Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4- DAGLEGT LIF Tveggja vikna hönnunarhátíð Hús, silkikjólar hattar og leikvellir í Iðríó TIGULEGIR samkvæmiskjólar, byggingarlist og listigarðar verða meðal þess sem sýningargestir í Iðnó geta borið augum á næstunni. Þann 24. febrúar næstkomandi byrjar einskonar hönnunarhátíð í höfuðborginni sem tekur við af hönnunardeginum sem hefur verið undanfarin ár. Það er Hönnunar- stöðin, sem hefur veg og vanda af sýningunum, sem eru fimm talsins og standa þær fram í mars. Undan- farna föstudaga höfum við kynnt þessar sýningar og að þessu sinni er það sýningin í Iðnó sem fjallað er um. Þar munu arkitektar, Iands- lagsarkitektar, kjólameistarar og klæðskerar sýna það sem þeir eru" og hafa verið að fást við. Iðnó er umdeilt hús útfrá fagur- fræðilegu sjónarmiði og það er ekki síst þess vegna sem sýningunni var valið það húsnæði. Nýjar bygglngar Arkitektafélag íslands er þátt- takandi að samsýningunni í Iðnó og verða þar sýndar byggingar eft- ir 60-70 arkitekta. Notaðar verða litskyggnur af nýjum byggingum sem byggðar eru eftir 1980, allt frá einbýlishúsum til stærri bygginga. Sigurður Einarsson arkitekt seg- ir að þrátt fyrir að opinberar bygg- ingar séu eitt það merkasta í arki- tektúr á íslandi undanfarin ár eigi einkaframtakið ríkan þátt í mótun byggingarlistar með frumlegum einbýlishúsum. Oftast segir hann þó arkitektasamkeppnir leiða af sér bestu verk byggingarlistarinnar og nefnir byggingu Ráðhúss Reykja- víkur og byggingu safnaðarheimilis og tónlistarskóla við Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði. Hattar og skúlptúrar Um tíu meðlimir í Félagi meist- ara og sveina í fataiðn verða með á sýningunni í Iðnó. Þeir sýna m.a. draktir og kjóla úr silki, flaueli og ull, íþróttafatnað, hatta og síðan verða skúlptúrar úr iðnaðarefnum. Mikil gróska var í gerð þjóðbúninga á lýðveldisárinu í fyrra og að sögn Jófríðar Benediktsdóttur, sem er kjólameistari og klæðskeri, virðist áhuginn enn vera mikill á þeim. Þá segir hún að yfirleitt sé nóg að LEIKVÖLLUR við leikskólann á Eggertsgötu. Áslaug Trausta- dóttir landslagsarkitekt hannaði leikvöllinn þegar hún vann hjá Pétri Jónssyni landslagsarkitekt. DRAKT eftir Jófríði Bene- diktsdóttur kjólameistara og klæðskera. gera í faginu. Hún rekur sjálf litla saumastofu, Nálaraugað, og segist vera með bókanir fram í ágúst. Á hönnunarhátíðinni verða kjóla- meistarar og klæðskerar einnig með tískusýningar. Skólalóðir og llstlgarðar Eins og arkitektar verða lands- lagsarkitektar með litskyggnusýn- ÞETTA er forsalur safnaðar- heimilis Hafnarfjarðarkirkju. Arkitektar eru Sigríður Magnúsdóttir og Hans Olav Andersen. ingu og sýna þar breiddina i því sem þeir eru að fást við. Um fimmtán landslagsarkitektar taka þátt í sýn- ingunni í Iðnó og að sögn Áslaugar Traustadóttur, formanns félagsins, er ætlunin að gera heilsteypta sýn- ingu um það sem landslagsarkitekt- ar eru að fást við og kynna sýning- argestum hvað fag þeirra í raun og veru snýst um. MATREIÐSLUMEISTARAR þjóðhöfðingja sem hittust í Tælandi. Gísli Thoroddsen matreiðslumeistari er sá fimmti frá hægri. Það var farið með okkur eins og kóngafólk á þingi matreiðslumeistara í Tælandi Á ÞRIÐJA tug matreiðslumeistara héldu þing í Tælandi fyrir nokkrú. Þeir voru þar í boði tælensku kon- ungsfjölskldunnar en matreiðslu- meistararnir eru meðlimir í sér- stökum félagsskap sem ætlaður er bara þeim sem matreiða fyrir þjóðhöfðingja. Einungis einn fulltrúi er frá hverri þjóð og frá íslandi er það Gísli Thoroddsen, matreiðslumeist- ari í Perlunni, sem í skrá félagsins er titlaður sem matreiðslumeistari forseta íslands. „Þetta var alveg ógleymanleg ferð, eitt ævintýri frá upphafi til enda," segir Gísli Thoroddsen sem í fyrsta skipti sótti fund hjá félags- skapnum en forveri hans var Hilm- ar B. Jónsson. Töluð'u um mat en elduðu ekkert „Það var farið með okkur eins og kóngafólk, lögreglan ók alltaf á undan rútunum hvert sem við fórum og við komum ekkert ná- lægt eldhúsi." Tælendingar sáu um að elda fyrir kokkana en þeir skröf- uðu að sjálfsögðu mikið um mat og Gísli segir að auðvitað sé stund- um skipst á uppskriftum. Yfirleitt sjá fyrirtæki um að bjóða þeim ferðirnar og ferðamálayfirvóld í löndunum þar sem þeir hittast. En ætla þeir að hittast á íslandi bráð- um? Næst á íslandl? „Forsvarsmenn þessa félags- skapar hafa minnst á þann mðgu- leika en vandamálið er að fá fyrir- tæki til að bjóða öllum. Ég veit