Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 5
4 D FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRUAR 1995 DAGLEGT LIF DAGLEGT LIF MERKIÐ er fyrir Hönn- unarstöðina en var einnig notað á prentgögn á sýningu ís- lenskra hönnuða. Merkið sýnir "... rúnina H ■ rista á ílang- an ferkant- HB a> 1 aðan grunn sem sýnir W\ M eitt af frum- efnunum fjórum, eld, vatn, jörð | ; I eða loft. Grafísk hönnun í Kringlunni { DAG opna fimm hönnunarsýn- ingar víðsvegar um borgina. Það S er Hönnunarstöðin sem hefur veg og vanda af þessari hönnun- J arhátíð og undanfama föstu- ■ daga höfum við kynnt þær sýn- í ingar sem nú eru í Iðnó, gamla Z Morgunblaðshúsinu í Aðalstræti, S3 Geysishúsinu og Hafnarhúsinu. 2 Það er grafíska hönnunarsýn- • ingin sem fjallað er um að þessu sinni en hún verður opnuð í dag '52 á göngum Kringlunnar. Glldl grafískrar hönnunar Sýningunni var valið þemað gildi grafískrar hönnunar og áttu félags- menn FÍT þess kost að senda inn sína hugmyndavinnu. Síðan var valið úr innsendum verkum og þau stækkuð upp í stóra borða 1,5 x 6 m. Borðarn- ir eru hengdir niður úr lofti Kringlunn- ar. FÍT, Félag íslenskra teiknara, var stofnað árið 1943 en í því eru graf- ískir hönnuðir, myndskreytar og aug- lýsingagerðarmenn. Félagar eru um 170 og fást við mörg og misjöfn verk- efni. Margir þeirra eru einyrkjar en vinna líka á auglýsingastofum og hjá útgáfufyrirtækjum. Þeirra starf er til dæmis fólgið í umbúðahönnun, að hanna bæklinga og prentefni, auglýs- ingateiknun og auglýsingagerð, hönn- un frímerkja, bókakápa og svo fram- vegis. Með sífelldum framförum í tölvu- tækni hafa möguleikar grafískra hönnuða aukist mjög og öll tæknileg vinna tekur skemmri tíma en fyrir nokkrum árum. Hugmyndavinna hönnuðanna tekur engum breytingum með örum tækniframförum og tekur að sjálfsögðu alltaf jafn langan tíma. HönnuAu merki Hönn- unarstöðvarinnar Undirbúningsnefnd félagsins fyrir þessa sýningu hefur séð um að útbúa prentgripi fyrir hönnunardagana, veggspjöld, auglýsingar, sýningar- skrá, boðsmiða og síðast en ekki síst unnið merki fýrir Hönnunarstöðina. Það merki er síðan notað á alla prent- gripi fyrir Hönnunardagana. Sýningin í Kringlunni stendur fram til 5. mars og er opin á verslunartíma. V ímuefnasjúkar konur fá lítinn stuðning frá maka sínum og aðstandendum Q „FLJOTLEGA eftir að SÁÁ hóf J| meðferð vímuefnasjúklinga árið IU 1977, kom í ljós að leið kvenna Ua til bata var af ýmsum ástæðum Q erfíðari en karla. Félagsleg staða þeirra var öðruvísi. Þær mættu ■ meiri fordómum og dómhörku ^ samfélagsins og höfðað var til ábyrgðar þeirra gagnvart mök- um og bömum af meira mis- kunnarleysi. Mörgum fannst og B fínnst enn að drykkjuskapur og önnur vímuefnaneysla eigin- manns og föður sé ekki eins al- varlegt vandamál og þegar eiginkonan og móðirin eiga í hlut.