Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 4
4 D FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR17.FEBRÚAR1995 D 5 DAGLEGT LIF DAGLEGT LIF Karlar kr eppu: Lítið hef ur borið á rödd lcarlmannsins í jafnréttis- umræðunni KARLAR hafa á síðustu árum staðið á ákveðnum krossgötum og í raun ekki vitað í hvorn fótinn ætti að stíga af ótta við samfélags- lega ímynd. Einu sinni áttu karlar að vera harðir, síðan mjúkir og nú vita þeir vart sitt rjúkandi ráð. Margir kenna kvennabaráttunni um þá upplausn, sem nú er í hugarheimi karla, enda hafa karlar í vaxandi mæli kosið að skríða inn í skel þagnarinnar þegar jafnrétti kynjanna ber á góma í stað þess að leggja þeirri baráttu liðsinni. Á meðan hafa margar konur verið í uppreisnarhug með misjöfnum árangri þó og eiga enn langt í land með að ná fram brýnum jafn- réttismálum þrátt fyrir rúmlega tveggja áratuga baráttu. Jafnréttisbaráttan var „fundin upp" af konum og lengi vel hafa karlar litið svo á að hún væri ekki þeirra mál enda hafa þeir ekki í sama mæli og konur litið á óréttlæti eða misrétti sem kyn- bundið. Haustið 1991 skipaði félagsmálaráðherra nefnd, sem hafði það verkefni að fjalla sérstaklega um stöðu karla í breyttu samfélagi og leiðir til að auka fjöl- skylduábyrgð þeirra. í kjölfar skýrslugerðar var skipaður ráðgjafarhópur, sem hefur það verkefni að auka þátt karla í umræðunni um jafnrétti kynj- anna. Þessi hópur gengur undir heitinu „karlanefnd" og heyrir undir Jafnréttisráð. Áhersla er einkum á samspili fjölskyldu- og atvinnulífs svo og félagslegum og tilfinningalegum vandamálum drengja og karla. Þá ætla jafnréttisráðherrar Norðurlandanna að standa fyrir ráðstefnu í Stokkhólmi 27. og 28. apríl nk. sem er öllum áhugamönn- um opin, en megintilgangurinn er að efla umræður um hlutverk og ímynd ] karla í breyttu samfélagi. Daglegt líf skyggndist um í hugar- heimi þriggja karlmanna, sem allir hafa velt karlmennskunni og kvenna- baráttunni fyrir sér á einn eða annan hátt. ¦ Jóhanna Ingvarsdóttir Askell Örn Kárasson Leysa þarf hin jákvæðu öfl úr læðingi KARLMENNSKA er að mínu mati jákvætt hug- tak, einskonar samsafn eiginleika, sem prýða sannan karlmann — heilsteypta mann- eskju. Nefna má styrk, hreysti, kjark og æðruleysi þó karl- mennskan eigi líka sínar skuggahliðar, einskonar afsk- ræmingu, sem birtist m.a. í grimmd, drottnunargirni, of- beldishneigð og valdafíkn," seg- ir Áskell Örn Kárason, sálfræð- ingur og forstöðumaður Með- ferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga. Hann segir það vera eðlilegt að hver og einn sjái karlmennsk- una sínum augum. „Ekki er allt- af nauðsynlegt að vera sterkur, hraustur og áræðinn. Styrkleiki hins sanna karlmanns felst líka í því að horfast í augu við veik- leika sína og bregðast við and- streymi af heiðarleika. Sannur karlmaður misnotar ekki styrk sinn og hreysti, það afl og þá hæfileika sem hann hefur feng- ið í vöggugjöf eða áunnið sér. Það er ekki karlmannlegt að nota styrk til að kúga, heldur til að gera heiminn betri, bæði með beinum aðgerðum og með því að sýna gott fordæmi." Samkeppnisþjóðfélagið laðar ekki síst fram skuggahliðar karlmennskunnar, að mati sál- fræðingsins. Glansmyndakarl- mennsku sé ákaft