Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 D 3 ÍÞRÓTTIR Reuter ar gegn Chicago Bulls, án þess að Scottle Pippen og Wlll Perdue Chlcago vann samt nokkuð örugglega 105:88. Houston, NewYork og Phoenix töpuðu heima „ÞETTA var einn af betri sigrunum okkar í vet- ur,“ sagði Dick Motta, þjálfari Dallas Ma- vericks, sem gerði sér iítið fyrir og lagði Wash- ington Bullets að velli, 97:102, í Washington. Jim Jackson lék aðalhlutverkið hjá Dallas, skor- aði 44 stig og þar af 30 í seinni hálfleik. Charles Barkley og félagar hjá Phoenix Suns mátti einnig þola tap heima — 121:129 fyrir Boston Celtic. Dee Brown Var með 41 stig fyrir gestina og Sherman Douglas 22. Þetta var fyrsti sigur Boston í Phoenix síðan 1991. A.C. Green skoraði 24 stig og Dan Majerle 23 fyrir heimamenn. New York Knicks mátti einnig sætta sig við tap á heimavelli, 91:99, fyrir Cleveland Cavaliers Danny Ferry skoraði 20, John Williams 19 og Terrell Bran- don 17 fyrir Cavaliers, sem lék án Tryone Hill og Bobby Phills. Patrick Ewing skoraði 35 stig fyrir Knicks. David Robinson skoraði sigurkörfu San Antonio Spurs, 98:97, á útivelli gegn Houston þegar 2,2 sek. voru til leiksloka, með því að troða knettinum í körf- una. Clyde Drexler lék í fyrsta skipti á heimavelli með Houston og skoraði 29 stig. Dennis Rodman var sterkur í vörn Spurs, tók 30 fráköst, og Del Negro skoraði 23 fyrir gestina. Clifford Robinson skoraði 29 stig fyrir Portland Trail Blazers, sem vann Minnesota Timberwolves 99:86. Þá skoraði Rod Strickland 23 stig og átti átta stoðsendingar fyrir Portland. Isaiah Rider skoraði 21 stig fyrir Ulfana. Toni Kukoc skoraði 21 stig fyrir Chicago Bulls, sem vann Atlanta Hawks 105:88. Scottie Pippen skoraði fimmtán stig, en Mookie Blaylock skoraði 22 stig fyrir Hawks. Robert Pack skoraði 20 stig og átti tíu stoðsending- ar þegar Denver Nuggets lagði Los Angeles Clippers 118:80, þar sem” nýr þjálfari, Bernie Bickerstaff, stjórnaði heimamönnum — tók við starfinu á mánudag- inn. 38 stiga munurinn var mesti stigamunur í leik Denvers í vetur og þriðji mesti í sögu liðsins. AUÐUNN Jónsson, sem settl þrjú íslandsmet ungllnga í 125 kg flokkl á Ungllnga- melstaramótinu í kraftlyftingum um síðustu helgl, og Völundur Þorbjörnsson tll hœgri fara á heimsmelstaramót ungllnga f sumar ásamt Jóhannesi Elríkssyni úr Borgarnesi, sem ekkl var vlðlátlnn þegar myndln var tekin. Þrírfara á heims- meistara- mótid ÞRÍR Islendingar verða meðal keppenda á heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer f Nýju De- hli á Indlandi í júlí í sumar. Það eru þeir Auðunn Jónsson úr HK, sem náði stórgóðum árangri á Unglingameistaramótinu um síð- ustu helgi, Völundur Þorbjömsson frá Húsavík og Jóhannes Eiríksson úr Borgarnesi. íslandsmeistaramótið í kraftlyft- ingum fer fram um næstu helgi í Garðaskóla, 10 ára afmælismót KRAFT, og verða þeir þremenning- arnir — sem allir voru með á Ungl- ingameistaramótinu um síðustu helgi — ekki meðal keppenda. Eftir mótið um síðustu helgi tók strax við strangt æfingatímabil hjá þeim fyrir HM í sumar, og mótið um helgina verður hluti af fjáröflun þeirra fyrir ferðina til Indlands. HM-fararnir sjá um að halda mótið. Guðni til West Ham eða Bolton? GUÐNI