Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Upplagseftirlit Yerslunarráðs Sjónvarpshandbókin í53.000 eintökum SJÓNVARPSHANDBÓKIN var það tímarit í upplagsskoðun á sviði tímarita og kynningarrita upplags- eftirlits Verslunarráðsins sem prentað var í stærstu upplagi á tímabilinu maí til desember 1994, eða 53.333 eintökum að meðaltali. Út komu 15 tölublöð. Með sér- stakri skoðun staðfesti upplagseft- irlitið að Fasteignablaðið var prent- að í 60 þúsund eintökum í febrúar 1995. Megminu dreift ókeypis Megninu af Sjónvarpshandbók- inni á umræddum tíma var dreift ókeypis, samkvæmt óstaðfestum upplýsingum frá útgefanda, eða 53.008 eintökum. Myndbönd mán- aðarins var prentað í 27.212 eintök- um að meðaltali á tímabilinu maí til desember sl. en út komu átta tölublöð. Öllu upplaginu var dreift ókeypis, samkvæmt óstaðfestum upplýsingum frá útgefanda. Heimili og skóli var prentaður í 12 þúsund eintökum á þessu tíma- bilinu en út komu tvö tölublöð. Megninu var dreift í áskrift, eða 9.850 eintökum en 250 ókeypis, samkvæmt óstaðfestum upplýsing- um frá útgefanda. Fasteignablaðið kom út 11 sinnum á tímabilinu að meðaltali í 10 þúsund eintökum. Þar af var helmingnum dreift í lausasölu en hinu ókeypis, sam- kvæmt óstaðfestum upplýsingum frá útgefanda. Heilbrigðismál kom út tvisvar sinnum á tímabilinu í 5.285 eintökum að meðaltali og var 4.400 eintökum dreift í áskrift. Af kynningarritum var upplag Complete Iceland Map stærst, eða 80 þúsund prentuð eintök. Allt upp- lagið var samkvæmt óstaðfestum upplýsingum frá útgefanda lagt fram eða dreift. Bre' % 1,2 1.0 0,8 0,6 0,4 0,2 0,0 -0,2 -0,4 -0,6 ytingar vísitalnanna milli mánaða 1992-19! Fært til ársgrundvallar 95 L /ll Frainfærsluvfsitala '\\ IIV ,u nskjaravfsitala \ ífm'7 Meðaltal LVT: 0,154% Meðaltal FVT: 0,201% - Fylgni: 49% j fmamJ ja scjnd 1992 J fmamJ JÁ sÓnd 1993 J fmÁmj JÁ sÓnd. 1994 Aðgerðir ríkisstjómar varðandi lánskjaravísitölu Breytingin eykur spákaupmennsku ÁKVÆÐI í aðgerðum ríkis- stjórnarinnar vegna nýju kjara- samninganna varðandi breytingar á lánskjaravísitölunni, sem fram- vegis miðast við framfærslukostn- að, mun bjóða upp á meiri spá- kaupmennsku á fjármagnsmark- aði. Meðfylgjandi línurit sýnir breyt- ingu á milli mánaða á lánskjara- vísitölu og framfærsluvísitölu frá ársbyijun 1992. Breytingin erfærð til ársgrundvallar. „Frá ársbyijun 1992 hefur framfærsluvísitalan hækkað meira en lánskjaravísitalan," segir Óttar Guðjónsson hjá Landsbréfum sem lét viðskiptablaði Morgunblaðsins þessar upplýsingar í té. „Vísitöl- umar hafa hins vegar fylgst vel að þennan tíma.“ Óttar sagði ennfremur að í framtíðinni myndu menn sjá meiri sveiflur í lánskjaravísitölu sem tengd væri framfærslukostnaði, en verið hefði. Þannig væri boðið upp á meiri spákaupmennsku á fjár- magnsmarkaðnum og líkur á að óverðtryggði hluti hans yrði meira spennandi á ákveðnum tímabilum. „Ástæðan fyrir svona stökkum í framfærsluvísitölunni hafa oft ver- ið skattabreytingar og þess háttar. Nú fer fjármagnsmarkaðurinn væntanlega að fylgjast betur með slíku en áður,“ sagði Óttar. Hafnarfj arðarhöfn Vilja seija upp flotkví ERINDI hefur borist til Hafnar- stjórnar Hafnarfjarðar frá Vél- smiðju Orms og Víglundar sf. um möguleika á aðstöðu fyrir 111 metra langa flotkví með 5.600 tonna lyftigetu i Hafnárfjarðarhöfn. Að sögn Más Sveinbjömssonar framkvæmdastjóra Hafnarfjarðar- hafnar, hafa bæjaryfirvöld ákveðið að taka upp viðræður við fyrirtækið. Á hugmyndastigi Að sögn Más hefur verið haldinn óformlegur fundur með forsvars- mönnum fyrirtækisins um mögu- leika á aðstöðu í höfninni til bráða- birgða og síðar til langframa. Bæj- aryfirvöld hafi síðan ákveðið að skipa nefnd til viðræðna um stað- setningu flotkvíar í höfninni en sá fundur hafi enn ekki verið haldinn. „Þetta er ennþá á hugmyndastigi,“ sagði Már. „Málið snýst um það hvort hægt verður að fínna þessari starfsemi stað í höfninni í friði fyrir haföldu og án þess að hún mengi út frá sér.