Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Atvinnuátaksverkefni í ganffi á Selfossi Leitað leiða til að auka um- svif fyrirtækja á staðnum Selfossi, Morgunblaðið. SELFOSSBÆR hefur ráðið verkefnisstjóra atvinnuátaks á Sel- fossi til eins árs í fullt starf frá 1. október á síðastliðnu ári. Markmiðið með átak- inu er að auka atvinnu á staðnum. Verkefnis- stjórinn aðstoðar at- vinnurekendur á Sel- fossi við að greina nýja möguleika sem nýtast munu til auk- innar atvinnu. Auk þess aðstoðar hann þá við að bæta núverandi rekstur. Einnig vinnur hann með starfsmönnum Selfoss- kaupstaðar við leit og skilgrein- ingu atvinnuskapandi verkefna á vegum fyrirtækja og stofnana. Þá vinnur hann að gerð hagkvæmnis- athugana og frumkannana á hug- myndum að aukinni atvinnu. Aukin umsvif eru grundvallaratriði „Það er grundvallaratriði að auka umsvif hjá fyrirtækjunum á staðnum. Til þess höfum við tvær leiðir, að styrkja og efla þau fyrir- tæki sem fyrir eru og að koma á fót nýjum. Þetta geri ég hvort tveggja en tel meira um vert að efla það sem fyrir er. Reynslan sýnir að það gengur frekar upp,“ sagði Róbert Jónsson atvinnuráð- gjafi og verkefnisstjóri atvinnuá- taksins á Selfpssi. Róbert segist hafa kynnt sér fyrirtækin á staðnum með heim- sóknum, þegar hafa unnið fyrir fjölda fyrirtækja og segist hafa meira en nóg að gera. Dæmi um verkefni sem unnin hafa verið fyrir fyrirtæki er ráð- gjöf við stofnun og stefnumörkun fram- leiðslufyrirtækis í járniðnaði þar sem framtíðarhlutverk var skilgreint og aðstoðað við áætlanagerð og markaðsmál. Önnur dæmi eru aðstoð við arðsemismat á nýjum framleiðsluvörum matvælavinnslufyrir- tækis, úttekt á rekstri flutningadeildar versl- unar- og þjónustufyrirtækis og ráðgjöf við fjármögnun í nýjum fyrirtækjum. „Menn viðra sínar hugmyndir og ég aðstoða þá við útfærslu á þeim. Það er nú einu sinni svo að menn eru yfirleitt á fullu í að sinna daglegum rekstri og hafa ekki nægan tíma fyrir nýsköpun. Þetta er þekkt erlendis en þar kaupa fyrirtæki ráðgjöf sem er að vísu að aukast hérlendis. Selfossbær fer þá leið að veita þessa ráðgjöf frítt,“ sagði Róbert. Fjárfestingarmöguleikar og vinnuhópar Róbert sagði að einn kosturinn til að auka atvinnu á Selfossi væri að kynna staðinn sem góðan fjárfestingarmöguleika og leggja í því efni áherslu á góða staðsetn- ingu og stöðugleika í atvinnulífi þar sem sveiflur frá sjávarútvegi væru ekki áberandi. Einnig væri lögð áhersla á að þjónustustigið á Selfossi væri hátt. Hann sagði marga atvinnurekendur líta til þessara þátta þegar þeir veldu starfsemi sinni stað. Hann sagði engan vafa á því að möguleikar atvinnulífsins á Selfossi væru miklir. Einn þátturinn í að kynna Selfoss sem fjárfestingarmögu- leika var útgáfa bæklings þar sem kostir bæjarins voru kynntir Eitt af byijunarverkefnum Rób- erts var að koma á fót vinnuhópum um ákveðin svið atvinnulífsins, ferðamál, byggingariðnað, mat- vælavinnslu, verslun og þjónustu og framleiðsluiðnað. í þessa Vinnu- hópa er fengið fólk úr atvinnulífinu og úr atvinnu- og ferðamálanefnd bæjarins. „Við förum yfir stöðuna í dag og hveijir möguleikarnir eru, hvaða markmið við viljum setja okkur og leiðir að þeim,“ sagði Róbert. Vinnan í ferðamálahópnum er komin hvað lengst og byijað að halda skipulagða opna hádegis- fundi. Sá fyrsti var 26. janúar en framundan eru fundir 3. febrúar, 17. febrúar