Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ i TRÆNA yggi í því að hafa lækni með sér þegar maður þarf að tilkynna and- lát eða fara í sorgarhús." En hvemig ber presturinn sig að þegar hann þarf að tilkynna andlát? „Séra Þórir Stephensen ráðlagði mér að í svona erfiðum sálusorgun- arhlutverkum skyldi ég bara vera ég sjálfur. Vera góður. Stundum geri ég lítið meira en að tilkynna andlátið og faðma aðstandendurna. Sýni þá hluttekningu og kærleika sem ég get.“ Rifjuðu þessar slys- farir ekki upp sárin frá Djúpavogi? „Tíminn var búinn að setja smyrsl á þau sár að einhveiju leyti. Ég hafði öðlast styrk og fengið að kynnast því sem syrgjendurnir gengu í gegnum. Það hjálpar ekkert eins og að hjálpa öðrum. Mér þótti gott að geta sagt öðrum frá reynslu minni. Ég hef tvisvar sagt frá sorgarreynslu minni við jarðarfarir. Ég held að það sé styrkur fyrir fólk ef það skynjar að presturinn hefur fengið sinn skerf af sorginni. Þeir sem hafa orðið fyrir missi eru mestu huggendurnir. Fólkið sem ég hef kynnst í gegnum slys og áföll hef- ur gefíð mér mikið með þakklæti sínu. Þegar slysin dundu yfír sá ég að þeir sem höfðu misst komu í sorgarhúsin til að hugga. Jafnvel menn sem höfðu verið ósáttir slíðr- uðu sverðin og sýndu hluttekn- ingu.“ Þegar frá þessum voðaatburðum leið kom að því þegar Sigurður segist háfa verið búinn að fá nóg. „Geymirinn var tómur. Ég var að kikna undan álaginu og gat ekki meir. Þegar um hægir eftir svona törn og minni þörf verður fyrir hjálp prestsins nær maður að slappa af. Þá hellist yfir mann vonleysistil- fínning. Ég var meira að segja far- inn að kvíða messunum. Þá fór ég í þriggja mánaða leyfi til að jafna mig og hugsa málin upp á nýtt. Ég tel að nýútskrifaður guðfræð- ingur ætti ekki að gerast prestur hvar sem er. Það er betra að afla sér reynslu í átakalitlu prestakalli áður en maður fer á stað þar sem erfíðir atburðir eru tíðir.“ Til Træna vió heimskautsbaug Séra Sigurður var að slappa af í heita pottinum hjá Stebba Dan á ísafirði þegar hann heyrði að séra Sighvatur B. Emilsson, þá sóknar- prestur í Luroy-prestakalli í Norð- ur-Noregi, væri á höttunum eftir aðstoðarpresti. í huga hans hafði verið löngun til að skipta um starfs- umhverfi og reyna eitthvað alveg nýtt. Það dró heldur ekki úr áhug- anum að kjör presta í Noregi eru talsvert betri en á íslandi og því var þetta fjárhagslega mögulegt. Sigurður sótti um, fékk veitingu fyrir starfí aðstoðarprests í Luroy og flutti til Træna sumarið 1993. Þeir Sighvatur störfuðu saman í eitt ár, þar til Sighvatur flutti sig um set, og var þetta í fyrsta sinn í kirkjusögu Noregs að tveir erlend- ir menn gegndu sama prestakalli. Við lögðum leið okkar til séra Sigurðar í lok janúar síðastliðins. Ferðaveðrið var ekki ólíkt því sem við eigum að venjast á íslandi á þessum árstíma, enda fara lægðirn- ar frá íslandi gjaman upp að Nor- egsströnd. Svartabylur gerði lendingu í Sand- nessjöen ófæra þaðan sem Helgelandsfeijan leggur upp til Træna og því fór flugvélin til Bodo. Þaðan komumst við samdægurs með ýmsum krókaleiðum í feijuna til Træna. Feijan Helgeland er tveggja skrokka og snör í ferðum þótt hún sé komin til ára sinna. Lagt var úr höfn í Sandnessjöen undir kvöld í hávaðaroki og hríðarbyl og fáir um borð. Áætlunarstaðirnir innan skeija voru tíndir upp einn af öðr- um, rétt lagt uppað og svo stímt á næsta stað. Eftir þriggja stunda siglingu var lagt að í eynni Lov- und, síðasta viðkomustað áður en kemur í Træna. Þaðan er um hálf- tíma sigling yfír Trænafjörðinn sem er fyrir opnu hafí. Við höfðum ver- ið varaðir við því að fjörðurinn gæti verið úfínn og það var hann sannarlega þetta laugardagskvöld. Þrátt fyrir bræluna var ekkert sleg- ið af og báturinn öslaði sínar 28 mílur á klukkustund. Einstaka sinnum buldu við hnykkir og högg þegar feijan lenti illa á öldu en sjóferðin var ótrúlega þægileg, jafnvel minnstu sjóhetjur fundu ekki til velgju. Sigurður beið okkar á bryggj: unni ásamt Salóme dóttur sinni. í tilefni gestakomunnar hafði hann fengið lánaðan einn fárra bfla á Træna til að feija komumenn og hafurtask þeirra heim á prestsetrið sem er yst í bænum. Flestir Træn- veija fara sinna ferða um eyna fótgangandi eða á hjóli. Yfir vetur- inn taka þeir fram „sparkinn“, eða skíðasleðann, og