Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ NORRÆN SAMVINNA Nýjungar í norrænu sjónvarps- samstarfi Enn eru uppi hugmyndir um norrænt sjón- varpssamstarf á sviði gervihnattasendinga þótt fyrri áætlanir um frekara samstarf á þessu — sviði hafi aldrei orðið að veruleika. Elfa Yr Gylfadóttir kynnti sér málið og komst að raun um að ýmsum hindrunum hefur nú verið rutt úr vegi og fullur vilji er fyrir því að sjón- varpa norrænu efni um Norðurlöndin. Hlutfall efnisflokka í Nordvision 1993 Skipting útsendingartíma milli norrænu sjónvarpsstöðvanna 1993 300 250 C 200 3 3 150 a 100 2 50 DR NRK RÚV SVT YLE SVF NORRÆNAR sjónvarps- stöðvar hafa starfað saman í Nordvision í 36 ár. Um margra ára skeið hafa gervihnattasendingar verið til umræðu auk reksturs norrænnar sjónvarpsstöðvar, nú síðast á fundi norrænu ráðherranna í Finnlandi í sumar. Þar var ákveðið að hrinda af stað áætlunum um norræna sjón- varpsstöð sem reka átti með afnota- gjöldum. Áætlanimar urðu þó að engu í lok ársins því kostnaðurinn var talinn vera of mikill. Nú er gervihnattasjónvarpið aftur til um- ræðu og er ætlunin að sjónvarpa norrænu efni um Norðurlöndin. Einnig má sjá vaxtarbrodd í ís- lenska textavarpinu því það mun á vordögum tengjast norrænu texta- varpi. Þá verður í fyrsta sinn hægt að lesa íslenskar fréttir á texta- varpi á Norðurlöndunum. Eins verð- ur hægt að lesa fréttir frá Norður- löndunum í íslenska textavarpinu. Nordvision - norrænt sjónvarpssamstarf Árið 1959 hófst samstarf nor- rænna sjónvarpsstöðva, undir nafn- inu Nordvision. Upphaflegir stofn- endur voru Danmarks Radio, Rund- radion/Yleisradion, Norsk Riks- kringskastning og Sveriges Tele- vision. Ríkisútvarpið/Sjónvarp varð ekki aðili að samstarfinu fyrr en árið 1966 og nú er Sjónvarp Föroy- ar og Grönlands Radio einnig þátt- takendur í samstarfinu. í upphafi var ákveðið að samvinnan skyldi ekki byggð á gróðasjónarmiði sjón- varpsstöðvanna. Hver stöð átti að bjóða fram efni öðrum að kostnað- arlausu, hún fékk einnig að velja hvaða efni væri boðið til sýninga. Fyrirkomulagið þótti ekki nægilega gott þar sem stöðvamar gátu ekki valið það efni sem þær vildu fá til sýninga. Þannig varð efni sem ekki þótti áhugavert boðið til sýninga en annað áhugaverðara efni ekki. Matador-þættirnir eru dæmi um sjónvarpsefni sem ekki var sýnt á norrænum sjónvarpsstöðvum vegna upphaflegn samninganna. Ákveðið var að hætta að bjóða efni án endur- gjalds og selja sjónvarpsefnið í stað- inn. Á þennan hátt gat hver stöð fengið það efni sem hún óskaði eftir. Norrænir sjónvarpssjóðir Á vegum Nordvision hafa einnig verið gerðir sjónvarpsþættir í sam- starfi tveggja eða fleiri landa. Um eitt þúsund klukkustunda sjón- varpsefni er unnið árlega í norrænu samstarfi. Efnið skiptist í marga flokka og eru heimildarþættimir stærsti flokkurinn, upp undir 30%. Mikil samvinna hefur einnig verið í gerð barnaefnis. Er ástæðan sú að 1987 stofnuðu norrænar sjón- varpsstöðvar sjóð, Den Nordiska Samproduktionsfonden. Hann er ætlaður til að styrkja sjónvarps- þætti á Norðurlöndum