Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 B 7 VIÐSKIPTI tækja og framleiðniaukningu. Óviss- an sem skapast þegar hætta er á slíkum stórviðburðum raskar þó möguleikum fyrirtækja til skipu- lagningar til langs tíma og hefur neikvæð áhrif af þeim ástæðum. Japönskar fyrirtækjasamsteypur (keiretsu) eru kunnar fyrir vinnu sína á sviði langtímaáætlana og stjórnendur þeirra leggja kapp á að draga úr óvissu sem raskar þeirri áætlanagerð. Öflug fyrirtæki í Japan gripu til sérstakra ráðstafana þegar viðskipti á fjármálamarkaði í Japan voru gefin frjáls árið 1967 til að hindra að erlend fyrirtæki gætu keypt ráðandi hlut í þeim. Þannig mynduðust eignatengsl í kross á milli japanskra fyrirtækja og nú er meira en helmingur af hlutabréfum í japönskum fyrirtækjum í höndum þolinmóðra langtímafjárfesta. Hugmynd um samkomulag langtímafjárfesta í Bandaríkjunum og Bretlandi Til að bregðast við því óhagræði sem fyrirtæki í Bandaríkjunum og Bretlandi eru talin verða fyrir vegna róts á hlutabréfaeign hefur þeirri hugmynd verið varpað fram að lang- tímafjárfestar geri með sér sam- komulag um eignarhald og stjómun í skráðum fyrirtækjum þar sem þeir eiga hlut. Þrír til fimm hluthafar, t.d. lífeyrissjóðir og tryggingafélög, ættu þá saman nægilega stóran hlut í hveiju skráðu fyrirtæki til að veita kjölfestu í umróti viðskipta á hluta- bréfamarkaði - og í samkeppninni við japönsk fyrirtæki sem búa við slíkt langtímajafnvægi. Samanlagð- ur hlutur þessara stofnanafjárfesta næmi að jafnaði um 15 til 20% af hlutafé þannig að þeir gætu skipað einn til tvo sérfræðinga til setu í stjórn hvers fyrirtækis. Hver af sex- tíu stærstu stofnanafjárfestum í Bretlandi eða Bandaríkjunum ætti samkvæmt þessari hugmynd slíkan sérstakan hlut í um átta af 100 stærstu fyrirtækjunum á markaði. Þeir hefðu síðan frjálsar hendur við að kaupa og selja hlutabréf að vild í hinum 92. Þótt margt sé áhugavert í þess- ari hugmynd er ekki talið líklegt að nægilega margir stofnanafjár- festar hafi áhuga enda hafa þeir ólík markmið og misjöfn sjónarmið til atvinnureksturs. Hver þjóð er sinnar gæfu smiður og sagan sýnir að ekki er hlaupið að því að breyta fyrirkomulagi eignarhalds og stjórn- unar lýrirtækja sem myndast hefur í tímans rás. A íslandi er atvinnu- rekstur í nútímastíl þó svo ungur að skynsamlegt kann að vera að líta til annarra landa í leit að fyrirmynd- um um stjórnun og eignarhald, þótt ekki væri nema til að reyna að kom- ast undan því að endurtaka mistök sem öðrum hafa orðið á. Samkeppnisráð tekur að fylgjast með takmörkunum á eðlilegri samkeppni í nýlegri skýrslu Samkeppnisráðs um stjómunar- og eignartengsl í ís- lensku atvinnulífi (Samkeppnisstofn- un, desember 1994) er að finna ítar- legar upplýsingar um eignarhald og stjómunartengsl milli fyrirtækja á íslandi. Gögnunum hefur verið safn- að saman til að unnt sé að taka af- stöðu til og fylgjast með því hvort tengsl á milli fyrirtækja kunni að hindra eðlilega samkeppni. I umfjöll- un fjölmiðla um skýrslu þessa hefur mikið verið gert úr eignarhaldi og eignatengslum tveggja fyrirtækjab- lokka. Full ástæða er fyrir Samkeppnis- ráð að fylgjast grannt með því að hvergi komi til hindrana á eðlilegri samkeppni vegna ejgnarhalds eða stjórnunartengsla. Á hinn bóginn er það áhyggjuefni ekki skuli vera til fleiri en