Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 B 7 GREINAR Dylgjur byggðar á fáfræði SVANUR Jónsson ritar grein í Ver- ið 1. febrúar sl. þar sem hann lýsir yfir að grein, sem ég skrifaði í Viku- fréttir 29. desember ’94 og fjallar um dragnótaveiðar, sé moðreykur og marklaust plagg. Hann nefnir þar, meðal annars, súlurit sem ég birti, sem sýnir flatfiskafla dagnóta- báta í Faxaflóa árin 1987 til 1993. Þar sést að flatfiskafli hefur aukist síðustu ár. Ég ritaði einnig að 1994 liti út fyrir að verða enn eitt metár- ið. Ég hef nú fengið hjá Fiskistofu tölur yfir aflann 1994 og hef bætt þeim inn á súluritið og birti það hér, mynd 1. Ég læt fylgja með sundurliðaðar aflatölur og þar sést að það er aukning í skarkola en örlítil minnkun í sandkola. Svanur segir þessar tölur markleysu án þess að færa fyrir því rök. Enda mjög erfitt þar sem þetta eru löndunartöl- ur frá Fiskistofu. Lýsfr ótrúlegri vanþekkingu Áfram heldur Svanur og vitnar til þar sem fjallað er um lífríkið á sandbotni; þar er ég að skrifa beint Dragnótamenn um land allt hafa myndað með sér samtök, ritar Friðrik G. Halldórsson. „Þau hafa meðal annars það að markmiði að upplýsa sveitarstjórnarmenn um veiðarnar og reyna að eyða þeim dylgjum sem eru í gangi.“ upp úr grein skrifaðri af Magnúsi Hafsteinssyni fiskifræðingi í Tromsö. Hafa ber í huga að hann hefur valið sér það ævistarf að rannsaka lífríkið í sjónum. Svanur bætir við og hefur eftir mér að tógin séu slepjug á vorin. Eg hef aldrei heyrt þetta, þaðan af síður sagt það. Svanur kemur meira að segja með skýringu á slepjunni og segir það síldarhrogn, sandsílishrogn, ýsuhrogn og jafnvel Friðrik G. Haildórsson þroskhrogn. Þetta lýsir ótrúlegri vanþekkingu Svans. Hann virðist ekki vita að þorskfiskar, þar meðtalinn þorskur og ýsa, hrygna upp í sjó og hrognin eru ekki sviflæg og koma hvergi nærri botninum. Hann virðist heldur ekki vita að síldarhrogn lifa ekki á sandbotni, síldin hrygnir límkenndum hrognum sem límast á grjót, og hrygnir þar af leiðandi bara á gijótbotni. Hvað sandsílið varðar get ég bent á að Danir, Heildarafli dragnótabáta við Faxaflóa í kílóum Ár Skarkoli Smálúða Sandkoli Samt. flat.f. Þorskur Ýsa Steinbítur Annar afli Heild.afli f.b meðt./bát 1987 1.259.630 53.838 378.064 1.691.532 388.148 178.509 10.910 2.230 2.271.329 10 227.133 1988 1.384.808 47.894 381.315 1.814.017 399.918 148.946 17.915 1.514 2.382.310 11 216.574 1989 1.323.758 30.066 410.599 1.764.423 234.364 143.939 39.585 1.040 2.183.351 15 145.557 1990 1.095.045 9.428 513.352 1.617.825 72.739 94.698 32.525 33.069 1.850.856 13 142.374 1991 1.247.700 3.760 801.785 2.053.245 71.092 87.090 24.573 33.867 2.269.867 13 174.605 1992 1.065.052 11.501 1.013.672 2.090.225 101.079 59.592 43.768 3.492 2.298.156 14 164.154 1993 1.056.063 26.191 1.881.924 2.964.178 78.410 60.687 41.669 0 3.144.944 14 224.639 1994 1.155.365 12.561 1.866.000 3.033.926 48.756 74.359 58.619 239.280 3.454.940 14 246.781 Samtals Meðalt. 9.587.421 1.198.428 195.239 24.405 7.246.711 905.839 17.029.371 2.128.671 1.394.506 174.313 847.820 105.978 269.564 33.696 314.492 39.312 19.855.753 2.481.969 1.541.816 13 192.727 Flatfiskafli dragnótarbáta við Faxaflóa Veiðisvæði bátanna § Hér eru sýnd veiðisvæði dragnótarbátanna í Faxafióanum. Flatarmál þeirra ® ^ 'lbr vei innan við K 1t}%jafbotni flóans. höfundur sem eru höfundar dragnótaveiða og hafa stundað dragnótaveiðar í heila öld, eru mestu sandsílisveiðendur í heimi á sama tíma. Dragnótaveiðar og sandsílisveiðar eru stærstu útgerðarþættir Dana. Hvað Faxaflóann varðar þá hefjast dragnótaveiðar þar 15. júlí ár hvert og öll hrygning þá löngu afstaðin. Mundi ekki endast vikuna Svanur nefnir einnig að vírtóg, sem í daglegu tali er kallað vírmanilla, valdi miklu meiri rányrkju heldur en það sem þekktist áður. Ég get upp- lýst það hér að metri af 26 mm drag- nótavírmanillu vegur nákvæmlega sama og metri af gamla 26 mm drag- nótablýtóginu eða 568 grömm. í sjó vegur það einungis 178 grömm per metra. Hvort tveggja hegðar sér ná- kvæmlega eins í sjó, eini munurinn á notkuninni felst í meiri endingu og minni mistognun. Manillan endist upp í tvö