hampað, t.d. í fjölmiðlum, þar sem að sigrar og afrek eru í valdi sýndar- mennsku. „Ég sé fyrir mér upp- blásna karlmenn, sem hafa lít- inn raunverulegan styrk, en vaða áfram sjálfum sér og öðr- um til ógagns. Eiginleikar á borð við heiðarleika, hógværð og sanngirni láta í minni pokann fyrir valdastreitu og gróðafíkn. Nú til dags stendur hið sögu- lega hlutverk karlmannsins ni karlmaður nýtur ekki sömu að- dáunar og áður. Hinn föðurlegi húsbóndi er gamaldags fyrir- bæri. Föður- og móðurhlutverk eru að renna saman í eitt, feður skortir skýrar fyrirmyndir og þeim, sem leggja áherslu á trú- verðugleika, er gjarnan ýtt til hliðar í þessum skrýtna heimi. Þeir, sem týna karlmennskunni, hneigjast til öfga, annars vegar með því að sýna öðrum drottn- unargirni, yfirgang og lítilsvirð- ingu og hins vegar með bleyði- skap, ásökunum og ósjálf- stæði." Áskell Örn segir að kvenna- Áskell Örn Kárason baráttan hafi ögrað karlmönn- um, m.a. með því að vega að rótum hefðbundinna kynhlutverka. Sú staðreynd, að hlutverkin séu nú í nokkurri upp- lausn geri báðum kynjum erfítt fyr- ir. Um leið sé þetta frjótt ástand, sem gefí þeim svigrúm sem vilji endur- meta kynhlut- verkin. „Mér sýn- ist konur hafa fetað torsótta leið, en barátta þeirra hlýtur að hafa komið til vegna þess að þær sættu sig ekki við ríkjandi ástand. Ekkert í þessu ferli hef-. ur gerst af tilviljun og þótt sum- ar áherslur kunni nú að virðast rangar eða hjákátlegar hljóta þær að hafa verið knýjandi á sínum tíma. í upphafi snerist barátta kvenna um aðgang að karla- heiminum, þeim völdum og gæðum sem þeim fannst karlar sitja einir að. Síðan hefur smám saman verið að renna upp fyrir þeim það ljós, að konur verða aldrei karlar og að sá heimur, sem þær sótt- ust eftir, er ekki eins eftirsóknarverður og af var látið. En kven- réttindabaráttan snýst líka um uppgjör við móð- urhlutverkið og mig grunar að sú glíma brenni hvað mest á konum um þessar mundir. Hvort sem þeim líkar betur eða verr fá engar félagslegar hrær- ingar losað konur undan þessu frumhlutverki. Föðurhlutverkið, þótt mikilvægt sé, er annars eðlis, félagslegt fremur en líf- Karlmennsk- an á lika sínar skuggahlidar fræðilegt. Núorðið tel ég að kvennabar- áttan sé að verða meira innhverf og sé farin að snúast í auknum mæli um það hvað konur vilja sem manneskjur. Konur eru farnar að skilgreina sig út frá eigin forsendum í stað þess að streða við að bera sig saman við karla eða aðra hópa." Persónulega seg- ist Áskell Örn hafa takmarkaðan áhuga á hefðbundinni jafnréttisum- ræðu enda finnist honum hún oft og tíðum bæði geld og leiðin- leg. Sem stendur hafí hann mestan áhuga á að ræða um karlmannshlutverkið við kyn- bræður sína því nauðsynlegt sé að leysa hin jákvæðu öfl karl- mennskunnar úr læðingi. „Helsta verkefni kynjanna nú er að fóta sig í breyttum heimi við breytt kynjahlutverk. Konur eru að leita að einhverju, sem þær, týndu þegar þær köstuðu gömlu kvenímyndinni fyrir róða, og karlar hafa of lengi látið konur einar um að skilgreina _______ hlutverk kynjanna, þ.