Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ TED Boynton (Taylor Nichols) verður ástfanginn af fegurðardísinni Montserrat (Tushka Bergen). Himnesk hæðni í Barcelona Viðtal við bandaríska kvikmyndagerðarmanninn, leikstjórann og höfundinn Whit Stillman um nýj- ustu mynd hans Barcelona sem frumsýnd var í Regnboganum í síðustu viku CHRIS Eigeman og Mira Sorvino í hlutverkum sínum. Eftir Svanhildi Konráðsdóttur Whit Stillman segist kalla það háðsglettni; þá sér- stöku tegund spés sem hann beitir við að draga upp ógleym- anlegar persónur í nýjustu mynd sinni, Barcelona, og hvemig þær reyna að leysa úr persónulegum flækjum og þeirri menningarlegu les- blindu sem er að hluta drifkraftur sögunnar. Barcelona er önnur mynd Stillmans, en sú fyrri, Metropolitan ('1990), var þrátt fyrir að vera lítil og ódýr mynd í framleiðslu, tilnefnd til Oskarsverðlauna fyrir besta frumsamda handritið og sópaði að sér viðurkenningum og hrósi gagn- rýnenda. Eftir Metropolitan hafði Stillman þegar eignast tryggan hóp aðdáenda sem hafa ekki orðið fyrir vonbrigðum með þetta síðbúna og óbeina framhald frumraunarinnar. Gagnrýnendur á Lundúnapressunni hafa farið um hana lofsamlegum orðum og jafnvel Julie Burchill (Sunday Times) sem er betur þekkt fyrir grimmd sína og hörku í dómum, var næstum því vandræðalega væm- in í opnugrein um myndina og mann- inn á bak við hana. Barcelona náði ekki til Cannes á síðasta ári, en var Synd á London Film Festival í nóvem- ber sl. og þar náði greinaröfundur á Whit Stillman yfir léttum hádegis- verði í Soho. Barcelona fjallar um rómantískar og pólitískar hrakfarir tveggja bandarískra frænda á Spáni eftir fall Francos. Tímasviðið er „á síðasta áratug kalda stríðsins“ þegar diskóið er að íjara út, Bandaríkin farin að toga niður um sig pilsfaldinn í síauk- inni siðprýði, sem fylgdi aukinni út- breiðslu eyðni og fasisma hollustu- stefnunnar, á meðan spánskur ung- dómur fagnar nýfengnu frelsi, slettir úr klaufunum og hatast við NATO, Bandaríkin og allt sem minnt getur á fasíska fortíð landsins. Stillman kallar þetta tímabil „snemm- Almodovar" til heiðurs einum fremsta kvikmyndagerðarmanns Spánveija um þessar mundir. Ted Boynton (Taylor Nichols) í býr í Barcelona sem sölufulltrúi banda- rísks fyrirtækis og er í sárum eftir holdlegt, en endasleppt ástarsam- band, þegar hinn óþolandi ósvífni og sjálfumglaði frændi hans úr flotan- um, Fred (Chris Eigeman), kemur til að undirbúa komu sjöttu flota- deildar til borgarinnar. Fred flytur inn á Ted, þeim síðarnefnda til mik- illar armæðu, og saman blandast þeir inn í atburðarás sem leiðir bæði til hryðjuverka og átaka í fjölbreytt- um og flóknum samböndum við nokkrar blóðheitar senjorítur, sem vinna sem túlkar við ráðstefnumið- stöð þar í borginni. Bæði Nichols og Eigeman komu fram í minni hlut- verkum í Metropolitan og Stillman segist hafa orðið svo hrifinn af túlk- ufl þeirra á persónunum að hann hafi viljað vita hvað yrði um þá og því hafi hann skrifað Barcelona með þá Ted/Nichols og Fred/Eigeman í huga. Aðspurður viðurkennir Whit Still- man að Barcelona sé að miklu leyti byggð á atburðum úr lífí hans sjálfs. „Ég ætlaði mér alls ekki að skrifa sjálfsævisögulegt handrit, en eftir því sem ég umskrifaði það oftar bættust inn atriði og efni sem ég hef sérstakan áhuga á, atburðir sem raunverulega gerðust, eða persónur sem eru að meira eða minna leyti búnar til úr vinum og kunningjum. Ég held að ég sé sjálfur einhvers konar samblanda úr Ted og Fred — eða að þeir endurspegli ólíkar hliðar á mér. „í fljótu bragði er erfitt að koma auga á nördinn Ted eða grobb- hanann Fred í hinum geðþekka Still- man, en hann fullvissar mig glað- beittur um að það sé grunnt á hvoru tveggja. Stillman fæddist í Washington árið 1952, ólst upp á Manhattan og ætlaði upphaflega að fylgja í fótspor föður síns inn í stjórnmál og lög- fræði, en söðlaði svo um og sneri sér að blaðamennsku og ritstörfum. Eft- ir að hafa útskrifast frá Harward- háskóla og eytt einu ári hjá frændum sínum í Mexíkó við að læra spænsku og skrifa rammpólitískar greinar, tók hann stefnuna á að starfa við