Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Auglýsingar Hönnun og ráðgjöf hf. á Reyðarfirði hefur starfað í 5 ár Gagnagrunn urinn Islandsgátt á Internetinu AUGLÝSINGASTOFA Reykjavíkur hf. og hugbúnaðarfyrirtækið Menn og mýs hf. bjóða fyrirtækjum og stofnunum aðgang og tengingu við ís- landsgáttina, sem er gagnagrunnur á alþjóðlega samskiptanetinu Inter- net. Markmiðið er að veita íslendingum hagkvæma leið inn á þennan markað til að markaðssetja vörur og þjónustu. Menn og mýs hf. er hugbúnaðar- fyrirtæki með aðsetur í Tækni- garði. Helstu viðfangsefni fyrir- tækisins eru Intemet-tenging fyrirtækja, þýðing á kerfishugbún- aði fyrir Apple tölvur og smíði hugbúnaðar fyrir skólastjórnend- ur. Menn og mýs framleiða einnig hjálparforrit fyrir Macintosh tölvur og dreifa þeim á Interneti og öðr- um alþjóðlegum tölvunetum. Auglýsingastofa Reykjavíkur hf. hefur á undanfömum árum sérhæft sig í vinnslu markaðs- og kynningargagna fyrir fyrirtæki í útflutningi og erlendum viðskipt- um. í fréttatilkynningu frá auglýs- ingastofunni segir að auk þess að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að kynna vöru og þjónustu á al- þjóðlegu samskiptaneti, sé markm- iðið með íslandsgáttinni að koma til móts við þarfir erlendra notenda með heildstæðar_ og vel hannaðar upplýsingar um ísland og íslenskt viðskiptaumhverfí. „Auglýsingastofa Reykjavíkur hf. og Menn og mýs hf. sameina reynslu í auglýsingagerð og mark- aðsmálum fyrir erlenda markaði og sérfræðikunnáttu í nútíma sam- skiptatækni,“ segir í fréttatilkynn- ingunni. fW--: ítto, Æm -jÉpMk l Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir STARFSFÓLK og forráðamenn Hönnunar og ráðgjafar hf. Frá vinstri: Valgeir Kjartansson, Elín Sigríður Einarsdóttir, Jóhannes Pálsson, Berglind Björk Ásgeirsdóttir, Sveinn Jónsson, Jóhannes Kristófersson, Bjöm Sveinsson og Viðar Jónsson. Fremst situr Sigurður St. Arnalds verkfr. og forstjóri Hönnunar hf., en hann er jafnframt sljórnarformaður Hönnunar og ráðgjafar hf. Fjölbreytt verkefni eystra Morgunblaðið. Egilsstöðum Hönnun og ráðgjöf á Reyðarfirði fagnaði 5 ára starfsafmæli nýver- ið. Stofnendur og aðaleigendur fyrirtækisins em Jóhannes Páls- son vélaverkfræðingur og Sveinn Jónsson byggingaverkfræðingur og auk þeirra er Hönnun hf. í Reykjavík hluthafi. Hönnun hf. starfrækti útibú á Reyðarfirði frá árinu 1973 til þess tíma að Hönn- un og ráðgjöf hf. var stofnað í janúar 1990. Jóhannes og Sveinn höfðu báðir veitt útibúi Hönnunar forstöðu, Sveinn árin 1984-1987 og Jóhannes 1987-1989. Öflugt verkfræðifyrirtæki „Þegar fyrirtækið var stofnað var það tilgangur okkar að starf- rækja öflugt verkfræðifyrirtæki, á sviði bygginga- og vélaverk- fræði,“ sagði Jóhannes Pálsson. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 9 starfsmenn og er það með aðsetur á Reyðarfirði og að auki skrif- stofu á Egilsstöðum. Mörg verkefni Meðal verkefna sem Hönnun og ráðgjöf hf. hefur unnið má nefna hönnun burðarvirkja og lagna 1 verslunar- og skrifstofu- húsið Miðvang á Egilsstöðum. Tóku við af Hönnun hf. við að fullklára Barnaskólann á Breið- dalsvík. Unnu nýbyggingu við Grunnskólann á Reyðarfirði, end- urbætur á loðnuverksmiðju Hrað- frystihúss Eskifjarðar, kant og þekju við uppskipunarhöfn á Reyðarfirði og nú er verið að vinna við nýja loðnuverksmiðju á Fáskrúðsfirði, sagði Jóhannes