Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 D 3 DAGLEGT LIF Elsa Haralds fer með lið sitt á stærstu hársýningu í heimi ELSU Haraldsdóttur hefur verið boðið að taka þátt í alþjóðlegu hár- og snyrtisýningunni Intemat- ional Beauty Show, ásamt liði sínu frá Salon VEH. Sýningin verður í New York 12.-14. mars n.k. og er hún sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Til að gefa hugmynd um umfang hennar verða neglur og allt sem þeim viðkemur kynnt á svæði sem er jafnstórt og Laug- ardalshöllin í Reykjavík. Meðal þess sem er í boði eru kennslu- og tískusýningar, kaupstefnur, vörukynningar, fyrirlestrar, keppnir og námskeið. Hárgreiðslulið frá fimm löndum eru valin til að sýna og kenna á sýningunni og er þetta í fyrsta sinn sem íslensku liði er boðin þátttaka. Þeir sem til þekkja segja að Inter- national Beauty Show sé eins og Scala-óperuhúsið fyrir tónlistar- fólk; toppurinn. Elsa segist hafa stefnt þangað í nokkurn tíma og því sé hún afar ánægð með þann heiður sem henni og liði hennar er nú sýndur. í því eru auk Elsu Viðar Völundarson og Arnar Tóm- asson. Daglegt líf bankaði uppá hjá þremenningunum kvöld nokkurt fyrir skömmu, þar sem verið var að undirbúa sýninguna.. Skrýtlð tungumál Þau tala sérhæft mál, fagmál hárgreiðslufólks,' blandað erlend- um orðum eins og show, avant garde, wet look og glamour. Málið er þokkalega skiljanlegt, en nokkr- um erfiðleikum háð að þýða það á kjarngóða íslensku, án þess að tapa blæbrigðum sem verða til við að blanda svolítið saman tungu- málum. Talið berst að undirbuningnum, sem þau segja gífurlega mikinn. „Þegar boðið barst til okkar í fyrra, byrjuðum við að undirbúa, enda þurfti dagskrá okkar a.ð vera tilbú- in 1. desember s.l. Á svona sýn- ingu þarf að huga að mörgu, ekki aðeins hárgreiðslu og klippingum, heldur einnig tðnlist, fatnaði, myndböndum, ljósmyndum og kynningarefni til dagblaða ytra ásamt því að undirbúa kennslu fyrir fagfólk." Þau leggja mikla áherslu á sam- ræmdan heildarsvip. Tónlist þarf að passa við hár og hár þarf að passa við búninga. Búningar þurfa að passa við hvort tveggja og allt þarf að passa við sviðsmyndina. Meðan þau vinna á sviðinu eru þau fyrirmyndir hárgreiðslufólks alls staðar í heiminum og því eins gott að hvert handtak sé nákvæmt og öruggt, og ekkert fari úrskeiðis. ÖU eru vön að vinna á alþjóðleg- um sýningum og eru sammála um að reynsla skipti miklu. „Við höf- um unnið mikið saman og erum sterkt lið, enda erum við ólík. Vinna á þessum vettvangi er gjör- ólík vinnu á stofu og líklega hafa aðeins um 20% hárgreiðslufólks þann brennandi áhuga sem þarf til að geta unnið á alþjóðlegum sýningum. Við tökum með aðstoð- arfólk en enginn getur farið upp á svið nema hafa verið aðstoðar- maður áður." SiLhároglffsstfll Þremenningarnir munu sýna klippingar og hárgreiðslu í hálf- tíma á hverjum degi sýningarinnar og auk þess kenna þau hár- greiðslufólki í 2 klst. á hverjum morgni. í upphafi sýningarinnar verður myndband, þar sem blandað er saman stemmningsmyndum héðan og myndum af vinnu á Sal- on VEH, myndatökum og æfing- um. Síðan taka við dansatriði fjög- urra karldansara og þá kemur hárgreiðslufólkið á sviðið með FORMLEG ÓFORMLEG Ijósmynd/María Guðmundsdóttir ÞESSAR myndir frá Salon VEH eru hlutí af kynningarefni fyrir bandaríska fjölmiðla. '¦¦¦ g^V^y^B P ^H ¦^'¦JÉfi^^BP ^T**"jf Æm ^k ^^^ /U LIÐ Salon VEH. Frá vinstri: Viðar Völundarson, Elsa Haraldsdóttir og Arnar Tómasson. módelum sínum og ballið byrjar fyrir alvöru. í kennslu á morgnana verða 120 manns í hverjum bekk. Kennslu efnið er að kynna tískulinu stof- unnar fyrir 1995 og einnig ætla þau að kynna nemendum hvernig skipulag og vinna er á Salon VEH. „Allt starfsfólk er „team," og hluti af vinnunni eru æfingar og þátt- taka í sýningum. Karakter og lífs- stíll eru lykilorð okkar og við leggj- um mikla áherslu á ráðgjöf. Við veljum módel á sýninguna út frá þessum hugmyndum og við tökum fyrir hvernig hægt er að styrkja einkenni hvers og eins með góðri ráðgjöf. Lengd hárs er ákvörðuð út frá líkamsbyggingu, hæð og þyngd, en innra ummál hárs — klippingin sjálf, er miðuð við andlitsfall hvers og eins. Hárið þarf að vera klippt og meðhöndlað þannig að