ám. karlmennsk- una. Mjúki maðurinn er orðinn hallærisleg- ur, en við eigum að ""~¦"""" fara okkur hægt í að farga honum alveg. Við þurfum að sameina mjúka manninn og hinn harða, efla karlmennsku okkar en halda í mennskuna. Við þurfum að glíma við valdið og valdafíknina í okkur sjálfum, takast á við óttann og veikleik- ana og læra að nota styrkinn og áræðið, sannri karlmennsku til góðs." Snorri S. Konráðsson Borið hefur á blæ óvildar í garð karlmanna KARLAR eru ekki í kreppu og konur ekki heldur. Samfélagið er hinsvegar í krappri stöðu. Það hefur ekki myndast rúm fyrir fjölskylduna til að vera saman. Skólakerfið er rekið á 60% afköstum. Karlar eru hverfandi fáir í uppeldisstörfum. Fólk hafnar í starfí, en velur það ekki, og vinnur myrkranna á milli án þess að færast nær lífs- gæðunum, sem það leitar eftir. Veruleikinn, sem börn og ungl- ingar alast upp í, er ekki sá, sem við viljum að verði þeim fyr- irmynd," segir Snorri S. Konráðs- son, framkvæmdastjóri Menning- ar- og fræðslusambands alþýðu. Snorri segir að viðhorf hans til karlmennsku hafi breyst í ár- anna rás. „Með augum barnsins var sá maður hlaðinn karl- mennsku er var stór, sterkur og vann á skurðgröfu eða jarðýtu. Augu unglingsins sáu ímynd karlmennskunnar í vöðvastæltum frjálsíþróttamanni og það skemmdi ekki að hann æki um á amerískri drossíu. Nú hefur þetta stjörnublik æskuáranna dofnað. Karlmennskan birtist nú orðið í líffræðilegum mun karla og kvenna. Þessi viðhorfsbreyting hefur engum sárindum valdið. Persónuleikinn og hæfni í sam- skiptum er höfuðatriðið. Mikil- fengi persónu ræðst hvorki af vöðvum og dirfsku karlmanns né ásýnd og kvenleika konu, heldur af þvi hve gefandi og þroskandi hún er í samskiptum og sam- vinnu." Að mati Snorra hafa konur hingað til ekki verið á neinni braut jafnréttis, heldur tekið þátt í tilfinngaþrunginni kvennabar- áttu, sem einkum hefur verið háð af vel menntuðum konum með gott sjálfstraust og lögheimili í Reykjavík og allt of oft hafi hún haft á sér blæ óvildar í garð karla. Ekkert jafnrétti fáist með því að níða einstaklinga eða hópa niður. Beiskar raddir séu ekki baráttu- raddir. „í ljósi langrar reynslu minnar af fræðslustarfí meðal launafólks um land allt hef ég öðlast þá skoðun að máli almenns launafólks hefur alls ekki verið talað af þessum málsvörum kvennabaráttunnar í Reykjavík. Hvenær hefur t.d. krafa verið reist um gagnkvæman rétt sjó- manna og barna þeirra til að umgangast í lengri tíma í senn en sólarhring á eins til tveggja vikna fresti? Hvenær hefur sú krafa hljómað að sjómannskonan og barnið þurfi ekki að skilja þegar það kemur í 8. bekk grunn- r skólans? Hvenær hefur verið tekið á þeim vanda að börn verkafólks ná lakari námsárangri en börn háskólamenntaðra? Hvað hefur kvenna- baráttan sagt um að 40% af hverjum ár- gangi lýkur engu formlegu námi á framhaldsskóla- stigi? Kvennabar- áttan hefur um of snúist um starfs- frama þeirra, sem hana hafa háð, en ekki jöfnuð í samfé- lagi." Snorri segir að ójöfnuður sam- félagsins felist fyrst og fremst í búsetu og möguleikum íbúanna til náms. Karlar hafi víðast kom- ið við sögu þar sem jafnréttisbar- átta hafi verið háð, en lítið skipt sér af kvennabaráttunni enda ekki skilgreint hana sem jafnrétt- isbaráttu. Þar sem best hafi tek- ist til hafi bæði kynin komið að verki. Þetta viti karlar og því þegi þeir þunnu hljóði þegar kon- ur þjóta fram undir