Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF ÞESSIR litlu hvítu hnoðrar njóta vaxandi vinsælda í Evrópu. Hundur í tísku hjá fínum dömum í París TÍSKUSVEIFLUR virðast vera í vin- sældum hinna ýmsu hundategunda og samkvæmt frásögn The Europe- an er vestur hálendis-terrier nú mjög í tísku. Enska heiti tegundarinnar er West Highhnd terrier og í París verður æ algengara að sjá fínar dömur spóka sig með þessa litlu, hvítu og mjúku hvutta í taumi. Hundarnir þykja falla mjög vel að heildarútliti glæsimeyja í París, sem ganga í fagurlega hönnuðum drögtum og háhæluðum skóm. Handtöskur frá Chanel og Hermés þykja passa einkar vel við ímyndina, en ásættanlegt er að töskur séu frá öðrum hönnuðum, svo fremi þær séu fínlegar. Þótt terrier-hundar séu frábærir veiðihundar, hafa smáhundar af terrier-kynjum þótt mjög hentugir félagar í borgum. Tískuskríbent The European heldur því fram að púðl- ar, Yorshire terrier og pug-hundar séu á undanhaldi hjá fína fólkinu í suður-Evrópu, en hér á landi eru tvær síðarnefndu tegundirnar frekar í sókn, samkvæmt upplýsingum frá Hundaræktarfélagi íslands. Hundategundin hefur aðallega verið ræktuð í Skotlandi og eftir að Parísardömur fóru að spóka sig með „vestrana" sína, jókst-áhugi á henni víðar í Evrópu. Tegundin virðist einkum höfða til kve- nna og allmargafTconur í Lond- on fengið sér vesturhá- lendis-terrier að und- anförnu. Til skamms tíma voru enskir springer spaniel-hundar mjög vinsælir og hefur ítalski hönnuðurinn Moschino hannað hálsól fyrir hunda. Hundaól frá Moschino kostar tæplega 6.000 krónur ú úr Harrods í Londom Þegar upp er staðið létta strangir megrunarkúrar fátt annað en pyngjuna HÚN hefur ekki trú á ströngum megrunarkúrum, segir að eina ráðið sem dugi sé að borða hollan mat og hreyfa sig, - ekki í mánuð eða tvo, heldur allt lífið. Guðrún Þóra Hjaltadóttir næring- arráðgjafí hefur ákveðnar skoðanir á megrunarkúrum. „Strangir 500- 1.000 hitaeininga kúrar og t.d. megr- unarplástrar, trefjakúrar, eða megr- unarduft, létta fátt annað en pyngj- una þegar til lengri tíma er litið. Margar þessar töfralausnir gefa árangur í stuttan tíma en þegar frá líður og átta vikumar eða þrír mán- uðimir em liðnir þá koma öll kílóin aftur og yfírleitt nokkur í viðbót.“ Guðrún Þóra starfar sem næring- arráðgjafí, hún kennir grunnskóla- nemum og vinnur síðan sjálfstætt. Stór hópur af hennar skjólstæðingum er fólk sem er að beijast við offitu. „Yfírleitt hefur fólkið sem leitar til mín reynt alla mögulega kúra og oft náð því að losa sig við heilmörg kíló. Þau hafa hinsvegar öll komið aftur og fleiri bæst við eftir því sem kúrarnir verða fleiri.“ Feltt fólk þarf stuöning í langan tíma Henni finnst líkams- ræktarstöðvar sleppa of fíjótt hendinni af feitu fólki p sem kemur þangað til að megra sig. „Það þýðir ekkert að hafa of feitt fólk í nokkr- ar vikun Um leið og fólkið hættir í megr- unarátakinu þá fellur allt í sama far. Þetta fólk þarf stuðning í langan tíma.“ Guðrún Þóra segist líka vera ósátt við að aðrir en faglærðir ráð- leggi fólki með matar- æði. „íþróttafræðing- ar, læknar eða aðrir geta ekki ráðlagt ein- staklingum með mat- aræði frekar en ég get leiðbeint með æfíngar eða gert að meiðslum einhvers. Guðrún Þóra Hjaltadóttir. Kúrar undlr 1.200 he. eru skaðlegfr Samkvæmt Guðrúnu Þóru þá eru kúrar undir 1.200 hitaeiningum skaðlegir, hitaeiningafjöldi er þá kominn undir þann fjölda hitaeininga sem líkaminn þarf fyrir grunn- brennslu. „Líkaniinn aðlagar sig þessari takmörkuðu fæðu og hægir því á brennslu. Þegar fólk byijar aftur að borða eðlilega þarf líkaminn ekki þennan fjölda. hitaeininga og fólk fitnar meira“, segir hún. Kennlr fólkl að svindla rétt Hún segir lítið þýða að ætla að gjörbreyta matarvenjum fólks. „Ein- staklingamir gefast upp á einhæfu megrunarfæði eftir stuttan tíma eða mat sem þeir hafa engan áhuga á að borða. Eina ráðið sem hefur gagn- ast mér er að taka fæðusögu ein- staklinganna og hjálpa þeim að setja saman matseðla sem henta þeim þegar til lengri tíma er litið. Matur- inn verður að vera í samræmi við þeirra venjur og öll ijölskyldan að geta borðað það sama og sá sem er -að breyta matarræðinu. Oll bönn eru oæskileg í þessu sambandi. Ég kenni fólki frekar að svindla rétt,“ segir hún, „borða í hófí það sem er óhollt." Guðrún Þóra segist reka sig á að konur, oft á miðjum aldri, standa í þeirri meiningu að mjólk, kartöflur og brauð sé fitandi. „Þetta er algjör misskilningur og því miður hafa