Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ RANNSÓKNIR MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 B 3 Kapp er best með forsjá STOFNMÆLING úthafsrækju hófst árið 1987 en var breytt tals- vert árið 1988 og hefur verið fram- kvæmd á sama hátt eftir það á aðalveiðisvæðunum fyrir norðan og austan land. Hér á eftir verða sýnd- ar nokkrar niðurstöður úr stofn- mælingum úthafsrækju undanfar- inna ára og vangaveltur um stjórn- un úthafsrækjuveiða. Tllhögun stofnmælingar Stofnmæling úthafsrækju árið 1988 var byggð að mestu á því á hvaða svæðum fékkst mest af rækju árin 1986 og 1987. Þrír fjórðu hlutar togstöðvanna voru valdir með tölvu á útbreiðslusvæð- inu fyrir norðan og austan land, þ.e. allt frá 24.ol5’V til 12.°V og suður að 65°30’N. Þetta svæði verður hér eftir kallað Norðurkant- ur-Héraðsdjúp. Skipsjórar rs. Drafnar völdu um fjórðung tog- stöðvanna. Árið 1989 var Rauða- torgs-svæðinu bætt við og Halanum árið 1992. Togstöðvum hefur verið haldið þeim sömu öll árin á helstu svæðunum. í Bakkaflóa og Héraðs- djúpi hefur þó verið bætt við stöðv- um nær landi. Stofnmæling rækju hefur alltaf farið fram á rs. Dröfn en auk þess hafa annaðhvort Árni Friðriksson eða Bjarni Sæmundsson tekið hluta af stöðvunum. Stofnmælingin byggist á meðal- afla á sjómílu í hvetjum tilkynning- arskyldureit og er þá reiknaður út þungi og fjöldi rækju á yfirferð vörpunnar í fersjómílum. Það er mismunandi hversu mörg tog eru i hveijum reit og byggðist það í upp- hafi á hversu mikið veiddist í hveij- um smáreit árin 1986 og 1987. Meðalafli á fersjómílu allra toga innan tilkynningarskyldureitsins er þvínæst margfaldaður með flatar- málinu innan reitsins. í flatarmáls- útreikningunum er miðað við það dýpi innan reitsins sem er meira en 200 m og minna en 700 m. Gert er ráð fyrir að rækjan sé jafn- dreifð yfir allt flatarmálið innan reitsins. Þannig fæst vísitala um stofnstærð í þús. tonna. Þetta er ekki stofnstærðin sjálf og fer það eftir veiðanleika hver hin raunveru- lega stofnstærð er. Mlkilvægt aö vera með sömu togstöðvarnar ár eftlr ár Það er mjög mikilvægt að vera með sömu togstöðvarnar ár eftir ár. Einnig er mikilvægt að hafa stöðluð veiðarfæri. Með þessu móti má nota sama flatarmálið innan hvers tilkynningarskyldureits öll árin. Væri farin sú leið að leita ávallt upp mestu þéttleikasvæðin með því að velja ný tog árlega þar sem vitað væri um mikla rækju yrði flatarmálið einnig að vera breytilegt. Annars mundi síaukin vísitala gefa til kynna stofnstærðar- aukningu sem ekki væri til staðar. Einnig væri unnt að skekkja út- reikningana með því að sleppa tog- um þar sem mjög lítill afli fékkst yfirleitt án þess að breyta flatarmál- inu. Þessar siðastnefndu leiðir hafa ekki verið farnar. Undantekning frá þessu eru þó áðurgreind svæði við Austurland þar sem lítils háttar breytingar voru gerðar. Það kann að vera að minnkun á meðalstærð rækju og lækkun á hlutfalli kvendýra rækju sé ekki að öllu leyti slæmt og gæti einmitt verið að þorskurinn haldi einkum niðri smárækju, segir Unnur Skúladóttir, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, í þessari úttekt. Þá ætti fækkun í þorskstofni einmitt að koma fram í fjölgun ungrækju, segir hún. Hluti af stofnvísi- tölunni er notaður sem nýliðunarvísitala í þunga. Þá er eingöngu miðað við ungrækju, á að giska tveggja og þriggja ára eða á lengdarbilinu 12-17,5 mm (skjaldarlengd). Auk stofnmælingar- innar var rannsakaður aukaafli sem ekki verð- ur gerð grein fyrir hér, en hann var einkum grálúða og smákarfi. Mjög lítið hefur fengist af þorski. Útbreiðsla smárækju var einnig metin með því að telja fjölda rækju sem kemur í smáriðna skjóðu sem fest er aftast á pokann á rækjuvörp- unni. Helstu nlöurstöður stofnmælinga og stjórnun úthafsrækjuvefða Helstu ungrækjusvæðin öll árin voru við Grímsey og við Sléttu- grunn. Á 1. mynd má sjá hvar ung- rækjan var mest árið 1994. Ung- rækjan