Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 4
Eyjólfur Sverrisson iiíliC!0ilwMa(JÍiÖ Graham fékk um 50 millj. frá umboðsmann- inum Hauge George Graham, fyrrum þjálf- ari Arsenal sem var reirinn s.l. mánudag, fékk 425.500 pund (um 44,7 millj. kr.) frá Interclub Limited, fyrirtæki norska umboðs- mannsins Rune Hauge, vegna kaupa á John Jensen frá Bröndby í Danmörku og Pal Lydersen frá Start í Noregi. 1. desember s.l. lagði Graham upphæðina inn á reikning Arsenal auk 40.000 punda vaxtagreiðslna. Rannsókn- amefnd ensku úrvalsdeildarinnar greindi frá þessu í gær en kvað ekki upp neinn dóm. Hins vegar sagði Rick Parry, formaður nefnd- arinnar, að hann hefði afhent Knattspymusambandi Englands skýrslu um málið enda væri það þess að taka ákvörðun um fram- haldið. í skýrslunni er haft eftir Graham að hvorki hefði verið beð- ið um greiðslurnar né gert ráð fyrir þeim og hann hefði aldrei hagnast á á félagaskiptum. Parry sagði að rannsóknin hefði sýnt að aukin þörf væri á skýrari reglum um hlutverk umboðs- manna, einkum hvað varðaði hugsanlega hagsmunaárekstra milli umbðsmanna og þjálfara, eft- irlit á störfum umboðsmanna og skriflega samninga við umboðs- menn. Þörf væri á skýrari, ábyrg- ari og raunhæfari reglum um þessi atriði sem og reglum um viðurlög ef ekki væri farið eftir settum reglum. í skýrslunni er lagt til að umboðsmenn verði að hafa ákveð- in réttindi og að þeir verði að fylgja ákveðnum siðareglum, að allir samningar verði skráðir og nýjar reglur verði settar inn í samninga við þjálfara. neuier GEORGE Graham, þáverandi þjálfari Arsenal, ásamt fyrlrllAanum David O’Leary, er IIAIA varA blkarmeistarl á Wembley 1991. Cantona getur veríð dæmdur í lífstíðarbann Jean-Jacques Bertrand, lög- fræðingur franska knatt- spymumannsins Erics Cantona, sagði í viðtali við franska íþrótta- dagblaðið L’Equipe í gær að Can- tona gæti alveg eins átt von á því að Knattspymusamband Englands dæmdi hann í lífstíðar- bann frá knattspymu vegna árásarinnar á áhorfanda á leik á dögunum, en málið verður tekið fyrir í dag. Lögfræðingurinn sagði að helsta hlutverk sitt væri að reyna að koma í veg fyrir að Cantona yrði beittur órétti. Hann hefði sætt sig við bann Manchester United en ef Knattspymusam- bandið tæki of hart á brotinu yrði það honum um megn. Allir hefðu séð myndimar og enginn neitaði staðreyndum en reynt yrði að minna dómarana á sam- hengið. „Viðreynum ekki að rétt- læta það sem Eric gerði en viljum skýra málið,“ sagði hann. Bertrand sagði að Cantona væri vinalegur í einkalífinu en hann væri undir mjög miklu álagi vegna þeirrar slæmu ímyndar sem stöðugt væri otað að honum. „Við tölum aðeins um Eric þegar hann sleppir sér en gleymum sjónvarpsvélunum sem tifa stöð- ugt við glugga hans og gleymum bresku fjölmiðlunum sem borga fólki fyrir að mynda hann þegar hann er í fríi,“ sagði lögfræðing- urinn. Eyjólfur og samherj- ar halda settu marki Veisla fyrir þá „gömlu“ „ÞAÐ hefur lengi staðið til að kalla saman gamalkunna knatt- spyrnukappa; alla þá leikmenn sem leikið hafa i 1. deildarkeppn- inni í knattspyrnu," sagði Hall- dór Einarsson (HENSON) þegar hann var spurður um „Knatt- spymuveislu aldarinnar — í þá gömlu góðu daga“ sem haldin verður á Hótel Islandi laugar- dagskvöldið 29. apríl. Halldór sagði að, eins og á árum áður, yrði ekkert til spar- að, þegar flautað verður til leiks — boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og skemmtiatriði. „Knattspyrnuveislan er fyrir alla, sem hafa tekið þátt í fyrstu deildarkeppninni frá því að deildarkeppnin var tekin upp [1955], og alla aðra knattspyrnu- vini,“ sagði Halldór. Dagskrá kvöldsins verður afar glæsileg, að sögn Halldórs. Gaml- ir kappar verða heiðraðir fyrir unnin afrek. Á árum áður þekkt- ist það ekki að leikmenn ársins væru útnefndir, jsins og gert hef- ur verið frá 1970. Úr því verður bætt og leikmenn ársins 1955 til 1969 útnefndir. Þá verða ára- tuga-úrvalslið valin og kynnt. Veislustjóri er Hermann Gunn- arsson, fyrrum markvarðahreilir úr Val, og Rúnar Júlíusson, sókn- arleikmaður frá Keflavík, sér um hljóðfæraleik og kallar til liðs við sig gamalkunna sólóleikara úr röðum knattspyrnumanna, til að leika með og taka lagið. Eyjólfur Sverrisson ákveður ekki fyrr en í lok tímabilsins hvort hann verður áfram hjá Besiktas í Tyrklandi. Félagið leigði hann frá Stuttgart til árs en hefur rétt á að kaupa hann fyrir ákveðna upphæð Eyjólfur sagði við Morgunblaðið að hann ætlaði að sjá til í vor með framhaldið og sömu sögu væri að segja af Christoph Daum, þjálfara. Baum hefur verið orðaður við And- erlecht í Belgíu og jafnvel fleiri lið en Eyjólfur sagði að hann væri gjaman nefndur þegar þjálfara vantaði, einkum í Þýskalandi, þar sem hann hefði verið sterklega nefndur að undanfömu sem næsti þjálfari Werder Bremen. Eyjólfur og samherjar í Besiktas settu stefnuna á tyrkneska meist- aratitilinn í byijun tímabilsins og þeir eru með fjögurra stiga forystu á toppnum eftir 4:0 sigur gegn Trapzonspor um síðustu helgi. Eyj- ólfur, sem hefur leikið sem varnar- tengiliður að undanförnu, gerði þá eftt mark og er markahæstur leik- manna liðsins með átta mörk. Be- siktas mætir Bursa á morgun og Galatasaray um aðra helgi en Gal- atasaray er í öðru sæti og á leik inni. Galatasaray vann Fenerbaehe 9:8 eftir vítakeppni í undanúrslitum bikarkeppninnar en staðan fyrir ví- takeppnina var 1:1. Galatasaray leikur til úrslita gegn Trapzonspor. KNATTSPYRNA HANDBOLTI Svfinn Magnus Andersson meiddur Sænski landsliðsmaðurinn Magnus Andersson meiddist á læri í æfingalandsleik gegn Dönum í Danmörku í fyrrakvöld og er ljóst að hann verður frá á næstunni en ekki er talið að meiðslin séu alvar- leg. Svíar unnu 22:18 og svo aftur í Svíþjóð f gærkvöldi, 24:19, eftir að hafa verið marki undir í hléi. Svíar tefldu fram sínu sterkasta liði í fyrrakvöld en í gærkvöldi hvíldu lykilmenn. Andersson var að sjálf- sögðu ekki með en auk hans voru Eric Hajas, Magnus Wislander og Staffan Olsson fjarri góðu gamni og Mats Olsson, markvörður, sat allan tímann á bekknum. Markvörð- urinn Jesper Hansson var valinn maður leiksins en frammistaða Dana vakti athygli vegna þess að þeir eru „þungir“ eftir strangar æfingar að undanförnu. SJONVARP Tveir körfu- boltaleikir sýndir beint Körfuknattleiksmenn ættu að kætast um helgina þvf á morgun verða tveir leikir í úrvals- deildinni sýndir í beinni útsendingu. Stöð 2 sýnir leik ÍR og Grindavík- ur, sem hefst kl. 14.30 í Seljaskóla og tveimur klukkustundum síðar, kl. 16.30 hefst leikur Vals og KR að Hlíðarenda og verður hann sýnd- ur beint í íþróttaþætti RÚV. KNATTSPYRNA Met hjá INIantes NANTES setti í gærkvöldi met í frönsku knattspyrnunni, er liðið lék 27. leikinn í röð án taps — er því enn taplaust í deildarkeppninni í vetur. Nantes gerði í gærkvöldi jafntefli, 1:1, gegn St. Etienne á útivelli. Núverandi meistaralið, Par- ís SG, átti metið, en PSG var tap- laust í fyrstu 26 leikjum 1. deildar- keppninnar veturinn 1986-1987. Blikartil Hannover 1. DEILDARLIÐ Breiðabliks í knattspymu fer í æfingabúðir til Hannover í Þýskalandi um páskana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.