Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR1995 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FISKVEIÐISTJ ÓRNUN FRAMBJÓÐENDUR í fjórum efstu sætum framboðslista Sjálf- stæðisflokksins á Vest- fjörðum í næstu þing- kosningum hafa nýlega lagt fram tillögur um breytta fískveiðistjóm- un. Þessar tillögur fela í sér umtumun á gild- andi stjómkerfí físk- veiða. Þær hafa vakið mikla athygli og verið hampað í Morgunblað- inu. Það er því óhjá- kvæmilegt að fjalla nánar um þær. I Morgunblaðinu 28. janúar sl. er tillaga fjórmenninganna ásamt greinargerð birt í heild. Þeir gera ekki ágreining við það markmið að haga fiskveið- unum þannig að arður af veiðunum sé hámarkaður. Meginatriðin í mál- flutningi þeirra em hins vegar, að það stjómkerfí fiskveiða, sem kennt hefur verið_ við kvótakerfí, hafí reynst illa. í stað þess sé rétt að taka upp kerfi fjárfestingar- og sóknartakmarkana. Báðar þessar staðhæfingar em að mínu áliti fjarri réttu lagi. Kvótakerfið og viðgangur fiskistofna Fjórmenningamir fullyrða að kvótakerfíð hafí ekki skilað ár- angri. Ein helsta röksemd þeirra fyrir þessari fullyrðingu er bágt ástand mikilvægra fískistofna. Þessi málflutningur byggist á alvarlegum misskilningi á eðli kvótakerfisins. Kvótakerfíð er ekki og hefur aldr- ei verið tæki til að stjóma þróun fiskistofna. Kvótakerfið er einungis skipulag, sem gerir sjómönnum og útgerðum kleift að veiða leyfílegan heildarafla, hver svo sem hann er, með hagkvæmasta hætti. Ákvörðun um Ieyfilegan heildarafla hefur á hinn bóginn mikil áhrif á viðgang fiskistofna. Það má t.a.m. víst telja, að ofveiði á liðnum áram eigi ríkan þátt í slæmu ástandi þorskstofnsins um þessar mundir. Sú ofveiði hefur hins vegar ekkert með kvótakerfið sem slíkt að gera. Hún stafar ann- ars vegar af því, að stjómvöld hafa ítrekað leiðst til að heimila meiri heildarafla þorsks en hollt er. Hins vegar stafar hún af því, að aflinn hefur jafnan orðið veralega umfram leyfilegan heildarafla vegna um- fangsmikilla undanþága frá kvóta- kerfinu. Það er því fjarri öllu lagi að nota núverandi ástand þorsk- stofnsins sem röksemd gegn kvóta- kerfinu. Þvert á móti má ætla, að aflinn hefði orðið mun nær leyfileg- um heildarafla, ef kvótakerfíð hefði verið víðtækara. Það var ekki kvótakerfi í botnfiskveiðunum 1985-1990 Fjórmenningamir fara mörgum orðum um það, að flotinn hafí stækkað og sóknarmáttur hans auk- ist. Hefði það gerst innan vébanda kvótakerfisins, væri það vissulega vísbending um að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Staðreyndimar eru hins vegar allt aðrar en fjórmenn- ingamir vilja vera láta. Fjórmenningamir kjósa að ein- skorða röksemdafærslu sína við kvótakerfíð í botnfískveiðunum. Það kerfi telja þeir að hafi tekið gildi árið 1984. Með því leiða þeir lesand- ann á villigötur. Það er nefnilega ekki með nokkra móti unnt að halda því fram, að kvótakerfíð hafí orðið ráðandi í íslenskum botnfískveiðum fyrr en í fyrsta lagi árið 1991. Á árabilinu 1985-1990 (bæði árin meðtalin) var að jafnaði innan við helmingur af þorskafla landsmanna tekinn á grandvelli aflakvóta. Afgangurinn var veidd- ur samkvæmt undan- þágum frá kvótakerf- inu og þá fyrst