Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR1995 B 27 Hörður hefur átt þar sæti síðan lög- in voru samþykkt 1969. Þá er rakin varðveislusagan fram á þennan dag. Forsmiðirnir mótuðu húsagerðina Annar hlutinn í bók Harðar er svo: „Ágrip af sögu íslenskrar húsa- gerðar frá 1750 til 1940.“ Hörður kveðst hafa stöðvast við þau tíma- mót, þótt varðveisluannállinn nái lengra. Nóg væri nú samt. „Til að gera sér grein fyrir ís- lenskri húsagerðarlist verður að grennslast fyrir um þá sem hafa mótað hana framan af, forsmiðina", segir Hörður.„Arkitektar eru ekki gömul stétt. Fyrr meir voru það iðn- gildin sem réðu ferðinni. Menn fóru á byggingarstaðinn og voru leiddir af verkmeistara, sem hér voru kallað- ir höfuðsmiðir eða forsmiðir. Þetta fyrirkomulag hélst hérlendis allt fram á þessa öld. Ég reyni að leita uppi þessa menn og vil að nöfn þeirra komist á blað í menningarsögunni. Eftir að ég er búinn að skrifa kaflann og flokka húsin eftir gerð og stíl fram til 1940 fer ég að at- huga hvað hefur verið friðað, en það er síðasti þáttur verksins sem heitir: Varðveisluóskir," heldur Hörður áfram.„Ég lít ekki svo á að allt gam- alt sé gott og allt nýtt slæmt. Ég lít á íslenska húsagerðarlist sem eina heild. Þeir Matthías og Kristján björguðu aðallega torfbæjunum. Líka hefur verið litið til timburhúsanna, bárujárnshúsanna, en ég tel stein- steypuhúsin ekki síður merkileg hér.“ Sérstæð íslensk byggingarlist Hörður bendir á að íslensku stein- steypuhúsin fyrir funkistímann séu í sérflokki á alþjóðlegan mælikvarða. Steinsteypan er svo miklu fyrr notuð hér en annars staðar. Steyptu húsin eru komin hér fyrir byltingu modem- ismans. Það er ein sérstaðan. Þá má ekki gleyma sérstöðu torfbæjanna, sem Hörður segir að séu byggingar- tæknilega alveg einstakir. Klömbm- hnausamir séu hvergi til í veröld- inni. Við ræðum um þann mikla mis- skilning eða vanþekkingu sem kemur fram í því er fólk talar með lítilvirð- ingu um torfkofana. Hörður spyr: „Hefur Njála verið samin í torfkofa?" Og svo um bárujárnskumbalda eða fúaspýtur. „íslendingar gerðu báru- jámið að byggingarlistarlegu efni og skópu þann bárujárnhúsastíl, sem hvergi sést annars staðar, bámjáms- sveiser," segir hann. Hörður fjallar um fyrstu arkitekt- ana, Rögnvald Ólafsson, sem var þeirra fyrstur og elstur, Einar Er: lendsson og Guðjón Samúelsson. í kjölfar þeirra kom Sigurður Guð- mundsson, á skilum modernismans, og Gunnlaugur Halldórsson, sem var raunverulegur frumkvöðull modern- ismans. Fyrsta húsið í funskisstíl var hús Ólafs Thors í Garðastræti 1929. „Moderisminn kemur beint úr Bau- haus-skólanum, eins og geometriska abstraksionin, sem við listmálararnir vorum að beijast hér fyrir upp úr 1950, og sama eðlis. Gunnlaugur var í byggingarlistinni 20 áram á undan listmálurunum", segir Hörður. Síðan kemur hver af öðram. Hér er ekki svirúm til að rekja all- an þann mikla fróðleik sem Hörður hefur heygt sér í þessu verki. í vemd- unarkaflanum reynir hann að gera sér grein fyrir hvaða hús hafi orðið útundan og hvað þurfi að gera. Hefur unnið lista yfir það og hann reynir að gera sér grein fyrir hvað hefur gerst, aMiverju og hvað þurfi að gera. Byg'gingarlistarháskóli Hvað vill hann þá helst að gert verði? „Ég vil að settur verði á stofn Byggingarlistarháskóli,“ svarar hann um hæl.