Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 MINIUINGAR MORGUNBLAÐIÐ IRIS DOGG OLADOTTIR "n + íris var fædd hinn 10. febrúar 1981. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 8. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Guðrún Petra Eiríksdóttir og Óli Tryggvason. Alsystir Irisar er Bjarney Inga, f. 21. apríl 1984. Unnusti Guðrúnar er Sveinn Sigurðsson. Síðari maki Óla er Ingi- björg Torfadóttir. Þeirra börn eru Tryggvi Dal- man, fæddur 1990, og Guðbjörg Anna, fædd 1993. Fósturbróðir írisar er Jóhann Torfi Haf- steinsson. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju á morgun og hefst athöfnin kl. 13.30. ÞAÐ eru gömul sannindi og ný að dauðinn kemur alltaf á óvart jafn- vel þrátt fyrir að maður hafí reynt að búa sig undir komu hans. Það var að morgni 9. febrúar sem okkur barst sú sorgarfregn að íris væri látin eftir erfíð veikindi. Frá fæð- ingu hafði íris verið með hjarta- galla og því var vitneskjan um að hún gæti kvatt okkur fyrr en við vildum alltaf til staðar. Þrátt fyrir veikindi sín var íris ákaflega lífs- glöð stúlka. Strax við fyrstu kynni sagði hún manni frá því að hún væri þroskaheft og með sérstakt hjarta. Um leið bræddi hún hjarta þess sem hún talaði við með hlýju og hreinskilni. Sama góða viðmótið sýndi hún börnum en hún var bam- góð með afbrigðum. Stolt sagði hún frá afrekum litlu systkina sinna, Tryggva Dalmans og Guðbjargar Önnu, og ekki var hún síður ánægð þegar henni var treyst til að passa. Margar góðar stundir áttu hún og Jana saman í skólaleik. Þá sat íris með þessari fjögurra ára telpu og kenndi henni það sem hún sjálf hafði lært í skólanum. Hún kenndi henni stafína og hljóð þeirra, að skrifa og reikna og notaði til starf- ans gömlu skólabækumar sínar. Þegar þær voru búnar að fá nóg af þessum leik var skipt yfir í Barbie eða farið að mála sig. íris gekk í Glerárskóla og hafði af því mikla ánægju. Ekki skemmdi það fyr- ir að besta vinkona hennar, Vaka, gekk einnig í þann skóla. í skólanum var það eins pg annars staðar að íris átti fjöldann allan af vinum. Þeir vom líka margir á Sólborg og var gleði hennar einlæg þegar hún fór að hitta þá aðra hverja helgi. Þá var margt brallað, slegið upp balli, farið í bíó, horft á vídeó og fleira. Enda kunni hún skil á fjöldanum öllum af myndum, þekkti ótal leikara og kunni mikið af lögum. Henni fannst afskaplega mikilvægt að gera gagn og því var hún alltaf boðin til þess að hjálpa til, t.d. við að laga til og passa. Lífsgleði írisar lýsti sér í öllu því sem hún tók sér fyrir hend- ur. Hún hafði gaman af því að fara í heimsóknir og að taka á móti gestum. Oft sagði hún okkur frá því með mikilli ánægju að hún hefði fengið að gista hjá ömmu og afa í innbænum eða að þau hefðu komið í heimsókn til hennar. Hún hafði gaman af þeirri upphefð að hafa fengið að koma í þáttinn hjá Hemma Gunn og að allir væm að tala um að hún væri orðin fræg sjónvarpsstjarna. Á þessari stundu eiga orð Kahlil Gibran við er hann segir: Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. íris var gleðigjafi. Að kynnast írisi var dýrmætt. Að sjá gott sam- band þeirra systranna, hennar og Böddu, hve nánar þær voru og góð- ar hvor við aðra var einstakt. Að sjá baráttuþrekið á erfiðum stund- um, þar sem þær mæðgumar og fjölskyldan öll sýndu ótrúlegan styrk, var lærdómsríkt fyrir okkur sem hjá stóðum. í huga okkar sem eftir stöndum ríkir söknuður, að eiga ekki héma megin eftir að hitta Irisi, að finna hana taka utan um sig og segja: „Æ, ég elska ykkur öll.“ Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vðm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S.E.) Elsku Rúna og Badda, við send- um ykkur og öðrum ástvinum írisar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur og styrki í þessari miklu sorg. Greta, Aðalsteinn og dætur, Bára, Eyþór og synir, Rannveig K. Elsku íris. Með söknuð í hjarta kveðjum við þig og þökkum þér allar góðu stundirnar sem þú lékst við okkur og passaðir og varst okk- ur svo góð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sveinbjörg Jana og Birna Karítas. Elsku íris Dögg. Ekki granaði mig fyrir hálfum mánuði, að ég ætti eftir að setjast niður og skrifa til þín kveðjuorð svo fljótt. Þegar við fengum þær fregnir hingað suður að þú værir alvarlega veik á sjúkrahúsi, tókum við næstu vél norður til að geta heimsótt þig. Og víst varstu mikið veik þegar við komum og svafst mikið, en eitt kvöldið sastu uppi í rúminu þínu og varst sjálfri þér lík, spjall- andi og brosandi. Þú baðst mig að rétta þér náttborðsskúffuna þína, því þú vildir sýna mér allar fínu gjafirnar sem þú hafðir feng- ið. Á eftir baðstu um litabók og liti og fékkst bók sem starfsfólkið geymdi handa þér. Og þegar ég kvaddi þig þetta kvöld, hugsaði ég Norræni heilbrigðisfræðaháskólinn Nordiska hálsovárdshögskolan (NHV) i Gautaborg ersamnorræn náms- og rannsóknastofnun á háskólastigi, sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina (NMR). Námi við skólann lýkur með prófgráðu í heilbrigðisfrceðum (Master of Public Health, MPH eða Doctor of Public Health, DrPH). Um síðustu áramót var tekið upp nýtt námsfyrirkomulag og nú er verið að gera víðtækar breytingar á stjórnskipun skólans. Verður starfsemi skólans skipt á þrjú svið: Kennsla-þjálfun, rannsóknir og stjórnun, með framkvœmdastjóra fyrir hverju þeirra. Verða þeir, undirforystu rektors, ábyrgirfyrir heildarstefnu varðandi menntun, rannsóknirog stjómun. NHV óskar nú eftir að ráða framkvæmdastjóra stjórnunarsviðs (omrádeschef för administration) Nauðsynlegt er, að sá sem hlýtur stöðuna, hafi til að bera forustuhæfileika, samstarfs- hæfni, hreinskilni, röggsemi og hugmynda- auðgi. Framkvæmdastjórinn verður ábyrgur fyrir fjármálum, stjómsýslu, vinnuumhverfi, starfs- mannamálum og þjálfun starfsmanna, ásamt því að vera verkstjóri þeirra, sem starfa á sviði stjórnunar og þjónustu. Viðkomandi skal búa yfir víðtækri þekk- ingu og hæfni í stjórnun; hafa þekkingu á/eða vera reiðubúinn að afla sér, í nafni NHV, þekkingar á löggjöf um opinbera stjórnsýslu í Svíþjóð og innan norræns samstarfs, svo og á samningum á vinnumarkaðnum; hafa þekk- ingu og hæfni til skipulagningar opinbers reksturs og fjármálastjórnunar, og ennfremur að hafa annast starfsmannastjórn og þjálfun starfsmanna. Staðan felur í sér fullt starf og er ráðning til sex ára í senn hið lengsta, með mögulegri fram- lengingu. Launakjör og fleira eru ákveðin einstaklingsbundið og eru skilgreind nánar í ráðningarsamningi. Þegar starfsmenn eru ráðnir að NHV er lögð rík áhersla á eðlilega dreifíngu milli Norðurlandanna og milli kynjanna. Hægt er að kalla eftir lýsingum á NHV, á nýja skipulaginu og á verkefnum fram- kvæmdastjórans. Stöður framkvæmdastjóra kennslu- og rannsóknasviða hafa þegar verið auglýstar. Umsóknir skulu berast NHV í síðasta lagi 15. mars 1995. Gögn skulu vera í fjórriti. Til þess að fá upplýsingar skrifið, hringið eða sendið símbréf: Rektor Lennart Köhler, Nordiska hálsovárdshögskolan, S - 402 42, Göteborg Sverige Sími: 00 46 31 69 39 75, Bréfsími: 00 46 31 69 17 77 E-mail: Lennart.Kohler@nhv.se. með mér að þú ætlaðir að hafa betur í þessari baráttu, sem og áður. En allt góða fólkið hinum megin beið eftir þér til að geta læknað þig, það sá og fann að þín barátta var orðin nógu löng og ströng. Og þú kvaddir þennan heim tveimur dpgum seinna. Elsku íris okkar. Nú hefur þú fengið þína hvíld og við söknum þín sért. Við þökkum þér þær stundir sem þú gafst okkur og trú- um því að nú séu þrautirnar á enda og að þú sért nú í faðmi þessa góða fólks. Ó, hve létt er þitt skóhljóð og hve lengi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjömu, eina stjömu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. (Halldór Laxness) Elsku Rúna, Sveinn og Badda, Óli, Inga, Jóhann, Tryggvi og Guð- björg. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og okkur öll sem nú syrgjum og kveðjum elsku írisi Dögg. Halla, Logi Már og Linda Hrönn. Nú ertu leidd mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H.P.) Vertu sæl litla vina og hafðu þökk fyrir allt. Það vora forréttindi að fá að þekkja þig. Guð blessi minnibgu þína. Til ykkar elsku Rúna mín og fjöl- skylda. Þið eigið minninguna sem aldrei frá ykkur verður tekin. Sú minning mun veita ykkur styrk í sorginni og færa ykkur birtu og yl um ókomna framtíð. Öllum aðstandendum votta ég samúð mína. Megi algóður Guð styrkja ykkur og styðja á þessum erfiðu tímum. Sigurlaug og fjölskylda. MARINÓ MAGNÚSSON + Marinó Magn- ússon var fædd- ur í Hringverskoti í Ólafsfirði 7. nóv- ember 1928. Mar- inó lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi 6. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ása Sæmunds- dóttir og Magnús Sigurðsson. Marinó var einn þrettán systkina og eru sex þeirra á lífi. Eftirlifandi kona hans er Margrét Hallgríms- dóttir. Þau hjónin hófu búskap á Þverá í Ólafsfirði árið 1963 en fluttu niður í Ólafsfjarðar- kaupstað árið 1986. Börn þeirra eru .Kristín Halla, f. 1957, búsett í Reykjavík og Sigursveinn Stefán, f. 1959, búsettur í Ólafsfirði. Útför Marinós fór fra, frá Ólafsfjarðarkirkju hinn 13. febrúar. ÞAÐ verða viss tímamót í lífinu þegar kemur að leiðarlokum hjá gömlum og kærum vinum. Marinó á Þverá tengist mörgum góðum minningum frá uppvaxtarárum okkar systkina frá Kálfsárkoti. Marinó var greindur og lífsglað- ur maður. Hann var vinmargur og sérlega greiðvikinn og barngóður. Okkur krökkunum fannst hann feikilega skemmtileg- ur, eins og öllum börn- um sem honum kynnt- ust. Eftir á að hyggja var það ekki eingöngu vegna þess hve kátur og elskulegur hann var, heldur hafði hann þann eiginleika að hann kom fram við börn af áhuga og virð- ingu. Það var gaman að koma að Þverá á hlý- legt heimili þeirra Möggu og Marinós og andrúmsloftið þar end- urspeglaði hið góða samband þeirra hjóna. Á þessum árum voru gjam- an haldin jólaboð þar sem fjölskyld- ur á nokkrum bæjum í sveitinni komu saman. Þessi boð stóðu fram á kvöld og fóru bændumir heim seinni hluta dags til þess að mjólka kýrnar og komu síðan aftur til þess að halda gleðskapnum áfram. Þar var Marinó oftar en ekki í aðal- hlutverki, jafnvígur á skollaleik með okkur krökkunum og í spila- mennsku með hinum fullorðnu. Þessi tími er liðinn og kemur aldrei aftur. Við þökkum Marinó Magnússyni, þeim sómamanni, samfylgdina og minnumst hans með söknuði og virðingu. Elsku Magga, Halla, Stebbi og aðrir syrgjendur. Við sendum ykkur okkar einlægustu samúðarkveðjur. Jóhannes, Anna Rós og Hugrún frá Kálfsárkoti. GUÐMUNDA K. JÚLÍUSDÓTTIR + Guðmunda K. Júlíusdóttir fæddist á Hólslandi í Eyja- hreppi 10. maí 1907. Hún lést á öldrunardeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur 12. febr- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 17. febrúar. LÍTIL stúlka fæðist á fimmtudegL*- Á sunnudegi er langamma hennar horfin úr þessum heimi. Litla stúlk- an kynnist ekki Guðmundu langömmu sinni. Það voru forrétt- indi okkar, eldri afkomenda henn- ar. Minningarnar eru margar og góðar. Heimsóknir til ömmu voru aldrei nein kvöð. Amma var heim- sótt af því að heimsóknir til hennar voru skemmtilegar. Hún átti aldrei í vandræðum með að setja sig inn í þau málefni sem til umræðu voru og skipti þá ekki máli hvort hún var að ræða við jafnaldra sinn eða barnabörn. Þær voru ófáar stund- irnar þegar amma sat og prjónaði og virtist eiga endalausa þolinmæði til að svara misjafnlega gáfulegum spurningum lítillar stúlku sem allt vildi vilta. Aldrei stóð á svörum. Þau voru skýr og ekki verið að fela neitt, amma virti börn og skoðanir þeirra og kom ekki með nein svör undir rós. Amma var einstök kona, jákvæð, hugrökk og ekki síst gamansöm. Þetta eru þeir eiginleikar sem við afkomendur hennar eigum að til- einka okkur. Takist það eru okkur allir vegir færir. Guð geymi elsku ömmu mína. Þórleif Hjartardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.