og fremst af skipum á sóknarmarki. Svipaða sögu má segja um aðr- ar helstu botnfiskteg- undimar. Þessu er nán- ar lýst í meðfylgjandi töflu 1. Tafla 1 Úthlutaðir aflakvótar sem hlutfall af heildarafla botnfisktegunda Ár Þorskur Ýsa Karfi Grálúða 1984 88% 138%* 109%* 100% 1985 64% 94% 97% 76% 1986 32% 51% 37% 29% 1987 36% 68% 40% 24% 1988 52% 74% 43% 33% 1989 53% 63% 41% 29% 1990 49% 58% 39% 46% 1991** 96% 97% 95% 94% * Úthlutaðir kvótar veiddust ekki allir. ** Fiskveiðiárið 1. jan.-31. ágúst 1991. Heimild: Nefnd um mótun fískveiðistefnu, Skýrsla til sjávarútvegsráðherra, 2. apríl 1993. Það ætti því 'að vera hveijum manni ljóst, að á tímabilinu 1985- 1990 ríkti hér ekki kvótakerfi í botn- fískveiðunum. Miklu nær er að kenna þetta tímabil við sóknarmark en kvótakerfi. Telji fjórmenningarn- ir að eitthvað hafí farið aflaga í stjómun botnfískveiða frá 1984, er það því fyrst og fremst áfellisdómur yfír sóknarmarkskerfinu en ekki kvótakerfínu. Kvótakerfíð í botn- fiskveiðunum Það er rétt, að á tímabilinu 1984- 1994 hefur fískiskipaflotinn stækk- að örlítið að brúttórúmlestatali. Sú stækkun á sér ýmsar skýringar, þ. á m. fjárfestingu í vinnslugetu á hafí úti og fiskiskipum til að nýta nýjar fiskitegundir s.s. djúprækju. Aðalatriðiðið er þó það, að þessi stækkun er hverfandi miðað við stækkun flotans á áranum 1976- 1983. Þegar betur er að gáð kemur jafnframt í ljós, að stækkun fiski- skipaflotans frá 1984 á sér fyrst og fremst stað, þegar sóknarmarkið er allsráðandi, þ.e. 1986-88. Á áran- um 1984-5, fyrstu áram kvótakerf- isins, ihinnkaði fískiskipaflotinn. Frá árinu 1991, þegar kvótakerfið varð loksins ráðandi í botnfiskveið- unum hefur flotinn aftur farið minnkandi. Svipaða sögu má segja um botn- físksóknina. Hún eykst aðeins þegar sóknarmark er ráðandi. Þetta má ráða af mynd 1, sem sýnir þróun sóknar í botnfísk á mælikvarða tonnúthaldsdaga frá 1978. Mynd 1 sýnir m.a., að á tímabil- inu 1977-1983, þegar fískveiði- stjómunin byggðist á sóknartak- mörkunum (skrapdagakerfíð) jókst botnfísksókn innan fiskveiðilögsög- unnar um þriðjung. Á öllu tímabilinu frá 1984 til 1993 hefur sama botn- fisksókn hins vegar minnkað um nálægt 7%. Þessar staðreyndir geta varla talist vísbending um að kvóta- kerfíð ýti undir sókn, sem sóknar- mark þurfí til að takmarka, eins og fjórmenningamir fullyrða. Sé nánar rýnt í þróun botnfísk- sóknar eftir 1984 kemur í ljós, að Ragnar Árnason Verði tillögur sem þess- ar framkvæmdar telur Ragnar Amason ráð- legast fyrir dugmikla Islendinga að fara að undirbúa framtíð sína í öðrum löndum. hún minnkaði mjög veralega á fyrstu áram kvótakerfisins, þ.e. ár- unum 1984-5, enda var þá aflamark ráðandi (sjá töflu 1). Sóknin jókst hins vegar aftur veralega á áranum 1986-90 er meirihluti botnfískaflans var tekinn samkvæmt sóknarmarki. Frá 1991, eftir að aflamarkið varð aftur yfírgnæfandi, hefur botnfisk- sóknin innan fiskveiðilögsögunnar minnkað talsvert á nýjan leik. Þannig sjáum við, að þveröfugt við það sem fjórmenningamir full- yrða virðist kvótakerfíð skila mikils- verðum árangri í átt að flota- og sóknarminnkun, þegar það er til staðar. Jafnframt hafa tímabil sókn- artakmarkana undantekningarlaust