Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA ísland í 39. sæti Islenska landsliðið í knattspymu er í 39. sæti á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og heldur liðið sínu sæti frá áramótum, en ísland hefur ekki leikið landsleik síðan listinn var birtur þá. Alls eru 179 þjóðir á styrkleikalistanum. Eins og áður eru það heimsmeist- arar Brasilíu sem em efstir á blaði, Spánverjar halda öðm sætinu, en Ítalía og Svíþjóð hafa skipt um sæti — ítalir em komnir í þriðja sætið. Norðmenn hafa tekið mesta stökkið af Evrópuþjóðum — em komnir í sjötta sæti — og Argen- tínumenn hafa stokkið um þijú sæti, em komnir í sjöunda sætið. Graham rekinn Torrey héldu engin bönd John Torrey fór hamfömm gegn Val að Hlíðarenda í gærkvöldi og gerði nærri helming stiga Tinda- stóls í 92:96 sigri. Stefán Sauðkrækingar em Stefánsson með tveggja stiga skrifar forskot á Hauka og Val í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni þegar 3 umferðir em eftir. Tindastólsmenn náðu að halda naumu forskoti lengi vel. Vals- mönnum tókst með erfíðismunum að jafna leikinn um miðjan síðari hálfleik en þá kom Páll inná og reif upp baráttuna hjá Stólunum, sem náðu 11 stiga forskoti þegar tvær mínútur vom til leiksloka. Valsmenn pressuðu stíft og náðu forskotinu niður í 92:94 en gestim- ir skomðu úr vítakasti, 92:95, og 3ja stiga skot Valsmanna geigaði. Bow var allt í öllu hjá Val enda er stílað uppá hann en það var ekki sami kraftur í honum og í síðustu leikjum Vals. Páll sýndi tilþrif, Ómar var mjög góður en Hinrik Gunnarsson var langt frá sínu besta. George Graham, yfirþjálfari Arsenal í tæplega níu ár, var látinn fara frá félaginu í gær og Stewart Houston ráðinn í staðinn. í yfírlýsingu félagsins kom fram að Graham hefði ekki starfað eins og það hefði viljað i sambandi við leikmannakaup en í desember s.l. kom fram að Graham hefði tekið við 285.000 pundum samfara kaup- um Arsenal á Dananum John Jens- en 1992. Graham hefur ávallt neit- að að hafa hagnast persónulega á leikmannakaupum og haldið því fram að um gjöf frá norska umboðs- manninum hefði verið að ræða og hafí hann komið peningunum áfram til félagsins. Rannsókn á kaupum á Svíanum Anders Limpar og Norð- manninum Paal Lydersen hafði einnig áhrif á ákvörðun Arsenal. Houston, sem var aðstoðarmaður Grahams, sagðist hafa verið furðu lostinn þegar Peter Hill-Wood, for- maður Arsenal, hefði greint sér frá uppsögninni en formaðurinn sagði að í stöðunni hefði ekki verið um annað að ræða. Graham var lykilmaður í liði Ars- enal 1966 til 1972 og átti stóran þátt í tvöföldum sigri félagsins 1971. Hann var ráðinn sem yfír- þjálfari Arsenal 1986 og á fyrsta ári undir hans stjórn fagnaði liðið deildarbikarmeistaratitlinum. Inn- an þriggja ára var fyrsti Englands- meistaratitillinn í 18 ár í höfn og tveimur árum síðar endurheimti Arsenal titilinn en í fyrra varð félag- ið Evrópumeistari bikarhafa. En sex titlar á átta árum höfðu ekkert að segja þegar fyrmefnd ákvörðun var tekin. SShaquille O’Neal skoraði 30 stig og tók ellefu fráköst þegar Orlando Magic vann stórsigur, 152:104, gegn Milwaukee Bucks á útivelli. Leikmenn Orlando, sem skoruðu átta fyrstu stig leiksins, komu í veg fyrir að heimamenn skor- uðu í 2,48 mín., en þá setti Vin Baker körfu. Glen Rice skoraði 36 stig fyrir Miami Heat, sem lagði, 103:96, Cleveland Cavaliers á útivelli. Þetta var ellefti leikurinn í vetur sem Rice hefur skorað meira en 30 stig í. Þá skoraði Bimbo Coles sautján stig og átti tíu stoðsendingar fyrir Heat. Hawkins, Larry Johnson og Scott Burrell skoruðu sín 23 stigin hver fyrir Charlotte Homets sem lagði Chicago Bulls, 115:104. Mourning skoraði 22 og tók tólf fráköst. Joe Dumars skoraði fjögur stig þegar 2,11 sek. voru eftir þegar Detroit Pistons vann Sacramento Kings, 99:93. Dumars skoraði þriggja stiga körfu og eitt stig úr vítaskoti. Nick Van Exel skoraði 40 stig fyrir Los Angeles Lakers, sem lagði Seattle Supersonics 109:102. Vlade Divac skoraði 19 stig fyrir Lakers. Detlef Schrempf skoraði 26 stig og Kemp 25 fyrir Seattle. TYRON Hill frð Cleveland og Kevin Wlllis hjð Mlaml berjast hér um boltann í lelk IIAa slnna í fyrrinótt. Styrkleikalistinn 1. ( 1) Brasilía......66.54 2. ( 2) Spánnn.........61.70 3. ( 4) Ítalía.........61.57 4. ( 3) Svíþjóð........61.12 5. ( 5) Þýskaland......60.96 6. ( 8) Noregur........59.99 7. (10) Argentina......59.45 8. ( 6) Holland........59.29 9. (15) Mexíkó.........58.94 10. ( 9) írland.........57.20 11. ( 7) Sviss..........57.18 12. (11) Rúmenía........56.13 