auðvelt sé að breyta um greiðslu og stíl eftir því hvert tilefnið er og auð- velt að eiga við það dags daglega." Evrópsk ímynd verður þema þeirra. „ímyndin er evrópsk, ýmist formlég eða óformleg. Við mótuð- um línurnar fyrir löngu og sfðan höfum við einbeitt okkur að því að fínpússa þær og bæta. Við sjáum að línurnar sem við hönnuð- um fyrir komandi sumar koma til með að hitta í mark. Permanent og hárskraut Skilaboð okkar um hártískuna 1995 eru: Hár verður styttra, en loft við hársrót og fjöðrun skiptir miklu máli, hver sem sídd hársins er. Hár á að klippa í styttur og við vih'um hafa hreyfingu í hárend- um, hvort sem hún næst með klipp- ingu eða permanenti. Litir verða skarpari, hvítur, kastaníubrúnn og jarpur, en margir ólíkir og sterkir rauðir litir verða notaðir { strípur með. Permanent verður meira í tísku en á undanförnum árum og i síðu hári eiga að vera miklar krullur. Alls kyns hárskraut eink- um glamour-skraut, verður mjög mikið í tísku, jafnt fyrir stutt hár sem sítt." ¦ Brynja Tomer Morgunblaðið/Alfons HEIÐBJÖRT Tíbrá með eina af myndunum sinum, þessi er af húsi í Búðardal og unnin með þekjulitum. Hún veltir fyrir sér að leggja fyrir sig teiknun HEIÐBJÖRT Tíbrá Kjartansdóttir, 13 ára stúlka frá Ólafsvík, sigraði í teiknimyndasamkeppni sem SÍBS hélt í samvinnu við grunnskóla landsins. Var efnt til ritgerða- og teiknisamkeppni vegna fimmtíu ára afmælis Reykjalundar. Mikil þáttaka var og hefur þegar verið sagt frá verðlaunahafanum í rit- gerðasamkeppninni, Maríu ágústs- dóttur í Reykjavík. Heiðbjört er nýflutt til Ólafsvík- ur frá Búðardal og sagðist hafa ákveðið að taka þátt í keppninni þegar hún var kynnt. Hún teiknaði myndina að gamni sínu og sagðist ekki hafa átt von á að vinna í keppninni en það hefði verið mjög skemmtilegt. Heiðbjört sagðist hafa mjög gaman af því að teikna og þá aðal- lega andlitsmyndir og margt annað og þá notaði hún gjarnan blýant og þekjuliti. Hún sagðist hafa áhuga á að leggja teiknun fyrir sig í framtíðinni og fara í nám. „Þetta. er mitt helsta áhugamál, ég hef gaman að handavinnu líka og kannski hef ég hug á að læra fatahönnun," sagði hún. Heiðbjörtu er margt til lista lagt. Hún er að læra á píanó og spilar á básúnu í lúðrasveit. Hún hlusta á alls konar tónlist, bæði popp og klassiska tónlist. ¦ Alfons Finnsson Alkóhól og hjartakvillar í MÖRG ár hafa vísindamenn velt fyrir sér hvort tengsl séu á milli víndrykkju og hjartasjúkdóma. í Frakklandi er drukkið meira áfengi en í öðrum þróuðum löndum, en þó er tíðni sjúkdómsins sú lægsta í heiminum á eftir Japan. Nýleg rannsókn, sem birtist í læknatímaritinu The Lancet, þykir staðfesta tengslin. Borið var saman mataræði, áfengisneysla og dánar- tíðni í 21 velferðarríki. Til þess að komast að hvort alkóhólið í víninu væri aðal vörnin gegn hjartasjúk- dómum var það einangrað frá öðru innihaldi. Rannsóknin sýndi að alkóhólið eykur eðlismassa fituhvítu (HDL) og þess kólesteróls í blóðinu, sem kemur í veg fyrir að fita setj- ist á slagæðar. Eitt eða tvö glös af vini eða bjór á dag virðist minnka líkur á hjartaslagi allt að 50%. I ljós kom að í löndum þar sem tölfræðilegar niðurstöður voru hag- stæðar varðandi víndrykkju og lága Frakkar hreinsa slagæðarnar. tíðni hjartasjúkdóma var misnotkun áfengis mjög mikil. Til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma er ráðlagt að drekka í mesta lagi eitt til tvö glös af víni á dag; meira magn veikir hjartað og stuðlar að mörgum banvænum sjúkdómum. Samfara lækkandi tíðni hjarta- sjúkdóma minnkaði víndrykkja í Frakklandi úr 18,3 lítrum í 13,1 á mann á árunum 1965-1988. Fyígn- in bendir til að vín sé best í hófí. Reykjavíkurdeild RKÍ Námskeið á vorönn 1995 Barnfóstrunámskeið: Hefjast 8. mars Fyrir 11 -14 ára -16 kennslustundir. Leiðbeinendur: Leikskólakennari og hjúkrunarfræðingur. Skyndihjálparnámskeið: Tvö námskeið í hverjum mánuði fyrir 15 ára og eldri. Lágmark 16 kennslustundir. „Móttaka þyrlu á slysstað" 6 kennslustundir. „Áfallahjálp" eða sálræn skyndihjálp. Viðbrögð á vettvangi til að draga úr langtímaáhrifum vegna slysa. 8 kennslustundir. Upplýsingar á skrifstofutíma kl. 8-16 í síma 688-188

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.