“ Edda V. Guðmundsdóttir, Erla B. Sigurðardóttir og Oddný Jakobsdóttir, ráðgjafar hjá SÁÁ, og Jóna Dóra Kristinsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Vogi, tala af reynslu og þekkingu, enda allar starfað að meðferðarmálum í allmörg ár. Frá áramótum hafa þær haft sérstaka kvennameðferð á Vogi og í Vík á Kjalarnesi á sinni könnu. Þær segja að sl. tíu ár hafi meðferð verið löguð í æ ríkari mæli að þörfum kvenna. Fjallað hafi verið um málefni kvenna á fyrirlestrum og á sérstökum hópfundum auk þess sem kvennahóp- ar hafí verið starfræktir á göngudeild SÁÁ. Slík úrræði hafí gefíð góða raun og því sé kvennameðferðin, sem Þór- arinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, skipulagði og útfærði, eðlileg þróun, sem svari kröfum tímans. Konumar séu að mestu út af fyrir sig í meðferð og vinni að sínum málum, en taki þátt í sameiginlegri dagskrá með körlun- um, t.d. fyrirlestrum og AA-fundum. Fyrirlestrar um heiisufar og líkamsstarfsemi kvenna - Hvemig er kvennameðferð frá- bmgðin meðferð fyrir bæði kynin? „Eins og allir, sem fara í eftirmeð- ferð, dvelja konumar áður í um tíu daga á Vogi. Þar eru haldnir fýrirlestr- ar um heilsufar og líkamsstarfsemi kvenna. Fjallað er um vandamál, sem margar áfengissjúkar konur þekkja, en hafa ekki þorað að tala um, vegna þess að þær hafa einangrast og orðið ómeðvitaðar um líkama sinn. Horm- ónatruflanir, tíðateppa og þvagleki eru algengir fylgikvillar áfengissýki, sem konur eiga erfítt með að ræða um í Lítill stuAningur heima Konur, sem koma úr meðferð, eiga á brattann að sækja heima fyrir. Þær fá oft lítinn stuðning, enda eiga um 80% þeirra maka eða kærasta, sem hafa verið í jafn mikilli eða jafnvel Á VÍK á Kjalarnesi eru 30 sjúkrarúm og alltaf fullmannað. Morgunblaðið/Sverrir vamir, kynlíf, dóma, bönd viðurvist karla. Ennfremur ræðum við um breytinga- skeiðið, getnaðar- barneignir, kynsjúk- skyndisam- og rekum áróður fyrir notkun smokka. í kvennameðferð- inni er mikil áhersla lögð á fjölskylduna, enda brenna ýmis mál tengd henni meira á konum en körlum. Vímuefna- sjúkir karlar hafa vitaskuld líka áhyggjur af að hafa brugðist fjölskyld- unni, en þá yfirleitt hvað framfærslu varðar; þeim finnst þeir ekki hafa ver- ið nógu góðir „skaffarar". Hjá konum er sektarkenndin meira tilfinningalegs eðlis, þeim finnst þær hafa brugðist sem mæður og eiginkonur og þær eiga erfitt með að kljást við ríkjandi for- dóma á drykkjuhneigð kvenna. gieði-boðskapur K % (agnaðarboÁskapur. fagnað- liienndí; áriíegjuicg tíðindi. -bragð n giaðlcgur svip. ur. -efní h e-ð ul að gleðjast yfir. -fregn kv, -frétt kv gleðileg frétt. -gina k.v hvttur eða Ijós biettur í kaifi- j boiía seni spáð var í. -kona kv latmlætísdrós. vændis- , k0R!.- degur l sem vekur gleði; ánægjuIeguK’unaðs^ %icgur:gkéilegjóL -ieíkur K skopleikur, gamanleikur.. gieóill k t: stnkt á gkdil brcgða á glens. I' glcói-maður K I íiörugut tnaðtir, samkvæmis- maður. 2 þátitakandi í cleði eða viktva^.