Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 C Hvarfakútur Hvarfakútur er tæki sem byggir á efnum sem nefnast efnahvatar (catalyst), en með nærveru sinni flýta þau fyrir efnahvörfum án þess að breytast sjálf. Efnahvat- arnir sem eru notaðir í hvarfakút- ana eru eðalmálmarnir platína og rodium. Þessir kútar eru því mjög verðmætir hlutir. 99% af útblástursgasi bifreiða eru skaðlaus efni svo sem köfnun- arefni (H), kolsýra (Co2) og vatns- gufur (H20). Afgangurinn (1%) er kolsýrlingur (CO), kolvetni sem er mestmegnis óbrunnið bensín (HC) og köfnunarefnisoxíð (NOx). Hlut- verk hvarfakútsins er að kljúfa síð- arnefndu efnin og gera þau skað- laus. Blöndunarhlutfall Til þess að kúturinn ráði við þetta hlutverk þarf að halda blönd- unarhlutfalli bensín-loftblöndunnar stöðugt sem næst réttu marki, sem er nálægt hlutfallinu 14,7:1. Inni í kútnum fer fram efnabreyting sem felur það í sér að HC og CO sýrast (oxiderast) og breytast í koltvísýring og vatn. Efnabreytlng Með einföldum orðum má segja að kolsýrlinginn og kolvetnið skorti súrefni. Köfnunarefnisoxíðið er óstöðugt samband af súrefni og köfnunarefni. Efnahvatinn hjálpar til við að sundurgreina köfnunar- efnisoxíðið í köfnunarefni og súr- efni. Súrefnið sem losnar við þetta sameinast síðan kolsýrlingnum (CO) sem breytist við það í koltví- sýring (C02), en köfnunarefnisox- íðið verður N2 og 02. Með sama hætti klofnar kolvetnið (HC) og verður að vatni (H20) og koltvísýr- ingi (C02). Lambdaskynjari (súrefnisskynjari) Til þess að geta viðhaldið réttu blöndunarhlutfalli er notaður Lambdaskynjari sem er byggður inn í útblásturslögnina. Skynjarinn er með tvo fleti húðaða eðalmálmi og á milli þeirra myndast raf- magnsspenna sem er breytileg og fylgir súrefnismagninu. Skynjarinrr er mjög viðkvæmur gagnvart blýi. Honum er komið fyrir í útblásturs- greininni eða annars staðar í lögn- inni framan við hvarfakútinn þar sem hann -getur skynjað magnið af ónotuðu súrefni. Merki frá skynjaranum eru móttekin af raf- eindastjómtæki22 (stjómtölvu) sem stjórnar innsprautunarkerfínu. Flestir nýir bílar eru nú útbúnir rafeindastýrðri fjölspíssa bensín- innsprautun en einnig finnast bílar með innsprautun í soggöng með einum spíss eða tveimur, svo og bílar með rafeindastýrðum blönd- unum. Aðalatriðið í þessu sam- bandi er að blönduninni sé stjómað nákvæmlega, en það hefur ekki reynst gerlegt nema með því að notast við tölvustýringu. Þríhliða efnahvatl Þegar talað er um hvarfakút þá er núorðið átt við þríhliða efna- hvata með einu virku lagi. Þetta þýðir það að allar þijár efnabreyt- ingarnar fara fram í einu óskiptu tæki. Ytra byrðið (kúturinn) (1) er gert úr ryðfríu stáli og inni í því er einskonar grind með örmjóum göngum úr brenndum leir eða málmi (2) sem em húðuð með ör- þunnu lagi af platínu og ridium. Utan um þetta kemur síðan ein- angmnarlag (3). Grindin er svo fín- gerð að varla er hægt að greina hana með bemm augum. Með þessu móti eru yfirborðsfletir grindarinnar stækkaðir svo mikið að þeir verða nokkur þúsund fer- metrar að samanlögðu flatarmáli. Hár