Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR VIKUNNAR Sjónvarpið FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR Uqq tn ►Akkillesarhællinn . LL.ÚII (The Achilles’ Heel) Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Ruth Rendell. Wexford og Burden rannsóknarlögreglumenn í Kingsmark- ham eru í fríi á Korsíku þegar dular- fullt sakamál rekur á fjörur þeirra. LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR VI 91 1n►Heiður þeim sem nl. lI.IU heiflur ber (The Perfect Tribute) Bandarísk sjónvarps- mynd frá 1991. Myndin gerist í þræla- stríðinu og segir frá ungum sunnan- manni sem heldur norður til að leita bróður síns. VI 99 C lé ►Herra Frost (Mr. I»l. LLmÚv Frost) Bresk/banda- rísk spennumynd frá 1989. Á heimili herra Frost finnast 24 lík, en hver er þessi dularfulli maður? SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR M99 QC ►Þrumuklettur ■ LL.ÚV (Thunder Rock) Bresk sjónvarpsmynd byggð á leikriti eftir Robert Ardrey. Blaðamaður vendir kvæði sínu í kross og gerist vitavörður á afskekktum stað. MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR VI 91 9C ►Ólsenliðið gerir þafl nl. L I./.U gott (Olsenbandens store kup) Dönsk gamanmynd um hina seinheppnu glæpamenn í Olsenliðinu. FIMMTUDAGUR 9. MARS Kl. 21.20 STÖÐ TVÖ ► Ólánsdagur við Dimmaklett (Bad Day at Black Rock) Bandarísk bíómynd frá 1955. íbúar bæjarins Dimmakletts búa yfir sameiginlegu leyndarmáli. Dag einn kemur ókunnugur einhentur mað- ur til bæjarins og fer að spyija heima- menn óþægilegra spuminga. STÖÐ tvö FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR H99 4(1 ►Ofsi (Frenzy) Mögn- ■ LL.ÍÚ uð spennumynd frá meistara Hitchcock. Sagan gerist í Lundúnum og fjallar um ólánsmanninn Richard Blaney sem hefur allt á móti sér, missir vinnuna og hrekst einmana um borgina. Strangl. bönnuð bömum M9J nn ►ógnarlegt eðli ■ fcT.UU (Hexed) Geggjuð gamanmynd um hótelstarfsmanninn Matthew sem lifir hreint ótrúlega til- þrifalitlu lífi þar sem hver dagur er öðrum líkur. En til þess að fleyta sér yfir leiðindin beitir Matthew skraut- legu ímyndunarafli sínu óspart og spinnur botnlausar lygasögur tii að komast í náin kynni við ríka fólkið. Bönnuð börnum. VI 4 0(J ►Bræður munu berj- m. l.dU ast (The Indian Runner) Áhrifarík saga um bræðurna Joe og Frank sem standa frammi fyr- ir erfiðum ákvörðunum um hvernig þeir eigi að haga lífi sínu. LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR M91 i|) ► Hjartað á réttum • L I.4U stað (Untamed Heart) Adam er feiminn strákur sem vinnur við að taka af borðum á veit- ingastað í Minneapolis. Samskipti hans við annað fólk eru ekki upp á marga fiska og hann hefur aldrei ver- / ið við kvenmann kenndur. Adam á sér enga ósk heitari en að ná athygli geng- ilbeinunnar Caroiine. Hún hefur verið í hálfgerðum vandræðum í karlamál- um og það virðist enginn vilja neitt með hana hafa - nema Adam. B90 9IJ ►Peningaplokk (Mo’ • tU.LU Money) Bræðumir Johnny og Seymour em hinir mestu svikahrappar. Þeir era alltaf skrefi á undan löggunni og sjá seðla í öllu. En auðvitað er engin framtíð í svikum og prettum og Johnny er orðinn hál- fleiður á þessum eilífu svikamyllum. Hann ákveður því að söðla um þegar hann kynnist hinni gullfallegu Amber Evans. Hún starfar hjá greiðslukorta- fyrirtæki og Johnny fær sér vinnu þar til að geta verið nálægt ástinni sinni. Svikahrappur innan um öll greiðslu- kortin! Það kann ekki góðri lukku að stýra. SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR Kl. 20.51 ► Hjartarúnir (Tell Tale Hearts) Fyrri hluti framhaldsmyndar frá BBC sjón- varpsstöðinni. í fimmtán ár hefur Anthony Steadman verið fyrirmyndar- fangi. Gegn vilja almennings er hann látinn laus fyrir góða hegðun þrátt fyrir að hafa hlotið þungan dóm fyrir að hafa misnotað bam kynferðislega og myrt það. M90 IC^Annarra manna ■ LU.IJ peningar (Other Peoples Money) Larry lausafjársuga Garfield er hrokafullur, gráðugur, sjálfselskur og miskunnarlaus kaup- sýslumaður. En það kemur að því að þessi litli skratti hittir ömmu sína. MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR H90 flC ► New York . lU.UU (New York SMm#) Þijár stuttar smásögur sem saman mynda eina heild. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR Ifl 99 91» ►Svikráð (Framed) Hl. LÚ.LÚ Jeff Goldblum leikur málara sem verður fyrir því að vin- kona hans hefur hann fyrir rangri sök. Málið snýst um fölsun listaverka og þegar vinur vor verður var við það, sem er að gerast, ákveður hann að snúa vöm í sókn og gjalda vinkon- unni greiðann í sömu mynt. MIÐVIKUDAGUR 1. MARS W9Q flfl ►Borg gleflinnar • 4U.UU (City of Joy) Patrick Swayze er hér í hlutverki kaldhæðins skurðlæknis frá Bandaríkjunum sem býr í Kalkútta á Indlandi. Þegar hann kynnist fólki frá heilsugæslustöð fyrir fátæka og fer sjálfur að starfa þar finnur hann loks einhvern tilgang með lífi sínu. Bönnuð börnum. FIMMTUDAQUR 2. MARS W9Q QC ►Stúlkan í rólunni • LU.UU (Giri in a Swing) Breskur forngripasali á ferðalagi í Kaupmannahöfn verður ástfanginn af undurfallegri, þýskri stúlku og biður hennar eftir stutt kynni. í öllum ástar- brímanum láðist forngripasalanum hins vegar að spyija þá þýsku um uppruna hennar og fortíð. VI 1 Qfl ►Hnefaleikakappinn nl. l.ðU (Gladiator) Tommy flytur með föður sínum til suðurhluta Chicago þar sem barist er á götunum og einnig í hnefaleikahringnum. Skúrkurinn Hom, sem stendur fyrir óiöglegum hnefaleikum, tekur Tommy opnum örmum og gerir hann að „hvítu voninni“ sem geti staðið uppi í hárinu á þeldökkum hnefaleikuram í hverf- inu. Stranglega bönnuð bömum. BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Afhjúpun it + Ar Hún tælir hann í ófyrirleitnu valda- tafli í tölvufyrirtæki. Fyrsta flokks afþreying í flesta staði. Leon ** Ábúðarmikil mynd úr furðuveröld Bessons. Góð átakaatriði í bland við ómerkilegan efnisþráð og persónu- sköpun. Fríða og dýrið? Varla. Viðtal við vampíruna * * k Neil Jordan hefur gert býsna góða vampírumynd sem lítur alltaf frábær- lega út og tekur með nýjum hætti á gamalli ófreskju kvikmyndanna. Brad Pitt stelur senunni. Leifturhraði k * k'A Æsispennandi frá upphafi til enda, fyndin og ótrúlega vel gerð. Hasar- mynd eins og þær gerast bestar. Konungur Ijónanna *k* Pottþétt fjölskylduskemmtun frá Disn- ey, prýdd óaðfinnanlegri íslenskri tal- setningu. BÍÓHÖLLIN Afhjúpun (sjá Bíóborgina) Joshua Tree * Ómerkileg afþreying sem betur hefði farið beinustu leið á myndbandið. Banvænn fallhraði *'A Ekki beinlínis leiðinleg en afar ómerki- leg formúlumynd sem dandalast á mörkum gamans og alvöra. Mynd- bandaafþreying. Pabbi óskast ** Steve Martin leikur Silas Marner í nútímanum í bærilegri mynd um einbúa sem tekur að sér stúlkubarn. Ófijótt en allt í lagi. „Junior“ *'h Linnulausar tilraunir Schwarzenegg- ers til gamanleiks bíða hér vonandi endanlegt skipbrot. Mislukkuð eins- brandara mynd og afleitlega leikin. Konungur Ijónanna (sjá Bíóborgina) HÁSKÓLABÍÓ Ekkjuhæð * *'A' Lítil skopleg mynd um smábæjarslúð- ur í bland við sakamálasögu í ætt við Agöthu Christie. Góðar leikkonur en meinlítil mynd. Hálendingurinn 3 * Þriðja myndin í flokknum má missa sig. Innihaldið sérlega rýrt og spennan lítil. Klippt og skorið * * *'h Sérlega kræsileg kvikmyndaveisla frá meistara Altman sem segir sögur af hjónum í Los Angeles samtímans. Leikarahópurinn fjölskrúðugur og leikurinn frábær. Nostradamus * Sæmilega