Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 B 3 ug í plássinu. „Ég villtist á heim- leiðinni og hafði ekki hugmynd um hvar ég átti heima. Það er líklega einsdæmi að prestur rati ekki heim til sín á aðfangadagskvöld." Sigurður hélt uppteknum hætti við fuglastússið eftir að hann flutti vestur. Hann hafði lagt stund á merkingar snjótittiinga fyrir aust- an og smíðað búr til að fanga fugl- ana í. í Bolungarvík fullkomnaði hann búrsmíðina og fyrst þegar hann prófaði nýja búrið fékk hann yfír 180 snjótittlinga í einni lögn. „Ég veiddi þá í garðinum við prestbústaðinn, merkti fuglana inni í bílskúr en varð svo að sleppa þeim annars staðar, svo þeir færu ekki aftur beint í búrið. Nágrann- arnir sáu mig alltaf vera að veiða, en aldrei sleppa, svo þeir ályktuðu eðlilega að það væri þrengra í búi hjá prestinum en smáfuglunum U Prestsfjölskyldan eignaðist marga góða vini í Bolungarvík og þeim líkaði mjög vel við plássið. Þau segjast sakna Bolungarvíkur „Mér varó ekki Ijóst ffyrr en ég kom inn i kirkjuna að auóvitaó heffði ég átt að sitja meðal syrgjend- anna og fá annan prest til að annast athöffnina." og hugsa oft vestur. En minning- arnar þaðan eru blendnar. „Okkur hefur hvergi liðið betur - og líklega 'hvergi verr,“ segir Sigurður. „Eg reiddist við Guð, þegar Ey- steinn vinur minn týndist á Djúpa- vogi. Mér fannst óréttlátt að hann léti þetta koma fyrir mig, prestinn, og skildi ekki hvers ég átti að gjalda. Ég fór að pæla í allskonar hlutum, jóga, innhverfri íhugun, hindúisma, endurholdgun og fleira. Meira að segja fór ég að skrifa í blað um dulræn efni. Þetta virtist mjög spennandi og áhugavert, en ég fann engin svör.“ Ég neita engu... Sigurður hringdi í herra Sigur- björn Einarsson biskup, sem hann dáir umfram aðra kennimenn, og spurði hvort hann mætti koma í heimsókn og ræða um vangavelt- urnar sem hann hafði verið upptek- inn af. Sigurbjörn bauð hann hjart- anlega velkominn og næst þegar Sigurður átti leið um höfuðborgina fór hann í heimsókn. „Sigurbjörn er sérmenntaður í trúarbragða- fræði og hefur kynnt sér hindúisma sérstaklega. Mér þótti athyglisvert sem hann sagði mér að helmingur Hindúa og kennimanna þeirra trúir á endurholdgun, hinir gera það ekki. Ég ræddi við hann um vanga- veltur mínar og spurði hvað honum sýndist. Hann þagði stundarkom, en sagði svo: ,Eg neita engu ..., en Kristur nægir mér.’ Ég var dá- litla stund að átta mig á þessu ein- falda, en þó óhemju stóra svari og var sem lamaður þegar ég skildi hvað það í raun merkti. Þessi sjö orð eru í raun sterkasta svar kirkj- unnar við nýaldarhreyfíngunni og öllum þvættingnum sem þar við- gengst. Þetta varð mér mikil opin- berun og lausn. Ég hef tileinkað mér þessi orð og gert þau að mín- um. Kristur nægir mér.“ Sigurður segir að við þetta hafi rifjast ýmislegt upp sem hann lærði í guðfræðinni. „Þegar maður er í Kristi er maður í ljósi hans. Hann lýsir allt upp.“ Hann losaði sig við jógabækurnar og endurholdgunar- fræðin og annað sem hann nú kall- ar rugl. Sigurður segist hafa hugs- að málið upp á nýtt og komist að niðurstöðu. „Ég var búinn að missa minn besta vin, ef til vill gæti ég miðlað öðrum af þeirri reynslu. Maður fer sjálfur yfír móðuna miklu eftir 80, 40 eða 50 ár. Það er skammur tími. Mér rann reiðin við Guð og við urðum sáttir." Fimm menn á tiu mánuöum Sigurður var ekki búinn að þjóna nema rétt um ár í Bolungarvík þegar hafið hrifsaði stóra fórn úr þessu litla plássi. „Við vorum að halda litlu jólin á spítalanum þann 18. desember 1990 þegar ég var kallaður í símann," segir Sigurður. „Þar var vinur minn Magnús Hans- son, formaður björgunarsveitarinn- ar í Bolungarvík, sem sagði mér að tveggja manna væri saknað af báti sem hefði fundist mannlaus í Djúpinu. Annar hinna týndu var mjög góður vinur minn, sex bama faðir, og konan hans og dætur voru einmitt staddar þarna á jóla- fagnaðinum. Hinn maðurinn var tengdasonur hans.“ Tæpum tíu mánuðum síðar fórst maður af báti sem sökk utan við Bolungarvík. Ekki leið nema mán- uður enn þar til þrír ungir menn fóru útaf í bíl á Óshlíðarvegi. Einn komst af og tveir hurfu í sjóinn. „Það týndust fimm menn úr Bolungarvík í sjó á tíu mánuðum," segir Sigurður. „Þetta reyndist mér ákaflega erfítt. Maður huggar ekki bara einu sinni. Þetta er lítið samfé- lag og slysin hjuggu í sömu fjöl- skyldurnar aftur og aftur. Einn hinna týndu fannst fljótlega, einn löngu síðar og þrír eru enn ófundn- ir það ég best veit. Mér var mikill styrkur að héraðslækninum, Ágústi Oddssyni. Hann er einstakt góð- menni, birtan og hlýjan hreint og beint streyma frá honum. Við unn- um samari í því sem viðkom þessum slysum. Ég hefði ekki viljað standa einn í þessu. Það er líka mikið ör- Sjá næstu síðu Ný námskeið að kefjast -sniðin að mannlegum þörfu m TOPPI TIL TÁAR Hin vinsælu TT námskeið halda áfram. Við vitum að það er ekki hægt að móta alla líkama og allra þarfir í eltt form. I meira en tuttugu og fimm ár höfum við hjá Líkamsrækt JSB unnið með þúsundum kvenna við að byggja uþþ hreysti og viðhalda góðri heilsu og útliti. Til okkar leita konur með ýmsar KORTAKERFIÐ Raud kort Námskeið hefst 9. janúar. Græn kort Frjáls mæting, kennsla hafm. Fimm timar í viku, sjö vikur i senn. Þetta námskeið er eingöngu ætlað þeim konum sem berjast við aukakilóin. væntingar. Við gerum okkar besta til að hjálpa þeim, en órangurinn byggist fyrst og fremst á þeim sjálfum. Við gerum ekki kraftaverk - en þú getur það! ák - ° . jsB t'ús,ð LÍKAMSRÆK T LÁGMÚLA 5 • SÍMl 813730 / 813760 Barnapössun alla daga frá kl. 9-16. Hringið og pantið kort eða skráið ykkur í flokka. Við erum við símann núna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.