margar konur hætt að drekka mjólk af ótta við að tútna út. Hið rétta er að kon- ur þurfa að drekka mjólk og hún er holl. Það er hinsvegar fitandi að stappa kartöflumar í smjöri eða hrúga majónes- salati á brauðið. Það er það sem fítar. Samkvæmt mann- eldismarkmiðum á um 55% fæðunnar að vera kolvetni. Hrísgijón, brauð og kartöflur em til dæmis kolvetnarík fæða. Hálft tll eltt kíló á vfku Hvernig ráðleggur þú fólki að megra sig? „Að megra sig er spurning um breyttan lífsstíl til frambúðar," segir hún. „En til að byija með þarf fólk oft að sjá árangur fljótt og í þeim tilvikum ráðlegg ég fólki eindregið að hafa hitaeiningarnar ekki undir 1.500 og stunda hreyfingu með. Þá geta einstaklingar misst frá hálfu og upp í eitt kíló á viku. Síðan þarf að kenna fólki að borða rétt - til frambúðar." Hún beinir gjarnan sínu fólki á líkamsræktarstöðvarnar þegar kem- ur að hreyfingu þar sem íþróttafag- fólkið er. „Því miður fæst feitt fólk ekki alltaf til að fara í leikfími, fínnst það alltof mikið um sig miðað við þá sem líta vel út og eru í góðu formi. Oft eru fítubrennslutímar líka of erf- iðir fyrir þá sem eru alltof þungir. Ganga og sund hentar mörgum. IMotar málband jafnt sem viktina Guðrún Þóra notar málband jafnt sem vikt þegar hún hjálpar fólki að megra sig. „Ég nota alltaf málband. Þegar fólk er farið að borða 1.500 hitaeiningar og búið að grenna sig um hálft kíló á viku í nokkum tíma kemur að því að fólk stendur í stað, léttist ekki. Þá er líkaminn að aðlaga sig og yfirleitt stendur stoppið í hálf- an mánuð. Það merkilega er að þó MEISTARAKOKKARIMIR Óskar og Ingvar Of nbökuó rauó- sprett uf lök meó sveppafyllingu 2 flök rauðspretta (2 heil flök) 6 stk. ostsneiðar 26% 1 ræma beikon 100 g sveppir 100 g ferskur brauðraspur 1/4 tsk. múskat ____________I egg____________ klípa smjör eða smjörlíki Byrjað á að laga sveppafyll- inguna. Saxið beikon og sveppi og steikið beikonið á vel heitri pönnu í 2-3 mínútur og bætið þá smjöklípu og sveppum á pönnuna, steikið áfram í nokkrar mínútur. Tak- ið pönn- una af, hrærið raspi, smjöri og kryddi saman við. Brjótið eggið í skál, sláið það út með gaffli og bætið á pönnuna. Hrærið í með sleif svo að eggið sameinist blönd- unni, smyrjið örk af álpappír með ólíufolíu og leggið annað flakið ofaná með roðið niður, smyrjið sveppafylling á flakið og leggið ostsneiðar ofaná. Leggið hitt flakið ofan á fyllinguna með roðhlið upp og lokið álpappírs- belgnum. Passið að loka þannig að hann verði þéttur. Bakið í 180°C heitum ofni í 20 mínútur. Borið fram með kartöflum og sítrónubátum. Ath. Roðið er auðvelt að fjarlægja eftir eldun fyrir þá sem ekki borða það. Kalt sitrónu „souffle" 4 egg (skilin) 100 g sykur 4 tsk. fínst saxaður sífrónubörkur 8 msk. ferskur sítrónusafi 2 dl rjómi (tæplega 2 dl) 4 blöð matarlím ________2 msk. vatn_____________ Vefjið tvöföldu lagi af smjör- pappír utan um sex souffle- skálar svo að pappfr- inn nái 3 cm upp fyr- ir skálbrún- ir, festið með lím- bandi og skal pappírinn vera þéttur um skálarnar."' Hann hefur það hlutverk að hækka skálina um 3 cm til að líkja eftir heitu souffle. Leggið matarlím í bleyti. Látið eggja- rauður ná stofuhita og setjið í hrærivélarskál og börkinn uns sýður. Hellið hægt út í eggja- blönduna, þeytið uns hún er orðin köld. Bræðið matarlímið og bætið í. Þeytið rjómann og bætið í. Stífþeytið loks hvíturnar og bætið í með sleif, fyrst 1/3 svo rest. Hellið í skálarnar og látið hana ná vel upp úr skálunum og upp á pappírinn. Látið stífna í kæli í 6-8 tíma, fjarlægið pappírinn varlega. Ber- ið fram með þeyttum rjóma. Lúff eng spönsk saltfisksúpa Creme de porrus- alda tebia 250 g saltfiskur, af aftari hluta fisksins 6 stk. blaðlaukar, stórir 3/4 kg kartöflur 2 dl rjómi 4 tsk. lárviðarlauf steinselja ólífuolía, salt vatn Útvatnið saltfiskinn og skerið í meðalstóra bita. Hreinsið blað- lauk, skerið burtu græna hlutann og skerið þann Ijósa ífremur stóra bita. Afhýðið kartöflur, skerið í meðalstóra bita. Hitið smá olíu í potti, látið laukinn krauma við vægan hita þar til hann er glær. Bætið kartöflum og lárviðarlaufum við, hrærið vel. Hellið 1,51 af vatni í pottinn og setjið saltfiskinn í, sjóðið í ca. 15 mínútur eða þar til kartöflun- ar eru soðnar, saltið eftir smekk. Látið súpuna kólna, hellið henni í matvinnsluvél og gerið úr henni slétt krem. Geymið það í ísskáp uns það er þorið fram í bolla eða skál. Stráið steinselju á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.