Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Styttri vinnutími hjá Toyota TOYOTA Motor Corp. lýsti því yfír í vikunni að það hygðist stytta vinnutímann í verk- smiðjurn sínum um 15 mínútur á dag. Árlegum vinnustundum mun því fækka úr 1.952 í 1.891. Styttingin á vinnutíma er tilkomin vegna þrýstings frá aimenningi og gagnrýni um að vinnutíminn í Japan sé of lang- ur miðað við önnur lönd. Þetta mun ekki draga úr framleiðslu Toyota því til móts við styttri vinnutíma verður matarhlé starfsmanna stytt um 15 mín- útur. Helmingi meiri hagn- aður hjá Hyundai HAGNAÐUR af rekstri Hy- undai Motor Co. var helmingi meiri á síðasta almanaksári en árið 1993. Aukinn hagnaður er ekki síst tilkominn vegna þess að friður ríkti á vinnu- markaðnum og segja sérfræð- ingar að hlutabréf í fyrirtæk- inu séu skráð á of lágu gengi. Nettóhagnaður af rekstri Hy- undai á síðasta ári varð 11.634 milljónir ÍSK samanborið við 4.909 milljónir ÍSK í hitteð- fyrra. Góð sala á millistærðar- bílnum Sonata átti stóran þátt í auknum hagnaði á árinu. Góð afkoma Saab HAGNAÐUR Saab á síðasta ári var rúmir 6,3 milljarðar ÍSK -en áður hafði fyrirtækið verið rekið með tapi í fimm ár. í hitteðfyrra nam tapið 1,23 milljörðum ÍSK. Söluaukningin á síðasta ári varð 20%. GM keypti helmingshlut í Saab árið 1990 og 1991 voru starfsmenn fyrirtækisins 15 þúsund. í byrj- un þessa árs_voru starfsmenn- irnir 7.830. í lok níunda ára- tugarins tók það verksmiðjurn- arí Trollháttanmeira en 100 klst að smíða einn bíl en í fyrra var framleiðslutíminn kominn niður í 40 klst. Saab seldi 88.700 bíla á síðasta ári, þar af var næstum fjórðungurinn fluttur út til Bandaríkjanna en 17 þúsund bílar seldust í Sví- þjóð. VOLVO 940 með forþjöppu sem staðalbúnað. Forþjappa í 940-línuna VERÐ á Volvo 940-línunni hækkar um nálægt 100 þúsund ÍSK frá verksmiðju en I staðinn verður forþjappa staðalbúnað- ur í bílunum. Þar með hækkar hestaflatalan úr 116 í 135. Þessi stóri afturhjóladrifni bíli mun ná 190 km hámarkshraða á klst og hámarkshröðun verð- ur 10 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst. ■ Ný f jöðrun í Chevrolet S-10 MIKIL þróun hefur verið í jeppa- breytingum hérlendis síðustu ár. Breytingar á fjöðrunarkerfum hafa orðið sífellt algengari því akstur í snjó við erfiðar aðstæður krefst annarra eiginleika en akstur á veg- um með bundnu slitlagi. íslenskir jeppamenn vilja hafa jeppana sína með mjúka, slaglanga og vel demp- aða fjöðrun. Guðni Ingimarsson er nýbúinn að breyta fjöðrunarkerfi í Chevrolet S-10 jeppa sínum. Hann er vélaverkfræðingur með rrteist- aragráðu í hönnun með aðstoð tölvu. Hér verður sagt nánar frá þessum breytingum. Fyrir rúmum þremur árum hóf Guðni að breyta Chevrolet S-10 pallbíl sínum úr afturdrifs bíl í ís- lenskan fjallajeppa. Þegar hann setti framdrifið undir ákvað hann að nota gormafjöðrun að framan og notast áfram við upphaflegu blaðfjaðrirnar að aftan. Að framan notaði hann stífur úr Ford Bronco, gorma úr Range Rover og dempara úr Toyta Land Cruiser. Við notkun kom í ljós að að bíllinn fjaðraði mjög vel að framan en að aftan var hann of hastur og vildi skvetta aft- urendanum upp. Gormafjöðrun smíðuö Ekki reyndist unnt að koma í veg fyrir þetta með stillingu á dempur- um nema bíllinn yrði enn hastari. Nú á dögunum réðst Guðni í að íjarlægja blaðfjaðrirnar að aftan og smíða gormafjöðrun í staðinn. Hann ákvað að hafa svokallaða „four link“ fjöðrun. Hún saman- stendur af fjórum stífum, tveim hvoru megin og hliðarstífu. Hann notar gorma úr Toyota Land Cruis- er og Koni dempara. Stífurnar smíðaði Guðni sjálfur svo og allar festingar. Stífufóðringar eru úr Toyota. Niðurstaðan Við prófun á bílnum eftir breyt- ingarnar kom í ljós mikill munur á hegðun bílsins. Hvers kyns ójöfnur, holur og stalla líður bíllinn átaka- laust yfir án þess að hafa tilhneig- ingu til að