tvær til þrjár fyrirtækjab- lokkir á landinu sem eitthvað kveður að. í öllum löndum em til fyrirtæki sem eiga hluti í öðrum fyrirtækjum og krosstengsl em mjög algeng í öllum samkeppnislöndum okkar. Alkunn em t.d. vensl bílaframleið- enda sem ná ekki aðeins á milli landa heldur jafnvel heimsálfanna á milli og ekki verður vart við að sam- keppni skorti á þeim markaði. Astæður þess að fyrirtæki eiga hvert í öðru eru margar og sumar hafa verið raktar hér að framan, þ.e. að veita fyrirtækjum kjölfestu á tímum umróts í efnahagsmálum eða öðmm óvissutímum, veija þau tilhæfulausum árásum niðurrifsfyr- irtækja o.s.frv. Þá er ótalinn hinn mannlegi þáttur. í hveiju þjóðfélagi era að jafnaði til einstaklingar sem skara fram úr á hveiju sviði, t.d. á sviði skurðlækninga, handbolta og fótbolta, tónlistar, stærðfræði, stjórnmála, tungumála o.s.frv. Með hliðstæðum hætti em einnig til ein- staklingar sem hafa tileinkað sér stjórnun atvinnufyrirtækja um ára- tugaskeið. Þeir sem hafa á annað borð náð árangri við rekstur fyrirtækja em því einfaldlega hæfari og reyndari til þeirra starfa en aðrir. Þess vegna á hver einasta þjóð sér tiltölulega fámennan hóp stjórnenda fyrirtælqa sem skara fram úr á því sviði. Reyndir stjórnendur em eftirsóttir af hálfu fyrirtækja og af því leiðir að þeir koma að jafnaði víða við. Þátttaka þeirra í stjóm atvinnufyrir- tækja, hvort sem er í gegnum beint eða óbeint eignarhald, er fyrirtækj- unum styrkur og atvinnulífi í hveiju landi til framdráttar. Hlutverk sam- keppnisráðs í hveiju landi er síðan að hafa gát á því að hvergi sé dreg- ið úr eðlilegri samkeppni á markaði. Lág arðsemi kemur í veg fyrir aukna fjárfestingu að sinni Á íslandi er fyrirsjáanlegt að nokkur breyting verður á eignar- haldi og stjórnun í atvinnúrekstri á næstu ámm. Mikil þörf er á því að auka fjárfestingu í atvinnurekstri og til þess þarf mikið fé. Svo til allur nýr spamaður þjóðarinnar rennur samkvæmt núgildandi lögum um lífeyriskerfið, alls 10% af öllum launatekjum landsmanna. Fram til þessa hafa lífeyrissjóðirnir farið varlega í kaup á hlutabréfum í fyrir- tækjum og þátttaka þeirra í at- vinnurekstri með þeim hætti hefur aðeins leitt til stjórnaraðildar í und- antekningartilvikum. Mestallt ráð- stöfunarfé lífeyrissjóða hefur ann- aðhvort runnið beint til lána til sjóðsfélaganna eða til kaupa á ríkis- tryggðum skuldabréfum, þ.m.t. skuldabréfum vegna íbúðalánakerf- isins. Engin leið er til að auka fjárfest- ingu í atvinnurekstri til muna þann- ig að eðlileg hlutdeild eigin fjár haldist nema með tilstuðlan þess fjár sem rennur um lífeyriskerfi þjóðarinnar eða með erlendu áhættu- og lánsfé. Eins og vikið var að hér að framan munu íslensk fyrir- tæki eiga í erfiðleikum með að laða til sín nýtt athafnafé ef ekki kemur • til stðraukin arðsemi eigin fjár þeirra (sjá tölumar um arðsemi eig- in fjár árin 1988 til 1993 a.b.m. í meðfylgjandi töflu). Af þessum ástæðum er gmndvallarforsenda fyrir bættri samkeppnisstöðu ís- lensku þjóðarinnar, fyrir aukinni framleiðni í atvinnurekstri og hærri launum, að arðsemi í atvinnurekstri aukist til muna frá því sem verið hefur á síðustu ámm. Höfundur er framkvæmdastjóri VÍB - Verðbréfamarkaðs íslands- . banka hf. EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ HLYÐA A EINN FREMSTA SÉRFRÆÐING BANDARÍKJANNA