Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 4
fHttrgtmtlflfrifc KNATTSPYRNA Tottenham vill fá 10,4 millj. kr. fyrir Guðna West Ham, sem er í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni, hefur sýnt þó nokk- um áhuga á að fá Guðna Bergsson til liðs við sig — til að styrkja vömina. Guðni hefur verið hjá Tottenham að undanfömu og t.d. vildi félagið ekki láta hann fara á leigusamning til Örebro í Svíþjóð. Totten- ham vil fá peninga fyrir Guðna og er Gerry Francis, framkvæmdastjóri Tottenham, tilbúinn að selja Guðna á 100 þús. pund, sem er um 10,4 millj. ísl. kr. Fyrir utan West Ham hefur Bolton einng sýnt áhuga á Guðna — liðið er nú í efsta sæti í 1. deildarkeppninni og stefnir að því að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. Símalínur rauðglóandi BRESKIR fjölmiðlar hafa keppst við að fá fram nöfnin á þeim sem stóðu fyrir ólátunum á Landsdowne Road í Dublin, sem brutust úr á landsieik írlands og Englands. Mynsbandsupp- tökur hafa verið notaðar til að finna út knattspyrnubullurnar, sem léku aðalhlutverkin — og hafa fjölmiðlar sýnt myndir af ákveðnum mönnum og óskað eftir upplýsingar um þá, nöfn og hvar þeir væru að finna. Fjölmiðlar borga þeim sem veita upplýsingar 104 þús. ísi. króna og voru símalínur á öllum fjöðmiðlum Englands rauðglóandi í gær — fólk gaf upp nöfnin á sökudólgunum. URSLIT Körfuknattleikur Njarðvík - Þór 117:80 íþróttahúsið í Njarðvík, úrvalsdeild, föstu- dagur 17. febrúar 1995. Gangur leiksins: 0:8, 2:8, 8:17, 17:17, 29:29, 40:41, 46:46, 55:52. 69:64, 82:66, 92:72, 109:76, 117:80. Stig Njarðvíkur: Rondey Robinson 32, Teitur Örlygsson 23, Kristinn Einarsson 23, Páll Kristinsson 12, Jóhannes Kristbjöms- son 9, Jón J. Ámason 7, Valur Ingimundar- son 4, Ástþór Ingason 4, Friðrik Ragnars- son 3. Fráköst: 13 í sókn — 27 í vöm. Stig Þórs: Sandy Anderson 18, Konráð Óskarsson 18, Kristinn Friðriksson 18, Birgir Birgisson 14, Örvar Erlendsson 8, Einar Valbergsson 2, Þórður Steindórsson 2. Fráköst: 17 í sókn — 17 í vöm. Dómarar: Jón bender og Einar Þór Skarp- héðinsson. Villur: Njarðvík 17, Þór 19. Áhorfendun 200. Knattspyrna Leikir í Þýskalandi: Duisburg - Bayer Uerdingen.....2:0 Cologne - Eintracht Frankfurt..3:0 Freiburg - Karlsmhe............2:1 Keila Staðan er þannig í 1. deildarkeppni karla, þegar þijár umferðir era eftir: KR a 90 stig, Keilulandssveitin 81, Lærlingar 79, Stormsveitin 77, Þröstur 61, PLS 58, Sveit- in 48, KR b 42, Keiluvinir 42, Egilsliðið 22. ■Átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina. KNATTSPYRNA Amar og Bjarki með IMúmberg ARNAR Gunnlaugsson lék í byijun- arliði Numberg gegn Waidhof Mannheim og Bjarki kom inná sem varamaður, þegar lið þeirra var óheppið að tapa, 1:2, i Mannheim. Heimamenn skoruðu sigurmarkið úr vafasamri vítaspymu á síðustu mín. leiksins. KORFUKNATTLEIKUR IMjarðvíkingar deildarmeistarar V lalur Ingimundarsson og lærisveinar hans héldu upp á það í gærkvöldi að þeir eru deildarmeistarar, með því að leggja Þórsarar ör- ugglega að velli, 117:80. Kolbeinn Bjöm Pálsson, formaður Körfuknatt- Blöndal leikssambands íslands, færði skrifar Njarðvíkingum deildarmeistarabik- arinn að leik loknum. „Þessi leikur var spegil- mynd af því sem Njarðvíkingar hafa verið að gera í vetur og sýndi hvað þeir eru sterkir. Þeir geta leikið grimma maður á mann vörn og breytt síðan snöggt í svæðisvöm þegar það á við. Njarðvíking- ar hafa leikið geysilega vel, sem sést best á því að þeir hafa ekki tapað nema einum leik af tutt- ugu og átta sem þeir hafa leikið." Það var strax ljóst í byijun leiksins að leik- menn liðanna voru ákveðnir að keyra upp hraðann, án þess að hugsa um varnarleikinn. Þórsarar stóðu í Njarðvíkingum til að byq'a með, eða þegar þeir nýttu þriggja stiga skot sín — sex þriggja stiga skot þeirra rötuðu rétta leið í byij- un. Njarðvíkingar sýndu að þeir voru svo sannarlega tilbúnir í slag- inn og þeir hreynlega keyrðu á sama hraðanum, þannig að Þórsar- ar sprungu og eftirleikurinn var auðveldur hjá deildarmeisturunum. Rondey Robinson og Teitur Örlygs- son léku mjög vel og þá var gaman að sjá nýliðann Pál Kristinsson, stórefnilegan leikmann. Sandy Anderson var bestur Þórsara og þá léku