Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JWnrgwnMaM^ D 1995 FIMMTUDAGUR 23. FEBRUAR BLAD Bikar- slagur HK og Stjarnan 2 sigruðu í und- anúrslitalei- kjum bikar- keppni karla í blaki í gær- kvöldi og eiga því að leika til úrslita 11. mars. Það er Íó ekki víst því S hyggst kæra lið Stjörnunnar vegna ólöglegs liðs. HK vann KA á Akureyri og eru Kópa- vogspiltar komnir í úrslit. A mynd Sverris hér til hliðar horfir Jón Ólaf- ur Bergþórs- son, uppspilari ÍS, angistar- fullur á knött- inn á leið í gólf- ið þjá sér, en Eiríkur B. Þor- steinsson Stjörnumaður er mun ánægð- ari á svipinn. ■ . tísmm Houston verður með Arsenal til vors Stjórn Arsenal bað Stewart Houston í gær um að vera yfirþjálfari liðsins út tímabilið og tók hann boðinu. Hann sljórnaði liðinu gegn Notting- ham Forest í fyrrakvöld og fagnaði það þá fyrsta heimasigrinum í fjóra mánuði. „Ég er ánægður og spenntur að takast á við starfið,“ sagði Houston.sem var tekinn fram yfir Pat Rice, unglingaliðsþjálfara félagsins og Mart- in O’Neill, yfirþjálfara Wycombe Wanderes, en Peter HiU-Wood, formaður Arsenal, sagði að Houston ætti skilið að fá tækifæri. „Hann hefur alla þá hæfileika sem við viljum þó hann skorti reynslu.“ Houston er 47 ára Skoti. Hann lék sem vinstri bakvörður með Chelsea, Brentford, Manchester United og Sheffield United en lauk ferlinum sem leikmaður og þjálfari hjá Colchester. George Graham, sem var rekinn frá Arsenal í fyrradag eftir árangursríkan feril sem yfirþjálfari hjá félaginu, fékk hann til Arsenal sem þjálfara varaliðsins og gerði hann að helsta aðstoðar- manni sínum þegar varaliðið varð meistari i fyrsta sinn í sex ár. Vernharð varð í níunda sæti í Linz Vernharð Þorleifsson varð í níunda sæti í -95 kg flokki á alþjóðlegu júdómóti í Linz í Austur- ríki um helgina. Hann sat hjá í fyrstu umferð en sigraði síðan Argentínumanninn Aguirre á ippon eftir þijár mínútur. í þriðju umferð mætti Vernharð Japananum Okaizumi og tapaði í mjög harðri ogjafnri glímu með einu kodka gegn tveimur. I uppreisnarglímu lenti Vernharð gegn Petek frá Slóveníu. Vernharð var yfir allan tím- ann en þegar þrjár sekúndur voru eftir tók Pe- tek mótbragð, skoraði wassary (sjö stig) og sigr- aði. Halldór Hafsteinsson glímdi í -86 kg flokki. Hann mætti Ivers frá Astralíu og var með þijú kodka yfir en í lokin náði Ivers armlási og vann. Karel Halldórsson glímdi í -78 kg flokki og keppti við Saksa frá Tékklandi. Saksa náði fasta- taki í gólfglímu og sigraði. Eiríkur Ingi Kristjánsson var með eitt kodka yfir gegn Djerassi frá Israel en meiddist í Iok glímunnar og varð að hætta keppni. Verðum örugglega í úrvalsdeildinni Við verðum örugglega í úrvalsdeildinni á kom- andi leiktíð,” sagði Arnór Guðjohnsen knattspu- yrnumaður hjá sænska félaginu Orebro í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Arnór sagðist ekki hafa séð frétt sænska síðdegisblaðsins i DAG á þriðjudaginn en hins vegar hefði verið lítillega fjallað um málið í svæðisblaðinu hjá honum í gær. „Þar segja þeir að Magnus Powell eigi á hættu að fá allt að tveggja ára bann og Orebro gæti hugsanlega fengið einhverja sekt,“ sagði Arnór. DYFINGAR Louganis greinist með HIV HINN heimsfrægi dýfingamaður, Greg Louganis, frá Bandaríkjun- um mun í dag skýra frá því í við- tali í sjónvarpi í Bandaríkjunum að hann hafi greinst með HIV veiruna, að því er skýrt var frá í Bandaríkjunum í nótt. Nokkuð er um liðið síðan Louganis skýrði frá því að hann væri hommi. Louganis hefur verið í fremstu röð dýfingamanna um nokkurra ára skeið og er meðal annars margfaldur Ólympíumeistari. Margir muna eftir honum frá Ólympíuleikunum í Seoul árið 1988 þegar hann rak höfuðið harkalega í stökkpallinn í einni dýfunni, en eftir að hafa jafnað sig hélt kappinn áfram keppni. SKÍÐI Mjög gott hjá Kristni í Kóreu Kristinn Björnsson skíðakappi náði mjög góðum árangri á skíðamóti í Kóreu í gær, en þá var keppt í stórsvigi. Kristinn hafði rásnúmer 54 en keppendur voru 105 talsins. Þegar upp var staðið varð Kristinn í 16. sæti og laut fyrir það 15,25 FIS punkta en styrkleikastuðull mótsins var 2,5 þannig að Kristinn félk alls 17,75 punkta sem er besti árang- ur hans í stórsvigi. Mótið var mjög sterkt og fjöl- margir keppenda sem taka þátt í heimsbikarmótunum. Sigurvegar- inn, Rainer Salzgeber frá Austur- ríki fór fyrri ferðina á 43,70 sek- úndum en þá síðari á 46,85. Krist- inn fór hins vegar fyrri ferðina á 44,76 sekúndum, var rúmri sek- úndu á eftir sigurvegaranum, en síðari ferðina fór hann á 47,56 sekúndum, tæpri sekúndu á eftir sigurvegaranum. Kristinn tekur þátt í öðru stórs- vigsmóti í dag og á föstudag og laugardag verður hann á meðal keppenda í svigmótum. Asta B. Halldórsdóttir tók þátt í nokkrum mótum í síðustu viku og varð í 21. sæti í stórsvigi í Evrópubikarmóti í Slóvakíu. Asta fékk tímann 2.15,20 mínútur og hlaut 34,18 FIS stig fyrir en hún féll úr keppni í öðrum fjórum mótum, keyrði útúr í þeim öllum. Sigurvegari í stórsviginu varð Catherine Borghi frá Sviss á 2.11,54 mín. Krlstlnn Björnsson KIHATTSPYRNA / ÓBREYTT STAÐA EFSTU LIÐA í ENSKU DEILDINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.