og er í eigu Nordvision-stöðvanna. Sjóðurinn á sérstaklega að styrkja leikið bama- og unglingaefni auk heimildarþátta. Sjóðurinn er afar mikilvægur í sam- vinnuverkefnum Norðurlanda og nema styrkirnir alls rúmlega 200 milljónum sænskra króna frá stofn- un hans. Sjónvarpsþáttaröð Hrafns Gunnlaugssonar, Hvíti víkingurinn, er dæmi um íslenskt efni sem fékk styrk úr sjóðnum. Árið 1989 var stofnaður annar sjóður fyrir tilstilli norræna ráð- herraráðsins, Nordisk Film- og TV-Fond. Er sjóðnum ætlað að styrkja kvikmyndir og sjónvarps- þætti. Af hálfu íslands stendur ekki einungis Ríkisútvarpið-Sjónvarp að sjóðnum heldur einnig Stöð 2. Sjóð- urinn tók til starfa árið 1990 og hafði þá 45 milljónir danskar krón- ur til ráðstöfunar. Árið 1993 var upphæðin komin í 50 milljónir danskar krónur. Sjóðurinn getur styrkt hvers konar kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem framleiddir eru á Norðurlöndum. Fréttir frá Norðurlöndum Frá upphafí árs 1994 hafa Norð- urlandaþjóðimar skiptst á fréttum í gegnum evrópskan gervihnött. Hver Norðurlandaþjóð býr til frétta- pakka með myndefni um þá mark- verðu atburði sem eiga sér stað í hverju landi fyrir sig. Þessir frétta- pakkar eru sendir á milli Norður- landanna á hverjum degi. Ríkissjón- varpið á íslandi er þátttakandi í samstarfinu. Þessi nýjung gerir all- an fréttaflutning á milli Norður- landa auðveldari, þar sem norrænt sjónvarpsefni þarf ekki lengur að komast í gegnum síu alþjóðlegra fréttastöva til að norrænir áhorf- endur geti fengið fréttir frá Norður- löndum í sjónvarpi. Norræn sjónvarpsstöð eða gervihnattasendingar? Þar sem mikil samvinna hefur verið meðal sjónvarpsstöðvanna í tímans rás hefur margsinnis komið upp sú hugmynd að norrænt sjón- varpsefni verði sýnt á öllum Norður- löndum. Þegar stöðvamar fóm að ráða yfír gervihnöttum var rætt um sjónvarpsútsendingar með hjálp þeirra. Einnig hefur verið talað um norræna sjónvarpsstöð sem sýnir efni frá öllum Norðurlöndunum. Um langa hríð stóðu tæknilegir örðugleikar í veginum fyrir slíkri samvinnu en nú em ekki lengur slíkar hindranir í vegi. Fram- kvæmdirnar em þó dýrar og ríkis- stjómir Norðurlandanna hafa ekki komist að niðurstöðu um hver eigi að borga brúsann. Höfundarréttur var vandamál sem þurfti að leysa í slíku samstarfí auk þess sem sjón- varpsstöðvarnar á Norðurlöndunum nota misjafna tækni til að sjónvarpa og dreifa efni. Sem dæmi má nefna að allar sjónvarpssendingar Norð- manna eru í gegnum gervihnött. Sjónvarpið notar aðallega örbylgju til flutnings á sinni dagskrá út um land, hins vegar notar Stöð 2 ljós- leiðarakerfi til dreifingar á sínu efni. Þegar rætt er um dreifíngu á norrænu efni hefur kapalkerfi þótt vænlegur kostur á Norðurlöndum. Á íslandi em hins vegar fá kapal- kerfí og það stærsta þeirra nær einungis til um þúsund íbúða í Hafnarfírði. Að sögn Hrefnu Ing- ólfsdóttur, upplýsingafulltrúa Pósts og síma, var kapalkerfi á dagskrá um tíma. Hugmyndin var meðal annars að setja kapal í blokkirnar í Breiðholtinu, þar sem byggðin var þétt. Hrefna segir