SYIÐI ÞJÓNUSTU, FJALLA UM: TIL AÐ AUKA ÞJONUSTUGÆÐI OG HALDA I VIÐSKIPTAVINI TWER NÁMSTEFNUR MEÐ DR. PAUL R. TIMM ÞRIÐJUDAGINN 7.IVIARS 1995, FRÁ KL. 13 -17 Á HÓTEL KEA, AKUREYRI. FIMMTUDAGINN 9. MARS 1995 FRÁ KL. 13 -17 í A. SAL HÓTEL SÖGU, REYKJAVÍK. Ieðal fyrirtæki mun tapa 30% viðskiptavina sinna á þessu ári - vegna þess að þjónustu þeirra er ábótavant! Einn vansæll viðskipta- vinur getur orðið til þess að 55 manns hætta að versla við þig. Missir eins viðskiptavinar getur kostað fyrirtæki þitt milljónatap yfir tíu ára tímabil. Þessi nám- stefna er himnasending fyrir alla þá sem leita eftir því að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna og hafa þá ánægða svo þeir komi aftur - og aftur. Á þessari námstefnu munt þú kynnast 50 áhrifaríkum og þraut- reyndum aðferðum sem hver um sig á eftir að margborga fjárfestinguna við að sækja námstefnuna, tryggja fyrirtæki þínu aukna velgengni og fjölda ánægðra viðskiptavina. Án tillits til þess hvað starfsheiti þitt er, hver staða þín er innan einhvers fyrirtækis, eða hver reynsla þín er, verður aðalhlutverk þitt alltaf að laða að, fullnægja og halda í „viðskipta- vini“. Allir eiga viðskiptavini. Dr. Paul R. Timm hefur samið sautján bækur og fjölda greina um þjónustu við viðskiptavini, mannleg samskipti, upplýsingamiðlun og sjálfstjórnun. Hann hefur doktors- gráðu í kerfisbundinni upplýsinga- miðlun frá Florida State University og er núverandi deildar- forseti stjórnunardeildar í upplýsingamiðlun í Marriott School of Management við Brigham Young University. Sem virtur ráðgjafi og kennari hefur Timm unnið með þúsundum manna frá fyrirtækjum og samtökum hvaðan- æva að í Bandaríkjunum. Hann samdi og kemur fram í þremur þjálfunarmyndböndum sem seld eru um allan heim. Dr. Paul R. Timm Hann er afar eftirsóttur fyrirlesari og ráðgjafi. Meðal þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa sér ráðgjöf hans og ráðleggingar eru bandarísk stórfyrirtæki á borð við verslunarkeðjuna JC Penny og Merrill Lynch verðbréfa- fyrirtækið sem velta tugmilljörðum króna. Dr Timm beitir nýjustu tækni við framsetningu hugmynda sinna, og notar kímnigáfuna óspart í máli sínu til að skýra betur út hugmyndir sínar svo þær festist með eftir- minnilegum hætti í huga þátttakenda. Allir þátttakendur fá bók dr. Timm, í ís- lenskri útgáfu, en hún er gefin út í tilefni komu hans hingað til lands. Þessi námstefna er kjörinn leið til aukins árangurs hvort heldur fyrir stjórnendur og starfsfólk einkafyrirtækja stórra sem smárra, ferðaþjónustuaðila, starfsfólk, forstöðumenn og millistjórn- endur stofnana og fyrirtækja í eigu rlkis eða sveitarfélaga, deildarstjóra, markaðsstjóra, sölufólk, þjónustustjóra, og þjónustufulltrúa, eigendur lítilla einkafyrirtækja, stjórnendur í skóla- kerfinu og nánast alla þá sem þurfa að umgangast aðra í störfum sínum og veita þjónustu. Þátttökuajald á námstefnuna er kr. 14.900 (Almennt verð). Felagsverð SFí er kr. 12.665 (15% afsláttur). Innifalið í þáttökugjaldi er bók dr. Timm í íslenskri útgáfu, námsgögn (itarefni) og sídegiskaffi. SKRANING ER HAFIN: NÁMSTEFNA Á AKUREYRI: 96 - 22314 NÁMSTEFNA í REYKJAlfÍK: 562-1066 Ef ÞRÍR eru skráðir trá sama fvrirtæki ** ' " fær FJÓRÐI bátttakandlnn FRÍTT. Stjórnunarfélag íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.