Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 D 7 FERÐALÖG Ljósmyndir/Elísabet Jökulsdóttir ALGENG sjón á vegnm Ungveija- lands, bílar og hestvagnar. líða vel þegar hún sefur. Ég hef aldr- ei séð svo tilkomumikil rúm, útskor- in og skreytt, óteljandi sængur, koddar og teppi, allt útsaumað eða listilega ofið. í Kecskemét í Mið-Ungverjalandi tekur Maria á móti mér, elskuleg og fíngerð kona. Hún gefur mér gjafir: papriku, brandí og leirkönn- ur. Við förum í leiðangur út fyrir borgina og hún sýnir mér eitt af þessum dásamlegu húsum. Þetta er allt annar heimur en okkar heimur. Húsið er úr leir með stráþaki, hand- málað matarstell og krúsir úr keramik. Ávaxtatré, gladíólur og leander vaxa í garðinum. Við setj- umst við traust tréborð í 30 stiga hitanum. Það er hægt að verða sól- brúnn í þessum garði. „Við fylgjum gestum út á býlin,“ segir Maria, „veitum allar hugsanlegar upplýs- ingar, sýnum húsið hátt og lágt og afhendum lykil. Lykillinn er höfuð- atriði. Lykillinn veitir að- gang að frelsi og fríi ferða- mannsins.“ Með afturgöngu á herragarðinum Ég dæsi yfír þessu töfra- húsi og hugsa um hvað börnin mín yrðu hrifín af því að vera hér. Um nóttina gisti ég á gömlum herra- garði sem hefur verið breytt í gistihús, snæði kjúkling og leggst til svefns í einu af þessum stórkostlegu ant- íkrúmum með öllu dúllerí- inu. Gullsleginn spegill fyrir ofan, jesúmyndir, maríu- styttur og vinaleg aftur- ganga sem hvíslar sögur frá liðnum öldum. Það væri gaman að taka þetta allt með heim, hugsa ég og svíf inn í ungverskt draumaland en ég verð að koma hingað aftur. Dúnaszeg hljómar eins og dúnsæng, það er lítið þorp hjá landamærum Ungveija- lands, Tékklands og Austur- ríkis. Og þar streymir Dóná svo blá. Gestgjafar mínir byijuðu að taka á móti ferðafólki eftir að erlendir vinir þeirra stungu upp á því. Og ég trúi því að þau viti ekk- ert betra en taka á móti fólki og gera því til hæfís. „Viltu heyra sí- gaunatónlist, borða gúllas yfir opn- um eldi, skreppa í dagsferð til Búda- pest eða Tékklands, veiða í skógi eða vötnum, viitu veiða fisk eða fasana?" I Dúnazeg má skauta og skíða á vetrum og ég sé mig hringsnúast í skautadansi á Dóná. Þau bjóða mér á veitingastað og ég panta dádýrasteik (verð: 300 kr.!) Við borðum, drekkum, tölum og segjum brandara. Svo er dansað af innlifun. Enn og aftur fæ ég þessa tilfinningu: Að ég sé langþráður vin- ur í heimsókn. Samt fylgir þessi vímukennda tilfinning sem ég fæ við að koma á ókunnan stað. Þegar ég vakna er morgunverður í garðinum, fiðrildin fiögra, múskatblóm og gladíólur anga, vín- þrúgur og papri- kuperlufestar og sólin skín svo hver litatónn kemst til skila. Garður- inn gælir við skilning- arvitin eins og þetta töfrandi land og vekur ástúð sem er blandað saman við allt hér. ■ Elísabet Jökulsdóttir Ilöfundur er rit- höfundur Flugblað Thai fékk gull- verðlaun SAWASDEE, flugblað thailenska flugfélagsins, fékk gullverðlaun á níundu ferð- aráðstefnu ASEAN, sem var haldin á dögunum í Bangkok. Ritstjóri blaðsins David Keen sagði við það tækifæri að þetta væri mikilsháttar viðurkenning þar sem mörg flug- blöð félaga í þessum heimshluta þykja bera af öðrum. Flugblaðið Sawasdee berst reglulega til Ferðablaðsins og sagt frá því öðru hveiju. Fróðleiksmolar eru oft notaðir á síður