Pálsson. Afram gæðaveginn Sjónarhorn Vísbendingar má sjá um að stöðugt fleiri sjái aðferðir gæðastjómunar sem álitlegan valkost við stjórnun fyrirtækja. Haraldur A. Hjaltason segir það ekki þurfa að koma á óvart, því reynsla fjölmargra ís- lenskra fyrirtækja á undan- fömum ámm sýni að hún skilar árangri. Haraldur Á. Hjaltason IBYRJUN febrúar var haldin ráðstefna um gæðastjómun á vegum Gæðastjómunarfélags íslands. Heiti ráðstefnunnar var Gæði í þágu þjóðar en tilgang- urinn með ráðstefnunni var m.a. að vekja athygli á gæðastjórnun og sýna fram á hvernig hægt er að beita gæðastjórnun til að ná betri árangri í rekstri fyrirtækja og starf- semi opinberra aðila. Fjöldi fyrirles- ^ara úr atvinnulífínu, menntastofn- unum og opinberri stjórnsýslu flutti erindi um gæðastjómun frá ýmsum sjónarhornum. Dr. Willi Railo Annar tveggja aðalfyrirlesara ráðstefnunnar var Norðmaðurinn Willi Railo. Hann er sálfræðingur og prófessor við Viðskiptaháskól- ann í Bergen, auk þess sem hann sinnir ráðgjafarstörfum. Willi Railo er kunnastur fyrir störf fyrir íþróttahreyfinguna, þar sem hann hefur um langt skeið reynt að beina sjónum íþróttamanna og þjálfara að hlutverki hugarfarsins. Railo er T^il að mynda talinn eiga stóran hlut í þeim frábæra árangri sem norskir skíðamenn náðu á síðustu Ólympíu- leikum og alþjóðlegum stórmótum. Meðan á stuttri dvöl hans hér á landi stóð náði hann að halda tvo fyrirlestra um mikilvægi árangurs- sinnaðs hugarfars. Annar var ætl- aður íþróttamönnum og þjálfurum en hinn fyrirlesturinn var sem fyrr segir á ráðstefnu Gæðastjórnunar- félagsins. Megininntak beggja fyr- irlestranna var hið sama og svo var að sjá að lítill munur. væri á þjálfun fþróttaliðs og stjórnun fyrirtækis hvað varðar hugarfar og mannlegt eðli. Aðrir fyrirlesarar Hitt aðalerindið á ráðstefnu Gæðastjómunarfélags Islands flutti Ejólfur Sveinsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sem hefur ára- langa reynslu af ráðgjöf um gæða- stjórnun í Bandaríkjunum og hér á landi. Fjallaði hann um gæðastjórn- un í nútímasamfélagi og lýsti einn- ig hvemig Kann sér þróun hennar á komandi ámm. Eftir hádegi voru síðan flutt 16 erindi um gæðastjómun frá ýmsum sjónarhornum. Meðal þess sem fjall- að var um var gæðastjórnun og tengsl hennar við markaðsmál, gæðastjórnun í vöruþróun, fræðsla og þátttaka starfsmanna, gæðaum- bætur í sjávarútvegi, gæðastjórnun í ráðuneyti og lykilatriði til árang- urs í gæðastarfi. Háleit markmið Eitt af því sem Willi Railo lagði áherslu á var að öllum einstakling- um og hópum sem ætluðu að ná framúrskarandi árangri væri nauð- synlegt að hafa háleit markmið — og trúa því að hægt sé að ná þeim. Allir þyrftu að setja sér raunhæf markmið, en auk þeirra ættu að vera til markmið sem sett em af verulegri bjartsýni og stórhug. Öðruvísi er ekki keppt að því að ná frábæmm árangri, heldur sætta menn sig við sæmilegan árangur. Þetta er nokkuð aðvelt að út- skýra með dæmum af afreksmönn- um í íþróttum. Róðrarsveitir Noregs setja sér t.d. það markmið að vera með þeim bestu í heiminum og tekst það þrátt fyrir fámenni og misgóð- an aðbúnað, á meðan tennisspilarar í Noregi keppa ávallt í skugga frænda sinna í Svíþjóð og segja sem svo að þá sé ekki hægt að vinna. Árangurinn er eftir því. Það skemmtilega við framsetningu Ra- ilo á efninu var hversu vel hann tengdi það fyrirtækjum og gerði