Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 D 7 FERÐALOG ^•^-l --"".. . . . ..' YIA príncipalis, gamli vegurinn milli Óbúda og Aquincum. LÁósmyndir/TrausU Steinsson TURULFUGLINN á Kastalahæð. tímar þjóðflutninganna miklu. í nokkrar aldir tókst engri þjóð að staðfesta sig á svæðinu hér við Dóná, hvorki á sléttum Pestar né í hæðum Búda. Árpád fursti leið- togi Magjara-ættbálksins og sex aðrir ættbálkaleiðtogar lögðu seint á 9. öld undir sig Karpata-kvosina og stofnuðu ríki Magjaranna eða Ungverjaland sem við köllum. Þetta er talið hafa gerst árið 896. Gömul goðsögn segir að fugl, túrúl kallaður, hafi gert ömmu Árpáds fursta, Emese, barn og sé þar með afi Árpáds og því forfaðir allrar ungversku þjóðarinnar. Ann- ar Árpád, nánar tiltekið Göncz Árpád, núverandi forseti, hefur sagt um þennan fugl: „Túrúlfuglinn, hinn goðsögulegi örn Forn-Magjar- anna, táknar ungverskan þjóðar- anda og trú þjóðar sem hefur hjálp- að henni að lifa af þrengingar sög- unnar." Allt um það; Ungverjar geta haldið upp á 1100 ára afmæli sitt 1996 sem þjóð eða ríki, 22 árum á eftir okkur íslendingum. Um tíma stóð til að halda upp á það með veglegri heimssýningu og pompi og prakt eins og fyrir 100 árum þegar mikið var um dýrðir hér. Fallið hefur verið frá þeim áformum því efnahagur þjóðarinnar leyfir ekki slíkt bruðl. Afmælisveislan verður því eitthvað smærri í sniðum en til stóð og gestirnir færri. En þetta gæti samt orðið góð veisla. ¦ Trausti Steinsson Höfundur býr í Búdapest Hagkvæmur reksíur á Fornebu KOSTNAÐUR við rekstur Fornebu- flugvallar við Osló er langtum lægri en annarra evrópskra flugvalla af sambærilegri stærð og hann sýndi góðan hagnað sem mætti auka enn. Frá þessu segir á viðskiptasíðu Aft- enposten. Þar er greint frá að rekst- ur sé almennt skilvirkur. Bresk flug- málayfirvöld birtu nýlega skýrslu um flugvallarekstur og hagkvæmni. Við Fornebu voru bornir saman vellir/flugstöðvar í Genf, Helsinki, Vín, Glasgow og Hamborg og hefur Fornebu ótvírætt vinninginn. Meg- inskýringin er talin að starfsmenn eru tiltölulega fáir og afkastageta þeirra yfir meðallagi. Þegar hver starfsmaður hjá keppinautunum skilar/afgreiðir 9 þúsund til 26 þús- und farþega er samsvarandi tala á starfsmann á Fornebu 51 þúsund. Launagreiðslur á hinum völlunum sem allir hafa nokkru færri farþega en Fornebu eru 162 milljónir NKR í laun en Fornebu 52 milljónir NKR. Samt kostar hver norskur starfs- maður 13% meira í vinnu. Niðurstaðan er sem sagt sú að Fornebu afgreiðir sama fjölda far- þega með fimmta hluta mannafla hinna. Einnig er á það bent að Fornebu hafi möguleika á að hagn- ast enn, m.a. með meiri sölu á hvern farþega og í veitingastöðum hótels- ins. „Þessir möguleikar eru ekki nýttir til fulls," er haft eftir Petter Jansen, svæðisstjóra, en hann segir að stefnt sé að því að gera farþega meðvitaðri um alls konar góð tilboð í flughöfninni. Á sl. ári keyptu far- þegar á Fornebu veitingar fyrir um 280 milljónir NKR og samtals hafði Fornebu tekjur upp á 822 milljómr NKR. ¦ Víkingahátln stendur sem hæst VÍKINGAHÁTÍÐIN í Jórvík stend- ur sem hæst þessa dagana, en hún hófst 11. febrúar og lýkur þann 25. í Jórvík skunda nú víkingar um í fullum herklæðum í skrúð- göngum, hvers lags hátíðarsýning- ar fara fram, sýningar eru á göml- um lifnaðarháttum víkinga og sér- fræðingar halda lærða fyrirlestra. Víkingahátíðin í Jórvík er nú orðin árviss viðburður á Englandi og sækja hana áhugasamir og for- vitnir víkiningaunnendur hvað- anæva úr heiminum þó að flestir komi frá Norðurlöndum og norður- hluta Evrópu en hópar hafa einnig komið frá Japan. ¦ Meö gleðlsöng um klettaveg 4 Á sex kílómetrum ókum við í 500 m hæð og á klettabrúninni finnast skyndilega út- sýnissvalir gerðar af manna höndum. Og hví- líkt útsýni. Vestur- ströndin, hrikalegir hamrar og norður með hamrabeltum, víkur og vogar með litlum strönd- um, byggðin við Agaete og áfram að Sardínu- höfða. Til hafsins Tene- rife undir mistri. Það skal haft til marks um dýrð þessa augnabliks, að ég gleymdi alveg lofthræðslu og hnén titruðu