merkjum kynferðis. „Menntun og þekking er undirstaða sjálfstrausts. Sá, sem ekki trúir á sjálfan sig og hefur óljósa mynd af þvi hver hann er, áttar sig ekki á hæfileikum sínum og verður utanveltu í sam- félaginu. Jafnrétti, að mínum dómi, er að fá að þroskast, mennta ¦""—™™"" sig, öðlast sjálfstraust og eiga þannig möguleika á að velja sér hlutskipti í samfélaginu fremur en að hafna í hlutverki." Karlar þurfa ekki síst að setja sér markmið í jafnréttisumræð- unni, að sögn Snorra. „Þeir mega ekki falla í gryfju eins og rauð- sokkahreyfingin og setja af stað minni útgáfu af kínverskri menn- Snorri S. Konráðsson Beisk rödd er ekkí barátturödd ingarbyltingu, leysa samfélagið upp með því að ala á misklíð og senda einstakl- inga og hópa í fé- lagslega útlegð. Karlar þurfa að svara því hvernig þeir geti þroskað sig og menntað sem fjölskyldu- og fé- lagsverur, sem for- eldrar og vinnandi menn. Þeir þurfa að skilgreina óskir sín- ar varðandi þá sjálfa, maka og bðrn og kannski ekki síst er brýnt fyrir karlmenn að fara að ræða hvernig þeir geti losnað úr viðjum vinnunnar eða þeirri aðstöðu, sem þeir lentu í, meðvitað eða ómeð- vitað, 16 ára gamlir. Það getur verið erfítt fyrir mann á miðjum aldri að standa allt í einu ahd- spænis ónógri heilsu og þurfa að hrekjast í starf, sem gefur litla sem enga lífsfyllingu þar sem sjálfsmyndin verður oft eftir á þeim vinnustað, þar sem menn kvöddu heilsu sína." Að lokum leggur Snorri á það áherslu að ekki megi gleyma því að fjölskyldan þurfi að vera sterk- asta stoð sérhvers manns. í því ----------- sambandi sé brýnasta jafnréttið fólgið í góðri grunnmenntun, sí- felldri endurmenntun og jákvæðum viðfangs- """¦"¦"¦ efnum í frístundum svo að einstaklingurinn geti þroskað með sér góða sjálfsmynd og sjálfstraust.„Þá vegur ekki minna að hafa tækifæri til að geta þeg- ið og gefíð innan fjölskyldunnar, en vinnutími í hófi og trygg fjár- hagsleg afkoma er undirstaðan í þeim efnum- Búseta fólks má þá ekki ráða ein um það hvers það fær notið af því sem samfélagið veitir." EG LEGG mikið upp úr því að vera sannur karlmaður og fyr- ir mig þýðir það að vera í sam- ræmi við sitt innsta eðli. Það felur í sér að til að geta uppfyllt skyldur sínar við samfélagið og sjálfan sig verður maður að hafa tilfinningu fyrir því sem býr að baki. Karl- mennska er að mínu mati tengd háleitum hugsjónum, þess vegna trú. Maður má ekki sífellt miða karlmennsku út frá eigin sjálfi. Við karlar þurfum að lifa lífi í innra samræmi við okkur sjálfa, fjölskyld- una og sköpunina alla. Þetta krefst ákveðinnar vitundar um það hver ég er. Fyrir mér er það ákveðinn byrjunarreitur á því að skilja karl- mennsku," segir Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur. Málefni karla hafa verið meðal áhugamála Braga í seinni tíð og í kringum hann hefur safnast saman hópur karla, sem saman ætla að stefna að því að vera meðvitaðir um sína eigin karlmennsku og skoða það sem býr innra með þeim. „Við erum bara rétt að byrja og enn að móta okkur stefnu, en til- gangurinn er auðvitað fyrst og fremst sá að skoða það hvernig við skynjum okkur sem karla. Ég fékk áhuga á því að skoða karlmennsk- una sérstaklega sem svo aftur tengdist tilteknum þætti í