Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARGRÉT ÖRN- ÓLFSDÓTTIR HEFUR VERIÐ RÁÐINTILAÐ TAKA AÐ SÉR TÍU BARNATÍMA Á STÖÐ 2. MARGRÉT ER FYRRUM SYKUR- MOLI, LÉKÁ HLJÓMBORÐ í ÞEIRRIFRÆGU HLJÓMSVEIT. HÚN HEFUR EINNIG GEF- IÐ ÚT BARNAPLÖTU OG SAMIÐ TÓN- LIST, M.A. FYRIR KVENNARÁÐ- STEFNUNA SEM HALDIN VAR í FINN- LANDISL. SUMAR. GUÐRÚN GUÐ- LAUGSDÓTTIR HEIMSÓTTI MAR- GRÉTIOG RÆDDI VIÐ HANA UM VERKEFNI HENNAR Á NÆSTUNNI. Morgunblaðið/Kristinn MARGRÉT moó börn sin tvö, Swnnu og Örnólf. Eg hef hugsað mér að reyna að benda krökkum á spenn- andi hluti í umhverfínu sem maður veitir ekki mikla athygli að öðru jöfnu. Nefna má stjörnufræði, við vitum harla lítið hvers vegna stjömumar haldast á lofti og svo mætti lengi telja. Svo ætla ég að vera með brandara og fara í heim- sóknir, bæði til tónlistarmanna og krakka sem eru að gera eitthvað skritið og skemmtilegt," segir Mar- grét. Hún býr ásamt manni sínum Þór Eldon tónlistarmanni, sem er einn félaga i hljómsveitinni Unun, og tveimur börnum þeirra, Sunnu og Ömólfí, á Ásvallagötu í Reykja- vík. „Það er nauðsynlegt að hafa tengsl við böm ef maður ætlar að búa til efni af þessu tagi. Það er nauðsynlegt að geta verið dálítill krakki með krökkunum sínum, að geta lagst á magann og farið í barbí- leik o.þ.h. Það er of algengt að fólk hlusti ekki á það sem böm em að segja, þau tjá sig ekki eins og full- orðið fólk, þess vegna er nauðsyn- legt að hlusta á þau á annan hátt, lesa á milli línanna, ef svo má segja.“ Það er líka mikilvægt að fylgjast með því sem er að gerast i heimi barnanna í nútimanum, það þýðir ekki að ætla sér að gera eitthvað algerlega út frá sínum eigin for- sendum, ýmislegt hefur breyst frá því maður var sjálfur krakki. Sjón- varpið er orðið afskaplega ríkjandi afl í heimilislífi nútímafólks og það hafa verið skiptar skoðanir um það hversu heppilegt það er fýrir börn að horfa mikið á sjónvarp. Þróun- inni verður hins vegar ekki snúið við og þess vegna er nauðsynlegt að stjóma því vel hvers konar efni er í boði fyrir börn. Það er náttúr- lega hægt að gera barnaþætti sem era bæði skemmtilegir og miðla fróðleik. Það er miklu auðveldara að koma vissum upplýsingum í sam- bandi við vísindi t.d. í gegnum mynd heldur en t.d. lesa þær af bók, alla vega fyrir litla krakka. Mér finnst spennandi að taka slíka hluti fyrir og reyna að gera dular- full fyrirbrigði vísindanna skiljan- legri á skjánum.“ Margrét gaf út barnaplötuna Hvað á að gera? fyrir jólin í fyrra. Skyldi sú reynsla nýtast henni vel í nýju starfí? „Já, ég held að hún geri það,“ segir Margrét. „Öll reynsla nýtist manni, en einmitt þegar ég gerði þessa plötu varð mér Ijóst að nauðsynlegt er að ganga á vissan hátt í bamdóm þeg- ar verið er að vinna fyrir böm. Eg safnaði miklu efni en notaði ekki nema hluta þess á plötuna. Stofninn af þessum lögum voru lög sem mamma mín og ömmur mínar sungu fyrir mig meðan ég var barn. Mér þykir vænt um þau lög öll. Ég fann líka að þau voru sem óðast að hverfa úr vitund fólks, margir þekktu þau alls ekki. Mig langaði til að gera plötu sem væri laus við alla tilgerð. Börn hlusta mest á text- ann og sönginn og þess vegna þarf hann að vera aðalatriðið. Ég vildi ekki trúa því að það væri nauðsyn- legt að nota heila rokkhljómsveit til þess að leika undir' á barnaplötu og það er heldur ekki nauðsynlegt. Barnaplatan var mitt fyrsta verk- efni sem ég vann algerlega ein, í þeim skilningi að ég skipulagði allt verkið og stjórnaði því. Síðan kall- aði ég til fólk sem ég vildi fá til að syngja og spila. Þetta var ný reynsla því ég hafði áður verið vön meiri verkaskiptingu, þar sem ég hafði mest unnið í hóp, hljómsveit- um, þar sem fólk var að gera hluti saman. Þá dreifist ábyrgðin á fleiri aðila. Það er hins vegar líka gaman að vinna í slíkum hóp og örvast af samstarfinu við hina.“ Margrét hefur lokið námi áttunda stigs í píanóleik. „Ég hóf píanónám sjö ára gömul og bróðir minn, Jón Ragnar, lærði á selló. Við spiluðum oft saman meðan við vorum börn og unglingar. Hann er nú við nám í Manchester í sellóleik. Sjálf hætti ég í tónlistarskóla þegar ég fór að spila með Sykurmolunum árið 1988. Nokkru eftir að þeirri samvinnu lauk fyrir rúmum tveimur árum fór ég aftur í Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk áttunda stiginu í píanóleik. Mér fannst oft einmana- legt að spila á píanó, á sama tíma notaði ég það tilefni til þess að fá að vera í friði. í raun og veru var ég löngu búin að átta mig á því að ég yrði aldrei píanóleikari að atvinnu en píanóið var svo stór hluti af lífí mínu alla mína æsku og ung- lingsár að ég saknaði þess þann tíma sem ég spilaði ekki á það. Ástæðan fyrir því að ég lærði á píanó var að ég vildi það endilega, fyrsti kennarinn minn var föður- systir mín Olga Guðrún Árnadóttir. Ég hef notað píanóið til að nálgast tónlistina. Ég lít ekki á mig sem hljóðfæraleikara þótt ég spili á hljóðfæri heldur langar mig að fara meira út í að búa til tónlist.“ Hefur þú gert mikið af því að semja tónlist? „Ég hef samið tónlist frá því ég var sextán ára og byijaði að spila í hljómsveitum. En þá var það yfir- leitt í samvinnu við aðra. Hins veg- ar hef ég fengist meira við útsetn- ingar og það að semja ein eftir að ég hætti í Sykurmolunum. í fyrra sumar fór ég t.d. til Finnlands á kvennaráðstefnu með 30 kvenna kór sem Margrét Pálmadóttir stjórnaði. Kórinn flutti þrjú þjóðlög sem ég hafði útsett undirleik við. Ég samdi svo tónlistina sem tengdi þessi lög saman. Ég vil vinna sem tónlistarmaður og langar mest núna að vinna tónlist fyrir kvikmyndir og leikhús."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.