ár. Ef verið væri að framkvæma það botnrask sem Svanur heldur fram mundi hún ekki endast vikuna. Ég hef hér farið í gegnum grein Svans og stiklað á stóru. Og ef við skoðum hana aftur. Aflatölur Fiski- stofu, moðreykur og markleysa, skrif fiskifræðings um lífríkið, moðreykur og. markleysa. Fullyrðingar um hrygningu sem á sér enga stoð í veruleikanum. Hvaö býr aö baki Maður veltir fyrir sér hvað býr að baki. Hafa ber í huga að Svanur er ekki einn með svona fullyrðingar. Þetta er bara endurómur dragnóta- andstæðinga almennt. Allt eru þetta dylgjur byggðar á fáfræði. Það er ömurlegt til þess að vita að landheig- islöggjöfin hafi að hluta til markast af þessari fáfræði undanfarna ára- tugi. Er þessum mönnum meira umhugað um fiskinn eða umhverfið? Málið snýst ekki um það heldur snýst það um eigingimi og eiginhagsmuni. Hvað Faxaflóa varðar þá nægir þeim ekki að hafa hann útaf fyrir sig 7 mánuði á ári og 90 til 95% hina 5 mánuðina. Nei, vilja hafa hann 100% allt árið. Ég fagna því að heyra að sveitar- félög við Faxaflóa eru að kynna sér dragnótaveiðar í Faxaflóa. Ég ber meira traust til sveitarstjórnamanna en það að ég óttist niðurstöður þeirra þegar þeir hafa fengið í hendumar sannleikann í málinu. Dragnótamenn um land allt hafa myndað með sér samtök sem meðal annars hafa það að markmiði að upplýsa sveitarstjórnarmenn um veiðarnar og reyna að eyða þeim dylgjum sem em í gangi. Höfundur er starfsmaður Sam- taka dragnótamanna. Akureyrin teknr Heklutroll á úthafskarfann SAMHERJI hf. á Akureyri hefur nú pantað Heklutroll frá Swan Net á írlandi. Heklutrollin em flottroll ætluð til veiða á úthafskarfa og eru það Ellingsen í Reykjavík og Netagerðin Ingólfur í Vestmanna- eyjum, sem eru með umboð fyrir írsku netagerðina hér. Samheiji keypti eitt Helkutroll í fyrra fyrir Margréti EA, en nýja trollið er fyrir Akureyrina. Veriö aö setja trollln upp ytra Haukur Þorvaldsson hjá Ell- ingssen segir að góð reynsla af trollinu hjá Margréti hafi leitt til þess að Samheiji hafi keypt annað fyrir Akureyrina. „Fyrra trollið af þessu tagi, sem Samherji keypti, var það fyrsta sem kom hingað til landsins. Á þessu ári hefur Swan Net afhent troll fyrir Breka VE og er það tilbúið í Vestmannaeyj- um. Troll fyrir Gnúp GK er komið í skip á írlandi og þá er unnið að uppsetningu trolla fyrir togarana Runólf SH og Klakk SH auk Akur- eyrarinnar og verða trollin tilbúin í upphafi úthafskarfavertíðar í marz. Þjónustumiðstöð í Reykjavík Heklutrollin era sniðin að vélar- stærð hvers skips fyrir sig og ósk- um útgerða þeirra. Irskir skipstjór- ar eða stýrimenn fara svo út með öllum þessum skipum, þegar þau byija að nota trollin til að leiðbeina mönnum um meðferð þeirra,“ seg- ir Haukur. Ellingsen og Netagerðin Ingólfur eru nú að koma upp þjónustumiðstöð í Reykjavík fyrir togara, sem stunda veiðar á úthafskarfa og segir Haukur að þar verði veitt þjónusta bæði þeim sem stunda veiðar með írska trollinu og Gloríutrollinu frá Hampiðjunni. „Það verða margir tugir togara á þessum veiðum og því er full þörf fyrir aukna þjónustu við þá. Við ætlum okkur að mæta þeirri þörf,“ segir Haukur Þorvaldsson. TIL SOLU ^ Til sölu Baader 189 flökunarvél og Baader 410 haus- ari til sölu í toppstandi. Upplýsingar í símum 98-12174 og 98-13192. ÓSKAST KEYPT FÉS-vél Óska eftir að kaupa FÉS-vél. Upplýsingar í síma 985-37298 eða 870309. Matvælafyrirtæki sem selur í fjölnota plastkössum matvæli, óskar eftir kassaþvottavél (fiskkassaþvotta- vél) fyrir starfsemi sína. Upplýsingar um afkastagetu og tegund vélar skal senda til afgreiðslu Mbl. fyrir 1. mars nk., merktar: „KAS - 222“. KVOTI KVÉiÉTABANKINN Þorskur til sölu og leigu. Vantar ýsu. Sími 656412, fax 656372, Jón Karlsson. lyftarar Handlyftarar Lyftigeta: 2,1-3,0tonn. Málaðir / Galvaniseraðir / Rústffríir Lyfting og keyrsla: Handvirk. Lyftigeta: 250 kg- 1.000 kg. Lyftihæð: 1.500 mm - 2.900 mm. Kraftvélar h/f, Funahöfða 6, s. 634500. ESAB Allt tll rafsuðu RAFSUÐUTÆKI FYLGIHLUTIR RAFSUDUVÍR ESAB Forysta ESflB er trygging fyrir gæðum oggóðri biónustu. = HEÐINN = V E R S L U N SELJAVtGi 2 SÍMI 562 4260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.