Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 B 9 I I I I I J I > I I » Verðhækkanir á pappír seija dagblöðin í vanda MIKIL hækkun hefur orðið á pappírsverði að undanfömu og hafa kaupendur, einkum stóru dagblaða- og útgáfufyrirtækin, reynt að bregðast við henni með ýmsum hætti. Það sýnir kannski best hvað staðan er orðin erfið, að Rupert Murdoch hefur gefið í skyn, að hann sé að gefast upp á verðstríðinu á blaðamarkaðinum breska en hann kom því sjálfur af stað um mitt ár 1993. Pappírskostnaður er yfirleitt 20-25% af heildarkostnaði stóru dagblaðanna erlendis og þegar verðið á hverju tonni fer úr 410 dollurum eins og það var 1993 í 600 dollara og meira þá verður eitthvað undan að láta. Útgefendur hafa gripið til ýmissa ráðá, meðal annars hafa þeir minnkað brotið, hert upplag- seftirlitið og skorið niður ritstjóm- arefni með tilliti til auglýsinga. Utan Bretlands hefur verð á dag- blöclum auk þess verið hækkað. í Norður-Ameríku er eftirspum eftir pappír svo mikil, að sending- ar frá Kanada til Bretlands era nú um Ijórar vikur á eftir áætlun, en hvergi er eftirspurnaraukningin þó meiri en í Suðaustur-Asíu. Mest er hún í Japan, Suður-Kóreu, Tævan oig Indónesíu og á skyndi- Búist við, að eftir- spum eftir pappír aukist helmingi meira en framboðið á næstu ámm markaðinum þar hefur tonnið far- ið í 800-900 dollara. Sveiflukenndur markaður Pappírsframleiðendum finnst raunar, að þessar hækkanir séu löngu tímabærar. Samdráttur síð- ustu ára og lágt verð hefur leikið þá grátt og stærstu fyrirtækin í Norður-Ameríku og á Nórðurlönd- um vora rekin með miklu tapi frá 1991 til 1994. Nú er því spáð, að eftirspurnin muni aukast um 2,7% á ári næstu þrjú árin en framboðið þins vegar aðeins um 1,2%. Þessi markaður er hins vegar alkunnur fyrir miklar sveiflur og verðið hef- ur oft lækkað jafn skyndilega og það hefur hækkað. Dagblöðin og lesendur þeirra era enn ekki búin að bíta úr nál- inni með hækkanimar að undan- fömu og ýmsir sjá fyrir sér sam- drátt í blaðaútgáfu síðar á árinu. Það mun þó ráðast mikið af þeim hækkunum, sem boðaðar hafa ver- ið á árinu, og því hvort framleið- endur fara út í smíði nýrra verk- smiðja en þeir hafa áður brennt 'sig á því að heijast handa um slík stórverkefni í sama mund og verð- ið tekur stefnuna niður á við. (Heimild: Financial Times, Reuter) Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi ? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. «9 LANASJOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA $ » Burt með „rusl- hringingamar“ MATURINN er kominn á borðið og þá hringir síminn. Spurt er um fyrrverandi eiganda hússins, sem kannski er látinn, en síðan er sagt, að viðmælandinn sé_ einmitt sá, sem erindið sé við. í næstu viku muni „ráðgjafí" banka upp á hjá honum til að kynna nýtt gler í glugga, eldhúsinnréttingu eða eitt- hvað, sem húseigandinn hefur engan áhuga á. Það er tölva, sem hringir út skilaboðin af handahófí, og þetta auglýsingaónæði er farið að vekja vaxandi gremju hjá fólki austan hafs og vestan. I sumum ríkjum Bandaríkjanna er lítill friður fyrir hljóðrituðum áróðri af þessu tagi en í öðrum ríkjum vestanhafs og í ýmsum löndum, til dæmis Bretlandi, hefur hann verið bannaður. Er ástæðan sú, að hann veldur miklu álagi á símkerfið og býður heim hættu á alls konar misnotkun. Ofurvald símans Hér áður var það allur „rasl- pósturinn“, sem fólk snerist gegn, en nú er það síminn. Hann er líka mjög valdamikill eins og Robert Leiderman bendir á. „Þegar hann hringir, þá er svarað. Fólk stekkur yfírleitt ekki upp úr baðinu til að opna póstinn sinn.“ Leiderman er formaður samtaka, sem berjast fyrir því, að fólk geti undanskilið sig símhringingum í auglýsinga- skyni. í Bandaríkjunum hefur alríkið hert lög um hljóðritaðar upphring- ingar og í Þýskalandi hafa þær verið bannaðar að mestu leyti. í Hollandi era samtök svipuð þeim bresku, sem hjálpa fólki við að losna undan símhringingum frá tölvu, en það er að sjálfsögðu ekki unnt að tryggja nema I samvinnu við fyrirtækin, sem eru að aug- lýsa. Sum hafna hins vegar öllu samstarfi og láta tölvuna halda áfram við að hrella fólk. Á vegum Evrópusambandsins er nú verið að vinna að löggjöf um þessi mál. Síminn „lokaður" í Bretlandi er áætlað, að hver símnotandi fái að meðaltali aðeins eina upphringingu í mánuði en í