að fyrirtæki hafi sýnt stofnun nýrrar sjónvarpsrásar áhuga og átti að dreifa henni með kapalkerfí. Ekkert hefur orðið úr þessum hugmyndum enn sem kom- ið er og segir Hrefna að ef norrænt sjónvarp verður að veraleika megi dreifa efni þess á sama hátt og hjá fjölvarpi Stöðvar 2. Þrátt fyrir að stór hópur fólks sé áhugasamur um norrænt sjónvarps- samstarf hafa allar hugmyndir strandað á kostnaðinum við fram- kvæmdina. Carl Bildt, fyrram for- sætisráðherran Svíþjóðar, viðraði hugmynd um norræna sjónvarpsstöð með fréttum frá Norðurlöndum auk þátta frá öllum sjónvarpsstöðvunum. Niðurstaðan varð sú að áhorfíð yrði ekki nægilegt auk þess sem slíkt yrði of kostnaðarsamt. Nú í sumar var þó talið að lausn væri fundin á vandamálinu, þar sem ákveðið var að norræn sjónvarpsrás yrði fjár- mögnuð með afnotagjöldum. í lok ársins var þó ákveðið að ekkert yrði úr norrænu sjónvarpsrásinni því að kostnaðurinn yrði of mikill. Lars-Áke Engblom, fyrram for- stjóri Norræna hússins í Reykjavík, hefur mikinn áhuga á samstarfi norrænna sjónvarpsstöðva. Hann segir að það sé í raun mjög auð- velt að sjá danskt, norskt og sænskt sjónvarp á íslandi. Norðmenn nota gervihnött til útsendinga og hægt sé að fá sænskt sjónvarp inn á hann líka. Hægt er að sjá norska sjónvarpið á Islandi núna, t.d. í húsi Sjónvarpssins sem hefur lykil til að taka á móti útsendingunum. Fyrirtæki sem selja almenningi að- gang að erlendum sjónvarpsstöðv- um í gegnum gervihnetti gætu boð- ið aðgang að norsku sjónvarpi, en það hefur ekki verið gert enn. Lars- Áke bendir á að Danir hafi farið að senda danskt sjónvarp til Græn- lands í desember 1992. Það ætti að vera hægt að ná þeim sendingum á íslandi með lítilsháttar breyting- um. Hrefna Ingólfsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Pósts og síma, tekur í sama streng og segir þá hugmynd hafí komið upp í fyrra að dreifa dagskrá danska sjónvarpsins hér á landi. Aðeins var þó talað um að danska sendiráðið, Norræna húsið og Ríkissjónvarpið fengju aðgang að útsendingunum. Til að sjá danska sjónvarpið á íslandi þurfti að borga 2-3 milljónir og reyndist ekki vera nægur áhugi til að leggja út í slíkan kostnað. Gervihnattasendingar til umræðu að nýju Hugmyndir um gervihnattasend- ingar hafa lengi verið til umræðu á vettvangi norrænu ráðherra- nefndarinnar og má þar nefna Tele-X og Nordsat sem dæmi. Að sögn Þórunnar Hafstein, lögfræð- ings í menntamálaráðuneytinu og formanns nefndar norrænu ráð- herranefndarinnar um fjölmiðla og menningarmál, eru samnorrænar sjónvarpssendingar um gervihnött aftur til umræðu innan nefndarinn- ar með það að markmiði að tryggja dreifíngu norrænna sjónvarsstöðva um öll Norðurlönd. Nú er til athug- unar hvort unnt sé að nýta gervi- hnattadreifíngu á sjónvarpsdag- skrám á vegum Nordic Satellite Distribution (NSD), sem er einka- fyrirtæki, og hvort vilji sé til þess að koma norrænum sjónvarpsrásum fyrir á NSD. Afar ólíklegt er að þessar gervihnattasendingar á veg- um NSD muni ná til íslands, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.