vlnnuhltl Vinnuhiti efnahvatans er 400-800 gráður. Hann byijar þó að starfa við 250 gráður. Með nú- verandi tækni þýðir það að hann 2C0 + 02- 2C2 +702 2NO + 2CO Hvarfakútur ► 2 co2 4C02 + 6H20 >- N2 + 2C02 í hvarfakút sýrast (oxiderast) HC og CO og breytast í koltvísýring og vatn Skýringarmynd af rafeindastýrðu bensíninnsprautunarkerfi með súrefnis- skynjara og hvarfakút. tekur til starfa eftir ca 30 sekúnd- ur. Of mikill hiti getur eyðilagt efnahvatann. Til varnar því er nauðsynlegt að kveikjan sé örugg því að feilpúst veldur því að efna- hvatinn hitnar of mikið. Óhreinindi frá mótorolíunni geta einnig skemmt hann. GróAurhúsaáhrif Vísindamenn segja að koltvísýr- ingur (C02), (sem verður til við fullkominn bmna á kolefni) valdi gróðurhúsaáhrifum, þannig að veð- ur muni hlýna um allan heim með skelfilegum afleiðingum ef haldið verði áfram að hleypa þessu efni út í andrúmsloftið. Hvað er við því að gera? Ekki neitt. Það getur eng- in mengunarvörn komið í veg fyrir að koltvísýringur fari út í loftið þegar eldsneyti er brennt, en það hefur tekist með efnahvatanum að brenna eldsneyti einkabílanna næstum því upp til agnar en við það verður það að koltvísýringi og vatni. Eina ráðið til að varast þessa hættu væri því að minnka brennslu á eldsneyti. ■ Sigfús B. Sigurðsson Bíloróa- saf n á bók ÚT er komið Bílorðasafn, fyrsta heildstæða orðasafnið yfir bílamál sem kemur út á íslandi. í Bílorða- safni em yfír 3.000 hugtök úr bíla- máli, bæði á íslensku og ensku. Að verkinu stendur bílorðanefnd. Bíl- orðasafnið verður til dreifingar hjá Iðnskólaútgáfunni í Iðnskólanum í Reykjavík og hjá Fræðslumiðstöð bílgreina á Suðurlandsbraut 30 og er verði stillt í hóf. Bílorðasafnið er ætlað öllum þeim sem á einhvern hátt tengjast bifreiðum í námi, starfi eða leik, og á að stuðla að aukinni ræktarsemi við móðurmálið sem stöðugt á í vök að veijast gegn er- lendum tungumálum, einkum á sviði hvers konar tækni og tækninýjunga. í fréttatilkynningu frá bílorðanefnd segir að allt frá upphafi bifreiða á íslandi hafi myndast ákveðið málfar meðal fagmanna í bílgreinum og megi þar finna bæði málperlur og ambögur. Bílorðanefnd hafí haft að leiðarljósi að til skuli vera íslenskt orð yfir allt sem varðar bíla, en val orða í safnið beri að líkum keim af málsmekk og málvitund þeirra sem nefndina skipa. í formála að orðasafninu eftir Finnboga Eyjólfsson, formann Bíl- orðanefndar, segir m.a. að þegar akstur bifreiða og viðgerðir á þeim fóru að þróast í faglegar atvinnu- greinar hafi málvísir menn tekið til við að finna nýyrði yfir hluti og hugtök viðkomandi bílum. Þar hafi verið mikilvirkastur Nikulás Stein- grímsson sem rak eitt fyrsta eigin- lega bifreiðaverkstæði hérlendis. Frumkvöðlarnir hafi einnig verið ófeimnir við að fara í smiðju til kunnra málsnillinga og sé hið hljómfagra og lýsandi orð blöndung- ur sem komið er frá Guðmundi Finn- bogasyni landsbókaverði gott dæmi þar um. Bílorðanefnd skipa Finnbogi Eyj- ólfsson, sem er formaður nefndar- innar, Guðni Karlsson, Ingibergur Elíasson og Jón Baldur Þorbjörns- son. Málfarsráðunautur