ágætlega þeir Konráð Ósk- arsson og Kristinn Friðriksson. „Yfirburðir Njarðvíkinga sjást best á því, að þeir héldu liði Þórs, sem hefur skorað þetta hundrað stig í leik, í áttatíu stigum," sagði Kol- beinn Pálsson, formaður KKÍ. HANDKNATTLEIKUR FOLK HELGI Sigurðsson skoraði eitt mark og lagði upp annað, þeg- ar varalið Stuttgart lagði varalið Frankfurt að velli, 2:1, í vikunni. Sigurvin Ólafsson lék einnig með Stuttgart í leiknum. ■ HELGI fór ekki með aðalliði Stuttgart til Hamborgar í gær, en hann var var fyrsti varamaður, ef eitthvað hefði komið uppá á æfingu í gær. „Að sjálfsögðu er ég svekktur, en ég lít ekki á þetta sem heimsendi. Ég bíð rólegur eft- ir mínum tíma,“ sagði Helgi, sem kann mjög vel við sig hjá Stuttg- ■ HOLLENSKA knattspymu- sambandið setti átta leikmenn Ajax, sem neituðu að leika lands- leik gegn Portúgal í næstu viku, í sjö daga keppnisbann í gær. Leik- mennimir em Danny Blind, Edw- in Van der Sar, Michael Reizi- ger, Frank de Boer, Edgar Davids, Clarence Seedorf, Marc Overmars og Peter van Vossen ■ ÞETTA er ekki í fyrsta skipti sem leikmenn Ajax neita að leika með landsliðinu. í nóvember 1967 neituðu fimm leikmenn, þar af Johan Cruyff, að leika eftir að hollenska knattspyrnusambandið setti Piet Keizer í fimm leikja bann fyrir að hafa verið rekinn af leikvelli í landsleik gegn Júgó- slavíu. ■ GUUS Hiddink, landsliðsþjálf- ari Hollands, varð að velja nýja leikmenn í landsliðshóp sinn í gær- kvöldi. ■ RON Atkinson, nýi „stjórinn" hjá Coventry, var ekki búinn að að vera lengi í starfi þegar hann festi kaup á Kevin Richardsson frá Aston ViUa á 300 þús. pund. ■ STUÐNINGSMENN Leeds fengu 6.500 miða á leik Man. Utd. og Leeds í bikarkeppninni á morgun. ■ PETER Shilton, fyrrum lands- liðsmarkvörður Englands, er mættur á ný í slaginn — hann verður varamarkvörður Wimble- don, sem mætir Liverpool í bikar- keppninni í dag. ■ SHILTON stefnir að því að ná að leika 1.000 deildarleiki í Eng- landi, en hann þarf aðeins fímm leiki til að ná þeim áfanga. ■ STIG Björnby mun leika í vöm Liverpool. þar sem Phil Babb er í leik- banni. ■ HELDUR sigur- ganga MillwaU undir stjórn Mick McCarthy áfram — liðið mætir þriðja Lundúnarliðinu, QPR, eftir að hafa lagt tvö Ars- enal og Chelsea að velli. Barátta að Hlíðarenda Það er næsta víst að úr því verð- ur skorið að Hlíðarenda í dag, hvort það verði íslandsmeistarar Vals eða Stjömumenn sem tryggja sér Evrópusæti næsta keppnistíma- bil, með því að verða 1. deildarmeist- arar. Hvað segir Einar Þorvarðarson, fyrrum markvörð úr Vals: „Það er ljóst að þessi leikur verður geysilega spennandi. Valsmenn hafa verið að ganga í gegnum ákveðnar hremmingar, en ég hef trú á því að þeir komi til með að leika miklu betri leik en þeir hafa verið að gera að undanfömu — það er engin spuming um það. Samt sem áður hef ég trú á því að Stjörnumenn komi til með að hafa nokkuð mikið vald í þessum leik, einfaldlega vegna þess að það er ákveðið vandamál sem Valsmenn eiga við að stríða og ef Stjömumenn ná að leika toppleik geta þeir brotið Valsmenn niður. Þegar ég tala um vandamál hjá Valsmönnum, sem ég held að þeir séu ekki búnir að vinna sig úr — það þarf sigurleik til þess, en hann er ekki kominn ennþá — það vandamálið er ákveðið sjálfs- traust; meistarasjálfstraust þeirra er farið og það þarf nokkuð til að vinna það inn aftur. Það er erfitt að fara í svona baráttuleik til þess. Eftir tapið gegn KA í bikarúrslitaleiknum kom ákveðið áfall hjá Valsmönnum, sem áttu erfitt með að sætta sig við að tapa þeim frábæra leik — og það tap hefur verið að naga Valsmenn. Ákveðnir leikmenn hafa átt erfitt með að sætta sig við tapið. Það er einnig spyming hvað Stjaman gerir. Við höfum áður horft upp svipaða stöðu, sem Stjörnumenn hafa ekki náð að handleika. Hafa þeir náð festu til að loka dæminu? Tekst Rússanum Dmitriv Filippov ap skapa þá kjölfestu sem þeim hefur vantað í þýðingarmiklum leik. Það er hægt að fara langt, langt aftur í tímann — leikir Vals og Stjömunnar hafa alltaf verið baráttuleikir, jafnir, spennandi og erfitt spá um úrslit. Þegar að er gáð, tel ég Valsmenn sigurstranglegri þar sem þeir leika á heimavelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.