fannst þá einkum í Skaga- fjarðardjúpi, við Grímsey, við Sléttugrunn og fyrir austan land í Bakkaflóadjúpi og í Héraðsdjúpi. Útbreiðsla ungrækju var mjög svip- uð árið 1993 og árið 1994 og held- ur meiri en árin á undan. Segja má að nýliðun rækjunnar á öllu athugunarsvæðinu hafi verið um tvöfalt meiri síðustu 4 árin miðað við árin 1988 og 1989. Reiknað er með að flestar rækju- lirfur klekist úr eggjum á Norður- kanti og við Kolbeinsey. Rækjulirf- urnar eru sviflægar í 2-3 mánuði og má því ætla að þær berist með straumi austur með landinu. Þareð rækjulirfurnar hafa að einhveiju leyti lóðréttar dægurgöngur eins og rækjan almennt, þ.e. ofarlega í sjónum á nóttunni og dýpra á dag- inn, er erfitt að reikna út hversu langt rækjulirfurnar geti borist með strauminum austur með landinu. Margar taka botn við Grímsey og við Sléttugrunn og alast þar upp. Sumar eru þar sennilega allt lífið en aðrar ganga líklega í norður- og vesturátt. Þetta er ekki vitað með vissu en margt bendir til að einhver hægfara hringrás eigi sér stað í rækjustofninum fyrir norðan og austan land. Til dæmis sýna stofnmælingar ávallt hærra hlutfall kvendýra á Norðurkanti, við Kol- beinsey og stundum einnig í Eyja- fjarðarál eða um 23% að meðaltali en 12-14% að meðaltali á öðrum úthafsrækju- svæðum fyrir norðan og austan land. Grunn- slóðarrækjan er yfir- leytt með 20-30% kvendýra. Ekki er vitað hvort ungrækja berst frá grunnslóðinni, en rækjulirfur geta vitan- lega borist víða með straumum. Úthafsrækjuafli hefur verið aukinn smám saman nokkur undanfarin ár (tafla 1 og 2. mynd). Síðustu þijú árin hefur sjávar- útvegsráðuneytið bætt 5 þús. tonn- um árlega eða jafnvel meiru við tillögur Hafrannsóknastofnunar um leyfilegan hámarksafla (sjá Fjölrit Hafrannsóknastofnunar nr. 37). í maí 1994 lagði Hafrannsóknastofn- unin til 45 þús. tonna leyfilegan hámarksafla á úthafsrækju fyrir kvótaárið 1994/95. Hafrannsókna- stofnunin var pínd til að endurskoða leyfilegan hámarksafla er tveir mánuðir vor liðnir af kvótaárinu (í nóvember 1994) vegna krafna frá rækjuframleiðendum um að nú væri sérstakt lag til að koma kald- sjávarrækjunni inn á fleiri markaði. Einnig voru kröfur frá LÍÚ um að kvóti yrði endurskoðaður. í nóvem- ber 1994 lagði Hafrannsóknastofn- unin til að úthafsrækjuafli yrði auk- inn í 60 þúsund tonn fyrir kvótaár- ið 1994/95. Er þá ekkl allt í sómanum? Sjávarútvegsráðuneytið ákvað að þetta skyldu vera 63 þúsund tonn. Tillaga Hafrannsóknastofnunar var byggð á útreikningum á líkani sem áður hefur verið lýst (Morgunblaðið 27. apríl 1994) þar sem tekin er inn stærð ókynþroska hluta þorsk- stofnsins, afli rækju á togtíma (veiðiskip) á svæðinu Norðurkant- ur-Grímsey, nýliðunarvísitala út- hafsrækju á sama svæði og rækju- afli. Gögnin sem unnið var úr ná yfir 17 ár hvað snertir stærð þorsk- stofnsins og afla rækju á togtíma. Nýliðunarvísitala rækju fyrstu 10 árin er þó unnin upp úr sýnum af rækjuskipum, en síðustu 7 árin er nýliðunarvísitalan hluti af stofnvísi- tölunni eins og lýst er hér fyrir ofan. Útreikningamir lofuðu góðu. Afli á togtíma hafði aukist mjög, frá 1993 til 1994, nýliðunarvísitala rækju hefur verið há 4 síðustu árin eins og áður segir og þorskstofninn er ennþá smár og lítur út fyrir að Unnur Skúladóttir Rækjuafli í tonnum eftir svæðum Svæði/Ár 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994» Grunnslóð samtals 5.093 3.913 3.790 4.633 5.243 6.906 7.467 7.680 8.700 Kolluáll 1.901 1.207 592 1.443 2.459 1.721 2.320 4.904 6.867 Hali 53 815 899 1.013 523 Norðurk.-Héraðsdj. 27.378 31.797 22.976 19.102 21.642 27.715 34.122 37.081 54.520 Rauða torgið 205 234 833 308 130 272 154 302 445 Önnur svæði 104 156 124 11 78 142 190 348 111 Djúpslóð samtals 29.588 33.394 24.525 20.864 24.362 30.665 37.685 43.648 62.466 Dohrnbanki 1.150 1.239 1.424 1.326 281 469 1.750 2.553 1.426 Afli alls 35.831 38.636 29.739 26.823 29.886 38.040 46.902 53.881 72.592 11 Bráðabirgðatölur. 