+iv^pur r3a5^">firbn3Íir+tór H fapia^rtár7 -tidiadi | H rr glcðifregn(ir), gieðtfrcuítrj, gleðíleg ttðindi / -vandur t scm vandur er að skemmttin. ►SAMKVÆMT íslenskri orðabók Menningarsjóðs er gleðimaður fjörugur maður eða samkvæmismaður Þar er gleðikona hins vegar skilgreind sem lauslætisdrós eða vændiskona. Að mati ráðgjafanna á Vík lýsir orð- notkun af þessu tagi hvernig viðhorf til kvenna er alla jafna óvægnari og fordómafyllri en í garð karla. meiri neyslu en þær og halda áfram eftir að þær koma úr meðferð. Gagn- stætt þessu styðja eiginkonur alkóhól- ista vel við bakið á körlunum þegar þeir koma úr meðferð. Þær eru dug- legar að sækja fjölskyldunámskeið SAÁ, A1 Anon-fundi og forðast að hafa áfengi eða önnur vímuefni inni á heimilunum. Við reynum að fá aðstandendur kvennanna til samstarfs, sýnum þeim verkefni, fræðum þá eins og kostur er og hvetjum þá eindregið til að sækja fjölskyldunámskeið og fara með konunum á göngudeild SAA eftir meðferðina á Vík.“ MeAalaldur kvenna í meAferA hærri en karla Undanfarin ár hefur hlutfall kvenna í meðferð verið um 25%. Meðalaldur þeirra hefur verið öllu hærri en karla. Ástæða þess að þær koma eldri en karlar í meðferð, segja ráðgjafamir, vera þá að konur séu tregar til að viðurkenna að vandi þeirra felist í ofneyslu vímuefna. - Er afneitunin þá vegna ríkjandi viðhorfa um kvenleikann og móður- ímyndina? „Þegar karlmaður leitar til læknis vegna tiltekinna kvilla, er ekki ólíklegt að læknirinn spyiji um áfengisvenjur og segi karli í kjölfarið, hreint út, að hann verði að hætta að drekka og fara í meðferð. Nú orðið verða karlar varla móðgaðir, jafnvel þótt þeir maldi Ráðgjafar og hjúkrun- arforstjóri - F.v.: Oddný Jak- obsdóttir, ráðgjafi, Jóna Dóra Kristíns- dóttír, hjúkrunar- forstjóri á Vogi, Edda V. Guð- mundsdótt- ir og Erla B. Sigurð- ardóttír, ráðgjafar. í móinn. Konur í sömu stöðu gætu brugðist illa við og fremur skákað í skjóli þunglyndis og fengið ýmis lyf gegn streitu og kvíða, sem gera að- eins illt verra. Þjóðfélagið hjálpar þeim að afneita í hveiju vandi þeirra er raunvemlega fólginn. í meðferð fara allir í gegnum sama uppgjörið, þ.e. afleiðingar ofneyslu. Markmið allra er að hætta neyslu, en konur þurfa oft að fara aðrar leiðir en karlar; þá er valin mýkri leiðin, enda em varnarhættir kvenna öðm- vísi. í byijun meðferðar eru þær oft mjög uppteknar af eiginmanni og börnum. Þær em vanar að standa með öðrum og eiga erfítt með að hugsa fyrst og síðast um sjálfar sig. Við leggjum ekki áherslu á að þær afhjúpi sig, heldur leyfum þeim að tjá sig eftir því sem þeim hentar. í kvennahópi fá þær athyglina óskerta og finna mikla samkennd." í Vík em ekki eintómir fyrirlestrar, verkefni og fræðsla. Þær stöllur, Edda, Erla, Oddný og Jóna Dóra, em ekki smeykar að fara ótroðnar slóðir. Til að byggja upp sjálfsvirðingu og sjálfstraust kvennanna hafa þær varið dijúgum tíma í að leiðbeina um snyrt- ingu, klæðaburð og framkomu. Þeim finnst vel koma til greina að fá sér- fræðinga á því sviði til skrafs og ráða- gerða síðar. „Meðferðarúrræði, að- ferðir og leiðir til bata verði að vera í sífelldri endurskoðun og leiðbeinend- ur þurfa að fylgjast vel með þróun mála. Við verðum að sigrast á fordóm- um í garð vímuefnasjúkra kvenna. Alkóhólismi er ekki bara karlasjúk- dómur.