Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 D 3 KNATTSPYRNA Falur Dortmund óstöðvandi? 32 ár síðan félagið varð meistari KNÖTTURiNN er byrjaður að rúlla á ný í Þýskalandi, eftir vetr- arfrí knattspyrnumanna. Augu manna beinast að Borussia Dort- mund, sem er með afgerandi forustu — fjögurra stiga forskot á Werder Bremen, flest mörk skoruð (40), bestan markamun (+26), flesta sigra (12), aðeins einn tapleikur í sautján leikjum og bestu áhorfendurna, en uppselt er á alla heimaleiki liðsins á Westfalen- leikvellinum, sem er eini leikvöllurinn í Þýskalandi, sem er ekki með hlaupabrautir, þannig að stemmningin þar er eins og á knattspyrnuvöllum í Englandi. 42.800 áhorfendur koma á alla heimaleiki Dortmund. Arangur Dortmund ífyrri hluta úrvalsdeild- arinnar er næst besti í 32 ára sögu deildarinnar — aðeins 1960 Munchen hefur verið með betri árangur, 1965-66. Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dort- mun, vonast eftir að liðið vinni sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitl í 32 ár, en Dortmund hefur þrisvar orðið þýskur meistari — 1956,1957 og 1963, þegar Siegfried Held, fyrr- um landsliðsþjálfari íslands, lék með liðinu. Það munaði ekki miklu að Dortmund hefði orðið meistari 1992 — í síðustu umferðinni, þegar Dortmund var yfír 1:0 gegn Duis- burg, og fimm mín. til leiksloka, héldu leikmenn liðsins að meistara- titillinn væri þeirra. Þá komu frétt- irnar frá Leverkusen, um að Guido Buchwald hefði skorað sigurmark Stuttgart með skalla, þannig að Eyjólfur Sverrisson og félagar hans hjá Stuttgart fögnuðu meistaratitl- inum þar sem þeir höfðu betri markatölu en Dortmund. Dortmund hefur mjög sterka. leikmenn í herbúðum sínum. Varnarleiknum stjórna Matthias Sammer og Brasilíumaðurinn Julio Cesar, sem hafa leikið frábærlega. Á miðjunni eru landsliðsmenn eins og Andy Möller, Michael Zorc og 'lið Aftureldingar? Hafðir þú ekkert leikið með meist- araflokki KR? „Ég lék KR í 2. deild þegar ég var 15 ára. Ég var ekkert með þeim í fyrra í 1. deildinni né árið sem KR varð í öðru sæti í 2. deild, fyrir tveim- ur árum síðan. Þegar ég lék með fyr- ir nokkrum árum síðan var pabbi varamarkvörður og nokkur skipti var Emil Karlsson, gamalreyndur mark- vörður, til vara svo það má segja að á þeim tíma hafi KR-ingar neyðst til að nota mig." Nú er allt þitt fólk í KR, var ekki I erfitt að skipta? „Jú, það var erfitt að skipta. For- I eldrar mínír léku bæði handbolta með IKR á sínum yngri árum svo og tveir vföðurbræður mínir. Erfiðast var það I samt gagnvart félögum mínum í 2. flokki og Ólafi Lárussyni þjálfara, sem mér líkaði vel við." Þú ert S unglingalandslið'mu íhand- bolta? „Jú, ég erí U-18 ára liðinu og lék Smeð því tvo leiki sl. sumar á móti I Grænlendingum og síðan lékum við í I Reykjavíkurmótinu sl. haust. í fram- haldinu stefni ég á að tryggja mér Isæti í U-21 árs liðinu sem keppir á :HM næsta haust." Hvað með framhaldið, áfram hjá I Aftureldingu? „Það er algjörlega óráðið. Það er ; pressa á mig að koma aftur yfir á IKR. Bergsveinn verður áfram hjá ^Aftureldingu og ég get alveg hugsað fmér að vera áfram hér. En ég hef sýnt að ég get staðið mig í 1. deild og því vil ég vera þar sem ég get fengið að leika sem mest. Ef ég skipti fer aftur til KR-inga." Að lokum, hvernig er að vera kom- inn í sviðsljðsið? „Það er gaman að geta montað sig við bekkjafélagana! Nei, grín- laust þá held ég að það sé skemmti- legast fyrir mömmu og pabba að sjá árangur minn. Þau hafa fylgt mér á alla leiki síðan ég byrjaði að æfa og gera enn." Stefan Reuter og í fremstu víglínu Karlheinz Riedle og Svisslendingur- inn Stephane Chapuisat. Bayern Munchen, sem er sex stigum á eftir Dortmund, þarf að gera betur ef liðið ætlar að verja meistaratitlinn. Það eru litlar líkur á að fyrirliðinn Lothar Mattháus leiki í vetur, eftir uppskurð á dögun- um og þá eiga franski landsliðsmað- urinn Jean-Pierre Papin og mark- vörðurinn Oliver Kahn þó nokkuð í land eftir þrálát meiðsli. LEIKMENN Dorttnund hafa fagnað mörgum mðrkum og sigrum f vetur. Berti Vogts fér með tvo nýliða til Spánar Berti Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur kallað á tvo nýliða í landsliðshóp sinn fyrir vin- áttulandsleik gegn Spánverjum í Jerez á Spáni 22. febrúar. Það