nefndarinn- ar er Sigurður Jónsson frá Arnar- vatni. ■ Samning- ur vegna HM '95 AÐEINS fimm barnabílstólar af 25 reyndust uppfylla gæðakröfur sem gerðar eru til þeirra í rannsókn sem Renault stóð fyrir. Gæóaátak í f ramleiðslu á barnabílstólum GENGIÐ hefur verið frá samningi milli ALP bílaleigunnar og Ingvars Helgasonar hf. umboðsaðila Niss- an á íslandi um að Nissanbílar í eigu ALP verði notaðir til allra flutninga á vegum HM ’95 í vor. Samningur þessi tryggir fram- kvæmdanefnd HM ’95 ókeypis afnot af 15 Nlssan bifreiðum í eigu ALP bílaleigunnar um leið og aðilar ráðst í sameiginlega kynningu á keppninni sjálfri, Niss- an bílum og starfsemi ALP bíla- leigunnar. Þá mun framkvæmda- nefndin beina öðrum bílaleiguvið- skiptum til ALP meðan á keppn- inni stendur. Rótgróið fyrirtæki ALP bílaleigan er rótgróið fyrir- tæki en rekstur þess hófst fyrir 15 árum í smáum stíl. Nú ræður fyrirtækið yfir tugum bifreiða af ýmsu tagi og er þar m.a. um að ræða smábíla, millistóra fólksbíla, fjórhjóladrifna jeppa og allt að 15 manna bíla fyrir smærri. hópa. Aðalskrifstofa ALP er að Skemmuvegi 20 í Kópavogi en auk þess er fyrirtækið með afgreiðslu við Umferðarmiðstöðina að Vatns- mýrararvegi 10 í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Þá rekur fyrir- tækið eigin viðgerðarþjónustu. RENAULT verksmiðjurnar í Frakk- landi gerðu nýlega könnun á gæð- um barnabílstóla frá 25 framleið- endum. Fram til þéssa hafa flestir talið nægjanlegt að barnabílstólar séu með ESB-merkingu, það sé trygging fyrir gæðunum. Eiginleik- ar stólanna voru kannaðir með því að líkja eftir árekstri á framanverð- an bíl. Aðeins fimm stólar fengu þann vitnisburð að þeir uppfylltu kröfur sem gera verður til þeirra. Þeir héldu beltunum þétt að neðan- verðum kviðnum. Samkvæmt niður- stöðum Renault geta belti í öðrum stólum valdið meiðslum á kvið og bijósti. Þekking á nákvæmum hreyfing- um líkama barns við árekstur er fremur lítil. Bílaframleiðendur hafa viðað að sér mikilli þekkingu um hvernig bílbelti ásamt beltastrekkj- urum og líknarbelgjum geta bjarg- að lífi fullorðinna jafnvel í kraft- mestu árekstrum. Annað á við um börn sem sitja í aftursætum, oft á tíðum í stólum sem eru ekki af réttri stærð og eru notaðir á rangan hátt eða eru einfaldlega illa hannaðir. Renault hyggst safna saman allri þeirri þekkingu sem til er um ör- yggi barna í bílum á einn stað. Sérfræðingar Renault hafa þegar hafið störf að hönnun nýs barnabíl- stóls í samvinnu við Volvo, breska bílstólaframleiðandann Britax og sérfræðinga innan heilbrigðiskerfis- ins m.a..í Ástralíu og Bandaríkjun- um. Markmiðið er að hefja síðar framleiðslu á öruggasta barnabíl- stóli sem nokkru sinni hefur verið framleiddur. ■ TILBOÐ ÓSKAST i Grand Cherokee Laredo 4 W/D, argerð 93 (ekinn 20 þús. mílur), Ford RangerXLT2 W/D, árgerð ’90, Ford Tempo GL, árgerð '89 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 21. febrúar kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA Sjátrn hlutina í víbara samhengi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.