Bandaríkjunum er símnotkun fjór- um sinnum meiri. Þegar svo við það bætast „kaldar“ upphringing- ar eins og þær era kallaðar, hver á fætur annarri, þá getur jafnvel orðið erfítt að nota símann til eig- in þarfa. Fyrir hefur komið og með alvarlegum afleiðingum, að fólk hafí ekki getað hringt í neyð- arnúmer vegna þess, að „köldu“ hringingarnar biðu í röð eftir að komast að. Orkla selur 50% í Helly-Hansen Ósló. Reuter. NORSKA fyrirtækjasamsteypan Orkla hefur selt 50% hlutabréfa sinna í íþróttavörafyrirtækinu Helly-Hansen norska fjárfestinga- fyrirtækinu Resource Group Inter- national Inc (RGI) fyrir 125 milljónir norskra króna. Fyrirtækin munu vinna saman að því að markaðssetja varning frá Helly-Hansen og segja hugsanlegt að þau muni að lokum sameinast. Forstjóri Orkla, Olaf Eide, verð- ur sem fyrr stjómarformaður Helly-Hansens, sem framleiddi fatnað fyrir alla starfsmenn Ólympíuleikanna í Lillehammer 1994. Barátta um yfirráð yfir áströlskum fjölmiðlum Canberra. Reuter. KANADÍSKI fjölmiðlabarón- inn Conrad Black hefur gert tilkall til yfirráða yfir auðug- asta fjölmiðlafyrirtæki Ástr- alíu og staðgengill hans hef- ur skorað á stjórn landsins að breyta lögum um tak- markanir á eignaraðild út- lendinga. Staðgengill Blacks, Dan Colson, sagði ástralska út- varpinu að hann fagnaði því að fá tækifæri til þess að biðja Paul Keating forsætis- ráðherra að slaka á reglum um eignaraðild útlendinga að fjölmiðlum, sem takmarka hlut Blacks við 25%. Almennt er talið að Te- legraph-fyrirtæki Blacks reyni að auka hlut sinn í John Fairfax Holdings Ltd í 35% úr 25% nú. Fairfax á þijú af ábatasö- mustu og áhrifamestu blöð- um Ástralíu, Sydney Mom- ing Hernld, The Age í Melbo- urne og Australian Financial Review. Stríð þriggja aðila í síðustu viku jók auðug- asti maður Ástralíu, Kerry Packer, hlut sinn í Fairfax í um 17% og lýsti því yfir að hann vildi alger yfirráð ef breytt yrði lögum, sem koma í veg fyrir að hann taki við stjórn fyrirtækisins. Síðan hafa Packer, Black og News-fyrirtæki Ruperts Murdochs reynt að treysta stöðu sína fyrir fyrirsjánlega baráttu um stærstan eignar- hlut í elzta og arðbærasta blaðafyrirtæki Ástralíu. Murdoch á tæplega 5% í Fairfax, og má ekki eiga meira samkvæmt lögum um eignarsðild útlendinga, en sagði nýlega að hann vild tvöfalda hlut sinn í 10%. ENGJATEIG 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 VIRKJANIR NORÐAN VATNAJÖKULS HVAÐ ER í HÚFI? Ráðstefna um virkjanir norðan Vatnajökuls haldin á vegum Verkfraeðingafélagsins og Tæknifræðingafélagsins í samvinnu við iðnaðarráðuneytið. Dagsetning: Föstudagur 3. mars 1995. Tími: 13.00-18.30. Staður Rúgbrauðsgerðin í Borgartúni. , Efni ráðstefnu: 13.00 Formaður VFÍ setur ráðstefnuna og setur ráðstefnustjóra. 13.10 Stefna stjórnvalda í hagnýtingu vatnsorkunnar. Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu. 13.20 Virkjanamöguleikar í jökulsánum norðan Vatnajökuls og líklegustu nýtingarkostir. Helgi Bjarnason, verkfræðingur hjá Landsvirkjun. 13.55 Helstu umhverfisáhrif af virkjun jökulsánna. Hákon Aðalsteinsson, líffræðingur hjá Orkustofnun. 14.20 10 mínútna hlé. 14.30 Þjóðhagsleg hagkvæmni af nýtingu vatnsorku jökulsánna. Jakob Bjarnason, orkumálastjóri 15.00 Nýting vatnsorkunnar, náttúruvernd og ferðamennska á svæðinu. Arnþór Garðarsson, formaður Náttúrurverndarráðs. 15.25 Áhrif virkjanaframkvæmda á atvinnu- og mannlíf á Austurlandi. Sveinn Jónsson, verkfræðingur, Egilsstöðum. 15.45 Áhrif á þróun verkfræði og verktakaiðnaðar í landinu. Pálmi R. Pálmason, verkfræðngur VST. Jónas Frímannsson, verkfræðingur, ístak hf. 16.05 Kaffihlé. 16.25 Panelumræður, stjórnandi Júlíus Sólnes, prófessor. í panelnum sitja: Jakob Bjömsson, okrumálastjóri, Sveinn Jónsson, verkfr., Egilsstöðum, Sighvatur Björgvinsson, iðnaðarráðherra, Arnþór Garðarss., form. Náttúruv.ráðs, Jóhann Már Maríusson, Landsvirkjun. 17.20 Ráðstefnuslit, formaður VFÍ slítur ráðstefnunni. 18.30 Veitingar í boði ráðherra. Gert er ráð fyrir 5 mínútna fyrirspurnatíma í lok erinda. Skráning þátttakenda á ráðstefnuna skal fara fram í síðasta lagi miðvikudaginn 1. mars á skrifstofu VFÍ og TFÍ í síma 5688511. Verð er kr. 4.000 fyrir félagsmenn en kr. 5.000 fyrir aðra. Innifalið í verði eru ráðstefnugögn og kaffiveitingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.