“ ■ vþj Mannréttindamál hins „hálfbakaða“ lýðræðis PJ RÁÐSTEFNA Evrópuráðsins C um jafnrétti kynjanna var tUI haldin nýverið í Strassborg í Qj Frakklandi. Vigdís Finnboga- J dóttir, forseti, var þar aðal- framsögumaðu r og tók saman niðurstöður í lokin. Mary Rob- inson írlandsforseti og Mona Sahlin varaforsætisráðherra Sví- þjóðar höfðu líka framsögu og fjöldi stjómmála- og fræðimanna talaði. Lykilorðin vom, auk jafnréttis kvenna og karla, lýðræði og mann- réttindi. Reynt var að benda á hag- nýtar og áhrifaríkar leiðir til jafn- ari möguleika á stöðu kynjanna, m.a. að kanna hvað stæði í veginum. Vigdís sagði í lokaávarpi sínu að pólitískt séð yrði jafnrétti æ mikil- vægara og flokkslínur skiptu þar nær engu. Ef konum og körlum gæfust ekki jöfn tækifæri og rétt- indi sætum við uppi með „hálfbak- að“ lýðræði. Ráðstefnan hvetti til að ríki sem nú væru að breytast af ýmsum ástæðum neyttu færis til að hleypa báðum kynjum jafnt að störfum í nýjum stofnunum með samskonar ábyrgð. Gróin lýðræðisríki mættu vara sig á gagnrýnislausri sjálfsánægju, því grandvallaratriði væri sniðgeng- ið ef kynferði kæmi í veg fyrir þátt- töku fólks í starfsemi þjóðfélagsins. Jafnrétti væri forsenda raunvem- legs lýðræðis og virðingar fyrir rétt- indum allra manna. Ný lelA áfram Á ráðstefnunni kom oft fram að bakslag hefur orðið í jafnréttismál- um í mörgum Evrópuríkjum. Vigdís vitnaði til þeirra orða Mary Robin- son að nú virtist val milli þess að halda áfram á sömu braut með sama árangri og hins breyta um aðferð og viðhorf í vori um skjótari framfarir. „Ef til vill hefst lítið upp úr því lengur að skoða málið sem mismun- un gagnvart öðm kynjanna eða sem valdabaráttu milli þeirra,“ sagði hún. „Þvert á móti hefur þessi ráð- stefna sýnt gildi spurninga eins og þessara: Hvað hefur það í för með sér ef konur taka ekki fullan þátt í uppbyggingu lýðræðislegs samfé- lags? Hvað hefur það í för með sér ef karlar taka ekki fullan þátt í menntun og uppeldi bama sinna?“ Nýtt og jákvæðara hugarfar á þessum nótum myndi að áliti Vig- dísar greiða fyrir þjóðfélagi aukins jafnaðar. Hún benti á áherslubreyt- ingar sem orðið hafa gegnum árin í jafnréttisbaráttu; 8. áratuginn þegar ljósi var beint að „stöðu kvenna“ og þann 9. þar sem farið var af krafti að reyna að jafna rétt kynjanna með lagasetningu og sér- stökum tímabundnum ráðstöfun- um. Nú, á síðasta áratug aldarinnar, sjáum við enn ósamræmi í lagabók- staf og vemleika og eigum að áliti Vigdísar að einbeita okkur að jöfn- uði (á ensku paritý) með sameigin- legri ábyrgð og samvinnu fólks. Mannréttindamál fyrir Peklng-þinglA Vigdís minnti á að ráðstefnan hefði verið haldin til að móta fram- lag Evrópuráðsins til 4. alþjóða- þings S.þ. um málefni kvenna sem verður í Peking í september og mótar stefnuna í jafnréttismálum fyrir næsta áratug. Miklu skiptir því að sögn Vigdísar að hornsteinar Evrópuráðsins, mannréttindi og Iýðræði, verði festir tryggilega á þinginu. Hún benti á samþykkt ráð- herranefndar ráðsins, frá 1988, um að jafnrétti kynjanna sé grundvallar- þáttur mannréttinda og. á sambæri- lega niðurstöðu heimsfundar SÞ um mannréttindi sem var í Vínarborg í fyrrasumar. „Mikið veltur á að þetta verði