13. (12) Nígería........55.08 14. (16) Búlgaría.......54.09 15. (14) Denmörk........53.49 16. (17) Kólumbía.......52.84 17. (13) Rússland.......52.48 18. (19) Frakkland......52.41 19. (20) Portúgal.......52.04 20. (18) England.......51.92 38. (47) Chile..........38.98 39. (39) ÍSLAND.........38.45 40. (42) ísrael.........38.39 Orlando gerði 152 stig KORFUKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA Cantona ákærður Eric Cantona mætti í yfirheyrslu hjá bresku lögreglunni í gær þar sem hann var kærður fyrir lík- amsárás en eins og greint hefur verið frá sparkaði Frakkinn í áhorf- anda á leik í síðasta mánuði. Cantona fékk síðan að fara gegn tryggingu en honum ber að mæta fyrir rétt í London í næsta mánuði og á yfir höfði sér allt að sex mán- aða fangelsi verði hann fundinn sekur um venjulega árás sem væg- ast er tekið á. Cantona var yfírheyrður í þijár klukkustundir en vildi ekki tjá sig við íjölmiðla um málið. Hins vegar hefur hann sagt að hann ætli að kæra ITN sjónvarpsfréttastöðina fyrir að fréttamaður hennar hafi ekki virt friðhelgi einkalífs síns en Cantona réðs á umræddan frétta- mann á baðströnd í Karíbahafinu fyrir skömmu eftir að fréttamaður- inn hafði gerst ágengur við knatt- spymumanninn þar sem hann var í fríi með fjölskyldu sinni. BLAK Mikill styrr um undanúrslitaleik í bikarkeppni karla sem verður í kvöld Með hvaða lið mætir Stjaman? LIÐ Stjörnunnar og ÍS eiga að leika í undanúrslitum bik- arkeppni Blaksambandsins í kvöld. Nokkur stirr hefur staðið um þennan leik og nokkuð Ijóst að eftirmálar verða af honum. Forsaga málsins er að Stjaman tilkynnti tvö lið (1 og 2) í bikarkeppnina. Stjaman 2 sat hjá í fyrstu umferð en Stjarnan 1 dróst gegn KA á Akureyri. Þangað mætti liðið ekki og sektaði stjórn BLÍ félagið um 39.780 krónur, eða sem nemur ódýrasta Apex far- gjaldi til Akureyrar fyrir sex leik- menn, en með færri leikmenn er ekki hægt að fara, en fullskipað lið er skipað 12 leikmönnum. Stjarnan 1 er þar með úr leik en Stjaman 2 á að mæta ÍS í kvöld í Ásgarði. Skiiningur flestra, nema Stjörnumanna, virðist vera sá að þrátt fyrir að ekki sé getið sérstak- lega um það í reglugerðum um bikarkeppni hvað sé A-lið (lið 1) og hvað B-lið (lið 2) eigi reglugerð um deildarkeppni við í bikamum. Stjörnumenn telja að þeir geti mætt með sína sterkustu Ieikmenn og látið þá leika undir merkjum Stjömunnar 2 en leikmenn sem taka þátt í annarri deildinni hafi átt að skipa Stjömuna 1. Stjöm BLÍ segist í bréfi til Stjörnunnar 10. janúar, líta svo á að ekki sé neinn vafi á að það sé 1. deildarlið félagsins sem eigi að fara til Akureyrar en Stjaman 2 (liðið i 2. deild) sitji hjá. Bjöm Guðbjömsson, formaður BLÍ, segir síðan í bréfí til Stjömunnar dag- settu 24. janúar, að hann telji stjómina ekki geta tekið afstöðu í málinu og það sé alfarið mál fé- lagsins hvað það geri. Formaður mótanefndar staðfestir síðan þessa túlkun stjómar í bréfí til ÍS dag- settu 20. febrúar og segir að IS skuli mæta til leiks og gera at- hugasemd telji féiagið að Stjarnan sé með ólöglega leikmenn. „Það er okkar skilningur að A iið félags sé skipað sjö leikjahæstu leikmönnum þess, en það er ekki tekið fram í reglugerð um bikar- keppni og því getur stjómin lítið aðhafst, enda hefur ekkert brot átt sér stað ennþá,“ sagði Björn formaður BLÍ £ samtali við Morg- unblaðið í gær. „Það er erfitt að eiga við þetta og trúlega fer þetta fyrir blakdómstól verði úrslit leiks- ins þannig, en vonandi leysist þetta farsællega," sagði Bjöm. Skráður formaður blakdeildar Stjömunnar segist ekki lengur vera fonnaður og vildi ekki tjá sig um þetta mál. Jón Gunnar Sveins- son, þjálfari Stjörnunnar, var spurður hvaða lið myndi mæta til leiks í kvöid. „Það verður Stjarnan 2 og það er enginn munur á því liði og Stjörnunni 1. Vegna orð- róms um að við ætiuðum að svindla og annað slíkt sendum við nafna- lista til blaksambandsins um hvaða leikmenn væru i hvaða liði og þar kemur fram hveijir eru í Stjöm- unni 2,“ sagði Jón Gunnar. Nafnalistann sendi Stjaman til BLÍ eftir að dregið hafði verið í bikarkeppninni og mætti siðan ekki með lið 1 til leiks á Akureyri eins og áður kemur fram. Jón Gunnar sagði að þetta væri rétt, sótt hafí verið um frestun á leikn- um fýrir norðan en ekki hefði ver- ið tekið tillit til þeirrar beiðni. „Við höfðum ekki efni á að fara með liðið norður á þessum tíma og vildum fá að leika um helgi þar sem þá hefðum við komist með ódýrari hætti til Akureyrar," sagði Jón Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.