fram- leiðslu á kvikmyndum og sjónvarps- efni. En leiðin þangað reyndist lengri og strangari en hann hafði órað fyr- ir og því lenti hann meðal annars í sölustörfum í nokkur ár. Það voru sölustörfin sem að hluta til drógu hann til Spánar. „Það er að segja eftir að ég var búinn að gifta mig,“ bætir hann við. „Konan mín er frá Barcelona og mín fyrsta ferð þangað var að telja hana á að snúa aftur til New York með mér. Önnur heim- sóknin var þegar við giftum okkur. í gegnum hana komst ég í sambönd við spánska kvikmyndagerðarmenn og tók að starfa við kynningu á sölu á myndum þeirra á alþjóðavettvangi. Þannig kynntist ég meðal annars fyrsta og eina íslendingnum sem ég þekki,“ bætir hann brosandi við og á þar við Friðbert Pálsson hjá Há- skólabíói. „Hann var að kaupa mynd- ir fyrir lítinn markað og ég var að selja litlar myndir — við áttum þvi ýmislegt sameiglnlegt.“ Það var um 1983 sem hugmyndin að Barcelona kviknaði. „Ég var oft látinn leika heimska Ameríkanann í myndum þeirra leikstjóra sem ég var að vinna með í það og það skiptið og lék á þessum tiltekna tíma í Sal Gorde (Smekkleysi), farsa Fernando Trueba (nýjasta mynd Trueba er hin umtalaða Belle Epoque). Þar eð ég var í allra minnsta smáhlutverkinu og því ómerkilegasta persónan á sett- inu, var mínum atriðum skotið inn í eftir því sem hentaði, og því hafði ég nógan tíma til að ráfa um Madrid, hugsa og skrifa." Stillmann segist hafa valið Barcel- ona af því að borgin sjálf eigi við ákveðna tilvistarkreppu að etja og sé auk þess guðdómlega falleg og dularfull, hin dæmigerða evrópska borg. „Hún er hvorki spánsk né kata- lónsk,“ segir hann. Borgin, með sín- um endalausu breiðstrætum, skraut- legu kirkjum, rangölum og róm- versku rústum, er frábærlega falleg- ur bakgrunnur fyrir þessa háðsku og bráðfyndnu sögu um misskilning, póst-móderníska sjálfsmyndar- kreppu og gamla og góða formúlu um strák sem hittir stelpu, missir hana og endurheimtir; allt fullkomn- að með rúsínunni í pylsuendanum — hinum hamingjusama, ameríska endi. Eitt af því marga sem segja má Stillman og myndinni til hróss, er að þrátt fyrir að borgin spili svo veigamikla rullu í myndinni, sem annars nýtir sér allar góðar klisjur sem gefast (og skopast að þeim), er ekki eitt einasta skot af hinum ramm-barselónsku byggingum eftir Gaudi. Það er meira en hægt er að segja um annan ástaróð til borgar- innar, kvikmyndina The Hours and Times. En snúum okkur að „háðsglettn- inni“ hans Stillmans. Hann segist helst geta útskýrt hana með því að taka dæmi um tónlisti.na sem hann valdi í myndina. „Ég er sjálfur mjög hrifinn af tilfinningaríkri tónlist, en hún mátti ekki vera um of rómantísk og falleg, því þá hefði áhorfendum þótt hún væmin og hlægileg. Tónlist- in þurfti samt að kveikja í fólki um leið og það gat haldið hinni gaman- sömu fjarlægð sem felst í háðinu. Það sama er að segja um nálgunina í myndinni allri; ég var mjög varkár við að láta íroníuna — hæðnina — ekki villast út í að verða svartan húmor því þá verður manni alveg sama um persónurnar og nýtur þess jafnvel að sjá þær þjást. Það er erfitt að feta þennan milli- veg háðs og heiðarleika, sérstaklega þegar öll hönnun myndarinnar er á köflum viljandi ýkt og hallærisleg, en Stillman tekst þetta snilldarlega. Ágætt dæmi um skoplegt atriði er þegar þeir Ted og Fred aka um göt- ur borgarinnar og Fred rekur augun í veggjakrot á spænsku sem segir „Yankee pigs (cerdos) go home“. í aumkunarverðri tilraun til að veija heiður sjálfs sín og lands síns, ræðst hann á krotið með filtpenna og breyt- ir cerdos í cievos (dádýr). „Ég er ekki viss um að Kana-dádýr farið heim“ sé mikið betra,“ segir frændi hans þurriega. Eftir þetta afræður Fred að klæðast aðeins einkennis- búningi sínum og verður það honum loks að falli þegar hryðjuverk gegn NATO ná hámarki sínu. Allt í sambandi við þá frændur er í besta falli fáánlegt og skoplegt, en tilvistarkreppur Teds og illkvittni Freds er svo trúverðug og hlutverkin svo vel leikin að maður getur ekki gert að því að finna til með þeim. Þeir eru ekki heimskir, þvert á móti, þeir rökræða, þræta, skoða og skegg- ræða tilfinningar