'J 1.MYND: Fjöldi ungrækju á sjómíiu í stofnmælingu V >200 130-200 B0-130 50-80 25-50 I I úthafsrækju 10-25 I I sumarið <10 CU 1994 / 2. MYND: Stofnvísitala úthafsrækju fyrir norðan og austan land 70 60 50 40 30 Stærð rækju (fjöldi í kg) 3. MYND: Hlutfall kvendýra í stofn- mælingu úthafsrækju 20 18% Afli úthafsrækju 50þús. tonn verða það á næstunni þar sem ein- ungis 1993-árgangur þorsks nálg- ast að vera meðalárgangur að stærð og aðrir uppvaxandi árgangar af þorski eru smáir. Þannig varð rækjuaflinn sam- kvæmt bráðabirgðatölum frá Fiski- stofu um 72.600 tonn árið 1994. Þetta er tæpum 20 þús. tonna meiri afli en áriðð 1993. Mest af þessari aukningu stafar af aukningu á út- hafsrækjuafla. Er þá ekki allt í sómanum? Nei það em viss atriði sem valda áhyggjum. Afli á togtíma gæti hafa reiknast of hár þareð aðeins tókst að slá inn í tölvu úthafsrækjuskýrsl- ur sem svara tæpum helmingi afl- ans á árinu 1994. Bæði var að árið var ekki liðið en miðað er við alman- aksár í skiptingu aflans á hin ýmsu svæði. Veiðiskýrslur voru ekki allar komnar í hús og auk þess er mikið verk að koma öllum upplýsingunum í tölvu. Vera má að stofnvísitala úthafsrækju sé áreiðanlegri en afli á togtíma frá veiðiskipum en þar er þá aðeins um 7 ára seríu að ræða sem er alltof stutt (2. mynd) og einnig nær stofnmælingin yfir mun styttri tíma á hveiju ári en veiðarnar. Bent skal þó á að stofn- vísitalan var hæst árið 1991 af svæðinu Norðurkantur-Héraðsdjúp og hefur aðeins sveiflast til en ekki hækkað eftir það. Nauðsynlegt aö vernda karldýrln Stofnvísitala rækju á þessu svæði hækkaði úr 39 og 33 á árunum 1988 og 1989, í 70 árið 1991 og var 53, 62 og 69 árin 1992, 1993 og 1994. Afleiðingar mikillar afla- aukningar koma líka ávallt í ljós eftir á. í töflu 1 má sjá hvernig úthafsrækjuaflinn hefur verið frá því árið 1986. I byijun var hann 30 og þvínæst 33 þús. tonn. Sam- kvæmt tillögum Hafrannsókna- stofnunar var hann lækkaður mikið árin 1988-1990, en þá voru sterku þorskárgangarnir frá 1983 og 1984 að vaxa upp fyrir norðan og austan land, Afli á togtíma á viðmiðunar- svæðinu Norðurkantur-Grímsey var þá einnig mjög lágur (sjá fyölrit Hafrannsóknastofnunar nr. 29). Aflinn á svæðinu Norðurkantur- Héraðsdjúp er sýndur á 3. mynd og einnig í töflu 1. Samfara mikilli aflaaukningu hefur tvennt gerst í úthafsrækjunni, meðalstærð rækju i stofnmælingu hefur minnkað úr 204 stk/kg í 255 stk/kg (2. mynd). Samfara þessu hefur hlutfall kven- dýra fallið (3. mynd). Þannig voru kvendýrin 20% árin 1988 og 1989 en þetta hlutfall lækkaði mjög eða niður í um 16% árið 1990 og í um 14% árið 1994. Bæði hlutfall kven- dýra og stærð rækju koma úr stofn- mælingu úthafsrækju á fyrrgreindu svæði Norðurkantur-Héraðsdjúp og eru vegnar saman með vísitölu hvers reits. Það kann að vera að minnkun á meðalstærð rækju og lækkun á hlutfalli kvendýra rækju sé ekki að öllu leyti slæmt og gæti einmitt verið að þorskurinn haldi einkum niðri smárækju. Þá ætti fækkun í þorskstofni einmitt að koma fram í fjölgun ungrækju og þaraf leiðandi karldýra, en í úthaf- inu er rækjan eins og kunnugt er lengi karldýr, þ.e. fyrstu 4-5 árin, og skiptir þá loks um kyn yfir í kvendýr. Þó er full ástæða til að vera á varðbergi. Verði miklu meiri minnkun á meðalstærð rækju og lækkun á hlutfalli kvendýra á næst- unni kann að verða nauðsynlegt að draga úr þessum háa kvóta á út- hafsrækju. Það er nefnilega nauð- synlegt að vernda karldýrin hæfi- lega til þess að fá á endanum nægi- lega mörg kvendýr til að viðhalda stofnstærð. Nánari niðurstöður verða birtar seinna í Ægi. Höfundur er fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun SHIPMATE:r RS 5900 GPS/PLOTTER m • 6 tommu skjár • Svart/hvítur skjár • C/Map sjókort • Þrívíddarmynd • Veró kr. 1 1 5.000 án/vsk. Fri&rik A. Jónsson hf. Fiskislóð 90, sími 552-2111.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.