ítrek- að af alþjóðaþinginu í Peking. Við heyrum þegar raddir um að jafn rétt- ur kvenna á við karla sé munaður þröaðra samfélaga sem önnur hafi ekki efni á. . . Ennþá óttalegra er það viðhorf að mannréttindi séu vest- ræn uppfínning... sem eigi ekki heima á öðram trú- og menningar- svæðum. Þessi skoðun er í vaxandi mæli sett fram í sambandi við tilkall kvenna til grundvallarmannréttinda, og ráðstefnan hafnaði henni alfarið." BJAIklnn I elgin auga Aukinn menningarlegur fjölbreyti- leiki evrópskra þjóðfélaga var næsta atriði sem Vigdís kom að í saman- tekt sinni; hún sagði takmörk fyrir því hvað hægt væri að umbera í nafni umbyrðarlyndis. íbúar með rætur í ríkjum sem virða ekki jafnan rétt kynjanna ættu ekki að komast upp með kúgun kvenna í nýjum heim- kynnum í Evrópu. Lagahefð Evrópuríkja er mótuð af körlum og nýtist þeim þar með betur en konum að áliti Vigdísar. Hún sagði sama gilda um mannrétt- indareglur innan einstakra landa og Evrópsk skila- boó til alheims- þings Samein- uðu þjóðanno um múlefni kvenna í ríkjahópum. Við Mannrétt- indasáttmála Evrópu ætti til dæmis að bæta samn- ingsviðauka um jafnan rétt kvenna og karla. Þetta þyrfti að ger- ast með skjótum hætti. Lýðræði í ríkjum Evrópu er ekki eins fullkomið og virst gæti að áliti Vigdísar. Það byggist á raunveru- legri þátttöku borgaranna í opin- beru lífi og stjórnmálum en stað- reyndin er enn að konur eru í minni- hluta þegar pólitískar ákvarðanir em teknar í flestum Evrópulöndum. Menntun í víðri merkingu, m.a. í fjölmiðlum, er að sögn Vigdísar lykilatriði í breytingum til batnaðar. Bæði breytingum á hugarfari og áþreifanlegum atriðum. Skilaboð Evrópu til Peking eiga að sögn Vigdísar að felast í því sem hér hefur verið reifað; miklu skipti að tala einum rómi fyrir mannrétt- indum og jöfnuði í Peking sem ann- ars staðar. Ekki láta duga að óska sér sjálfum til hamingju með góð orð og bjartsýni heldur hugleiða hve gífurlegt tap fælist í því á 21. öld- inni að orðin og vonimar rættust ekki. ■ Þýtt og endursagt/Þðrunn Þórsdóttir ENGIFER TÍGULEGIR svanir úr eplum GULRÓTARRÓSIRNAR tílbúnar ANANAS í Tælandi eru borðskreytingar sérstakt fag í háskóla GULRÆTURNAR verða að falleg- um rósum, eplin að tígulegum svön- um, laukar að útspmngnum blómum og melónurnar sem allar eru út- skomar verða að skálum undir hina ýmsu rétti. Þetta eru í rauninni listaverk og útskurðurinn á sumum melónunum tekur heilu dagana. Andrea Sompit Siengboon notar allar hugsanlegar gerðir af ávöxtum og grænmeti þeg- ar hún skreytir veisluborð, radísur, ananas, grasker, papaya, agúrkur, yam yam, tómata og svo mætti áfram telja. UndirstaAan kennd í grunnskóla „í Tælandi em borðskreytingar með ávöxtum og grænmeti kenndar sem sérstakt fag við háskóla og þeg- ar ég var í kennaraháskóla þar var þetta hluti af mínu námi,“ segir Andrea sem hefur verið búsett hér í átta ár. Hún segir að svona borðskreyt- ingar hafi tíðkast um aldir í Tæ- landi en hér áður fyrr var það ein- ungis aðalsborið og efnað fólk sem mátti læra handbragðið. Síðustu árin hefur þetta verið að breytast