eru þeir Steffen Freund, leikmaður með Dortmund, og Heiko Herrlich, Bor- ussia Mönchengladbach. Fjórir leik- menn þýska liðsins eiga við meiðsli VELSLEÐAR að stríða — fyrirliðinn Lothar Matt- háus, Thomas Strunz, Christian Ziege and Karlheinz Riedle. Vogts segir að Freund minni hann á varnarmiðvallarspilarann Wolfgang Rolff, sem lék 36 lands- leiki fyrir Þýskaland upp úr 1980. Þýski landsliðshópurinn sem fer til Spánar, er þannig skipaður: Markverðir: Andreas Köpke (Frankfurt), Oliver Reck (Werder Bremen). - Varnarmenn: Thomas Helmer (Bayern Miinchen), Júrgen Kohler (Juventus), Stefan Reuter (Dort- mund), Matthias Sammer (Dort- mund), Dirk Schuster (Karlsruhe), Ralf Weber (Eintracht Frankfurt). Miðvallarspilarar: Steffen Fre- und (Dortmund), Thomas Hassler (Karlsruhe), Andreas Möller (Dort- mund), Jens Todt (Freiburg). Sóknarleikmenn: Heiko Herrlich (Mönchengladbach), Ulf Kirsten (Bayer Leverkusen), Jiirgen Klinsmann (Tottenham), Stefan Kuntz (Kaiserslautern). Flug á vélsleð- um á Akureyri Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar KEPNISTIMABIL vélsleðaöku- manna hefst um helgina á Ak- ureyri, með keppni í snjó- krossi. Allir bestu ökumenn landsins verða meðal kepp- enda — nokkrir af þeim aka nýjum sleðum og hafa skipt um sleðategund. Fjögur mót munu gilda til Islandsmeistara og verður keppt ífjórum greinum, snjókrossi, spyrnu, fjallaralli og brautarkeppni. Búist er við sérstaklegra harðri keppni í snjókrossi í flokki 600cc vélsleða. íslandsmeistarinn í snjókrossi, Akur- eyringurinn Gunnar Hákonarson verður á nýjum Yamaha 600 V Max, færir sig upp um flokk vegna reglubreyt- inga. Margir af fremstu vélsleða- ökumönnum landsins verða í þess- um sama flokki, m.a. Finnur Aðal- björnsson og Guðlaugur Halldórs- son á Polaris. Þá hafa Sigurður Gylfason og Vilhelm Vihelmsson gengið úr röðum Ski- Doo og aka nýjum Polaris. Þá verður meistarinn í brautarkeppni, Þórir'Gunnarsson á Polaris í þessum öfluga flokki. Það er því ljóst að atgangurinn í snjókrossinu verður mikill, en margir keppendur aka samtímis í hlykkjóttri braut í greininni og var- ir aksturinn í 8-10 mínútur. „Snjór- kross reynir gífurlega á líkamlegt atgervi. Menn eru gjörsamlega bún- ir eftir hverja umferð, en þrjár umferðir eru eknar. Samkeppnin verður mikil í 600cc flokkrtum og það verður þrautin þyngri að verja titilinn", sagði Gunnar Hákonarson í samtali við Morgunblaðið. „And- stæðingarnir verða méð allt að 140 hestafla sleða, talsvert öflugri en minn, en á móti hef ég gírað drif- búnaðinn niður og stífað fjöðrunina. Sleðarnir ættu því að virka svipað í brautunum. Ég hef ekki verið nógu duglegur að æfa líkamlegu hliðina, kona mín Petra Halldórsdóttir eignaðist barn í vetur og við vorum að koma okk- ur fyrir í húsnæði, þannig að ekki hefur verið tími aflögu. Við sáum það félagarnir þegar við kíktum á sænska meistaramótið í snjókrossi í fyrra að keppendur þar hafa mun meira úthald. Þ6 aka þeir í þrisvar sinnum tuttugu mínútur og slá aldr- ei af. Keppendur hérlendis hafa aksturstæknina á hreinu, en skortir meira úthald og líkamlegan styrk. Þó skilst mér að meistarinn í braut- arkeppni, Þórir Gunnarsson hafí æft lyftingar af krafti. Hann verður því skæður mótherji í öllum grein- um íslandsmótsins." Norðlenskir keppendur hafa þótt ótrúlega djarfir í akstri síðustu ár og nú verða þeir villtustu saman- komnir í einum flokk. Gunnar kvað það algengt að menn æfðu sig í snjóhengjum og flug á sleðum væri góð aðferð til að safna kjarki fyrir komandi keppnistímabil. „Það er ákveðinn tækni að halda jafnvægi á vélsleða og þeir sem eru vanir geta stokkið langt. Ég veit að er- lendis hafa menn verið að stðkkva allt að sjötíu metra í tilraunum til að setja met. Við erum ekki svo ævintýralegir, en látum þó oft gamminn geysa", sagði Gunnar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Davíð Olafsson á Polarls sést hér á léttrl flugœflngu. Flug og byltur er algengur hluti af æf ingum vélsleðakappa og eflir á end- anum kjark og þor í keppni. Aðalfundur Aðalfundur knattspyrnufélagsins Þróttar verður haldinn í veitingahúsinu Glæsibæ, sunnudaginn 26. febrúar kl. 16.00. K- Dagskrá samkvæmt félagslögum. Félagar fjölmennið. Aðalstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.