útlítandi en illa leikin og innihaldsrýr mynd þar sem furðulítið er fjallað um sýnir sjáandans fræga. Skuggalendur ***Vi Gæðamynd byggð á einstöku sam- bandi bresks skálds og fyrirlesara og bandarísks rithöfundar um miðja öld- ina. Það geislar af Anthony Hopkins og Debra Winger í aðalhlutverkum. Aukaleikarar ekkert síðri og leikstjór- anum Attenborough tekst að segja hádramatíska sögu án þess að steyta nokkra sinni á óþarfa tilfinningasemi. Priscilla drottning eyðimerkurinnar *** Undarleg og öðravísi áströlsk mynd sem kemur áhorfendum í gott skap. Það er ekki heiglum hent að vera kyn- eða klæðskiptingur uppi á öræf- um Ástralíu. Ógnarfljótið **'A Spennumynd í góðu meðallagi með Meryl Streep í aðalhlutverki móður sem berst fyrir lífi fjölskyldunnar. Hún er reyndar það eina óvænta í venju- legri formúluafþreyingu. Þrír litir: Rauður * * *Vi Þríieik pólska Ieikstjórans Kieslowskis lýkur með bestu myndinni þar sem leikstjórinn fléttar saman örlög per- sónanna á snilldarlegan hátt. Forrest Gump ***Vi Tom Hanks fer á kostum í frábærri mynd um einfelding sem ferðast um sögu Bandaríkjanna síðustu þijá ára- tugina og lendir í ýmsu. Ljúfsár, skemmtileg, fyndin, gerð með ríkri saknaðarkennd og einstaka sinnum ber fyrir sönnum kvikmyndalegum töfram. LAUGARÁSBIÓ Corrina, Corrina ** Meinlaus, gamaldags mynd um sam- skipti hvítra og svartra á sjötta ára- tugnum. Helst fyrir smáfólkið. Timecop **Vi Tímaflakkarar á ferð með misjafnt í huga. Útlitið er ágætt, spennan tals- verð, afþreyingin góð, innihaldið rýrt. Skársta mynd van Damme þótt það segi ekki mikið. Skógarlíf **Vi Mógli bjargar málunum í áferðarfal- legri kvikmynd hins sígilda ævintýris Kiplings um frumskógardrenginn sterka. Góð bama- og fjölskyldumynd. Gríman **Vi Skemmtileg og fjörag mynd í hasar- blaðastíl um mannleysu sem verður ofurmenni þegar hann finnur dular- fulla grímu. Jim Carrey fer með titil- hlutverkið og er ekkert að spara sig. REGNBOGINN Barcelona * *Vi Afar málglöð mynd um samskipti ungra Bandaríícjamanna og Börsunga á sjöunda áratugnum. Vel leikin, löng en athyglisverð. Litbrigði næturinnar ** Langdreginn, götóttur en ekki beint leiðinlegur sálfræðitryllir kryddaður óvenju erótískum atriðum. PCU 0 Makalaus endaleysa úr ameríska há- skólalífinu. Botninn á skemmtanaiðn- aðinum í Hollywood. Stjörnuhliðið **Vi Ágætis afþreying sem byggist á því að guðirnir hafi í raun verið geimfar- ar. Fyllir upp í sáran skort á útgeims- myndum og er því kannski bitastæð- ari en ella. Reyfari * * *Vi Frábær verðlaunamynd eftir Tarant- ino um líf og örlög bófa í Los Angel- es. Einkar safaríkt leikaralið fer á kostum í vel mótuðum og skrifuðum hlutverkum og hér endurfæðist John Travolta. Tarantino er maður framtíð- arinnar. SAGABÍÓ Úlfhundurinn 2 Vi Sérlega ómerkileg ævintýramynd um úlfhundinn væna og indjánaþorpið sem hann bjargar. Lýjandi. Wyatt Earp * * Alltof langur vestri um einn frægasta löggæslumann villta vestursins. Þung- ur og drangalegur en leikarahópurinn sérlega glæsilegur og fer Dennis Qua- id á kostum í hlutverki Doc Hollidays. Leon (sjá Bíóborgina) STJÖRNUBÍÓ Á köldum klaka *** Ungur Japani kynnist landi og þjóð í vetrarham í þessari nýjustu mynd Friðriks Þórs. Kynni hans af mönnum og draugum sýnd í skondnu ljósi og mörg góðkunn viðfangsefni leikstjór- ans í forgrunni, eins og sveitin og dauðinn og hið yfimáttúrulega. Frankenstein ** Egóið í Kenneth Branagh fær að njóta sín til fulls en fátt annað í heldur misheppnaðri Frankenstein-mynd. Aðeins þú * * Rómantísk gamanmynd um stúlku sem eltir draumaprinsinn til Ítalíu. Lítt merkileg mynd sem byggist á gömlum lummum ástarmyndanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.