haft í för með sér umtalsverða flota- og sóknaraukningu. Þar með virðast helstu forsendumar fyrir tillögum fjórmenninganna brostnar. Kvótakerfið í öðrum fiskveiðum Ef meta á hagkvæmnisáhrif kvótakerfisins á grundvelli reynsl- unnar sjá allir réttsýnir menn, að eðlilegast er að skoða fískveiðar, þar sem hreint kvótakerfí hefur verið í gildi. Slíkar fiskveiðar hér á landi era m.a. síldveiðamar, þar sem kvótakerfí var komið á árið 1976, og loðnuveiðarnar, þar sem kvóta- kerfið vartekið upp árið 1980. Sam- fellt og tiltölulega óbjagað kvóta- kerfi hefur m.ö.o. verið í gildi í sfld- veiðunum í 18 ár og loðnuveiðunum 14 ár. í bptnfiskveiðunum hefur kvótakerfí (þó með veralegum und- anþágum) hins vegar aðeins verið í gildi frá 1991, þ.e. í 4 ár. Þessu virðast fjórmenningarnir hafa gleymt, þegar þeir mótuðu tillögur sínar. Hvemig hefur þá kvótakerfíð reynst í þessum sfld- og loðnuveið- um? Það hefur í stuttu máli reynst vel og fyllilega í samræmi við þau markmið, sem fjór- menningamir telja, að stjómkerfí físk- veiða eigi að ná. Kvótakerfið í síldveiðunum Síldveiðarnar era fyrstu íslensku fiskveiðamar, sem kvótakerfi var komið á í, en það var árið 1976. í upphafi vora kvót- amir ekki fram- seljanlegir, en því var breytt árið 1979. í þessum fiskveiðum hefur allt gengið eins og í sögu. Árlegur heildarafli hefur verið í megindrátt- um samkvæmt til- lögum Hafrann- sóknastofnunar, enda hefur bæði stofn og afli vaxið jafnt og þétt, og er stofninn nú í sögulegu hámarki. Svipaða sögu má segja um hag- kvæmnina í veið- unum. Þrátt fyrir gífurlega afla- aukningu hefur fískiskipum á sfld- veiðum fækkað úr u.þ.b. 200 árið 1980 í nálægt 30 árið 1993. Rétt er þó að geta þess, að meðalstærð sfld- arbátanna hefur vaxið. Því hefur flotastærðin í rúmlestum talið ekki minnkað svona mikið. Heildarsóknin mæld sem margfeldi brúttórúmlesta fiskiskipanna og úthaldsdaga þeirra hefur þó minnkað veralega. Afla- magn á sóknareiningu, sem er skýr mælikvarði á tæknilega hagkvæmni veiðanna, hefur því vaxið mjög mik- ið eða allt að tífalt miðað við árið 1976, er kvótakerfíð fyrst tók gildi. Þessari þróun er nánar lýst í mynd 2, sem er meðfylgjandi. Eins og sjá má af þeirri mynd hefur veiðistofninn vaxið úr liðlega 200 þús. tonnum við upphaf kvótakerfísins 1976 í um 700 þús. tonn árið 1993. Afli hefur vax- ið að sama skapi, og afli á sóknarein- ingu hefur því sem næst tífaldast. Þetta er órækur vitnisburður um velheppnaða fískveiðistjómun, sem rekja má til kvótakerfísins. Kvótakerfið í loðnuveiðunum í loðnuveiðunum var kvótakerfi tekið upp árið 1980. Árið 1986 voru kvótarnir gerðir framseljanlegir. Á þessu tímabili hefur árlegur afli verið afar breytilegur vegna sveiflu- kenndrar stofnstærðar. Meðalafli tímabilsins hefur þó verið svipaður og fyrir 1980 og sama máli gegnir um stofnstærðina. Fiskveiðistjóm- unin frá 1980 hefur því ekki skipt neinum sköpum fyrir afla eða stofn- stærð. Hagkvæmni veiðanna hefur hins vegar aukist stórlega. Árið 1979 tóku hátt í 70 bátar þátt í loðnuveið- unum. Árið 1993 voru þeir aðeins 39. Þeim hefur með öðram orðum fækkað um meira en 40% á 14 áram. Bátamir hafa hins vegar stækkað þannig að tonnatala flotans