Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 1
 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG B PRENTSMIOJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR 1995 BLAÐ FREÐFISKINUM LANDAÐ nraiwDrw ¦J r~'.:r ........... r.-v. • ¦. ¦ •¦;¦ :;: c„ HJð) itRWHIW V'. "wiswibwis nunw jji,im-ttjioi!)ni:auií awaw * * w*f Q lí^'D ^Tto Moi^uriÍíliðíð/KristÍDn Baldvin Þorsteinsson með mestan afla og verðmæti EFNl k Afiabrdgá 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna V'iðtal 5 Hlöðver Haralds- son skipstjóri í Namibíu Wtarkaðsmál 6 Áherslan mest ágæðinífisk- mjölsiðnaði Dana Fiskaði fyrir 1,4 milljónir á dag FRYSTITOGARINN Baldvin Þorsteinsson EA ber höfuð og herðar yíir önnur íslenzk fiskiskip. Á síðasta ári var hann með mestan afla allra skipa, 7.635 tonn. Hann var enn- fremur með mestan afla á úthaldsdag, tæp 25 tonn, meðalskiptaverðmæti á úthaldsdag var 1,4 milljónir króna og aflaverð- mæti alls 578 milljónir króna. Aðeins tvö önnur skip fiskuðu fyrir meira en hálfan milljarð króna í fyrra. Það voru Höfrungur III AK og Vigri RE. Ásbjörn RE var með langmestan afla ísfiskskipa, tæp 5.800 tonn en mest aflaverðmæti þeirra var var Gullver NS með, 272 milljónir króna. Fjórir frystitogarar fiskuðu meira en 6.000 tonn á síðasta ári samkvæmt togaraskýrslu LÍÚ. Auk Baldvins Þor- steinssonar voru það Haraldur Krist- jánsson HF með 6.521 tonn, Sjóli HF með 6.291 og Þerney RE 6.206 tonn. Sé litið á meðalafla á úthaldsdag er Baldvin efstur með 24,8 tonn. Þerney var með 23,5, Örfirisey 20,2, Venus, Sjóli og Haraldur Kristjánsson voru með 20,1 tonn. Sé síðan litið á meðal- skiptaverðmæti á úthaldsdag er Bald- vin enn efstur með 1.392.00, en síðan koma Þerney með 1.390.000 krónur, Höfrungur III með 1.337 og Vigri með 1.301.000. Aflamagn þeirra efstu byggist bæði á mikilli úthafskarfa- veiði, en einnig á þorskveiði í Smug- unni, enda þessi afli langt umfram aflakvóta þeirra innan lögsögunnar. Ásbjörn RE meö yfir 20 tonn á úthaldsdag Ásbjörn RE fiskaði nærri þúsund tonnum meira en næsti ísfísktogarinn, sem var var Sturlaugur H. Böðvars- son, sem kom með 4.830 tonn að landi. Þá er Ásbjörn eini ísfisktogarinn með meira en 20'tonn á úthaldsdag. Afla- verðmæti Ásbjarnar er hins vegar ekki mjög mikið enda byggist magnið á karfaveiðum og var afla hans nær ein-" göngu landað til vinnslu heima. Gullver NS var með mest aflaverðmæti, 272 milljónir króna, en þar vega landanir erlendis þungt. Athygli vekur að í þriðja sæti ísfisktogara er Guðbjörg ÍS, en hún var ekki gerð út nema fram í miðjan september. Guðbjögin fiskaði fyrir 261 milljón króna og skilaði því meiri verðmætum á land en aðrir ísfisk- togarar Vestfirðinga. Auk þessa stunduðu 6 togarar loðnu- frystingu á síðasta ári og gaf hún til að mynda Guðmundu Torfadóttur 29 milhonir í framleiðsluverðmæti. Meðal- afli á úthaldsdag ísfisktogara í fyrra var 9,1 tonn, sem var samdráttur upp á 4,7%. Frystitogarar juku meðalafla sinn um 16% og fiskuðu að meðaltali 13,2 tonn 'á sólarhring. Meðalskiptaverðmæti ís- fisktogara á úthaldsdag var í fyrra 430.000 krónur, sem er nánast það