Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Úrslitakeppnin í handknattleik 1. deild karla Lið þarf að sigra i 2 leikjum til að komast áfram: 1. deild kvenna Liðþarfað sigra i 2 leikjum til að komast áfram: 8 liða úrslit Valur - Haukar Lelka 26/2, 28/2 og 2/3 efþarf. Afturelding - FH Leika 26/2, 28/2 og 2/3 ef þarf. Víkingur - ÍR Lelka 27/2,1/3 og 3/3 efþarf. Stjarnan - KA Leika 27/2, 1/3 og 3/3 efþarf. Undanúrslit Valur/Haukar - Afturelding/FH Leika 7/3, 9/3 og 11/3 etþarf. Stjarnan/KA - Víkingur/ÍR Leika 8/3, 10/3 og 12/3 efþarf. Undanúrslit Stjarnan/Armann - KR/ÍBV Lelka 10/3,12/3 og 14/3 efþarf. Fram/Haukar - Víkingur/FH Leika 11/3, 13/3 og 15/3 etþari. 8 liða úrslit Stjarnan - Ármann Leika 1/3, 3/3 og 5/3 etþarf. . KR-ÍBV Leika 1/3, 3/3 og 5/3 efþart. Fram - Haukar Leika 2/3, 4/3 og 6/3 etþarf. Víkingur -FH Leika 2/3, 4/3 og 6/3 etþarf. ■ ARNAR Grétarsson, landsliðs- maður í knattspymu, sem var í við- ræðum við Fram, verður áfram hjá Breiðabliki — skrifaði undir tveggja ára samning við félagið um helgina. ■ ÞÓRHALLUR Hinriksson, unglingalandsliðsmaður í knatt- spymu úr KA, er genginn til liðs við Breiðablik. Faðir hans, Hinrik Þór- hallsson, lék með Kópavogsliðinu áður en hann flutti norður og fór í KA. ■ IRINA Privalova frá Rússlandi, sprettharðasta kona heims, stóð und- ir nafni um helgina er hún náði glæsi- legum árangri í 60 og 200 m hlaupi á innanhússmóti í Lievin í Frakk- landi. Hún fór 60 m á 6,97 sek. — aðeins 0,05 sek. frá heimsmetinu sem hún setti í síðasta mánuði — óg í 200 m gerði hún enn betur; bætti eigið Evrópumet er hún hljóp á 22,10 sek. Gamla metið var 22,15. ■ SERGEJ Bubka frá Úkraínu gerði þtjár tilraunir til að bæta heimsmet sitt í stangarstökki inn- anhúss á sama móti í Frakklandi, en mistókst. Metið er 6,15. „Ég veit að ég er fær um að bæta metið,“ sagði Bubka, sem hefur sett 35 heimsmet á ferlinum, — „ég verð bara að vera þolinmóður." ■ BRESKI hnefaleikakappinn Frank Bruno var ekki lengi að af- greiða andstæðing sinn í þungavigt- arbardaga í hringnum um helgina. Hann mætti Rodolfo Marin frá Puerto Rico á laugardaginn, og rot- aði hann eftir 60 sekúndur. ■ BRUNO, sem er 33 ára, hefur þrívegis keppt um heimsmeistaratit- il, en aldrei sigrað. Meistaraslag hef- ur hann tapað fyrir Bandaríkjamönn- unum Tim Witherspoon og Mike Tyson og landa sínum Lennox Lew- is. Nú er talið líklegt að hann fái fjórða tækifærið til að keppa um heimsmeistaratitil — mæti sigurveg- aranum úr viðureign Olivers McCall, heimsmeistara WBC, og Larry Holmes, en þeir eigast við í apríl. ■ MARK Warnecke frá Þýska- landi, sem lenti í vélhjólaslysi í fyrra og missti af heimsmeistaramótinu vegna meiðsla, mætti til leiks á ný um helgina, á síðasta heimsbikar- móti keppnistímabilsins í 25 m laug, í Gelsenkirchen í Þýskalandi og setti strax heimsmet í 50 m bringu- sundi — synti á 27,00 sek. ■ ÁSTRALSKA stúlkan Angela Kennedy setti einnig heimsmet um helgina. Kennedy, sem setti heims- met í 50 flugsundi um fyrri helgi, lét ekki deigan síga í Gelsenkirchen og bætti nú metið í 100 m flugsundi — synti á 58,77 sek. og bætti þar með eitt elsta sundheimsmetið, 58,91 sek. sem bandaríska stúlkan Mary Meagher setti í janúar 1981. ■ UNGVERSKA stúlkan Kriszt- ina Egerszegi setti Evrópumet í 200 m baksundi á mótinu, synti á 2.06,98 mín, en gamla metið, 