nota hann til sam- gangna. VII du ha sex? Starf prestsins er mikið fólgið í að tala. Flytja ræður við hinar ýmsu athafnir, kenna fermingar- bömum, hugga syrgjendur og tala kjark í vonbeygða. Það hlýtur því að vera töluvert átak fyrir prest að flytja á milli málsvæða og taka upp starf á nýrri tungu. Séra Sig- urður segir að sér hafí gengið ágætlega að komast inn í norsk- una. Sama má segja um aðra í fjöl- skyldunni. Yngsti sonurinn, ísak, talar mállýsku Trænveija eins og innfæddur og á óskipta aðdáun heimamanna fyrir hve fullkomið vald hann hefur á sérstæðu málf- ari þeirra. Eyjaskeggjar voru að vonum spenntir yfir því að fá nýtt fólk á staðinn, fimm manna prestsfjöl- skyldu frá íslandi. Það vissu allir hvenær prestsins var von og fólk var forvitið um hvemig þessi ís- lenski sálnahirðir væri. Fyrsta daginn í Træna lagði Sig- „Mér fannst óréttlátt að hann léti þetta koma fyrir mig, prestinn, og skildi ekki hvers ég átti að gjalda." urður leið sína í búðina á staðnum. Þar fæst allt milli himins og jarðar og auk þess að vera eina verslunin á eynni er búðin vinsæll samkomu- staður ungra og aldinna og alltaf heitt á könnunni á bakvið hjá Óla verslunarstjóra. Presturinn tíndi í körfu ýmislegt sem vantaði til heimilisins og stillti sér í röðina við kassann. Fólk gaut augum á guðsmanninn og pískraði svolitið meðan röðin silaðist áfram. Loks kom að prestinum. Kassa- mærin lagði saman vöraverðið og sagði hátt og skýrt: „206 ...“ Séra Sigurður seildist í veskið og dró upp þijá hundraðkrónuseðla og rétti dömunni. Hann gramsaði í smápeningum sem hann fann í frakkavasanum og spurði annars hugar meðan hann taldi í lófanum: „Vil du kansje ha sex?“ Það sló grafarþögn á biðröðina við þetta karlmannlega tilboð prestsins. Kassadaman kafroðnaði og vissi augljóslega ekki hvernig hún átti að bregðast við beiðni sálusorgar- ans. Skyndilega áttaði Sigurður sig á því að þessa spurningu mátti misskilja svo hann áréttaði tilboðið og spurði í bamslegu sakleysi: „Ell- er sex og femti?“ „Ég bætti við 50 aurum til að bjarga mér úr þess- ari klípu,“ segir Sigurður og hlær að atvikinu. Ufsi i uppáhaldi Húsey er höfuðstaðurinn í sveit- arfélaginu Træna. Þar búa um 500 manns meðfram ströndinni í ná- grenni við höfnina. í Húsey er sókn- arkirkja og skóli, aðsetur sveitar- stjórnar og skrifstofa sveitarfélags- ins, sjúkrahús og elliheimili. Ein verslun er á staðnum og tvö físk- vinnsluhús. Prestsbústaðurinn er í raun læknisbústaður, því áður en Sigurður kapellán flutti í Træna hafði prestur ekki búið á Húsey. „Þegar maóur er í Kristi er maóur i Ijesi hans. Hann lýsir allt upp/# Lífíð á Træna snýst um fisk, líkt og í sjávarþorpum hér á landi. Mik- ið er gert út af smábátum og með- an við stóðum við kom stór hring- nótarbátur til hafnar. Eyjabúar hafa nokkuð annan smekk fyrir fiski en almennt gildir á íslandi, að sögn þeirra Sigurðar og Sigur- bjargar. „Hér höfum við lært að meta ufsa, bæði soðinn og steikt- an. Heima var ufsi aldrei hafður nema í bollur,“ segir Sigurður. Trænveijar borða hins vegar ekki ýsu nema í bolluformi. Erfitt prestakall Höfuðkirkjur í Luroy-prestakalli eru tvær, á Húsey í Træna og Luroy, þar sem sóknarpresturinn býr. Auk þeirra eru ellefu kapellur á hinum ýmsu eyjum þar sem mess- að er misoft. Þeim Sigurði kapellán og sóknarprestinum er gert hvorum um sig að messa 50 sinnum á ári. Messa telst haldin klukkan 11 á sunnudegi í kirkju eða kapellu, eins eru viðurkenndar messur á stórhá- tíðum. Það telst hins vegar ekki messa þegar haldin er guðsþjón- usta á sjúkrahúsi eða elliheimili. „Þetta er allt miklu stífara en ég á að venjast úr íslensku kirkjunni," segir Sigurður. „Hér háttar svo til að fólk er bundið af bátsferðum á milli eyja og lands. Það er lagst gegn því að við skírum nema í sunnudagsmessum. Ef ég skíri hér fyrir hádegi á sunnudegi verða gestirnir að fara með bátnum klukkan þijú. Fjölskyldurnar hafa því varla tíma til að hittast. Ég hef gert það fyrir fólk að skíra í kirkj- um á laugardögum og fengið bágt fyrir.“ Sigurður segir að eftir að hafa þjónað í norsku kirkjunni þá þyki honum sú íslenska bæði hlýrri og manneskjulegri. Ferðin frá Húsey á messustað og heim aftur getur tekið tvo til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.