áheyrendum skiljanlegt að sama gilti um þjálfun íþróttahópa og stjórnun fyrirtækja hvað þetta varð- ar. Samkvæmt Railo er árangurs- sinnað hugarfar starfsmanna yfir- leitt forsenda fyrir því að fyrirtæki nái framúrskarandi árangri og for- skoti á keppinautana. Þar skiptir hugafar stjórnendanna mestu, en auk þess þurfa allir starfsmenn að leggjast á eitt til að vinna að settum markmiðum. Þegar stjórnendur setja háleit markmið þarf viðhorf starfsmanna að vera mjög jákvætt og hugarfarið með þeim hætti að viljinn til sigurs í samkeppni sé ávallt til staðar. Hugarfar íslenskra stjórnenda Hvemig er þessu varið hér á landi? Stjómendur íslenskra fyrir- tækja eru misjafnlega metnaðar- fullir, en þegar litið er til þess að fá íslensk fyrirtæki hafa náð frá- bærum árangri á alþjóðlegum vett- vangi þá er ástæða til að spyrja hvers vegna svo sé. Ástæðurnar em að öllum líkindum fjölmargar. Þó kann að vera ein ástæðan sé sú, að hér á landi sætti menn sig við meðalgóðan árangur, þyki það í raun nokkuð gott þar sem aðstæð- umar hér séu miklu erfiðari en hjá erlendum keppinautum. Hversu oft heyrist ekki i forsvarsmönnum ýmissa fyrirtækja og heilla atvinnu- greina að það sé algjörlega ómögu- legt að keppa við niðurgreidda sam- keppni erlendis frá? Auk þess séu óteljandi önnur samkeppnisskilyrði ótrúlega óhagstæð! Það væri auð- vitað ósanngjamt að halda því fram að þetta sé alrangt, en líklega er oft tekið of djúpt í árinni hvað þetta varðar. Hvemig færi nú ef fleiri stjórn- endur íslenskra fyrirtækja settu sér háleitari markmið og ynnu af alhug að því að ná framúrskarandi ár- angri? Mætti ekki búast við því að með meiri bjartsýni, áræðni og sig- urvilja gætu mörg íslensk fyrirtæki staðið sig mjög vel á alþjóðavett- vangi? En til þess þarf að setja háleit markmið og vinna að þeim af krafti. Aukinn áhugi Willi Railo fjalláði um mörg önn- ur athyglisverð atriði í erindi sínu. Þau sneru einnig að hinum mann- legu þáttum í stjómun fyrirtækja og tengjast því gæðastjórnun ágæt- lega, sem snýst að miklu leyti um fólk. Fjölmenni var á ráðstefnunni og langt umfram það sem búist var við, en tæplega þrjú hundruð ráð- stefnugestir hlýddu á erindin. Gef- ur það vísbendingu um að stöðugt fleiri sjái aðferðir gæðastjórnunar sem álitlegan valkost við stjórnun fyrirtækja og þarf það ekki að koma á óvart, því reynsla fjöl- margra íslenskra fyrirtækja á und- anförnum árum sýnir að hún skilar árangri. í gæðastjómun em dregnir sam- an hlutir, áherslur og aðferðir í stjómun fyrirtækja sem menn hafa þekkt í áratugi og er að því leyti ekkert nýtt í sjálfu sér. Einn af kostunum við gæðastjórnun er að þessum atriðum er raðað saman á þann hátt sem nýtist fyrirtækinu og starfsmönnum þess sem allra best — þannig að þarfir hvers fyrir- tækis séu uppfylltar. Það gildir einu hvort það nefnist ISo 9000, AGS, HACCP, endurhönnun eða eitthvað sérheiti yfir samtengingu þessara atriða. Það sem skiptir mestu máli er að hvert fyrirtæki nýti sér þær aðferðir gæðastjórnunar sem hent- ar því best og sleppi þeim sem eru óþarfar. Á þann hátt getur gæða- stjórnun verið dyggur þjónn stjórn- enda sem setja fyrirtækjum sínum háleit markmið og þannig stuðlað að framúrskarandi árangri íslend- inga. Höfundur er rekstrarverkfræð- ingur og rekstarrúðgjafi hjá VSÓ Rekstrarráðgjöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.