kastast til eða skvetta til afturendanum. Fjöðrunin er mun slaglengri en áður og eiginleikar Koni demparanna nýtast mun betur en með blaðfjöðrunum. Mjúk og slaglöng fjöðrun reynir mun minna á yfirbyggingu og grind bílanna, eykur endingu og hætta á sprungu- myndun minnkar. Að sama skapi Morgunblaðið/Hjalti Magnússon MEÐ gormafjöðrun að framan og aftan hefur bíllinn mikið fjöðrunarsvið. HÁSINGIN undir bílnum ásamt stífum og festingum fer mun betur um ökumann og far- þega við akstur á ójöfnum. Við hönnun þessarar fjöðrunar teiknaði Guðni fjöðrunarkerfið í tölvu og reiknaði út styrkleika og BÚIÐ er að koma fyrir stífu- festingum og gormaskálum á afturhásinguna. burðarþol útfrá þyngd og hleðslu bílsins. Síðan valdi hann saman þá hluti sem hægt er að kaupa hér og pössuðu best inn í heildarmyndina. Hjalti Magnússon * Topp tíu listi Car BRESKA bílablaðið Car setur á hverju ári saman lista yfir tíu fal- legustu bíla ársins, tíu ljótustu bílana auk átta annarra flokka þar sem það flokkast annaðhvort undir heiður eða vonbrigði að vera á lista. Við skulum sjá hvemig listinn lítur út: Bestu vélarnar 1. Ferrari F355. 2. Ferrari 456GT. 3. Honda NSX. 4. Porsehe 911. 5. Volkswagen VR6. 6. Alfa 3.0 V6. 7. Honda VTEC 1.6. 8. BMW 2.0, sex strokka línuvél. 9. Vauxhall 2.0, 16 ventla. 10. Fiat Tipo 16 ventla. Mestu akstursþægindln 1. Citroén XM. 2. Jaguar XJ6. 3. Citroén Xantia. 4. Mercedes S-línan. 5. Rolls-Royce Silver Spirit. 6. BMW 7-línan. 7. Renault Laguna. 8. Peugeot 405. 9. Renault Safrane. 10. Peugeot 306. Bestu aksturselginleikarnir 1. Porsche 968 Clubsport. 2. Honda NSX. 3. Mercedes C36 AMG. 4. Ferrari 456GT. 5. Lotus Elan S2. 6. Volkswagen Corrado. 7. Peugeot 306 XSi. 8. Renault Clio Williams. 9. BMW 318iS Coupé. 10. Honda Prelude 4ws. Bestu Grand Prix kappakstursmennirnir 1. Michael Schumacher. 2. Gerhard Berger. 3. Damon Hill. 4. Mika Hakkinen. 5. Jean Alesi. 6. David Coultard. 7. Olivier Panis. 8. Rubens Barrichello. 9. Heinz-Harald Frentzen. 10. Martin Brundle. Best byggðu bílarnir 1. Mercedes E-línan. 2. Porsche 911. 3. Mercedes S-línan. 4. Lexus LS400. 5. Mazda Xedos 6. 6. Honda Legend. 7. Audi A6. 8. BMW 5-línan. 9. Toyota Corolla. 10. Nissan Micra. Bestu bílahönnuðirnir 1. Pininfarina (Ferrari 456GT, nýr Alfa Spider). 2. Giorgetto Giugiaro (Fiat Punto, Uno, VW Golf Mkl). 3. Patrick le Quement (sýningarbíl- ar Renault, Twingo). 4. Tom Gale (Chrysler LH, Viper, Neon). 5. Chris Bangle (Fiat Coupé, Alfa Romeo 145). 6. Hideo Kodama (Vauxhall Corsa, Tigra). 7. Harm Lagaay (Porsche Boxter, nýr 911). 8. Marceilo Gandini (Lamborghini Diablo, Citroén BX). 9. Ian Callum (Aston Martin DB7). 10. Moray Callum (Lagonda Vignale sýningarbíll). Fallegustu smáatrlðin 1. Ferrari F355 (stýrið). 2. Ferrari F355 (gírstöng og -plata úr krómi). 3. Rolls-Royce (leðuráklæði). 4. Volvo 400 (barnastóll í aftursæti). 5. Mercedes (lok fyrir öskubakka). 6. Audi A8 (platan í sjálfskipting- unni). 7. Maserati (klukkan). 8. TVR Chimaera (hurðarhúnn að innan). 9. Ferrari 355 (lok á olíu- og eldsneytistank). 10. Rolls-Royce (hnappur í loftræsikerfi). Fallegasti bílllnn 1. Audi A8. 2. Vauxhall Corsa. 3. Mazda Xedos 6. 4. Aston DB7. 5. Ferrari 456GT. 6. Citroén Xantia. 7. BMW 3-línan coupé. 8. Ferrari F355. 9. Vauxhall Tigra. 10. Alfa Romeo 145. Ljótasti bíllinn 1. Ford Scorpio. 2. Bristol Blenheim. 3. Mercedes S-línan coupé. 4. Vauxhall Monterey/ Isuzu Trooper. 5. Ford Maveriek/ Nissan Terrano II. 6. Rolls-Royce Silver Spirit. 7. Bugatti EB 110. 8. Mercedes S-Iínan saloon. 9. Hyundai Accent. 10. Volkswagen Passat. Mestu vonbrigðln 1. Alfa Romeo 145. 2. Vauxhall Corsa. 3. Aston Martin Vantage. 4. Alfa Romeo 155. 5. Saab 900. 6. BMW 7-línan. 7. Volkswagen Golf. 8. Honda Accord. 9. Rover 400 Tourer. 10. Chrysler Viper.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.