þessi tiltekna tunna. Hinar eru tómar eða hálftómar og mér finnst það sóðaskapur af hundaeigend- um að henda rusli í kringum troðfulla tunnu þegar hálftómar tunnur eru í 20 metra fjarlægð,“ segir Tryggvi Þórðar- son hjá Heilbrigðiseftirlitinu. Guðrún R. Guðjohnsen, formaður Hundaræktarfélags íslands, segir ljóst að þeir sem bera ábyrgð á svæðinu sinni því ekki sem skyldi. „Þetta ástand við ruslatunnuna sýnir best að langflestir hundaeigendur hirða upp eftir hunda sína og því er ekki rétt- mætt að ásaka þá um sóðaskap. Á hinn bóginn er óviðunandi að þeir sem eiga að annast hreinsun og eftirlit, skuli ekki hirða svæðið betur.“ ■ Morgunblaðið/Sverrir TORFI Geirmundsson, hársnyrtir, verður senn í æðsta ráði alþjóðasamtakanna „ Art and Fasion Group“. Heiðursverðlaun fyrir hárgreiðslustörf TORFI Geirmundsson, hársnyrtir, veitir viðtöku verðlaunum alþjóða- samtakanna „Art and Fashion Group“ 12. njars nk. Verðlaunin eru fyrir störf að framgangi og framför- um í snyrtigreinum og er verð- launaafhendingin með viðhöfn í Grand Hyatt Hotel í New York. Torfí hlýtur svonefnd „World Master Award“-verðlaun, sem hann segir mesta heiður sem fagmanni geti hlotnaðst. „Markmið AFC- samtakanna er að auka menntun og bæta ímynd listgreina, sem tengdar eru tísku, án þess að hafa ágóðavon að leiðarljósi. Þegar ég veiti verðlaununum viðtöku er ég kominn í æðsta ráð samtakanna. Félagsmenn geta beðið mig að koma og veita faglega ráðgjöf end- urgjaldslaust nema þeir verða að borga fargjald og uppihald." Torfí hefur verið í dómnefnd í mörgum alþjóðlegum hárgreiðslu- keppnum, tekið þátt í fjölda sýn- inga, verið forseti samtaka hár- greiðslu- og hárskerameistara og samið kennslubækur um sölu og markaðsmál, hársjúkdóma o.fl. Búist er við að 1.000 manns verði viðstaddir verðlaunaafhend- inguna, þar sem hinir heimsfrægu hárgreiðslumeistarar Trevor Sorbie frá London og Lluis Llongueras frá Spáni verða heiðr- aðir eins og Torfi. Á sunnudeginum eru ráðstefnur og sýnikennsla og hefur Torfí verið beðinn um að koma fram og kynna framlag ís- lendinga til hártískunnar. ■ Börnin fari með í vinnuna í verkf alli kennara „ÞÓTT til verkfalls kennara komi, verður heilsdagsskóli í Reykjavík á þeim tíma sem böm hafa notið viðveru þar. Námskeið í skólum á vegum ÍTR eða tómstunda- nefnda sveitarfélaga verða eins og venjulega og sömuleiðis starf- semi tónlistarskólar," segir Unnur Halldórsdóttir, formaður samtak- anna Heimili og skóla. Samtökin hvetja foreldra til að skilja böm sín ekki eftir eftirlits- laus heima ef kennarar fara í verkfall. „Hafí þeir ekki gæslu, hvetjum við þá til að taka bömin með á vinnustað eða taka sér frí frá störfum. Það eykur sennilega ringulreið á vinnustöðum, en skapar jafnframt þtýsting á samningsaðila." Unnur hvetur foreldra yngri bama til að funda í hverri bekkjardeild og kanna leiðir til að skipuleggja aðstoð við gæslu innan vinahóps eða meðal ná- granna. Hún hvetur foreldra allra grunnskólanema einnig til að sjá bömunum fyrir verkefnum ef verkfall dregst á langinn og fá heim allar bækur sem þau eiga að vinna í.“ KomlA í veg fyrir f læklng „Til að koma í veg fyrir flæking eldri bama, losarabrag og óhóf- legt sjónvarpsgláp geta foreldrar fundað í bekkjardeildum sínum og rætt um leiðir. Til dæmis mætti skipuleggja samveru með krökkum í minni hópum, þar sem bæði er svigrúm fyrir nám og tómstundir, skautaferðir, skíða- ferðir, safnaferðir og hvaðeina í þeim dúr.“ Nemendur í 10. bekk sem eiga fyrir höndum samræmd próf hefðu flestir eytt næstu vikum í upprifjun. „Foreldrar ættu að hvetja unglingana til að lesa, t.d. Gísla sögu og fara vel yfír út- drætti og verkefni. Ef til verk- falls kemur myndast svigrúm til að gera ýmislegt sem lengi hefur setið á hakanum. Hafa má í huga tiltekt í bílskúrnum, hreinsun á sláttuvélinni, tiltekt á tölvudisk- um, og allt það sem vill verða útundan í dagsins önn.“ Útifundur sam- takanna verður haldinn á Ingólf- storgi í dag kl. 16. „Ef til verkfalls kemur verður þetta baráttu- fundur foreldra, annars gleðihátíð. Við hvetjum fólk til að fjölmenna með bömum sín- um.“ ■ FarHeoafjðlgun og hagnaður f flugi 1994 FARÞEGUM v-evrópskra flugfélaga fjölgaði um 9% á sl. ári og voru alls 130 milljónir miðað við 120 milljónir árið áður. Talsmaður sambands evr- ópskra flugfélaga, AEA, sagði að fjölgun hefði orðið á flestum leiðum nema í N-Afríku. Sætafjöldi jókst um tæp 5% á árinu og meðaltalssæta- nýting á Evrópuleiðum fór í 60,7%. Allt útlit er þvi fyrir að fjöldi flug- félaga skili hagnaði í fyrsta skipti í fjögur ár eða frá því Flóadeilan gaus upp, en þá hrundi flugumferð víða i heiminum. Alþjóðasamband flugfé- laga, IATA, segir að farþegum á alþjóðlegum áætlunarleiðum hafi fjölgað um 8% og frakt jókst um 14%. Talsmenn bæði AEA og IATA eru á því að gjóska væri mest í flugi til Austurlanda fjær og Kyrrahafssvæð- isins. IATA spáir að röskur helmingur flugfarþega í heiminum 2010 verði á þessu svæði. Hann telur að flugumferð í Evrópu aukist ekki nærri eins hratt og kemur þetta heim og saman við spár um þróun í farþegaflugi sem gerðar hafa verið hin síðari ár. Arðsemistölur þeirra 229 flugfélaga sem eru í IATA liggja fyrir 1. apríl, en sem stendur er útlit fyrir að nettóhagnaður gæti orðið sem svarar 70 milljarðar ÍKR. -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.