og 3. mars. Á fyrsta fundinum var frummælandi Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Á næstu fundum verða frummæ- lendur María Guðmundsdóttir frá Upplýsingaskrifstofu ferðamála og Þórdís G. Arthúrsdóttir ferða- málafulltrúi Akraness. Á loka- fundinum 3. mars fer svo ferða- málaverkefnið formlega af stað. Róbert kvaðst sannfærður um að atvinnuátakið skilaði árangri. það væri greinilegt að fólk væri tilbúið til þess að koma nýjum hug- myndum á framfæri og leita leiða til þess að gera þær að veruleika. Róbert Jónsson Nýtt tölvuforrit fyrir hrossaræktendur SAMEINUÐU bændasamtökin hafa sett á markað nýtt tölvu- forrit, Einka-Feng 1,0. Með for- ritinu fylgir yfirgripsmikið gagnasafn um íslenska hrossa- rækt sem nær til alls 60 þúsund hrossa með upplýsingum um íslensk hross, t.d. um ættir, eig- endur, kynbótadóma og kyn- bótamat. Forritið er afrakstur margra ára vinnu við skýrsluhald um þúsundir hrossa um land allt á vegum Búnaðarfélags íslands. Ennfremur hafa allir kynbóta- dómar verið skráðir kerfis- bundið í miðlægt tölvukerfí fé- lagsins, svo og kynbótamat og frostmerkingar hrossa. Einka-Fengur gefur not- endum kost á að byggja upp eigið gagnasafn á grunni gagnasafns forritsins, þar sem unnt er að skrá, breyta og eyða upplýsingum í því. Gagnasafnið verður uppfært árlega með öll- um kynbótadómum ársins ásamt öðrum nýjum upplýsing- um. Einka-Fengur var saminn hjá tölvudeild Búnaðarfélags ís- lands og er skrifaður á forrit- unarmálinu Turbo-Pascal. Not- endaskil voru gerð með undir- forritunarsafninu Turbo Visi- on. Gagnagrunnshluti forrits- ins er skrifaður með Paradox Engine gagnaköllum og gagna- töfíur eru á Paradox 4,0 formi. Einka-Feng verður að keyra á einkatölvum með a.m.k. 640 kb vinnsluminni. Ágæt vinnsla fæst með tölvum með örgjörv- um 80386 þó að vel sé unnt að nota forritið á tölvum með minni örgjörva. 4. rammaáætlun ESB er nýr valkostur fyrir íslenskar rannsóknir og íslenskt atvinnulíf UNDANFARNA mánuði hefur verið unnið að undirbúningi þátttöku íslendinga í 4. rammaáætlun Evr- ópusambandsins. M.a. hefur verið sett á stofn sérstök þjónustustarfsemi fyrir þá aðila sem hyggja á samstarf og nefnist starfsemin Kynningarmiðstöð Evrópurann- sókna (KER.) Fjármagn til reksturs starfsem- innar hefur að mestu leyti frá Evrópusam- bandinu. Rannsóknarráði íslands var falin umsjá með rekstri KER og nýtur ráðið stuðnings frá Iðntæknistofnun og Rannsóknaþjónustu Háskólans við útfærslu starfseminnar. „Þessi þjónusta ásamt annarri vinnu, eykur líkurnar á því að það verði vel staðið að Jiátttöku ís- lendinga í evrópsku samstarfl. I því er ein- mitt fólgin forsendan fyrir því að rannsókn- imar skili því til þjóðfélagsins sem þeim er ætlað,“ sagði Orri Hlöðversson, starfsmaður KER í samstarfí við Morgunblaðið. Orri sagði ennfremur að ein helsta forsend- an fyrir efnahagslegum framförum og sam- keppnishæfni einstakra ríkja og ríkjasam- banda væri fjárfesting á sviði rannsókna og tækniþróunar. Aldrei hefðu þessi rök átt bet- ur við en nú á öld upplýsingatækninnar þar sem þekking öðru fremur kæmi til með að ráða mestu um hver yrði hlutskarpastur á mörkuðum framtíðarinnar. „í upphafí áttunda áratugarins var ráða- mönnum Evrópusambandsins orðið ljóst að rannsókna- og tækniþróunarstarfsemi ESB- ríkja þurfti að taka til gagngerrar endurskoð- unar," sagði Orri. Evrópa var