og nú læra börn strax í grunnskóla undirstöðuatriðin. Á síðari stigum skólagöngunnar gefst nemendum kostur á að læra flóknari skreyting- ar úr grænmeti og ávöxtum, læra útskurðinn og að beita þeim mis- munandi áhöldum sem notuð eru af sérfræðingum. Gulrótarrósir á nokkrum mínútum Andrea hefur að undanfömu kennt ávaxta- og grænmetisskreyt- ingar við Tómstundaskólann en bara það einfaldasta og á námskeiðunum hennar nota þátttakendumir einung- is venjulega hnífa. „Gmnnurinn er tiltölulega einfald- ur og það er gaman fyrir fólk að kunna skreytingar þegar það er með veislur eða boð af einhveiju tagi. Það tekur til dæmis ekki nema nokkrar mínútur að búa til rósir úr gulrótum eða skera út fallegt blóm úr tómöt- um. Síðan getur fólk lært að skera í melónur og breyta þeim í skálar undir eftirrétti. Þegar fólk er á ann- að borð bytjað að skreyta með þess- um hætti getur það síðan fikrað sig áfram með eitthvað flóknara." Hún skreytir stundum veisluborð fyrir vini og kunningja en segir að það sem standi sér fýrir þrifum sé að úrvalið af ávöxtum og grænmeti er miklu minna en í Tælandi og því miður er hráefnið ekki alltaf nógu ferskt. „Það sem ég sakna að heim- an er ferskt grænmeti, ávextir og blómaúrvalið." Gott að vera á íslandi Þegar Andrea kom hingað fyrir átta árum vissi hún lítið hvað landið hafði upp á að bjóða. Hún kynntist Islenskum manni í Tælandi og eftir nokkur kynni var það ástin sem dró hana til íslands. „Mér líður vel á íslandi og hefur alltaf fundist gott að vera hérna.“ Andrea sem er að skilja og er barnlaus segir að fjöl- skylda eiginmannsins hafi tekið henni opnum örmum og alltaf stutt við bakið á sér. Það hafí hjálpað henni mikið að fínnast hún vera vel- komih. Hún er staðráðin í að búa hér áfram og tileinka sér hugsunar- hátt íslenskra kvenna. „íslenskar konur eru sjálfstæðar, þær láta ekki bjóða sér hvað sem er. Þetta er mjÖg frábmgðið þeim Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞAÐ tekur Andreu ekki nema nokkrar mínútur að útbúa fal- legar rósir úr gulrótum. hugsunarhætti sem einkennir konur í Tælandi. Ég hef heillast af þessum viðhorfum íslenskra kvenna og reynt að tileinka mér þau, m.a. með því að taka sjálfstæðar ákvarðanir.“ Andrea hefur verið í háskólanum að læra íslensku, hún er í fullu starfí hjá Tryggingastofnun og er með námskeið hjá Tómstundaskólanum þar sem hún kennir bæði tælenska- matreiðslu og að skreyta með ávöxt- um og grænmeti. Kennlr íslendlngum aA borAa tófú „Ég kenni tælenska matreiðslu, t.d. súpugerð og legg líka áherslu á að kenna fólki að nota tófú. Alltof fáir vita hvemig hægt er að mat- reiða þetta holla hráefni. Þetta er mjög góður matur og getur komið í staðinn fyrir kjöt og físk hjá græn- metisætum en síðan má líká mat- reiða það með kjöti til dæmis.“ - En borðar þú aðallega tælensk- an mat? „Nei, alls ekki“, segir hún og bætir við að íslenskur matur sé ekk- ert síður á borðum hjá henni en sá tælenski, jafnvel oftar. Uppáhalds- maturinn? „Saltkjöt og baunir, engin spurning." ■ grg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.