Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 12
* RAÐ H.F. i CONSULTANTS LÖGFRÆÐI OG REKSTRARRÁÐGJÖF STOFNANIR SVEITARFÉLÖG 0 FVRIRTÆKI EINSTAKLINGAR © ^GARÐASTR. 38, RVK. g552-8370/** VIDSKIPn AIVINNULIF FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 Ferskt og fyllt íslenskt pasta nýlega komið í verslanir Stefnt að frekari nýjung- um í framleiðslu ARK hf. AÐSTANDENDUR ARK hf. með sýnishorn af Pastópasta. Frá vinstri eru Ragnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Helga Krist- jánsdóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir, Olga Ragnarsdóttir og Krist- ján Valdemarsson. „Við seljum þetta sem hágæða- vöru í loftþéttum umbúðum," seg- ir Ragnar Kjartansson, fram- kvæmdastjóri ARK hf. um pasta- framleiðslu fyrirtækisins. ARK hf. var stofnað í febrúar 1994 og eft- ir árs undirbúning var framleiðsl- an sett í verslanir í miðjum janúar sl. Þijár fjölskyldur tóku höndum saman um stofnun ARK hf. með það að markmiði að hasla sér völl í framleiðslu á fersku fylltu pasta undir nafninu Pastó-pasta. Að íjögn Ragnars fór síðastliðið ár að mestu í að afla upplýsinga erlendis um pastaframleiðslu auk þess að koma húsnæði fyrirtækisins í gagnið o.þ.h. „Við byijuðum að framleiða í ágúst sl. og þá eingöngu fyrir veit- ingahús og aðra til þess að fá mat viðkomandi aðila á framleiðslunni. Það var sem sagt eingöngu um vöruþróun að ræða þar til um miðj- an janúar þegar framleiðslan fór í fyrsta skipti í verslanir,“ sagði Ragnar. „Okkur tekið fagnandi" Pastó-pasta fæst nú í 10-11 verslunum, Fjarðarkaupum, nokkrum verslunum Hagkaups, Heilsuhúsinu og í nýrri pastaversl- un í Faxafeni. Nú er framleiddar Ú’órar tegundir af fersku fylltu pasta, en að sögn Ragnars er ætl- unin að setja ófyllt pasta og pasta- salat á markað um næstu mánað- armót. í framtíðinni er síðan stefnt að því að fara út í framleiðslu á tilbúnum pastaréttum. „Þær hafa verið mjög góðar, fólk hefur tekið okkur fagnandi," sagði Ragnar um viðtökumar við Pastó-pasta. „Hér er um að ræða alvöru landbúnaðarframleiðslu. Pastað er framleitt úr eggjum og uppistaðan í fyllingunum er ijóma- ostur, nautakjöt og svínakjöt. Það eru engin rotvamarefni í þessu pasta.“ Fólk Helga Guð- rún til ICC HELGA Guðrún Jónasdóttir er tekin við starfi framkvæmdastjóra Landsnefndar Alþjóða verslunar- ráðsins, en hún hefur síðastliðin fimm ár gegnt stöðu forstöðumanns Upplýsingaþjónustu landbún- aðarins. Landsnefndin er tengiliður íslands við Alþjóða versl- unarráðið (ICC), sem hefur starfað að málefnum fijálsrar verslunar og viðskipta á al- þjóðavettvangi frá árinu 1919. Rúm- lega 130 þjóðríki eiga aðild að ICC. Landsnefndin tók til starfa á ís- landi fyrir rúmum áratug. Formaður stjórnar hennar er Ólafur B. Thors, forstjóri Sjóvár-Almennra, en í stjórninni eiga sæti 13 fulltrúar frá flestum sviðum atvinnulífsins. Breytingar hjá Samskipum ■ ÞÓRAJUNN Sveinsson tók við stöðu deildarstjóra flutningastjóm- unardeildar Samskipa 1. desember sl. Deildin mun sjá um yfírumsjón og samræmingu á nýtingu skipa og gáma og skipulag áætlanasiglinga. Þórarinn er fæddur árið 1967. Hann lauk prófi frá Verkfræðideild HÍ árið 1992 og síðan M.Sc. gráðu í verkfræði frá MIT í Massachusetts 1994. Hann vann áður hjá Verk- fræðistofu Austurlands og Vega- gerðinnj. ■ BJÖRN Ingi Knútsson hefur tekið við stöðu full- trúa Samskipa í Færeyjum. Hann mun hafa aðsetur hjá Færeyjaleiðum í Þórshöfn. Bjöm Ingi er fæddur 1961. Hann er stýrimaður frá Stýrimannaskól- anum 1983, lauk prófi frá London School of Foreign Trade 1985 og University of Wa- les Institute of Science and Tec- hnology árið 1986. Bjöm Ingi hefur starfað hjá Bjöm Ingi Samskipum með smáhléum frá 1977, fyrst á skipum og síðan á skrifstofu frá 1986. Ráðinn fram- kvæmdastjóri Samverks mRAGNAR Páls- son hefur tekið við starfi fram- kvæmdastjóra hjá glerverksmiðjunni Samverki hf. á Hellu af Páli G. Björnssyni. Páll verður áfram hjá fyrirtækinu og mun sinna sérverkefnum. Hann út- skrifaðist með samvinnuskólapróf frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1986 og lauk stúdentsprófi frá Sam- vinnuskólanum 1988. I janúar 1990 hóf Ragnar nám í Tækniskóla ís- lands og lauk prófi þaðan I rekstrar- fræðum 1992 og iðntæknifræði vorið 1994. Eiginkona Ragnars er