2.07,30 átti Lorenza Vigarini frá Ítalíu. ■ VLADIMIR Selkov frá Rúss- landi bætti Evrópumetið í 25 m laug í 50 m baksundi karla á heimsbikar- mótinu, fór á 24,56 sek. en Frakkinn Franck Schott átti gamla metið, 24,60^ sek. ■ ÞÝSKA stúlkan Sandra Voelker setti einnig Evrópumet í Gelsenkirc- hen; í 100 m baksundi er hún fór vegalengdina á 59,51 sek. sem er 0,24 sek. betri tími en metið sem hún setti sjálf á heimsbikarmóti í Sheffield á Englandi viku áður. Mikil átök eru nú framund- an þjá handknattleiks- mönnum — úrslitakeppnin um íslandsmeistaratitilinn er að he§ast. Það verður hart barist á mörgum vígstöðvum; spenna og barátta upp á líf og dauða ekki á hættu að verða fyrir meiðslum. Dómarar leika stórt hlutverk í leikjunum sem framundan eru — þeir verða að mæta vel upp- lagðir til ieiks, sýna yfírvegun og rökfestu. Þeir verða að hafa verður háð. Fors- mekkurinn að því sem koma skal sást að Hlíðarenda, þar sem Valsmenn og Stjörnumenn kepptu um deildarmeistara- titilinn og ekki var baráttan minni á Akureyri, þar sem KA og Afturelding áttust I keppni verða menn að sætta sig við tap og kunna að taka því • við. Ljóst er að það verður ekk- ert gefið eftir og þau lið sem ná að sýna bestan vamarleik standa uppi sem sigurvegarar. Taugaspennan verður mikil og mun baráttan eflaust koma nið- ur á gæðum handknattleiksins, sem verður þá ekki augnayndi. Stuðningsmenn liðanna sem leika eiga eftir að setja sinn svip á leikina, eins og áður — og þeir geta verið miskunar- lausir; bæði gagnvart mótheij- um og dómurum. Að Hlíðarenda var bjórdós kastað inn á völlinn, sem betur fer hafnaði hún ekki á leikmönnum eða dómurum. Þetta sýnir að það þarf að hafa góða öryggisgæslu í íþróttahús- unum, þannig að áhorfendur geti ekki valsað um með hættu- lega hluti, sem þeir kasta frá sér í hita leiksins. Það eru for- ráðamenn félaganna sem bera ábyrgð á því ef slys verða á heimavöllum þeirra. Fyllsta ör- yggís verður að gæta, þannig að leikmenn og dómarar eigi vakandi augu fyrir brotum og að ieikmenn hagnist ekki á leik sínum; til dæmis með því að stíga niður inn í vítateig áður en þeir kasta knettinum að marki. Homamenn liða hafa tamið sér þetta undanfarin ár — þegar þeir hafa svifið inn úr hornum, þannig að þeir hafa getað unnið sér tíma til að sjá út hvað markverðir gera, sem koma út gegn þeim. Umræður um þetta urðu háværar í úrslita- keppninni sl. keppnistímabil og þá sást greinilega á sjónvarps- myndum, að leikmennimir vom 'lentir áður en þeir losuðu sig við knöttinn. Það veltur allt á hegðun áhorfenda, leikmanna, þjálfara og dómara, að leikimir verði drengilega leiknir. Ef menn fara með réttu hugarfari til leiks, þarf ekkert að óttast. Það kem- ur ekki í hlut allra að fagna sigri; í keppni verða menn einn- ig að sætta sig við tap og kunna að taka því. Sigmundur Ó. Steinarsson Afhverju var SIGURÐUR GYLFASOIM nær ósigrandi á heimavelli norðanmanna? Eigum að keppa fyrir ánægjuna SIGURÐUR Gylfasson vélsleðaökumaður vann þrjú gull og eitt silfur í fyrsta vélsleðamóti ársins, á Akureyri um helgina. Þessi 24 ára Garðbæingur er ekki óvanur gullinu. í fyrra tók hann 14 sinnum þátt f einstökum keppnisgreinum í mismun- andi flokkum, vann 8 gull, 3 silfur, 2 brons og varð einu sinni fjórði. Á sínu fyrsta keppnisári á vélsleðum, 1993, vann hann tvö gull og sló reyndari menn útaf