Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 8
8 D FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ I FERÐALÖG A ið lækkandi á liðnu ári, en flestir þeirra sem fari til íslands séu vel stæðir. Til að mynda hafi rúmlega 600 þús. kr. þaulskipulögð ferð sem tók 10 daga notið talsverðra vin- sælda s.l. sumar, stór japönsk ferða- skrifstofa hafi sent fimm 20 manna hópa í slíkar ferðir. „Þessir ferða- menn eru vanir mjög góðum viðtök- um og aðbúnaði," segir Kowata, „og spara ekki við sig þjónustu eða varn- ing á áfangastað. Nú ætlum við að leggja áherslu á ferðir utan háannatíma, norðurljósa- ferðir, frá nóvember til mars. Við fórum tilraunaferð í fyrra sem gafst vel og svo bindum við miklar vonir við næsta vetur." Þessar ferðir kosta frá 160 þús. kr. fyrir 4 nætur og frá tæpum 190 þús. fyrir viku með ýms- um viðkomustöðum. Búlst við þrlðjungs söluaukningu ð árinu Símon Pálsson, forstöðumaður markaðsdeildar Flugleiða, segir „norðurljósafarþega" gríðarlega mikilvæga í N-Finnlandi og Svíþjóð; þótt ferðimar þangað kosti aðeins sem nemi um 100 þús. kr. sé algeng gjaldeyrisnotkun tvöföld talan. Skrif- stofan í Tókýó geri ráð fyrir 35-40% söluaukningu, einkum vegna þessara vetrarferða. Morgunblaðið/JK Ýmsar sérferðir aðrar bjóðast hingað frá Japan, fyrir laxveiðimenn og hestamenn, en laxveiðimynd frá Islandi var sýnd í japönsku sjónvarpi ekki alls fyrir löngu. Þar eru öðru hveiju myndir um ísland; síðast klukkutíma löng Vestmannaeyja- mynd. Kowata segir aðspurður um aðra ferðamenn en þá efnameiri, að hópar sérfræðinga í jarðhitamálum hafi komið hingað og landafræði- kennarar í menntaskólum. Vel má vera að myndband frá íslandi sem ég sá sama dag og við Kowata rædd- umst við hafi verið afrakstur slíkrar ferðar. Vantar góð hótelherbergl Góð hótelherbergi, flugsæti og leiðsögumenn, svarar Kowata spurn- ingu um hvað skorti helst í íslands- ferðunum. „Eins og ég sagði gera flestir viðskiptavina okkar miklar kröfur og oft hef ég rekist á að ekki sé nægilegt framboð hágæða hótel- herbergja í Reykjavík. Það geta vel verið þrír til fjórir japanskir hópar í senn á sama hótelinu. Ekki er heldur alltaf nóg sætaframboð í fluginu. Ákjósanlegt væri að Flugleiðir settu vél í leiguflug milli Tókýó og Kefla- víkur á sumrin. Ég tel að fyrir því sé grundvöllur." ■ Þórunn Þórsdóttir Nordurljós og nóg af peningum í TÓKÝÓ er ein þriggja bækistöðvar Ferðamálaráðs erlendis. Hún er í hverfi sem iðar af lífi á daginn í orðsins fyllri merkingu; rétt hjá há- værri brautarstöð og innan um jap- anskar krambúðir er skilti Flugleiða og Ferðamálaráðs í þröngum stiga- gangi. Fleira kunnuglegt mætir aug- anu uppi á 6. hæð; auglýsingaspjöld af íslenskum hver og öðrum glans- númerum náttúrunnar auk kvöld- kyrrðarmyndarinnar ómissandi úr Reykjavík. Alex Kowata heitir ferða- málarefurinn sem stofnsetti skrif- stofuna fyrir þremur árum. Hann gerir mestpart út á efnaða Japani og vill núna fá þá til að skoða norður- ljósin yfirdslandi. Ég hitti Kowata þegar allt var á fleygi ferð vegna alþjóðlegrar ferða- stefnu í Tókýó. Hann sagði miklar annir framundan og veitir ekki af að halda á spöðunum við breyttar forsendur; opinberir aðilar hér stórm- innkuðu framlög sín um áramótin, en vænta má áfram aukinna fram- laga Flugleiða, hótela hérlendis og annarra sem hag hafa af starfi skrif- stofunnar. Það felst í kynningu á íslandi sem áfangastað fyrir Japani, dreifingu árbókar Ferðamálaráðs með ýmsum ferðamöguleikum hér og smárita með tilboðum og upplýsingum til venjulegra ferðaskrifstofa, sem síðan selja hópum eða