blaðsins og því má treysta að efni er fjölbreytt og oft ákaflega læsilegar greinar í því. Frágangur er mjög til fyrir- myndar. Ferjusiglingar ná sér á strik aftur FERJUSIGLINGAR á Eystrasalti eru að ná sér upp úr miklum öldu- dal, sem þær lentu í eftir Estonia- slysið í september. Starfsmenn feiju- félaga segja að uppsveiflan stafi af því að nokkuð langt sé um liðið síðan slysið varð, gert hafí verið mikið markaðsátak og fargjöld lækkuð. Að sögn talsmanns Silju-skipalín- unnar, Eevu Korhonen, fór farþegum að fjölga á ný í desember og janúar. í sama streng tók Boris Ekman, for- stjóri Viking Line, sem flytur um 4,5 milljónir farþega árlega. Farþegum Viking Line fækkaði um 40.000 í nóvembej miðað við sama mánuð árið áður. í janúar voru fluttir svo að ir, bari og Finn- jafnmargir farþegar og á sama tíma í fyrra. Bókanir í febrúar eru fleiri en í sama mánuði 1994. Farþegar Silja Line hafa verið um fímm millj- ónir á ári. í janúar voru þeir 343.600 sem er 12% aukning miðað við jan- úar í fyrra. Vlnsæll ferðamátl Milljónir ferðast með stórum bfla- og farþegafeijum milli Finnlands og Svíþjóðar og annarra landa við Eyst- rasalt, ýmist sér til skemmtunar eða í viðskiptaerindum. Stærstu feijumar ' geta flutt um 3.000 farþega og bjóða upp á diskótek, veitingahús, verzlan- gufuböð. ^ skt blað sagði að farþegum átta félaga, sem halda uppi feiju- ferðum til og frá Finnlandi, hefði fækkað um 220.000 í október miðað við sama mánuð 1993. ■ milli Israel og Jfirdaníu Á DÖGUNUM var form- lega vígð póstþjónusta milli ísraels og Jórdaníu með því að samgönguráð- herra ísraels' sendi per- sónulegt bréf til Husseins Jórdaníukonungs. Þar sagði hann að póstsam- göngur milli þessara granna væru enn eitt tákn um bætt samskipti og breytta tíma. Nokkru fyrr í vetur var símasam- bandi einnig komið á. FYRIR skemmstu var aldarfjórðungur frá því Boeing 747 vélin fór í fyrsta áætlunarflugið. Pan Am flaug með 324 farþega frá New York til London og tók ferðin 6 klst. og 10 mínútur. Farmiða- pantanir í jómfrúrferðina höfðu klárast 2 árum áður enda þótti Boeing 747 mik- il undrasmíð og mönnum lék forvitni á hvemig væri að ferðast með henni. Á þessum 25 árum hefur 1,5 milljarð- ar farþega flogið með 747 og nú um stundir eru rúmlega þúsund slíkar vélar í notkun 83 flugfélaga. Ýmsar breytingar hafa orðið á vélunum og fleiri gerðir af þeim og þær stærstu nú taka um 420 farþega og geta flogið 12.800 km án miililendingar. ■ MIKILL glæsibragur var á leikmynd og búningum í „Crazy for You“. veitingahúsi í sama hverfi, dæmi- gerður kráarmatur „Cottage Pie“ eða kálfanýrun í Covent Garden. Eftir kvöldverð á „Sig. Grilli" not- aði ég tímann til að rölta svolítið um og átta mig á staðháttum. Með vega- kortið upp á vasann fór megnið af tveimur næstu dögum líka í göngut- úra vítt og breitt um borgina, enda fannst mér lítið vit í að vera í Lund- únum án þess að hafa a.m.k. séð Buckingham-höll, þinghúsið og Big Ben. að mestu eiga sig að þessu sinni utan að droppa inn í „Tate Gall- eríið“, sem hýsir fjölda breskra listaverka m.a. málverk og höggmynd- ir frá 20. öld og mikið safn málverka eftir Turner (1775-1851). Öll söfn heimsins bíða mín í ellinni, en ekki Roy Orbison með sín hugljúfu lög í „Only the Lonely" í Piccadilly Theatre. Orbison er reyndar