Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 1
A 3. öúsund * í páskaf erðir til útlanda MIKIL aðsókn er í utanlandsferðir um pásk- ana og má ætla að töluvert á 3. þúsund manns fari í hópferðir ferðaskrifstofanna. Heimsferðir er með 2 ferðir, aðra til Benidorm og hina til Kanaríeyja. Flogið er með spönskum leiguflugfélögum. Uppselt er í ferðirnar og biðlisti. Verða um 400 manns frá Heimsferðum á þessum stöðum. Úrval-Útsýn er með tvær ferðir til Kan- aríeyja og fara þangað um 300 manns, ein til Majorka með 100 manns og önnur til Portúgal fyrir 200 manns og er uppsélt í allar. Á þessum stöðum verða því um 600 manns. Þá eru 30 sæti seld af 40 í hálendis- ferð um Skotland og 10 sæti af 20 í skemmtisiglingu um Karíbahafið. Samvinnuferðir-Landsýn eru með ferðir til Kanaríeyja, um 50 manns, Benidorm 140, 60 á Majorka og-40 sæti til Túnis. Uppselt er í þessar ferðir en hugsanlegt að vél til Benidorm eða Majorka verði bætt við. Dublinarferð fyrir um 150 manns er nær uppseld, í Lúxemborg verða 50 og fáein sæti eru laus til Torguay á Englandi en til boða standa 30. Hjá söludeild Flugleiða fengust þær upp- lýsingar að ekki væru þar beinar páskaferð- ir en alls konar vortilboð, m.a. í kringum páska hefðu mælst vel fyrir. Vortilboðin gilda til Baltimore, New York og Parísar og er mikið bókað einkum til Parísar. Þá verða býsna margir á Flórída um páskana skv. upplýsingum starfsmanna söludeildar. FOSTUDAGUR 24. FEBRÚAR1995 Vorið kallar á létt laus og frjálsleg föt í lit SLAUS víð snið eða þröng stutt. Hör, fínunnið létt ullarefni eða %f% plast og glansefni. Mildir jarðlitir, *JSí svartur og hvítur eða glaðlegri og "S ^terkarj litir, jafnvel barnableikur, ^S sítrónugulur og lime-grænn allar gij götur út í neonliti. Síðar skyrtur, 2S léttar peysur með grófri áferð eða 18 gegnsæir bolir, þetta er karlatískan " í vor og sumar. ' En þó er a.m.k. tvennt til: klass- '" 't íkin, kæruleysisleg og afslöppuð, Su'" án þess að glæsileika sé fórnað. Og framúrstefhan, djörf og glans- andi, fyrir mjóa stráka fram eftir aldri. Mjóa vegna þess að fötin eru miklu þrengri og stráka af því að efnin eru glansandi og litir skærir. Af athugun í nokkrum fataverslunum bæjarins má þó ráða að klassíkin sé ofan á. Kannski með frísklegu ívafí, eins og lítilli vaffhálsmálspeysu við víðar buxur, sem minna á bát, sól og sand milli tánna. En kjósendur dæma, eins og þingmenri segja núna; karlar sem koma í búðirnar skera úr um tísku næstu mánaða. Samt skaðar ekki að heyra hljóðið í nokkrum kaupmönnum. Sigurjón Þórsson í Herrunum, nýrri karlafataverslun í Austur- stræti, segir að talsvert verði um ljósa safariliti og með haustinu verði daufir, dálítið kryddaðir jarð- litir nær allsráðandi. Allar línur mýkist með hækkandi sól, herða- púðar verði minni, snið lausari. <; Fötin geti verið úr hör eða haft FÖTIN Hugo í versluninni Oliver eru frjálsleg og áhersla lögð á góð efni. JEAN Colonna- fötin sem fást í Skaparanum eru „heit" svo best er að hafa bolina ermalausa. ...f XjSBTj —~-r' ' mSa útlitseinkenni þess með sérstakri vinnslu á ullarefni. Vesti verði áfram í tísku, hátt hneppt líkt og jakkarnir og bindi verði grófari svo að hnútarn- ir stækki. Þetta eigi t.d. við um Kenzo, sem skreyti sína mildu liti méð glaðlegum vestum og fylgihlut- um. Ingibjörg Karlsdóttir í Oliver við Ingólfsstræti tekurundir það að snið verði lausari og frjálslegri. í Hugo- fatnaði verslunarinnar er mikið lagt upp úr góðum efnum, þunnum og léttum, mest fínunnunni ull, en líka hrásilki og hreinni bómull. Skyrtur eru oft í sama lit og buxur og jakki og stundum hafðar yfír bolum. Hún segir að talsvert verði um ákveðna liti, bláa, græna og hvíta og mjúka tóna í peysum. Breið stefna verður að sögn Mar- grétar Einarsdóttur tekin hjá Frikka og dýrinu við Laugaveg. Bæði frísk- leg strandlína í stíl 6. og 7. áratugar- ins með víðum beinum buxum og lausum bolum og jökkum sem stund- um eru býsna síðir. Þá verði verslun- in með nokkurs konar hermannatísku frá Tom Foolery, ungum og upprenn- andi Lundúnahönnuði. Litagleði ríki með pastelliti, allt út í neon, og sem endranær gildi bara að allt megi. Bergljót Ólafsdóttir í Skaparan- um á Laugavegi býður bæði djörf föt og klassískari og ætlar að auka úrvalið af karlmannafatnaði. Hún segir að Jean Colonna frá Paris hiki ekki við þröngan plastfatnað, að- skornar buxur og stutta jakka, blúnduskyrtur og flegna, oft erma- lausa boli. Litlagleðin sé mikil og efnin oft glansandi eða-gegnsæ. Klassíkin sé auðvitað eilíf og helst af nýjum stílbrögðum að segja að mynstrað verði áberandi, köflótt og röndótt og litir nokkuð sterkir. Gul- ur, bleikur, appelsínugulur, blár, grænn og rauður. Að ógleymdum hvítum. „En drappaða dótið er sem betur fer búið." ¦ MH H Hverjir vilja skemmta áöskudaginn? Á ÖSKUDAG er orðin venja að börn og ungl- ingar klæðist furðufötum og máli sig í fram- an. Á þessum degi hafa þau komið niður á Lækjartorg til að sýna sig og sjá aðra um leið og öskupoki er „hengdur" aftan í náung- ann. Iþrótta- og tómstundaráð Reylgavíkur imin standa fyrir skemmtun á Ingólfstorgi á öskudag kl. 11.30-13. Frá kl. 11.30 á öskudag- inn verður lujóðkerfi borgarinnar á torginu og þar fá skemmtikraftar framtíðarinnar af ungu kynslóðinni tækifæri til að koma fram. ÖU börn og unglingar sem vilja koma fram með skemmtiatriði, söng, dans, töfrabrögð, eftirhermur, hUómsveitir, sprell, eru beðin að hafa samband við skrifstofu íþrótta- og tómstundaráðs og láta skrá sig. Verðlaun verða veitt fyrir besta skemmtiatriðið og frumlegustu búningana. í lok skemmtunarinnar kl. 13 verður „kötturinn slegúin úr tunnunni" eins ogtilheyriráþessumdegi. ¦ ^©0©®( i-ITA(;i.E!)I\ •ra'áitr i-íkjttm lij;\ Fiúkka og dvriau, lil dæni- is í |)t>ssuin I'alíiadi frá LBM. KENZO, sem fæst í Herrunum' í Austurstræti, hefur skraut- leg vesti við klassisk föt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.