Bergsson hefur að undanförnu átt í við- ræðum við forráðamenn West Ham og Bolton en eins og greint hefur verið frá hafa félögin sýnt áhuga á að fá hann til liðs við sig. Guðni sagði við Morgunblaðið að óvissa ríkti um fram- haldið. Hann vildi fara aftur í atvinnumennskuna en Tottenham hefði ekki enn ákveðið hvað félag- ið vildi hvað sig varðaði. Napolí þarf að leika fýrir luktum dyrum ÍTALSKA félagið Napolí þarf að leika næsta heimaleik sinn í Evrópukeppninni fyrir luktum dyrum — engir áhorfendur fá að vera inn á vellinum. Þetta var ákveðið á fundi aganefndar UEFA fyrir helgi og er ástæðan fyrir þessum úrskurði, að ólætu brutust út á leikvellinum í Napolí í Evrópuleik Napoli og Frankfurt 7. des- etnber I UEFA-keppninni, þegar þýska liðið vann, 0:1, og sendi Napolí út úr keppninni. DregiðíriðlaíHM kvenna í Svíþjóð BÚIÐ er að draga i riðla i heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu, sem fer fram í Svíþjóð í júní í sumar. Sviþjóð leikur í A-riðli ásamt Brasil- iu, Þýskalandi og Japan. í B-riðli leika Noregur, England, Kanada og Nigería eða Suður-Afríka og í C-riðli leika Bandaríkin, Kína, Danmörk og ÁstraJía. Þó nokkur áhugi er fyrir keppnina og hafa Svíar nú þegar selt vel yfir 100 þús. að- göngumiða á leikina. ÓL-eldurinn á að loga í 100 daga Ólympíueldurinn mun Ioga í hundrað daga fyrir og á ólympíuleikunum i Atlanta 1996. Þetta verð- ur gertí tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því að Ólympíuleikamir voru fyrst haldnir i Grikklandi. Eldurinn mun loga i 84 daga í kyndli, sem verður farið með vítt og breitt um Bandarík- in og síðan í sextán daga á rneðan ólympiuleik- arnir standa yfir í Atlanta. Olíukóngur kaupir Inter Mílanó MASSIMO Moratti, sem rekur olíufyrirtæki á Ítalíu, hefur keypt 1. deildarlið Inter Milanó á 435 miHj. isl. kr. af Ernesto Pellegrini, sem hef- ur verið eigandi liðsins í ellefu ár. Ástæðan fyr- ir því að Pellegrini seldi, er slæmt gengi liðsins. Moratti hefur mikinn hug á að kaupa Franska landsliðsmanninn Eric Cantona frá Manchester United. Skoraði úr auka- spyrnu af 40 m færi Brasiliumaðurinn Roberto Carlos, vamarleik- maður hjá Palmeiras, gerði sér lítið fyrir og skoraði mark beint úr aukaspyrau af 40 m færi þegar Palméir vann Gremio 3:2 i S-Amaríkubik- arkeppninni. Schmeicel hótar að leika ekki i EM DANSKI landsliðsmarkvörðurinn Peter Schmeichel, sem leikur með Manchester United, hefur tilkynnt að hann muni ekki leikámeð dnaks landsliðinu, ef það kemst i EM í Englandi 1996, nema að öryggi knattspyraumanna verði tryggt. „Ég elska að leika knattspyrau, en er ekki tilbúinn láta lifið fyrir hana,“ sagði Schmeic- hel, sem telur lögregluna í Englandi í stakk búinn til að varna þvi að til óiáta koma i EM. Collymore lamdi tvo í sjálfsvörn STAN Collymore, sóknarleikmaður Nottingham Forest, sem var kærður fyrir líkamsárás í fyrra, var í gær dæmdur sakiaus þegai- hann kom fyr- ir rétt í Stafford í Englandi. Urskurðað var að hann hafí lamið mennina — gefið öðrum gott högg, þannig að hann fékk glóðarauga og hiiut fékk blóðnasir. Átökin áttu sér stað fyrir utan næturklúbb. „Ég er ánægður með að þetta mál sé úr sÖgunni,“ sagði Collymore.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.