„Með því að koma upp skóla hér myndast í landinu reynslu- hefð, sem nienn læra ekki í útlönd- um. Sigurðar Nordal hélt því fram að bókmenntirnar séu eina arfleifð okkar. f bókinni ijalla ég um þá full- yrðingu og neita henni alfarið. Mér finnst satt að segja ófyrirgefanlegt að Háskóli íslands skuli ekki hafa kennslu í íslenskri sjónmenntasögu. Það ætti að vera skyldufag í bygg- ingarverkfræði, guðfræðideild og sagnfræðideild. Auk þess sem allir ættu auðvitað að hafa aðgang. Svo vil ég að listsögukennslu og sjón- menntakennslú sé komið inn í alla iðnskóla. Iðnaðarmenn eru í dag orðnir tæknimenn, en vora áður fyrr listiðnaðarmenn. Múrarar, timbur- menn, snikkarar og málarar fóra r M 1.1 : I 1 ■ ■ rn ' '~y. — GARÐASTRÆTI37, fyrsta húsið í funkisstíl, reist 1938. Arkitekt Gunnlaugur Halldórsson. Því hefur verið breytt. Ég vil að listsögu- kennslu og sión- menntakennslu sé komiö inn í alla iðnskola. Iðnaðar- menn eru í dag orðnir tæknimenn, en voru áður fyrr listiðnaðarmenn. ÍSLENDINGAR skópu bárujárnshúsastíl, sem Hörður kallar báru- járnssveiser. Hér er Þingholtsstræti 28, sem Sveinn Jónsson í Völundi reisti 1902. Það brann. TORFBÆIRNIR eru byggingartæknilega alveg einstakir. Klömbruhnausar eru hvergi til í veröldinni. Veggur í Glaumbæ. S JÚKRAHÚSIÐ á ísafirði. Eitt af bestu verkum Guðjóns Samúelssonar, byggt 1924. T HÚSAVÍKURKIRKJA nýbyggð, eftir Rögnvald Ólafsson, okkar fyrsta íslenska arkitekt. mikið út til Danmerkur. Þeir lærðu kannski ekki listasögu, en þeir era þar allir að vinna að gömlum, list- rænum verkefnum. Málararnir skreyti frá Pompey og múrararnir skreyti frá Grikklandi o.s.frv. Ég tel ákaflega mikilvægt að hlutur listar- innar sé gerður þeim meðvitaður. Þetta eru mennirnir sem era að gera við húsin og skemma þau óafvit- andi, vegna þess að þeir hafa ekki fengið menntun, sem þeir eiga skilið. Síðan vil ég sem sagt miklu meiri umfjöllun um íslenska byggingalist í blöðum og tímaritum. Og loks að séu haldin árleg námskeið fyrir arki- tekta, iðnaðarmenn og áhugafólk um endurgervingu gamalla húsa.“ Hvernig finnst honum hafa geng- ið? „Ég er bjartsýnismaður. Eg er búinn að sjá á þessum langa ferli hvílíkar framfarir hafa orðið á sviði sjónlista. Mér finnst mikið vera búið að gera f menntunarmálum miðað við það sem maður hefur sjálfur þurft að láta sér nægja. Ég tek Myndlista- og handíðaskólann þegar ég byrjaði að kenna þar og að sjá hann svo í dag. Kjarvalsstaðir eru ótrúlegur draumur sem hefur ræst og þar hafin byggingarsögulegt rannsóknastarf. Árbæjarsafn, þar sem ég átti sæti í stjórn, er nú orðið mjög gott rannsóknasafn. Á Þjóð- minjasafninu hefur líka mikið verið gert, sem og á Listasafni Islands. Aðstaðan frá því ég kom fyrst að þessu er allt