ekki vitundarögn fyrr en þau voru aftur komin inn í öryggi bílsins. En hjartað söng af gleði. Vegurinn til Agaete liggur að méstu utan í hömrum sem ganga þverhníptir í sjó fram eða í gil nið- ur. Þetta er tvöfaldur vegur og malbikaður, en ekki vildi ég vera rútubílstjóri hér og mæta öðrum. Allt í einu flaug mér íslenzk vega- gerð í hug þarna utan í Andén Verde. Og við sem erum ekki einu sinni búin að malbika allan veginn til Siglufjarðar. En strandleiðina þarna á Gran Canaria verður að fara hægt, því Kórónan á þessari f erð var sólsetriö. Það var meira gullið en fyrir norðan. Og haf ið ekki svo júnírautt sem Grímseyjar- sund þótt landslagið yfir- gnæfi allt, þá er merki- lega mikill gróður víða, m.a. gul blóm, sem virð- ast ganga út úr berginu, og dýralíf. Okkur tókst að stoppa nokkrum sinnum. Sem ég horfði ýmist út til hafs eða upp til fjallstinda fylltist loftið klukknahljóm. Ég fikr- aði mig fram á brúnina og skyndilega sá ég geit og kiðling með. Þau hlupu niður það sem mér fannst vera lóðrétt og svei mér þá það var leikur í kiðlingnum líkt og íslenzku lambi á vordegi. Svo tók hann skyndilega undir sig stökk og að mér fannst beint út í loftið. Hvílíkt frelsi, svona óbund- inn af jörðinni og óhræddur við vindinn. Svo fótaði hann sig örugglega og hvarf fyrir næstu snös. Kórónan á þessari ferð var sól- setrið. Það var meira gullið en fyr- ir norðan. Og hafið ekki svo júní- rautt sem Grímseyjarsund. En það var sama andaktin yfir öllu, þessi þögn í dauðastund dagsins, sem húmið leggst yfir. Við ókum inn í Agaete í myrkri. ¦ Freysteinn Jóhannsson Yfir 200 lerðir á árinu FERÐAFÉLAG íslands hefur gefið út áætlun ársins 1995 og kemur þar fram að FÍ skipuleggur rösk- lega tvö hundruð ferðir sem skiptast í dagsferðir, helg arferðir og sumarleyfis ferðir. Svo virðist sem fjölbreytni sé hvað mest í dagsferðunum enda hefur sýnt sig að þeim fjölgar stöðugt sem vilja fara í gönguferðir í hópi dagstund. Fram koma í áætluninni upplýsingar um ferðir Ferðafé- laga Akureyrar, Fljótsdalshéraðs og Austur-Skaftfellinga, auk allra þeirra sem FÍ skipuleggur frá höf- uðborgarsvæðinu. Raðgangaí 8 áföngumog f rekarl samvinna vlö HÍN FÍ vekur athygli á nýrri rað- göngu í 8 ferðum frá Seltjarnar- nesi að Selatöngum í tilefni Nátt- úruverndarárs Evrópu sem er í ár. Hún hefst 23. apríl og henni lýkur 25. júní. Gönguleiðin liggur um staði sem skráðir eru sem náttúru- minjar. A sl. ári hófst samvinna FÍ og Hins ísl. náttúrufræðifélags um skipulagningu styttri og lengri fræðsluferða, dags- og helgarferða og nú í fyrsta sinn eru sameiginleg- ar sumarleyfisferðir; árbókar- ferðin á Hekluslóðir og ferð um miðhálendið og Norð- austurland. Þessar ferð- ir eru sérstaklega merktar í áætluninni. Gönguleiðir milli sæluhúsa eru með vin- sælli sumarleyfisferð- um hjá FÍ og eru sem rr birtir uppdrættir af gönguleiðunum frá Land- mannalaugum til Þórsmerkur — Laugaveginum, og gönguleið á Kili frá Hvítárnesi um Þverbrekkna- múla, Þjófadali til Hvervalla og í ár bætist við uppdráttur af göngu- leiðinni frá Snæfelli um Geldinga- fell, Kollumúla til Lónsöræfa. Ferðir um Hornstrandir hafa ver- ið mjög vinsælar og í ár eru tólf ferðir um það svæði og er yfirleitt gist í húsum og eru síðan dagsgöng- ur út frá gististað eða gengið milli staða. I fréttatilkynningu FÍ segir að hátt í 8 þúsund manns hafi verið farþegar þess á sl. ári og hafi það verið fólk á öllum aldri. ¦ Soldáninn oaf 11,5 milljónir í Hárié STARFSFÓLK á hótelinu Four Seas- ons á Kýpur hugsar sér gott til glóð- arinnar næsta sumar því haft er fyr- ir satt að kærkominn gestur, soldán- inn af Brunei, muni tylla þar niður tá. Þeir minnast þess fullir eftirvænt- ingar að súltaninn gaf mesta þjórfé sem vitað er til að gefið hafi verið. Hann dvaldi á hótelinu í fyrrasum- ar í 5 daga og skildi eftir poka með þjórfé sem var um 11,5 milljónir IKR. Þegar því hafði verið skipt bróð- urlega milli 320 starfsmanna kom í hlut hvers 36 þús. ÍKR. Soldáninn er talinn ríkasti maður í heimi. ¦ x

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.