einstaklingum flug- ferðir, hótelgistingu og fleira tilheyr- andi. Skrifstofa Kowata fær vitan- lega hlut í sölunni fyrir sína for- göngu og útgáfu flugmiða og stund- um snýr fólk sér beint þangað. Kow- ata rekur einnig kynningarfyrirtæki sem m.a. gefur út Saga News sem fer til fjölmargra Islandsáhuga- manna í Japan. Fjöldl Japanskra ferðamanna tvöfaldast Kowata stofnaði eigið flugráðgjaf- arfyrirtæki fyrir átta árum og rak lítið flugfélag á Guam-eyju í Kyrra- hafi uns hann ákvað að einbeita sér að íslandi. Tengslin komu upphaf- Mbl/ÞÞ ALEX Kowata á skrifstofunni í Tókýó. Þar er öllu haganlega fyrirkomið því plássið er býsna lítið í japönskum húsum. lega.til af slysni. „Árið 1979 skipu- lagði ég leiguflug milli Tókýó og Palma með viðkomu í Anchorage. Einu sinni komu upp tæknilegir erfið- leikar og ákveðið var að lenda á ís- landi. Eg ákvað að bregða mér í bæinn meðan garfað var í vélinni. í Reykjavík hafði ég samband við Flugleiðir og seinna komst á sam- band við Ferðamálaráð. Rúmum ára- tug síðar var skrifstofan í Tókýó svo opnuð og fjöldi japanskra ferða- manna til íslands hefur síðan farið úr 900 á ári í yfir 2.000.“ Þessi aukning hefur þýtt hækk- andi framlög Flugleiða til Tókýó- skrifstofunnar, úr 3,4 millj. kr. í 4 millj., en sama er ekki að segja um Ferðamálaráð og Reykjavíkurborg, sem gerðu 3ja ára samning við Kow- ata 1991, um árlegan stuðning upp á 4 milljónir. Samningurinn rann út um áramótin og borgin hætti þá þátttöku. Ferðamálaráð leggur áfram milljón árlega til rekstursins. „Þetta er ósköp eðlileg þróun,“ segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri, „hið opinbera kemur inn í svona fyr- irtæki um tíma og gerir svo ráð fyr- ir að þeir sem njóta góðs af taki við.“ Kowata segir að nokkurn veginn jafn margir Japanar heimsæki ísland í skipulögðum hópferðum og á eigin vegum. Einstaklingsfargjöld hafi far- UM HELGINA Fí SUNNUD. 26. febrúar verða þtjár mismunandi dagsferðir hjá FÍ. Kl. 10.30 verður gönguskíðaferð frá Stíflisdal að Svartagili í Þing- vallasveit. Gangan tek- ur um 5 klst. Svartagil er eitt af hinum fornu afbýl- um staðarins á Þingvöllum en á þeim öll- um var byggð stopul enda illt undir bú í hraunflæminu. Svartagil er undir rótum Ármanns- fells að vestanverður. Kl. 13 er Þingvellir-Öxarárfoss. Gengið er um Almannagjá að Öxar- árfossi. Þriðja ferðin er kl. 13 og er skíðaganga á Mosfellsheiði í um 3 klst. Brottför er frá Umferð- armiðstöðinni austanmegin og Mörkinni 6. ÚTIVIST Útivist stendur fyrir lgörgöngu um Alftanes laugard. 25. febrúar. Val er um að mæta í hana við Umferðar- miðstöðina kl. 10.30, Fjölbrautaskól- ann í Garðabæ kl. 10.20 eða Bessa- staði kl. 11.10. í lengstu gönguferð- ina verður farið frá fjölbrautaskólan- um kl. 10.50. Gengið eftir gömlu alfaraleiðinni út á Álftanes að Bessa- stöðum og þaðan út fyrir nesið og að Skansinum, yfír á Eyri og með ströndinni suður í Helguvík við Hliðsnes. Henni lýkur við sundlaug Bessastaðahrepps. Miðgangan hefst við Bessastaði kl. 11.10 og gengið út fyrir Bessa- staðanes og sömu leið og fyrsti hóp- urinn. Léttasta gangan hefst einnig við Bessastaði kl. 11.10 en þaðan er gengið beint út á Skansinn og síðan sömu leið og hinir hópamir. Allir hóparnir koma á svipuðum tíma að sundlauginni. Geta menn valið að fara í laugina eða taka rútu á brottfararstað. Sama gegnir um þá sem fara í laugina. Fararstjórar með hveijum hópi. Gjald er kr. 500 en frítt fyrir þá sem koma í göngurn- ar við Fjölbrautaskólann eða Bessa- staði. ■ HVERNIG VAR FLUGIÐ? Fridsælt og bægilegt á Saga Class REYKJAVÍK - LUNDÖNIR - REYKJAVÍK FLUG 454 - Flugfreyjurnar Sólveig • Brynjólfsdóttir og Ingunn Björnsdóttir þjónuðu á Saga Class. v IMBM GUCflO HNHMvit* »M* VAUH.tl ‘E86MIÆHY - IBáaeff Reykjavík að vetri „WHAT’S ON in Reykjavik“, febrúar-mars blað er nýlega komið út og er það að venju með margháttaðar upplýsingar fyrir ferðamenn. Svo sem um hótel/ gistiheimili, opnunartíma banka og verslana, sagt frá kirkjum, lyfjabúðum og flóa- mörkuðum, Ieikhúsum og fyrir- lestrum og er þá fátt eitt talið. Einnig er fjallað í lengra máli um nokkur efni, svo sem þorra- blótin, Norræna húsið, HM’95. Aðgengileg kort eru í blaðinuB KLUKKU STUND AR seinkun á flugi FI 454 til Lundúna 2. feb. sl. þótti mér ögn bagaleg þar sem fyr- ir höndum var stutt viðdvöl í borg- inni og ég hafði skipulagt tímann af stakri nákvæmni og fyrirhyggju. Þó vissi ég að ekki myndi væsa um mig á Leifsstöð, sérstaklega þar sem ég yrði svolítil dekurrófa; Saga Class-farþegi með aðgangi að Betri stofunni á 2. hæð flugstöðvarinnar. Góður matur Afskaplega meðvituð um þessi forréttindi mín skundaði ég að inn- ritunarborðinu og átti von á að hafa vænt forskot fram yfir sam- ferðamenn mína í almennu sætun- um. Þeir voru hins vegar afgreiddir hver af öðrum meðan ég hímdi í Saga Class-röðinni þar sem var aðeins einn starfsmaður, en það tók hann dijúgan tíma að greiða götu eins farþegans. Biðin tók enda og að vanda fór góður ásetningur í peningamálum fyrir bí í fríhöfninni enda var nægur tími til að gera innkaup. Þegar vélin fór í loftið kl. 17.30 báðu flugfreyjur og flugstjóri afsök- unar á töfínni, sá síðarnefndi gaf þá skýringu að vélin hefði verið að renna í hlað frá Skandinavíu! Ekki gekk þetta alveg í mínar heilasell- ur, kærði mig samt kollótta og fannst bara gott að setjast og njóta bestu þjónustu sem Flugleiðir bjóða. Þótt e.t.v. megi deila um hvort aðbúnaðurinn á Saga Class sé pen- inganna virði, er þar öllu friðsælla og þægilegra en í almennu far- rými. Fyrir flugtak var boðið upp á appelsínudjús, flugfreyjur sýndu öryggiáútbúnað, renndu barnum í gegn og afhentu farþegum rakt og glóðvolgt þvottastykki til að hressa sig. Boðið var upp á kvöldverð, en hægt var að velja um nautakjöt eða lax. Ég valdi nautakjötið, sem bragðaðist bærilega. Patéið og súkkulaðikakan fannst mér hið mesta hnossgæti og kaffið til fyr- irmyndar. Maturinn á leiðinni heim með flugi FI 455 á sunnudagskvöld- ið bragðaðist einnig með ágætum. Snöfurmannleg þjónusta Eftir ljúfar veitingar var ekki laúst við að tóbaks- fíknin yrði mér óbærileg, en við, hin syndugu, meg- um okkar orðið lítils bæði á láði og legi - fáar og hjáróma raddir á heilsuöld. I almennu farrými virtist vera heljarinnar fjör, enda ijöldi íslendinga að koma af þorrablóti í Lundúnum. Flugfreyjumar máttu hafa sig alla við, en þær gengu snöfurmannlega til verka. í Saga Class fór allt fram með friði og spekt. Þótt ég hafí leyft mér að agnúast örlítið út af reykingabanninu fannst mér matur, þjónusta og starfsfólk Flugleiðum til sóma í hvívetna. Smáatvik varð mér þó umhugsunar- efni: Karl nokkur, sem set- ið hafði í almennu farrými, kom fram í til að spjalla við kunningjakonu sína, en hjá henni var laust sæti. Fór vel á með þeim og konan bauð honum sæti serrj hann og þáði. Ekki hafði hann setið nema 1-2 mín. þegar flug- freyjan bað hann vinsamlegast að fara í sitt sæti, slíkar heimsóknir væru ekki leyfðar á Saga Class, en konunni væri velkomið að færa sig aftur í. Þarna fannst mér fulllangt gengið í að framfylgja reglum út í ystu æsar. ■ vþj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.