sam og árið áður. Meðalskiptaverðmæti frystitogara var í fyrra 952 milljónir króna á dag og jókst um 5% milli ára. Fréttir J. Hinriksson eykur veltuna • VELTAN hjá J. Hinriks- son hf. sem framleiðir Poly- Ice toghlera og annan tog- búnað jókst um 9% á milli áranna 1993 og 1994, út- flutningur um 12% og sala innanlands um 6%. Jósafat Hinriksson framkvæmda- stjóri fyrirtækisins rekur aukna veltu síðasta árs að mestu til nýrra viðskipta- vina. 65% framleiðslunnar var flutt út og segir Jósafat að Poly-Ice hlerarnir séu orðnir vel þekktir víða um lönd fyrir gæði sín./2 „Hafró" pínd • Hafrannsóknastofnunin var pínd til að endurskoða leyfilegan hámarksafla er tveir mánuðir vor liðnir af kvótaárinu (í nóvember 1994) vegna krafna frá rækjuframleiðendum um að nú væri sérstakt lag til að koma kaldsjávarrækj- unni inn á fleiri markaði. Einnig voru kröfur frá LÍÚ um að kvóti yrði endur- skoðaður./3 Nýr rækjutogari á teikniborðinu • NYR rækjutogarí er nú tilbúinn á teikniborðinu í Noregi fyrir Ingimund hf. Ingimundur gerir út tvð skip. Helgu RE og Helgu IIRE, en þriðja skipið í eigu útgerðarinnar, Ogmundur RE, var úreltur fyrir síð- ustu áramót. Helga er gerð út á ísrækju og leggur hún upp afla sinn í rækjuverk- smiðju fyrirtækisins í Sigli- firði eins og Ögmundur gerði fyrir úreldingu. Helga II, sem er frystiskip, hefur bæði stundað veiðar á rækju, bolfiski og loðnu./4 Hert á vigtun sjávarafla • TÖLUVERT hefur verið hert á reglum um vigtun sjávarafla í nýrri reglu- gerð, sem sjávarútvegs- ráðuneytið hefur gefið út. Jafnframt eru reglurnar eínfaldaðar og skýrari en áður. Meðal nýmæla í reglu- gerðinni má nefna að und- anþágum frá vigtun á hafn- arvog hefur verið fækkað og nú skal vigta innihald allra gáma, sem sendir eru nlíin með óunninn fisk við brottför./8 Markaðir Bretar kaupa ísfisk héðan • INNFLUTNINGUR Breta á ísuðum fiski för vaxandi á síðasta ári. Nú liggja fyrir tölur um inn- flutninginn til loka septem- ber. Þá höfðu 52.700 tonn verið flutt inn, sem er 7.000 tonnum meira en árið áður. Við Islendingar eigum þar stærstan hlut að máli með um 17.400 tonn, sem reynd- ar er samdráttur upp á 3.300 tonn miðað við sama tíma árið áður. írar koma næstir með 9.500 tonn, sem er mest uppsjávarfiskur eins og makríll. Þá má nefna Færeyinga, Dani og Norðmenn, en Danir juku hlnI sinn verulega milli ára. BRETLAND: Innflutningur á ísfiski jan^sept. 1993 og 1994 U»--í' 52.651 tonn —jr* r 4^7632 1993 Aðrir _ Holland Q Noregur Danmörk Færeyjar írland 1994 ÍSLAND Freðfiskurinn mest frá Noregi BRETLAND: Innflutningur á freðfiski jan.-sept. 1993 og 1994 142.231 tonn 124.719 Rússland Noregur 1993 1994 • INNFLUTNINGUR Breta á freðfiski jókst einnig mik- ið, eða úr 124.700 tonnum í 142.200 fyrstu 9 mánuði ársins. Þar eru Norðmenn stærstir með 30.000 tonn, næstir koma Rússar með 26.300 og við íslendingar með 22.400 tonn. Rússar auk hlut sinn um rúm 10.000 tonn milli ára og Norðmenn um 4.000 tonn, meðan inn- flutningur héðan dróst sam- an um 4.000 tonn og náðu Norðmenn þar með foryst- unni af okkur./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.