laginu. Sigurður vinnur sem bílstjóri á malarflutningabíl og ekur einnig stórvirkum vinnu- tækjum. Hann beitir því aksturstækni sinni öllum stundum, í vinnu og leik. Hann hefur lítið stundað aðrar íþróttir, en keppti þó á yngri árum í skútusiglingum og sfðar í kvartmílu á mótor- hjóli, þar sem hann varð bikarmeistari. Ífyrra ók Sigurður Ski-Doo, en mun í ár aka nýjum Polaris á Islandsmótinu og hugsanlega einnig á Ski-Doo í einhveijum flokk- Gunnlaug um. Hann skiptist Rögnvaldsson á að aka slíkum sleðum um helg- ina. Venjulega halda menn sig við eitt merki, en af hveiju ekki Sig- urður? „Polaris er aðal sleðinn minn í vetur, en Ski-Doo sleðinn var til staðar í minni vélarflokknum og til að fá sem mesta æfíngu útúr fyrsta mótinu þá ákvað ég að keppa í öllum flokkum. Það var óneitanlega sætt að vinna alla nýju sleðana á ársgömlum Ski- Doo. Þá sakaði ekki að leggja norðanmenn að velli á heimavelli þeirra", sagði Sigurður við Morg- unblaðið. Er mikill rígur milli norðan- og sunnanmanna í vélsleðamótum? „Það sýnist mér. Það héfur allt- af verið einhver metingur á milli manna, en mér finnst það slæmt þegar metingur snýst upp í hrein leiðindi. Þá er betra að sitja heima.“ Telur þú að þú hafir verið keyrður visvítandi útúr brautinni í undanrásunum? „Já. Mér finnst menn farnir að taka þessa íþrótt of alvarlega, þegar svona brögðum er beitt. Við eigum að keppa fyrir ánægj- una og það að gera hlutina eins vel og við getum. Hugsa um sjálfa okkur og aksturinn, ekki hvað andstæðingurinn er að gera. Ann- að kemur mönnum í koll, eins og hefur oft sýnt sig. Það er sama um hvaða íþrótt er að ræða. “ Þú virtist hafa ótrúlegt úthald, kepptir í öllum flokkum. Hvaðan kemur þessi styrkur? „Hann er bara náttúrulegur, ég hef ekki æft líkamsrækt sér- Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sigurður Gylfason vann þrjú gull og eltt sllfur á Akureyri. Hann hefur elnnlg keppt í slgllngum og á mótorhjóli í kvartmílu. staklega vel. Ég keyrði mikið í fyrra, en vantar góðan æfingafé- laga á heimaslóðum, sem nennir að keyra mikið. Því æfi ég mun minna núna.“ Verður keppnin harðari í vetur en í fyrra? „Já. Tíu fremstu ökumennirnir keppa allir í flokki stærri sleða, til dæmis í snjókrossinu, þar sem lætin eru me_st. Menn eru búnir að útbúa geysilega öfluga sleða, með 120-140 hestafla vélar og sérstaklega útbúna íjöðrun. Ég hef skoðað menn mikið á mynd- böndum og sjálfan mig í akstri, til að sjá hvað betur mætti fara og finna betri ökulínur." Hverjir verða þínir helstu and- stæðingar? „Ég hef trú á að Vilhelm Vil- helmsson verði geysilega sterkur. Ég tapaði núna fyrir honum í ein- um flokki eftir harða og skemmti- lega keppni. Hann er gríðarlega góður og ég verð að einbeita mér vel til að vinna hann, snúa á hann. Þá verður Guðlaugur Halldórsson sleipur og Islandsmeistarinn í snjókrossi, Gunnar Hákonarson sem komst að vísu ekki í úrslit núna. Það verður hörð keppni í vetur og vonandi drengileg, þó atgangurinn sé oft mikill." Áttu íslandsmeistaratitilinn vísan, miðað við árangur helgar- innar? „Hugurinn leitar sigurs. Ég er ákveðinn í að vinna í hvert skipti sem ég legg af stað í keppni. Annað kemst ekki að og annað skilar ekki árangri. Hver veit hvað gerist, en hart verður barist um titilinn. Vonandi á réttlátan hátt...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.