“ Sagði Már að þegar hafi kom- ið fram að fyrirtækið mun ekki sækjast eftir opinberri fyrirgreiðslu. VIÐSKIPTI 15 stærstu hluthafar Hluthafar Sigurður Egilsson Venus hf. Vogun hf. Hlutabréfasjóðurinn Hlutafé, kr. 32.503.000 30.926.000 17.713.000 13.411.000 Lífeyrissj. Verslunarmanna 12.190, Árni Vilhjálmsson Hannes Pálsson Bragi Hannesson Sameinaði Lífeyrissj. Draupnissjóðurinn Sigurgeir Guðmanhsson Auðlind Birgir Frímannsson Lífeyrissj. Austurlands Hlutabréfasj. VÍB Samtals 15 stærstu Aðrir 421 hluthafar Samtals Sigurjón að semja við Lakewood SIGURJÓN Sighvatsson kann að verða framkvæmdastjóri banda- ríska kvikmyndaframleiðandans Lakewood Entertainment Corp. innan skamms. Samkvæmt heimild- um Reuters eru samningar þessa efnis nú á lokastigi á milli Sigur- jóns og Tom Rosenbergs, stjórnar- formanns Lakewood. Siguijón hætti eins og kunnugt er þann 22. desember í fyrra hjá Propaganda Films, kvikmynda- og myndbandafyrirtækinu sem hann stofnaði ásamt félaga sínum Steve Golin. Að sögn Reuters skrifaði Rosen- berg nýlega undir samning við kvik- myndarisann Paramount um sam- vinnu í 5 ár eða við gerð 15 mynda, eftir því hvorum áfanganum yrði náð fyrr. Rosenberg mun fjármagna gerð myndanna sjálfur. Siguijón vann með Rosenberg að gerð mynd- arinnar „Just Looking", sem lauk nú fyrir skömmu. Þrjú fyrirtæki í Hnífsdal flytja viðskipti sín frá íslandsbanka til Landsbanka Tveir milljarðar króna á milli banka ÞRJÚ sjávarútvegsfyrirtæki í Hnífsdal, Bakki hf., Hraðfrystihús- ið hf. og Miðfell hf. , hafa flutt viðskipti sín til Landsbanka íslands frá Islandsbanka. Fyrirtækin þijú velta samtals nær tveimur milljörð- um, en gengið frá frá flutningunum fyrr í þessum mánuði. „Það er rétt. Þessi fyrirtæki hafa flutt sig yfir til Landsbankans,“ sagði Aðalbjörn Jóakimsson, eig- andi Bakka og stjórnarformaður Hraðfrystihússins hf. í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum fengið þar mjög góðar viðtökur og þjón- ustu og kunnum því vel að vera í viðskiptum við Landsbankann." Birgir Jónsson, útibússtjóri Landsbankans á Isafirði, sagðist í samtali við Morgunblaðið, áætla að velta fyrirtækja í viðskiptum við útibúið ykist um 5-10% þegar veltu Bakka, Hraðfrystihússins og Mið- fells væri bætt við. „Þetta eru hátt í tveir milljarðar sem þarna bætast við í veltu og því er um að ræða heilmikla viðbót fyrir okkur,“ sagði Birgir. „Þessi fyrirtæki eru talin til þeirra stærstu á staðnum hvert fyrir sig, að maður tali ekki um þegar þau eru sameinuð.“ Sjávarútvegsfyrirtækin þrjú sem um ræðir hafa öll verið í áraraðir í viðskiptum hjá Islandsbanka. Bakkiað kaupa Þuríði? Samningar um kaup Bakka hf. á meirihluta hlutaijár í Þuríði hf. á Bolungarvík eru á lokastigi skv. frétt sem birtist í Bæjarins besta í gær. Þessi fyrirtæki voru ásamt Hraðfrystihúsinu, Miðfelli og Gná í Bolungarvík í viðræðum um kaup á meirihluta bæjarsjóðs Bolungar- víkur í útgerðarfélaginu Ósvör fyrr í vetur. Þeim viðræðum var slitið um miðjan janúar sl. og skv. frétt Bæjarins besta munu fyrirtækin nú vera að fara aðra leið að sama marki. Þannig segir blaðið að Gná, sem er hluthafi í Þuríði, muni koma inn í myndina á síðari stigum málsins og hér sé aðeins um að ræða fyrstu aðgerð í stærri samvinnu fyrirtækj- anna þriggja. Aðalbjörn Jóakimsson, vildi ekki staðfesta þessa frétt við Morgun- blaðið í gær. Strætisvagnar Reykjavíkur Nýtt skipurit samþykkt SKIPULAG Strætisvagnanna hefur verið stokkað upp. Stöðum í 'yfirstjóm fjölgar BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu að nýju skipuriti fyrir Stræt- isvagna Reykjavíkur. Með breyt- ingunni fjölgar stöðugildum í yfir- stjóm um eitt og staða aðstoðarfor- stjóra verður lögð niður er starfs- samningur núverandi aðstoðarfor- stjóra rennur út 1. júní 1995. í greinargerð með tillögunni kemur fram að markmið með breytingu á stjómskipan fyrirtæk- isins sé að bæta stjórnssýsluna með skýrari verkaskiptingu, skilvirkari samskiptum, bættri upplýsinga- tækni og nýju verklagi. Jafnframt að styrkja starfsemi SVR innávið meðal annars með því að efla mark- vissa starfsmannastjóm og loks að styrkja starfsemi SVR útávið með því að leggja meiri áherslu á þróun- ar og markaðsstarf. Gert er ráð fyrir að starfsemi fyrirtækisins verði skipt í þijú svið, fjármála- og starfsmannasvið, þjónustusvið og markaðs- og þró- unarsvið. Koma þessi svið í stað núverandi þriggja deilda, það er þjónustudeildar, umferðardeildar og tæknideildar og samstarfs- nefndar um almenningssamgöng- ur. Ákveðið hefur verið að skrif- stofustjóri taki við nýrri stöðu sem forstöðumaður fjármála- og starfs- mannasviðs, en að ráðið verði í stöðu forstöðumanns þjónustusviðs og forstöðumanns markaðssviðs- og þróunarsviðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.