Morgunblaðið - 22.02.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.02.1995, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 ■ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR BLAÐ Mannheim vildi Sigurð Jónsson FORRAÐAMENN þýska 2. deildarliðslns Wald- hof Mannheim sýndu á dögunum áhuga á að fá Sigurð Jónsson, landsliðsmann af Akranesi, til Uðs við félagið. Það er í baráttu um 1. deild- arsæti næsta keppnistímabil. Fyrirspurn kom til Akurnesinga, hvort möguleiki væri á að Sigurður kæmi utan og léki með félaginu síðari hluta yfirstandandi keppnistímabils, en þvi var strax svarað neit- andi og máUð komst því aldrei á formlegt við- ræðustig. í fyrsta lagi er Sigurður bundinn enska félaginu Arsenal til 15. maí í vor verði um að ræða félagaskipti í annað erlent félag. Auk þess er hann með þriggja ára samning við ÍA, sem sleppir honum ekki. Þess má geta að þjálfari Mannheim er UU Stielike, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands. HNEFALEIKAR Létt hjá Andrési og Guðna í 1. umferð ANDRÉS Guðmundsson og Guðni Sigurjónsson hófu ferilinn í hnefaleikum í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrrinótt þegar þeir tóku þátt í 1. umferð undankeppni fyrir aðra keppni, Toughman Contest. Þeir áttu ekki í erfiðleikum með mótherja sína og sigr- uðu báðir örugglega. Þar með eru þeir komnir áfram í 16 manna úrslit og líkurnar á að þeir lendi saman í hringnum hafa aukist talsvert. Bardagi Guðna var stöðvaður eftir aðeins 16 sekúndur, eftir að andstæðingur hans fékk blóð- nasir og hafði farið í gólfið. Andrés náði að slá sinn keppinaut í gólfið eftir 10 sekúndur og aftur 10 sek- úndum síðar, þegar kappinn hafði staðið upp. Báðir lentu íslensku keppendurnir á móti 110 til 115 kg þungum mönnum, en þyngsti keppandinn var tæplega 200 kg og 2,17 m á hæð. Hann komst einnig áfram. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á mínum íþróttaferli. Taugaspennan fyrir keppnina var mikil og mögnuð stemmning í troð- fullri höllinni. En þegar ég komst í hringinn, þá náði ég fullkominni einbeitingu, sá bara andstæðinginn og ætlaði að beija hann í gólfið. Ég náði að slá hann í tvígang með hægri handar krók, sem dugði á hann,“ sagði Andrés í samtali við Morgunblaðið eftir bardagann. Keppnin var haldin í MGM höll- inni, þar margir bardagar hafa far- ið fram. Þar mun t.d. Georg Fore- man mæta næsta andstæðingi sín- um í heimsmeistaraeinvígi þunga- vigtarmanna. í síðustu keppni fékk Foreman 22 milljónir bandaríkja- dala í sigurlaun. „Hnefaleikar eru ótrúleg íþrótt og krefjast mikillar tækni og snerpu. Ég er rétt að læra um hvað þetta snýst. Það var stór hnefa- leikakeppni atvinnumanna hér um helgina og þá sá maður alvöruna í þessu. Menn kepptu á útopnu í tíu lotur, sem tóku þijár mínútur hver. Við sem eru nýgræðingar keppum í þrisvar sinnum eina mínútu, þann- ig að við eigum langt í land, en svona keppni er mjög vinsæl í Veg- as, þar sem menn slást af kappi í stuttan tíma. Sumir án mikillár tækni og því eru tilþrifin oft skraut- leg. Guðni var mjög kraftmikill og fljótur í sinni viðureign. Ef við mætumst þá gep ég allt til að leggja hann að velli, er fullur sjálfstrausts eftir þennan fyrsta bardaga. Mér finnst þessi bardagaíþrótt eiga vel við mig — ég virðist hafa góðan grunn að byggja á og finnst ekkert að því að slá menn í keppni. En alvaran tekur við á föstudaginn, þá eru fjórir bardagar á einu kvöldi. Þar mun aðeins einn keppandi standa uppúr og fara áfram í úrslit í Toughman Contest í maí,“ sagði Andrés. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sigruðu báðir ISLENSKU keppendurnlr, Andrés Guðmundsson tll vlnstrl og Guðnl Slgurjónsson, sem keppa í hnefalelkum í Las Vegas kom- ust báðir áfram í undankeppnl fyrir Toughman Contest. Slógu báðlr andstæðlnga sína í gólflð á um 20 sekúndum. KNATTSPYRNA Einn leikmaður ekki með leikmannasamning ífyrra Verður Örebro fært niður í fyrstu deild? landsliðið til Kýpur Hörður Helgason, þjálfari 21 árs landsliðsins í knattspymu, hefur valið lands- liðshóp sinn sem fer til Kýpur 27. febrúar til að taka þátt í alþjóðlegu móti. Íslenska liðið leikur í riðli með Finnlandi, Noregi og Eistlandi. Eftirtaldir leikmenn skipa landsliðshópinn: Skagamennimir Ámi Gautur Arason, Sturlaugur Haraldsson, Kári Steinn Reynisson og Pálmi Haraldsson, Auðun Helgason, FH, Hákon Sverrisson, Breiða- bliki, KR-ingamir Atli Knútsson, Óskar Þorvaldsson, Sigurður Öm Jónsson og Guðmundur Bene- diktsson, Pétur Marteinsson og Kristinn Hafliðason úr Fram, Hermann Hreiðarsson og Tryggvi Guðmundsson frá ÍBV, Sigurvin Ólafsson, Stuttgart, og Eiður Smári Guðjohnsen, Eindhoven. Sænska síðdegisblaðið i DAG skýrði frá því í gær að svo gæti farið að úrvalsdeildarfélag ■mBMi Örebro yrði dæmt GrétarÞór til að leika í 1. deild Eyþórsson á komandi leiktíð, en seni kunnugt er V'PJ0' léku íslendingamir Amór Guðjohnsen og Hlynur Stefánsson með félaginu í fyrra þegar það náði öðm sæti í úrvalsdeildinni og þeir era þar enn. Hlynur Birgisson frá Akureyri mun væntanlega leika með liðinu á komandi leiktíð. Sænska blaðið segir að einn leik- maður félagsins, hinn tvítugi miðjumaður Magnus Powell, hafi ekki verið með leikmannasamning við Örebro, en samkvæmt sænsk- um reglum verða allir, sem fá meira en 17,600 sænskar krónur í árslaun, að gera leikmannasamn- ing og knattspyrnusambandið verður að fá afrit af þeim. Örebro seldi á dögunum Powell þennan til Helsingborgar og þá kom í ljós að enginn leikmannasamningur var til milli hans og Örebro. „Það er rétt að það var aldrei gerðu samn- ingur við Powell og ástæðan var að hann vildi ekki skrifa undir samning við félagið. Við höfum verið að reyna að leysa þetta mál gagnavart knattspyrnusamband- inu, en það hefur ekki tekist enn- þá,“ sagði Sven Dahlkvist þjálfari og framkvæmdastjóri Örebro, í blaðinu í gær. Powell lék 17 leiki með Örebro í úrvalsdeildinni í sumar og verði félaginu refsað fyrir þetta þá tapar það þeim stigum sem það fékk í þeim leikjum þar sem hann lék. Þá missir félagið 35 stig og mun fyrir vikið falla niður í 1. deild. Blaðið rifjar upp dæmi frá árinu 1966 er kjiattspymufélagið Saltö greiddi ekki 5 króna leyfisgjald fyrir einn leikmann og var fyrir vikið flutt niður um eina deild. FRJALSAR Öldungamót Þrjú íslandsmet hjá Helgu HELGA Halldórsdóttir úr FH setti þiýú Islandsmet á meistara- móti öldunga í frjálsíþróttum innanhúss, sem fór fram í Laug- ardalnum um helgina. Helga, sem er 31 árs, setti met í lang- stökki - stökk 5,53 metra, í þrí- stökki -11,12 metra og í þrí- stökki án atrennu - 8,13 metra. Þá setti Karl Torfason, UMSB, Islandsmet í langstökki í flokki 60 ára og eldri, þegar hann stökk 4,68 m og Flosi Jónsson, UFA, setti íslandsmet í langstökki án atrennu, í 40 ára flokki — stökk 3,18 m. ■ Úrslit / C2 BLAK: DEILUR UM LIÐ STJÖRNUNNAR í BIKARKEPPNINNI / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.