sorgar- vinnunni. Til að hægt sé að hjálpa körlum í sorg verður skilgreining karlmennskunnar að liggja fyrir." Bragi segir að karlmennskan sé að einum hluta til meðfædd og að öðrum hluta til lærð út frá vænting- um samfélagsins. Hlutverk karla hafí verið mjög fastmótað um aldir, en stóra breytingin hafi orðið með vaxandi .einstaklingshyggju á 19. öld. „Sjálfsagðar skyldur karl- mannsins hættu að vera sjálfsagðar og menn fóru í vaxandi mæli að lifa skv. eigin löngunum og þrám. Karlar sem uppfylltu skyldur sínar, voru áður fyrr eftirsóknarverðir og fyrirmyndir annarra, en nú er ekki sjálfgefið að karlar líti til hefða þjóðfélagsins þegar kemur að því að leggja sitt fram. Þetta hefur leitt til ákveðins ruglings og óljósra skila á milli strákmennsku og karl- mennsku. Vandinn er sá að sumir karlar hafa haldið áfram að vera strákar langt fram eftir ævi og því spyr ég mig að því hvort aðrir karl- menn eigi einhverjum skyldum að gegna gagnvart þessum „strákum" í því að leiðbeina þeim eða gera kröfur til þeirra. Þegar fullorðnir karlar finna ekki karlmannlegt hlutverk fyrir sig í samfélaginu, er ekkert um annað að velja en að halda áfram í strákmennskunni og það er sömuleiðis ekki hægt að ganga inn í hlutverk án skilgreindra væntinga eða fyrirmynda. Þá vant- ar kannski þessa manndómsvígslu, sem einu sinni var tengd ferming- unni, en er það ekki lengur. Á þessu ætti skólakerfað taka . Orðatiltækið „strákar verða alltaf strákar" felur í sér ákveðin óáreiðanleika; þeim sé ekki treystandi og að þeir beri ekki ábyrgð á gjörðum sínum frá degi til dags. Karlmennskan er á hinn bóginn ábyrg fyrir morgun- Braqi Skúlason Karlmennskan er ábyrg fyrir morgundeginum deginum. Okkur leyfíst ekki að lifa eins og strákar, þó að við eig- um okkar glettnu stundir við og við." Ein af stóru breyt- ingunum, sem samfé- lagið hefur nú lagt á karla tekur til tilfinn- ingaþáttarins. Það dugar ekki lengur að vera góður skaffari; nútíma karlar verða að gefa af sér tilfinninga- lega og vera þátttak- endur í uppeldi barna sinna allt frá fæðingu, að sögn Braga. „En nú Bragi Skúlason leita karlar logandi ljósi að fyrir- myndum og þá helst hjá jafnöldrum sínum þó margir álíti enn að eina leiðin til að finna sig sem karlar sé að afla tekna. Og það veganesti er ekki farsælt þegar margir berj- ast nú við atvinnuleysisvofuna. At- vinnulausum körlum finnst að karl- mennsku sinni vegið, bæði gagn- vart samfélaginu og fjölskyldum sínum. í Bretlandi, þar sem atvinnu- leysi hefur verið landlægt í tvær til þrjár kynslóðir, horfa synir upp á feður án atvinnu og það er sú fyrir- mynd,^ sem þeir taka með sér út í lífið. í raun eru ofboðslegir erfið- leikar hjá þessum sonum þegar þeir sjá engan tilgang með lífinu í sjálfu sér." Bragi segir að þó nokkur hópur karla sé reiður út í kvennahreyfmg- una; þeir sem séu sífellt í vörn og líði ekki vel með það. Þeir hafi kos- ið þögnina þegar að jafnrétti kynja hefur komið, enda sé enn mikið rými í þjóðfélaginu fyrir hinn þögla karlmann. „Með því að þegja þarftu ekki að leggja neitt af —-------- mörkum. Þú ert stikkfrí. Þögnin ein og sér er ákveðin leið, en ekki lausn. Hvati þess að karl- menn opnist hlýtur að "~""^- verða að koma innan frá. Þetta má ekki