HAPUNKTUR þessa ferðalags var þegar tælenska prinsessan Maha Chakri Sirindhorn, nú heiðursfélagi matreiðslumeist- aranna, fór í einkennisbúning þeirra og útbjó sérstakan tæ- lenskan rétt sem hún síðan bar fram sjálf. einfaldlega ekki hvort við ráðum við dæmið." Klúbburinn var stofnaður árið 1977 og eru félagar um fjörutíu, þar af þrjár konur. Strangar inn- göngureglur eru og einungis þeir sem elda fyrir konunga, prinsa eða þjóðhöfðingja fá inngöngu. Séu þjóðhöfðingjarnir ekki með eigin matreiðslumeistara má hótel eða veitingahús sem yfirleitt heldur opinberar veislur fyrir þá sækja um inngöngu. ¦ Læknar ekki óskeikulir UMRÆÐUR um læknamistök eru ofarlega á baugi eftir að hópur fólks sem telur sig fórnarlömb læknami- staka stofnaði samtök til að berjast fyrir rétti sínum. Öðru hverju koma upp dæmi um Iæknamistök víðs veg- ar í heiminum og eitt nýlegt af konu, sem varð fyrir því að brjóst hennar var fjarlægt að ástæðulausu á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Var birt grein í tímariti bandaríska læknasambandsins, sem upplýsir að margar rannsóknir bendi til að þeir sem leggist inn á sjúkrahús taki vissa áhættu. Niðurstöður rannsókna sýni að handvömm á spítölum eigi þátt í 180 þús. dauðsföllum á ári í Banda- ríkjunum; flest vegna mannlegra mistaka. Luepe, talsmaður heilsudeildar al- mennings í Harvard-skóla telur að- alástæðuna þá að í áranna rás hafí læknisfræðin alið á ímynd hinnar fullkomnu frammistöðu. Lækn- ar/hjúkrunarfólk eigi því í mestu erfiðleikum með að glíma við mistök, J^ Hsa sem hendi endrum og sinnum. Skipu- lag sem byggist á fullkomnun hljóti að bregðast. Luepe segir að fyrsta skrefið til að fækka svokðlluðum læknamistök- um sé að viðurkenna þau sem óhjá- kvæmileg en jafnframt viðráðanleg. Því næst eigi sérfræðingar ekki að þurfa að reiða sig á minni sitt heldur eiga greiðan aðgang að upplýsingum. Aðferðir eigi að vera staðlaðar og kenna þurfi læknakandídötum að lfta á mistök sem skipulagsgalla. Til að forðast mistök ættu t.d. uppáskrift lyfseðla að fara um margra hendur. Loks bendir Leape stjórnendum sjúkrahúsa á að vakta- fyrirkomulag skipti miklu. Þreyttum og stressuðum starfsmönnum sé hættara við að gera mistök en þeim sem eru úthvíldir og endurnærðir. Barn vildí hún stýra risaþotu ÞEGAR Rut Arnarsdóttir var tíu ára ákva'ð hún að verða flugstjóri á risaþotu þegar hún yrði stór. Hefðbundin kvennastörf höfðuðu ekki til hennar, því áður en háloftin heilluðu hafði henni helst dottið í hug að verða kafari, vörubílstjóri eða bifvélavirki. Nú er Rut orðin stór, nýlega átj- án ára, og stefnir ótrauð á atvinnu- flugmannspróf. Hún fékk einka- flugmannsskírteini 18. maí í fyrra og var þá sú yngsta á landinu með slíkt plagg upp á vasann. Skírteinið veitir henni rétt til að fljúga með farþega, án gjaldtöku, við sjón- flugsskilyrði að degi til. Saf nar f lugtímum Rut segir að þegar hún fljúgi sér til skemmtunar sé hún jafnframt að safna flugtímum, því auk ann- arra skilyrða þurfi nemi að hafa flogið u.þ.b. 200 tíma til að geta hafíð undirbúning fyrir atvinnu- flugmannsprófið. Henni hrýs svolítið hugur við væntanlegum námskostnaði. Hún er búin að borga drjúgan skildinginn fyrir sólóprófið, sem hún tók þegar hún var sextán ára, en það og einkaflugmannsprófið kostaði á fj'órða hundrað þúsunda króna. Atvinnfl- flugmannsprófið kostar rúmlega milljón. „Ég er að ljúka við að borga lán sem ég fékk hjá fjölskyldunni til að standa straum af náminu. Síðan ætla ég að vera dugleg að spara, en býst við að þurfa að taka einhver lán. Ég vinn á Hrafnistu en stunda nám í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti á kvöldin og ætla að taka stúdentspróf eftir rúmlega ár." Rut viðurkennir að flugnámið hafi bitnað á námi sínu í FB. í fyrra hafi hún þurft að hætta í nokkrum námsgreinum, en náði þó saman- lagt 20 einingum því flugnámskeið- ið var metið til níu eininga. Þótt atvinnuhorfur virðist ekki gæfulegar um þessar mundir, er Morgunblaðið/Sverrir RUT Arnarsdóttir fékk einkaflugmannsskírteini í fyrra. Rut tilbúin að leggja mikið á sig fyrir flugnámið. „Vissulega renna stundum á mig tvær grímur þegar ég frétti af sprenglærðum flug- mönnum, sem fá ekki vinnu í fag- inu. Ég myndi þreifa víða fyrir mér og gæti vel hugsað mér að starfa erlendis. Það er stórkostlegt að fljúga um loftin blá og sjá allt úr fjarlægð. Mér finnst að þá sé ég frjáls eins og fuglinn fljúgandi." ¦ vþj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.