hefur lækkað mun minna eða nálægt 30% á tímabilinu. Þessari þróun er nánar lýst í mynd 3. Með því að loðnuflotinn hefur minnkað svo veralega og heildarafli hefur ekki breyst, er ljóst að tækni- leg hagkvæmni í loðnuveiðunum hefur einnig vaxið veralega síðan 1980. Þennan árangur virðist fyrst og fremst mega þakka kvótakerf- inu. Lokaorð Forsendur fjórmenninganna eru rangar. Öfugt við það sem þeir halda, verður ekki annað séð en kvótakerf- ið hafí skilað miklum árangri í hag- kvæmnisátt, þar sem það hefur feng- ið að spreyta sig. Þetta blasir við í sfldveiðunum, þar sem kvótakerfi hefur verið í gildi í 18 ár, og loðnu- veiðunum þar sem það hefur verið gilt í 14 ár. Þetta er jafnvel nokkuð augljóst í botnfiskveiðunum þau fáu ár, sem sæmilega heillegt kvótakerfí hefur gilt í þeim veiðum. Fjórmenningamir vilja hverfa aft- ur til stjómkerfís fiskveiða, sem reynslan hefur sýnt að veldur gríðar- legri sóun í fískveiðum. Sú reynsla er ekki aðeins frá fískveiðum á ís- landi heldur frá fiskveiðum um allan heim þó rúmsins vegna séu ekki tök á að rekja þá sögu hér. Jafnvel þau gögn sem þeir sjálfír tíunda máli sínu til stuðnings eru vitnisburður um óhagkvæmni sóknartakmark- ana. Þó kastar fyrst tólfunum er þeir kenna kvótakerfíð við miðstýringu, haftakerfí og forræðishyggju. Kvótakerfíð er kerfi eignarréttar yfír heimildum til að nýta auðlind- ina. Sem slíkt er það algerlega hlið- stætt alþekktum eignarréttarkerf- um á landi, t.d. eignarrétti á landi, húsum, verksmiðjum, hlutabréfum og öðram verðmætum. Mikilvægt er að átta sig á því, að þessi eignar- réttur er ekki einokaður. Hver sem er getur keypt sér þennan rétt. Það er alþekkt og sönnur á það færðar m.a. innan vébanda velferðarhag- fræði og stofnanahagfræði, að sér- eignarréttur af þessu tagi er ein- mitt forsenda fyrir valddreifíngu og athafnafrelsi. Ef skipulag sér- eignarréttar væri ekki fyrir hendi og það varið af framkvæmdavald- inu, yrði nauðsynlegt að taka upp víðtækt kerfí miðstýringar, hafta og samfélagslegs forræðis til að tryggja efnahagslega afkomu þegn- anna. Þetta var einmitt skipulagið í Sovétríkjunum heitnum. Þetta er jafnframt það skipulag, sem fíór- menningamir leggja til að tekið verði upp í íslenskum botnfískveið- um. Þannig einnig á þessu sviði snýst málflutningur fíórmenning- anna upp í mótsögn sína. Þeir þykj- ast vera að forðast miðstýringu, en era í rauninni að gera tillögu um stórkostlega miðstýringu og höft á fjárfestingum og úthaldi. íslenskur efnahagur á undir högg að sækja, ekki síst í samanburði við lífskjör í nágrannaríkjunum. Eigi þjóðin ekki að dragast enn lengra aftur úr, er nauðsynlegt að gæta ýtrustu hagsýni á öllum sviðum efnahagslífsins. Ekki er síst þýðing- armikið að nýta okkar verðmætustu auðlindir, auðlindir sjávarins, eins skynsamlega og unnt er. Kvótakerf- ið er ein mikilvægasta forsenda þess að svo megi verða. Tillögur fjór- menninganna ganga hins vegar í þveröfuga átt. Verði þær eða eitt- hvað þvíumlíkt að veruleika, er sennilega ráðlegast fyrir dugmikla Islendinga að fara að undirbúa framtíð sína í öðrum löndum. Höfundurínn er prófessor í fiskihagfræði við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.