önnur til rannsókna. Ekki svo að skilja að ég telji þetta nóg, að ekki þurfi að halda áfram. Ég vil bara benda á, í þessari bók sem annars staðar, það sem vel hef- ur verið gert. Ekki aðeins á það sem illa var gert. Sama er um húsavernd- ina. I rauninni hefur það ekki komið fram, en á að koma fram í þessari bók, hversu gífurlega mikið hefur verið unnið á allra síðustu áram í húsaverndarmálum. Ég tel að þátta- skil hafi orðið í afstöðu þjóðarinnar 1968. Hvað sem segja má um 68- kynslóðina er eitt víst, að hún studdi svo við húsaverndunarhugsjónina að það væri til dæmis óhugsandi að Bernhöftstorfunni hefði verið bjarg- að án tilstyrks þessa fólks. Þetta fólk fer að að kaupa sér gömul hús og gera þau upp sjálft. Að lokum vil ég ekki að sé litið á þessar óskir mínar og okkar friðunarmanna, sem eins konar valdbeitingu, heldur vin- samlega ábendingu til landa vorra um að fara vel með húsin sem þeir búa í.“ Að rannsaka íslenska húsagerð Þegar í upphafi viðtals er vand- ræðast með hvaða titil eigi að setja á Hörð Ágústsson verður fátt um svör. Hann er myndlistarmaður, hönnuður, kennari, skólastjóri, fræðimaður o.fl. Hvemig lenti hann í öllu þessu? „Ég man eftir því sem barn að það fyrsta sem ég teiknaði voru hús. Ég er alinn upp í iðnaðarmannastétt og fylgdist með mörgum þeirra húsa, sem ég skrifa um í þessari bók, þar sem faðir minn vann við þau. Ég ákvað það sjálfur strax og ég man eftir mér að ég ætlaði að verða list- málari fyrir hádegi og arkitekt eftir hádegi. Ég stefni svo á arkitektúrinn, en þá er stríð og ég fer í Handíðaskól- ann og í verkfræðideildina í Háskóla íslands og að vinna hjá Herði Bjarna- syni húsameistara. Ætlaði að koma mér upp arkitektaskóla sjálfur. Þetta endaði með því að myndlistin tók völdin, en allan tímann sem ég er í henni úti í Danmörku, London, París og á Ítalíu þá hefi ég alltaf augun á byggingarlist. Svo stofnuðum við 1955 Birting, framútstefnurit, sem átti að kynna íslendingum alla er- lenda lista- og menningarstrauma. Þá þurfti að skrifa um byggingarlist og það dæmdist á mig. Eg byija á að skrifa röð greina um gamla bygg- ingarlist og síðan að kynna módernis- mann. Að þvi loknu vaknar þessi ör- lagaríka spuming: Hvað eigum við, hvað hefur verið gert hér? Maður hafði auðvitað ekki efni á neinu og var að vasast í öllu. Engu að síður dettur mér í hug þegar ég sé auglýs- ingu frá Vísindasjóði, að kannski geti ég fengið þar peninga til að skreppa eina til tvær ferðir út á land, til að skoða hvað sé þar að sjá. Ég sendi inn umsókn og steingleymi henni. Nokkram mánuðum siðar kemur bréf til mín frá Vísindasjóði, þar sem mér er tilkynnt hátíðlega að ég hafi feng- v ið styrk til þess að rannsaka íslenska ’ húsagerð. Þá segi ég við sjálfan mig: Þú verður að fara. Þannig byijaði þetta. Ég birti svo í Birtingi í mörg ár niðurstöður af fyrstu rannsóknum mínum." Sú rannsókn á íslenskri húsagerð hefur reynst dijúgt ævistarf og er nú að sjá dagsins ljós í stóra riti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.