Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA mgnnNbifeifc 1995 KNATTSPYRNA LAUGARDAGUR 18. FEBRUAR BLAÐ D Kötturínn fráOW Trafford ÞESSI glæsilega mynd var í gær útnefnd íþróttamynd ársins 1994 og kemur það engum á óvart, enda tekin á réttu augna- bliki — þegar Kötturinn frá Old Traf- ford, danski landsliðsmarkvörðurinn Pet- er Schmeichel, stekkur eins og köttur og nær að koma í veg fyrir að knötturinn hafnaði í netinu hjá Manchester United. Það var ljósmyndarinn David Spurden, starfsmaður hjá Sundy Express, sem festi þetta augnablik á filmu. Kötturinn verður í sviðsljósinu á Old Trafford á morgun, þegar Manchester United mætir Leeds í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Mikil öryggisgæsla verður á vellin- um, þúsund lög- regluþjónar verða til staðar. LJósmynd/David Spurden HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Haldið verður upp á 500. HM-leikinn á Akureyri ! U' .X! STAFFAN Olsson, stórskytta Svía. „VIÐ erum ákveönir aö halda upp á fimmhundrað- asta leikinn íheimsmeist- arakeppninni á Akureyri — haldið verður upp á þenn- an tímamótaleik fyrir leik Evrópumeistara Svía og Hvít-Rússa," sagði Hákon Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri HM'95- nefndarinnar. Svíþjóð og Hvít-Rússland mætast í íþróttahöliinni á Akureyri á öðrum degi HM, 8. maí. „Við erum sammála að það sé við hæfi að Svíar leiki þennan tímamótaleik, þar sem þeir eru þeir einu sem hafa tekið þátt í öllum þrettán heimsmeistarakeppnunum fram til þessa," sagði Hákon. Þess má geta að Svíar léku fyrsta heimsmeistaraleikinn — í Deutschland-höllinni í Berlín 5. febrúar 1938. Mót- herjar þeirra voru Danir og lógðu Svíar þá að velli 2:1 f leik sem stóð yfir í 2x10 mín. Heimsmeistarakeppnin á ís- landi stendur yfir í fimmtán daga — 24 þjóðir taka þátt í keppninni og verða leiknir 88 leikir. Heimsmeistarakeppnin 1938 var leikinn um helgi, á tveimur dögum — fjórar þjóð- ir tóku þátt og voru leiknir sex leikir. MAONUS Wlslander, fyrirllðl Svía. Hagi frá í mánuð RÚMENSKIknatt- spyrnukappinn Gheorghe Hagi, sem leikur með Barcelona — togn- aði illa A vöðva á vinstri fæti á æf- ingu í gær — og verður frá keppni í mánuð.„Égfinn mikið til," sagði Hagi, þegar hann var borinn útaf æf- ingasvæði Barcel- ona. Þetta er mikið áfall fyrir Barcel- ona, sem hafði láti Brasilíumanninn Romario fara og verður Johan Cru- yff, þjálfari liðsins, nú að fara að leita aðf nýjuin leik- mönnum. Hann reyndi að fá Brian Laudrup á dögun- um, en Daninn af- þakkaði boð hans. Þá hafa hollenski landsliðsmaðurinn Dennis Bergkamp hjá Inter Mílanó og Brasilíumaðurinn Marcio Santos verið orðaðir við Barcel- ona. í gær voru tveir aðrir leikmenn komnir á óskalista liðsins — franski miðvallarspilarinn Christian Ka- rembeu, sem leikur með Nantes og hinn ungu sóknarleik- maður IVK Gauta- borgar, Jesper Blomqvist. Þess má geta að Hollenski landsliðs- maðurinn Ronald Koeman, sem leikur með Bracelona, á við meiðsli að stríða. Bracelona leikur fyrri leik sínn gegn París St. Germain í 8-liða úr- slitum meistara- deildar Evrópu 1. mars. TOTTENHAIVIVILL FÁ10,4 MILU. KR. FYRIR GUÐNA BERGSSON / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.