Morgunblaðið - 24.02.1995, Side 1

Morgunblaðið - 24.02.1995, Side 1
 C 1995 FOSTUDAGUR24. FEBRÚAR BLAÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Ragnar verður með Keflavík RAGNAR Margeirsson knattspyrnumaður úr Keflavík hefur ákveðið að leika með liði Keflavíkur í 1. deildinni í sumar, en hann hafði í hyggju að skipta um lið og leika með nýliðum Grindvíkinga. „Jú, það er rétt hjá þér, ég ætla að leika með Keflvíkingum í sumar,“ sagði Ragnar við Morgunblaðið í gær. „Það stóð til að ég léki með Grindvíking- um og ég hef æft með þeim en félagaskiptin drógust eitthvað á langinn vegna einhvers ágreinings á milli félaganna. Það var svo í síðustu viku að Keflvíkingar óskuðu eftir því við mig að ég færi að æfa með liðinu og leika með því og það varð úr að ég ákvað að vera um kyrrt hérna,“ sagði Ragnar Margeirsson. Greinargerð dóm- ara var hunsuð AGANEFND HSÍ tók brottrekstur Breiða- bliksmannsins Björgvins Björgvinssonar fyrir á fundi sínum í vikunni og veitti honum þijú refsistig fyrir að skjóta í höfuð markvarðar Fram úr vítaskoti. Dómarar leiksins sáu að sér eftir að hafa séð atvikið sýnt í Sjónvarp- inu og sendu aganefnd greinargerð þar sem þeir, að sögn Agnars L. Axelssonar, for- manns handknattleiksdeildar Breiðabliks, óskuðu eftir mildun á refsidómi. Aganefndin hunsaði greinargerð dómaranna á þeirri for- sendu að ekki væri hægt að dæma öðruvísi en gert var í sambærilegu máli Patreks Jó- hannessonar í KA fyrir skömmu, að sögn Agnars. Umrætt atvik átti sér stað í fyrstu umferð úrslitakeppni 2. deildar. Komið var fram í seinni hálfleik og var Breiðablik þremur mörkum yfir en tapaði síðan leiknum. „Þetta var vendipunkturinn,“ sagði Brynjar Kvaran, þjálfari Breiðabliks, aðspurður um máiið. „Ég get sagt sem markvörður og þjálfari að það getur ekki verið ásetningur nokkurs manns að skjóta í höfuð markmanns og Björgvin er þekktur fyrir annað en að hafa rangt við. Það sást líka í Sjónvarpinu og allir áttu von á að refsing yrði látin niður falla en annað kom á daginn.“ Baráttan harðnar BARÁTTAN um eina sætið sem laust er í úrslita- keppninni harðnar stöðugt en tvær umerðir eru eftir af deildarkeppninni. Nú beijast Sauðkræking- ar og Haukar um lausa sætið. Á mynd Kristins hér til hliðar er Jón Orn Guðmundsson að smeygja sér framhjá Bandaríkjamanninum Milton Bell hjá KR. IR-ingar höfðu meiri sigurvilja og barátta þeirra var aðdáunarverð í gærkvöldi. ■ Leikirnír / C2 DÝFINGAR Greg Louganis vissi að hann væri með alnæmisveiruna er hann keppti á ÓL 1988 Ætlaði aldrei að segja frá leyndarmálinu BANDARÍSKI meistarinn í dýfing- um, Greg Louganis, vissi að hann væri með alnæmisveiruna, þegar hann keppti á Ólympíuleikunum í Seoul í S-Kóreu 1988. Þá varð hann fyrir því óhappi í undankeppni að lenda á stökkprettinu með þeim af- leiðingum að hann meiddist á höfði og blæddi úr honum í iaugina — þá sömu og sundkeppni leikanna var haldin í. Læknirinn sem gerði að sárum hans var ekki í hönskum og vissi ekki frekar en aðrir að frátöld- um nánustu samstarfsmönnum kappans um ástand meistarans. Þetta kom fram í útdrætti sem dreift var í gær vegna sjónvarpsviðtals við hann á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, sem sýnt verður í kvöld. Louganis, sem er 35 ára, er talinn fremstur allra í dýfingum til þessa. .Hann varð fyrstur til að verja gull í dýfingum á Ólympíuleikum en hann fékk se'x gull 1984 og 1988. Hann sigraði 47 sinnum á meistara- móti Bandaríkjanna og varð fimm sinnum heimsmeistari. Hann sagðist hafa verið of hræddur til að segja lækninum í Seoul sannleikann en sex mánuðum fyrir leikana hefði komið í ljós að hann væri með al- næmisveiruna. Hann hefði þegar farið á lyfjakúr og tekið lyfið AZT á fjögurra tíma fresti. Hann sagði ennfremur að sér hefði liðið mjög illa fyrir leikana í Seoul og óttast að hann yrði veikur og gæti því ekki keppt. Þegar slysið varð sagðist hann hafa verið mjög óttasleginn. Hann hefði viljað stöðva blóðrennslið sjálf- ur og koma í veg fyrir að aðrir snertu blóðið en nánustu samstarfs- menn, læknir og þjálfari, hefðu ráð- lagt sér að segja engum frá hvað að sér amaði. „Ég gerði ekki ráð fyrir að lenda á stökkbrettinu, það er eitthvað sem ég hugsaði ekki um en mér brá. Ég hugsaði um ábyrgð mína, átti ég að segja frá? Málið er að þetta hafði verið mjög vel varðveitt leyndarmál." Fimm sár voru saumuð í höfuð hans og daginn eftir mætti hann í úrslitakeppnina og sigraði. Ron O’Brien, þjálfari hans, sagðist ekki hafa verið hræddur um að Louganis myndi smita aðra „því íþrótt okkar er þess eðlis að ekki er hætta á snertingu við aðra.“ Hann sagðist hafa sagt Louganis eftir slysið að hann gæti hætt keppni ef hann vildi en Louganis hefði ekki viljað það. Eftir síðasta stökkið í Seoul tók Louganis utan um O’Brien og sagði: „Enginn fær að vita hvað við höfum rétt gengið í gegnum."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.