Morgunblaðið - 21.02.1995, Page 1

Morgunblaðið - 21.02.1995, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANWA 1995 ■ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR BLAD Ovissa um framhaldið hjá Sigurði Sveinssyni Sigurður Sveinsson, landsliðskytta í Vík- ingi, er meiddur á vinstri olnboga og er óvíst hvort hann geti leikið með Vík- ingum í byrjun úrslita- keppninnar í 1. deild karla í handknattleik, sem hefst í næstu viku. „Ég hef verið í hvíld en var að koma úr sprautumeðferð og við sjáum til hvernig staðan verður í lok vik- unnar,“ sagði Sigurður við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Sigurður sagðist hafa fundið fyrir verkjum fyrir nokkru síðan og þeir hefðu ágerst. Hann var deyfður fyrir deildarleikinn gegn Val í næst síðustu umferð og lék þá ekkert í seinni hálfleik en sat á bekknum allan tímann gegn Hauk- um um helgina. „Ég vona að þetta verði ekki lang- varandi, ég nenni því ekki og vona að ég þurfi ekki að fara í uppskurð," sagði hann. KNATTSPYRNA KR og Valur með í Lltlu bikarkeppninni Reykjavíkurliðin KR og Val- ur hafa formlega óskað eftir að fá að taka þátt í Látlu bikarkeppninni í knattspyrnu og hafa fengið jákvagð við- brögð. „Við höfum tekið já- kvætt í umsóknimar og ég á von á að þessi lið verði tekin inn,“ sagði Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Auk Skagamanna eru félög á Suðurnesjum, Hafnar- firði, Kópavogi, Selfossi og Vestmannaeyjum með í Litlu bikarkeppninni en lið úr Reykjavík hafa til þessa ekki verið þar á meðal. Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, og Hörður Hilmarsson, þjálfari Vals, sögðu að félögin yrðu áfram með í Reykjavíkur- mótinu en Litla bikarkeppnin væri miklu betri undirbúningur fyrir íslandsmótið og því hefði verið sótt um að fá að vera með. Með KR og Val verða átta fyrstu deildar félög í Litlu bik- arkeppninni og verður leikið í fjórum íjögurra liða riðlum en sigurvegarar riðlanna mætast síðan í undanúrslitum. „Þetta er miklu meiri keppni en Reykjavíkurmótið og félögin utan Reykjavíkur búa við miklu betri æfíngaaðstæður,“ sagði Guðjón. „Sum þeirra byija að æfa á grasi í apríl og spila jafn- vel á grasi í Litlu bikarkeppn- inni og í það emm við að sækja.“ Hann sagði ennfremur að ekkert væri gert fyrir malar- vellina í Reykjavík og gervi- grasið í Laugardal væri ekki boðlegt en vegna þessa æfðu KR-ingar á sandgrasvellinum í Kópavogi. Hörður tók í sama streng varðandi aðstöðuna en Valsmenn æfa einu sinni í viku á gervigrasi Leiknis og á gervi- grasi Hauka í Hafnarfirði. Magnús æfir á Spáni í hálft ár MAGNÚS Már Ólafsson, sundmaðurinn landskunni, fékk styrk frá Olympíusamlyálp- inni vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleik- ana í Atlanta á næsta ári eins og fram kom í blaðinu á dögunum. Nú er frágengið að hann fær æfingaaðstöðu á Spáni — æfir með spænska landsliðinu í Barcelona næstu sex mánuði. Bonnie Blair tvöfald- ur heimsmeistari BANDARÍSKA stúlkan Bonnie Blair sigraði í bæði 500 og 1.000 metra skautahlupi, á heimsmeistaramótinu í sprettskautahlaupi í Milwaukee í Bandaríkjunum um helgina. Þetta var síðasta keppni Blair í heimaland- inu, en hún hyggst leggja skautana á hiiluna eftir heimsmeistai amótið í Kanada í næsta mánuði. Linford Christie virðist vera í frábærri æfingu LINFORD Christie, heims- og ólympíumeist- ari í 100 m hlaupi, byfyar árið vel og hyggur greinilega á stóra hluti á heimsmeistaramóts- ári. Hann setti tvö met á innanhússmóti I Lievin í Frakklandi á smmudag: bætti heims- metið í 200 m hlaupi — sem er fyrsta heims- metið sem hann setur á löngum og glæsileg- um ferli — en fyrr um daginn hafði hann bætt eigið Evrópumet í 60 m hlaupi. Christie hjjóp 200 m á 20,25 sek. en gamla metið, 20,36 sek., átti Frakkinn Bruno Marie-Rose, sem hann setti á sömu braut 1987. Christie fór 60 m á 6,47 sek. en gamla metið, sem hann átti sjálfur, var 6,48, sett í fyrra. Frankie Fredericks hljóp líka hratt FRANKIE Fredericks frá Namibiu lýsti því yfir fyrir 200 m hlaupið á ofangreindu móti að hann ætlaði sér að bæta heimsmet Marie- Rose. Hann gerði það raunar, hjjóp á 20,26 sek. en varð að játa sig sigraðan. „Þetta kom mér ekki á óvart vegna þess að við höfum æft saman og ég vissi að hann væri í góðri æfingu,“ sagði Fredericks um hinn 34 ára Christie. EBU borgar 4,8 milljarða fyrir OL SAMBAND sjónvarpsstöðva í Evrópu, EBU, hefur greitt sem samsvarar tplega 4,8 miHj- örðum króna fyrir einkarétt á sjónvarpsend- ingum í Evrópu, Norður-Afríku og stórum hluta miðausturlanda frá Vetrarólympíuleik- unum I Nagano í Japan 1998. Þetta er þrisv- ar sinnum hærri upphæð en EBU greiddi fyrir réttinn frá leikunum í Liliehammer í fyrra. Kennsl borin á 40 fótboltabullur MIKE Parry, blaðafulltrúi Knattspyrnusam- bands Englands, sagði í gær að von væri á sendinefnd írsku lögreglunnar til London með myndir af 40 bullum, sem talið er að séu ábyrgar fyrir ólátunum á landsleik írlands og Englands í sfðustu viku. Hann sagði að tæplega 900 manns hefðu hringt inn upplýs- ingar um óeirðaseggina og þegar búið væri að raða brotunum saman ættu bullurnar von á opinberum kærum. Parry sagði að sum nöfnin hefðu komið fram hjá mörgum og sérstaklega hefðu tvö verið áberandi en í hópnum væru þekktar bullur frá fyrri tíð. „Við vitum hveijir þetta eru og írska lögregl- an veit það lika,“ sagði hann. HANDKNATTLEIKUR: VALUR DEILDARMEISTARIKARLA / B4-B5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.