verða eins og árás utan frá. Við verðum að fá að opnast að eig- in frumkvæði og á okkar eigin for- sendum og það á ekki-aðeins við um tilfinningalífið heldur alla upp- lifunina af því að vera karl í nútíma- samfélagi. Því er mikilvægt að stofna til lokaðra umræðuhópa svo að karlménn fái öruggan vettvang til að tjá sig og koma fram upp á eigin býti. Það gera þeir best með öðrum karlmönnum." Bragi hefur fjallað um vináttu karlmanna á opinberum vettvangi og hann segir fráleitt að vináttu- sambönd þeirra hangi á fótbolta einum sam- an, eins og margir virð- ist álíta. Þegar karlar hafí gengið í gegnum það ferli að treysta hvorir öðrum, geti þeir nálgast hvað sem er og það sé ekkert víst að þeir geri það ná- kvæmlega eins og kon- ur. Mjög oft dugi þeim aðeins þögnin. „ Maður þarf að treysta vel þeim karlmanni, sem maður getur þagað með. Ég held að maður myndi ekki ætla það sem maður er mjög Óljós skil eru milli strák- og karlmennsku nema þeim sem maour er nákomin. Að geta þagað með vini sínum er hin hliðin á þögn karl- mannsins." Bragi segir að konur hafi unnið út frá eigin forsendum í jafnréttis- baráttu en fái litlu sem engu breytt nema að fá forsendur karia með í umræðuna. Jafnréttisbaráttan sé síður en svo einhliða. Hin gullna regla sé að mætast á miðri leið og að mati Braga er grasrótin mun ákjósanlegri til þess en samnings- borðið. „Eg tel að karlar hafi verið mjög fúsir að hlusta á hvað konur höfðu fram að færa á sínum tíma, en að sama skapi gleymdu þeir sín- um eigin upplifunum. Þeir þurftu að aðlagast nýjum hlutverkum, sem tengjast sjálfsímynd og hættan hef- ur verið sú að við höfum ekki talað af nægilegri virðingu hvort um ann- að. Það leiðir til togstreitu og árás- argirni. Samskipti kynjanna snúast þá upp í vörn, ásakanir og sam- keppni í stað trausts. Við verðum að geta sigrað saman." --------— Jafnrétti skilgreinir Bragi sem jafna réttar- stöðu kynjanna og hins- vegar talar hann um llð- an fólks. Hann lítur svo á að það ætti ekki að ýkja flókið að ná fram réttlætiskröfum eins vera svo sjálfsögðum og sömu launum fyrir sömu vinnu og sömu bótakröfum í dómskerfínu burtséð frá því hvort kynið á í hlut. Hinn hlutinn, sem snýr að líðan fólks, sé að mörgu leyti vandasam- ari, þ.e. hvernig fólki líður í návist hvors annars. „Jöfn staða á þeim vettvangi kallar á virðingu. Sam- skiptin eiga að vera þannig að ekki sé traðkað á neinum. Við verðum öll að fá að koma inn á okkar eigin forsendum í stað þess að vera í ein- hverjum hlutverkaleikjum," segir Bragi að lokum. ACIDOPHILUS FYRIR MELTINGUNA Er meltingin i ólagi? Margt getur truilað eðlilega starfsemi meltingarfæranna, t.d. langvarandi óheppilegt mataræði. Algengast er þó að neysla fúkkalyfia setji meltinguna úr jafnvægi vegna þess að lyfin eyða þvi miður ekki einungis sjúkdómsvaldandi sýklum, heldur rústa þau jafnframt nauðsynlegum geriagróðri melungarfæranna. Til að koma starfsemi þeirra aftur í eðlilegt horf eru notaðir ACIDOPHILUS gerlar. ACIDOPHILUS töflur, þægilegar í inntöku, koma jafnvægi á meltinguna. Guli miðlnn tryggir gæðin. .^^^^ Fœst íbeilsubúðum, lyfjabúöum og beilsubillum matvöruverslana. Gh eilsuhúsið Kringlan sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.