Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR 1995 Þrír hressir Eyjapeyjar Halló! Við erum þrír hressir Eyjapeyjar sem langar svo til að fá mynd af okkur í „bestu vinum“, því að við erum sko bestu vinir og leik- um okkur mikið saman eftir skólann, en skólinn okkar heitir Hamarsskóli. Við erum í 1. PR og okkur finnst rosalega gaman í skólanum. Við heitum Sigurður Ámi Jónsson, Elvar Aron Björnsson og Hilmir Þór Kjartansson. Hilmir Þór Kjartansson, Faxastíg 37, 900 Vestmanna- eyjum. ÞARNA erum við að búa til snjó- hús. Eg er fyrst- ur með fjólu- bláu húfuna, svo Elvar og ^Siggi. Tvö lítil Ijóð Stjömumar tindra á himninum. Þær em gleðitár englanna. Englarnir em glaðir þegar þú ert glöð og þeir eru leiðir þegar þú ert leið. Þú ert sú eina sem þeir treysta. ísland er landið þitt þar sem íjöllin gjósa, á vetuma dýrin leika sér í baði norðurljósa. Ólöf Auður Erlingsdóttir, 9 ára, Blönduhlíð 4,105 Reykjavík. Fuglinn sem týndist Einu sinni var lítill fugl. Hann var að leita að mömmu sinni. Litli fuglinn spurði lítinn karl: „Hefurðu séð hana mömmu rnína?“ En litli karlinn sagði: „Ég hef ekki séð hana mömmu þína og farðu burt, litli fugl.“ Litli fuglinn spurði litla mús: „Hefurðu séð hana mömmu mína?“ „Nei, ég hef ekki séð hana mömmu þína,“ sagði litla músin. Litli fuglinn leitaði lengi, lengi í marga daga. Þá heyrði hann kunnuglegt kvak. Þarna var þá mamma hans komin. Hún hafði líka verið að leita að unganum sínum. Litli fuglinn gætti sín og týndist aldrei aftur. Myndina og söguna gerði Hildur Helga Kristinsdóttir, 7 ára, Frostaskjóli 115, 107 Reykjavík. Mamma og börnin ogindí- ánatjald Ijarna er sumar og sól og ®iullt af fallegum blómum. Systkinin á myndinni eru í lautartúr með mömmu sinni. Mamman er í skemmtilega röndóttu pilsi, með barðahatt og perlufesti. Dálítið skrýtin taska sem mamman er með, eins og risastór hengilás. — Skyldi þetta vera hengilás á indíánatjaldið? Það er blóma- ilmur og hlýindi í lofti, þótt „óþekka skýið“ helli nokkrum regndropum yfir mömmu og krakkana. Nú eru margir krakkar farnir að hlakka til að sjá sum- arsól og blóm í haga, það sjáum við á teikningum ykkar. Guðrún Birna Jakobsdóttir, 7 ára, sendir þessa vel gerðu mynd. Guðrún á heima á Kleppsvegi 54, Reykjavík. Að teikna fiðrildi kað er vandasamt að teikna fiðrildi, en blý- 1 anturinn er svo duglegur að hjálpa okkur. Þama dansar hann yfir pappírinn — og ef þú gerir alveg eins og hann, þá ertu miklu meiri listamaður en þú hefðir getað ímyndað þér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.