látinn fyrir nokkrum árum, en það Sönglelklr og drama Lundúnir státa trúlega af fleiri leikhúsum en nokkur önnur borg í heiminum, auk þess sem þar eru um 300 söfn og gallerí. Söfnin lét ég var eins og hann stæði á sviðinu í eigin persónu, svo vel tókst kana- díska söngvaranum Larry Branson að túlka lögin hans „Pretty Wo: man“, „Crying“ o.fl. þekkt lög. í söngleiknum er rakin harmþrungin ævisaga Orbison og ýmsum samtíð- artónlistarmönnum gerð skil, t.d. Patsy Cline, Bítlunum, Rolling Sto- nes, Dusty Springfield, Bruce Springsteen o.fl. Ekki fannst mér leiknu atriðin á milli laganna til- komumikil, en undir þeim mátti vel sitja því tónlistin var frábær. í Prince Edward Theatre gengur „Crazy for You“ eftir bandarísku íagasmiðina George og Ira Gershwin fyrir fullu húsi. Gamansamur dans- og söngleikur, svolítið upp á gamla móðinn; ástir, misskilningur og góð- ur endir. Söngvarnir voru hinir áheyrilegustu og hljómuðu kunnug- lega, t.d. „Someone to Watch Over Me“ og „Tonight’s the Night“. Leik- myndin þótti mér glæsileg, ekki síst í íokin þegar elskendumir fallast í faðma í stjörnubjartri nóttinni og dansmeyjar í ótrúlegum glimmerbún- ingum sveima allt um kring. íburðarmikil sviðsetning í „Crazy for You“ var hið mesta augna- konfekt, en einföld umgjörð leikritsins „The Woman in Black“ eftir Susan Hill, í Fortune Theatre í Covent Garden, var ekki síður áhrifamikil. Tveir leikarar og andi svartklæddrár konu, sem af og til birtist á drunga- legu sviðinu héldu athygli leikhús- gesta óskertri, enda söguþráðurinn harla spennandi og dulúðugur. Þótt fjöldi annarra leikrita freistuðu mín varð ég að láta þessi þijú duga að sinni. Kvlkindislegi fiölarinn Með lög Orbisons enn klingjandi í eyrunum ákvað ég að fara á svolít- ið næturrölt. Ég sökkti mér niður í „Time Out“ og vonaði að gamlar * kempur, eins og Elton John, væru einhvers staðar að troða uppi. Svo var ekki og engin nöfn kannaðist ég við, fannst nafnið Otis Grand hafa yfir sér einhvern frægðarljóma, en hann og blús/rokkhljómsveit hans áttu að leika á „Mean Fiddler" í High St., Harlesden, NW10, sem var alveg út úr kortinu mínu. Leigubfll, fram og til baka, á 30 pund og 4 punda aðgangs- eyrir var altént ekki mikið áhættufé ef Otis Grand brygðist. „Kvikindislegi fíðlar- inn“ reyndist stór og viðkunnanlegur stað- ur á tveimur hæðum og Otis Grand og fé- lagar miklir stuðkarl- ar, sem hrifu áhorfendur upp úr skónum. Þótt Otis Grand hafí ekki verið á dagskrá listahátíðar, fannst mér kvöldinu vel varið í menningar- legu umhverfi. Hér hef ég stiklað á stóru um þá listviðburði sem hugnuðust mér best. Efalítið hefðu margir kosið að njóta annarra valkosta á listahátíð Lund- úna, en af nógu er að taka. Form- lega Iýkur hátíðinni í lok mars, þótt listalífíð blómstri árið um kring. Valgerður Þ. Jónsdóttir Hve langan tíma þyrfti til að íbúafjöldinn tvöfaldist Land Arafjöldi Grikkland 1155 Spánn 630 Danmörk 533 Portúgal 462 Bretland 281 Japan 267 Finnland 257 Sviss 231 Noregur 193 írland 120 Kanada 98 Bandaríkin 98 Ástraiía 85 Taiwan 68 S-Kórea 67 ísland 63 Kína 61 Argentína 53 Sri Lanka 46 Chiie 41 Albanía 39 Indland 36 Kólumbía 35 Egyptaland 31 Bangladesh 29 Pakistan 25 Laos 24 Saudi Arabía 22 Heimild: Asiaweek

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.