sínar og hegðun, en það varnar því ekki að þeir geri hvert kjánastrikið á eftir öðru. Ted ákveður til dæmis eftir mikla um- hugsun að hætta að fara út með fallegum konum, en velja heldur „venjulegar og jafnvel ófríðar stúlkur því þá geti hann séð inn í sálina á þeim og vitað hvort sambandið sé einlægt". Kvöldið eftir verður hann ástfanginn af fegurðardísinni Monts- errat (Tushka Bergen). Hann leitar líka rómantískra ráða í Biblíunni, sem hann hefur falið innan í tímarit- inu The Economist; hann er einmitt í trylltum dansi við lag Glenn Millers Pensylvania 6-500 þegar Fred veður inn á hann og kallar hann aumkunar- vert, dansandi Biblíuflón. Ted lendir í sálarflælcjum yfír rakstri og þeim möguleika að kannski hafi hann allt- af rakað sig á vitlausan hátt og trú- ir einlæglega á sjálfbætandi speki Dale Carnegie og félaga. Þannig gerir myndin stöðugt grín að einlæg- um, en klaufalegum tilraunum hans til aukinnar sjálfsþekkingar og mannbóta. Stillman vill sjálfur gera meira úr vægi hins persónulega þáttar mynd- arinnar en mikilvægi þess skilnings sem mætti leggja í árekstra ólíkra menningarheima, þjóðemis- og sam- semdarkreppu amerísku og spánsku persónanna. „Mér þætti það alveg hræðilegt ef áhorfendur sæju ekki fyrst og fremst ástarsöguna. Ted og Fred eru svona aulalegir því þeir eru að leita að sjálfum sér og ekki síður að lífs- förunaut. Slíkar sjálfsmyndarkrísur koma yfirleitt fyrst fram með gelgj- unni og það litar persónurnar Ted og Fred. Konumar í myndinni (Tushka Bergen, Mira Sorvino og Hellena Schmied) eru hins vegar miklu öruggari með sig og ákveðn- ari. Þær eru skýrar í kollinum, sjá ekkert athugavert við að eiga nokkra elskhuga í einu og jafnvel búa með sumum þeirra á meðan þeir frændur eru rammvilltir og særðir yfir skeyt- ingarleysi þéirra.“ Stillman segist vilja byggja sína þriðju mynd í kringum nokkrar kon- ur af svipuðum toga og hinar svölu senjoritur Barcelona. „Að mörgu leyti hljóp ég yfir annan kafla í tróló- gíu þegar ég gerði Barcelona, sem er nokkurs konar þriðji kafli, á eftir fyrsta kafla Metropolitan. Nú er ég kominn með tvo póla og langar til að gera miðjuna, ef svo má segja, og láta hana fjalla um nokkrar ung- ar konur sem em að stíga fyrstu skrefín í sjálfstætt líf. Það ætti líka að hjálpa mér að forðast að falla í sjálfsævisögugryfjuna. Ég sé hana fyrir mér sem nokkurs konar óð til diskósins og ef til vill mun hún ger- ast að miklu leyti á diskóteki - nokk- urs konar Studio 54“. - Er framtíð þín ekki rósrauð, Óskarsverðlaunatilnefning fyrir fyrstu mynd, frábærir dómar og að- sókn á Barcelona, sem Castle Rock, fyrirtæki Rob Reiners, aðstoðaði við að framleiða, þarftu nokkuð annað að gera en að hringja í réttu stjöm- urnar og tiltaka upphæð við stóru myndverin í Hollywood? Hann hlær hátt. „Nei, ekki alveg, enda hef ég fjarskalega lítinn áhuga á því. Það var frábært að hafa nóga filmu til að gera Barcelona, en á tímabili fannst mér settið orðið of stórt og mannmargt og skar allt nið- ur við nögl. Ég vil vinna með sem minnstu umstangi og hvað stjörnur varðar þá er það svolítið erfítt mál. Bridget Fonda hefur boðist til að vinna ókeypis að næstu mynd, en ég hef ekki enn gert upp hug minn varðandi það góða boð. Hollywood- stjörnumar, sem margar em eflaust ágætis manneskjur, eru óhjákvæmi- lega vanar ákveðnum forréttindum, sem ég er ekki viss um að ég vilji eða geti veitt. Svo er líka mjög gef- andi að uppgötva nýtt hæfileikafólk og ég er ekki viss um að ég vilji missa af þeim þætti vinnunnar. En mér verður mikill léttir að því að fá einhvem til að sjá um framkvæmda- hliðina svo ég geti einbeitt mér að skrifum og leikstjórn því ég er óskap- legur snigill í vinnu og fyrsta upp- kast yfirleitt algjörlega ömurlegt." Miðað við flögurra ára meðgöngu- tíma Barcelona er ósennilegt að diskómynd Stillmans líti dagsins ljós fyrr en að tveimur til þremur árum liðnum. Þangað til er kvikmyndaá- hugafólk hvatt til að taka þátt í háðsglettni eins ferskasta unga kvik- myndagerðarmannsins, sem komið hefur fram á sjónarsviðið um langan tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.