Guðrún Dröfn Ragnarsdóttir. GE Ijósa-, flúr- og sparperur fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili á hreint frábæru verði fyrir SKAMMDEGIÐ? Torgið Enginn gæðastimpill VERÐBRÉF ber að stimpla og fyrir það tekur ríkið stimpilgjöld, sem nema um 0,25% á víxla, 2% á hluta- bréf og 1,5% á flestar tegundir al- mennrar lántöku. Á nýliðnu ári runnu um 2,4 milljarðar króna í ríkis- sjóð af stimpilgjöldum, þannig að um er að ræða drjúgan tekjustofn fyrir ríkið. Við fyrstu sýn kann að virðast að um sé að ræða hóflega skatt- lagningu sem einkum lendir á „breiðu bökunum" í fjármálaheim- inum. Málið er hins vegar aðeins flóknara en það, sem útskýrir af hverju uppi eru háværar raddir um að breyta stimpilgjöldum eða leggja þau niður. Frumvarpsdrög um breytingar liggja f skúffu f fjármála- ráðuneytinu, en það kemurvæntan- lega í hlut nýrrar ríkisstjórnar að taka afstöðu til þeirra. Margir stórir sleppa Stimpilgjöld leggjast ekki á alla. Þeir sem eru undanþegnir þeim eru meðal annars ríkissjóður, Fiskveiði- sjóður og bankar og sparisjóðir. „Þessi skattur dreifist illa," segir Guðmundur Hauksson, forstjóri Kaupþings hf. „Fiskiskipaflotinn og margir stærstu aðilar landsins sleppa, en hann leggst illa til dæm- is á einstakiinga í greiðsluerfiðleik- um. Gjöldin leggjast einnig sérlega þungt á skammtímalán; þó að þau séu lægri til dæmis á víxlum en langtímalánum geta þau samt sem áður verið hærri ef litið er á tíma- lengd. Stimpilgjöld eru þannig hindrun í vegi fyrirtækjalána sem tíðkast víða erlendis í örfáar vikur eða daga eða niður í jafnvel sólar- hring (stimpilgjald upp á 0,25% á sólarhringslán jafngildir um 250% ársvöxtum, svo ýkt dæmi sé tekið). Stimpilgjöldin voru ekki eins umdeild þegar þau voru leidd í lög árið 1978, enda var eftirspurn eftir lánum þá mun meiri en framboð og ódýrt (eða hreinlega gróðaveg- ur) að taka lán á tíma verðbólgu án verðtryggingar. Þau eru æ meira á skjön við fjármálaumhverfið í dag og „valda ýmsu óhagræði á íslensk- um fjármagnsmarkaði," svo vitnað sé til orða Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra á fundi Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga í fyrri viku. Friðrik nefndi eftirfarandi galla gjaldanna: „Almennt leiða þau til minni veltu á verðbréfum og hafa einnig áhrif á verð þeirra. Þá geta stimpilgjöldin leitt til þess að við- skipti flytjist til landa þar sem þau eru lægri eða alls engin. Auk þess er hætt við að viðskiptin færist yfir á verðbréfaform sem ekki eru háð stimpilgjöldum eða að ný verð- bréfaform sem ekki eru háð stimp- ilgjöldum eða að ný verðbréfaform verði búin til, til þess eins að kom- ast hjá gjöldum." Opnun íslensks fjármagnsmark- aðar og erlend samkeppni eru kannski þær ástæður sem mest knýja á um breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Islenskir verðbréfa- sjóðir þurfa að greiða stimpilgjald af hlutdeildarskírteinum, en ekki er lagt stimpilgjald á skírteini í erlend- um verðbréfasjóði sem selt er hér á landi. Breytingar en ekki niðurfelling Það virðast flestir sammála um að verulegrar ósanngirni gæti í nú- verandi fyrirkomulagi, þó að yfirvöld séu ekki endilega tilbúin að leggja niður 2% af tekjum ríkissjóðs með einu pennastriki. í frumvarpsdrög- unum sem nú liggja fyrir um breyt- ingar á stimpilgjöldum er þannig ekki gert ráð fyrir niðurfellingu þeirra, heldur umbótum í innheimtu í takt við breytta tíma. Magnús Pétursson, ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins, segir að í frumvarpsdrögunum sé reynt að sníða af þrjá vankanta stimpil- gjaldanna eins og þau eru nú: þau stýra kaupendum frá sumum gerð- um bréfa til annarra, það er ekki rökrétt samhengi á milli gjalda á skammtíma- og langtímalán og það eru ýmsar undantekningar frá inn- heimtu þeirra, eins og á kaupum á flugvélum og skipum. Það kemur svo væntanlega í hlut næstu ríkisstjórnar að leggja fram frumvarpið, sé vilji á því fyrir hendi. Það verður svo að koma í Ijós hvort breytt og bætt kerfi fær gæðastimp- il frá verðbréfamarkaðnum eða hvort (sland verður fyrr eða síðar að fara að dæmi meirihluta ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinn- ar (OECD) sem innheimta engin stimpilgjöld af fjármagnsfærslum. HO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.