að dragast aftur úr „Evrópa sem heild var að dragast aftur úr helstu keppinautum sínum á sviði heims- viðskiptanna ; Bandaríkjunum og Japan. Hvert ESB-ríki fyrir sig hafði litla burði til að stunda rannsóknir af sama mætti og efna- hagsrisamir tveir auk þess sem það var oft um sannkallaðan tvíverknað að ræða innan Evrópu þar sem verið var að vinna sömu rannsóknavinnuna á tveimur eða fleiri aðild- arríkjanna samtímis." Við þessar aðstæður var 1. rammaáætlun Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna sett á laggirnar ESB hrint í framkvæmd árið 1984 þar sem stórt skref var stigið í-þá átt að sameina rannsókna- og tækniþróunarstarfsemi á veg- um ESB undir einum hatti. „Með tilkomu Single European Act árið 1987 styrktist staða rannsókna- og tækniþró- unarstarfsemi innan ESB enn frekar og með 2. rammaáætluninni (1987-91) var í fyrsta skipti í sögu Evrópusambandsins mörkuð heilstæð pólitísk stefna á sviði rannsókna og tækniþróunar," sagði Orri. Árið 1991 tók síðan 3. rammaáætlunin við og rann hún sitt skeið á á árinu 1994. Maastricht og 4. rammaáætlunin Maastricht sáttmálinn kveður á um enn frekari eflingu rannsókna- og tækniþróunar- samstarfs á vegum ESB. Það má glöggt sjá í 4. rammaáætlunininni (1994- 98) sem er mun víðtækari en forverar hennar. 4. rammaáætluninni eru sett eftirfarandi mark- mið: Að styrkja samkeppnishæfni evrópsks iðn- aðar. Að stuðla að bættum lífsgæðum í Evrópu. Að auðvelda Evrópusambandinu að koma öðrum stefnumálum sínum í framkvæmd. Til 4. rammáætlunarinnar verður varið sem svarar 12.3 milljörðum ecu til loka ársins 1998. Að sögn Orra er skipt upp í fjögur áherslu- svið þar sem það fyrsta er viðamest og tekur til sín nær 90% af heildarfjármagninu. Innan þess svið er að finna sjálfar rannsóknaáætlan- imar sem eru 15 að tölu og tekur hver þeirra fyrir ákveðið fræðasvið. Þau þijú áherslusvið sem eftir eru taka fyrir eftirfarandi þætti: Samvinnu við lönd og stofnanir utan ESB, dreifingu og nýtingu á rannsóknaniðurstöðum og styrki til vísinda- og fræðimanna. Líkt og forverar hennar tekur 4. rammaá- ætlunin fyrir þau rannsóknasvið þar sem þörfín er talin mest á hveijum tíma. Þannig er í dag aukin áhersla á sviði upplýsinga- tækni, umhverfisrannsókna, iðnaðar- og efn- istækni, heilbrigðisrannsókna, líftækni, sam- göngurannsókna.og félags- og hagvísinda svo dæmi séu tekin. Að sögn Orra er einnig í 4. rammáæatluninni lögð áhersla á að auka þáttöku fyrirtækja í rannsóknaáætlunum ESB, sér- staklega lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem e.t.v. hafa ein og óstudd ekki getu til að leggja stund á rannsóknir og tækni- þróun. Auglýst verður eftir umsóknum fjórum sinnum á ári (15. mars, 15. júní, 15. sept. og 15. des.) og rennur um- sóknafrestur út í fyrsta sinn þann 15. mars næstkomandi. Þátttaka íslendinga Með samningnum um evr- ópska efnahagssvæðið (EES) öðluðust íslendingar rétt til að taka þátt í rammaáætlunum ESB og njóta þeir þar sömu réttinda og sambandsríkin 12 ef undan er skilin þátttaka í kjamorkurannsóknum sam- bandsins. „Með þátttöku í 4. rammaáætluninni opnast okkur leiðir sem hingað til hafa verið að mestu lokaðar. íslenskt at- vinnulíf og rannsóknarsamfélag hefur nú aðgang að fjármagni, samstarfi, rannsóknaniðurstöð- um og vinnuaðstöðu eins og hún gerist best,“ sagði Orri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.