Morgunblaðið - 25.02.1995, Page 1

Morgunblaðið - 25.02.1995, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 KNATTSPYRNA Cantona finnst dómurinn harður FRAKKINN Eric Cantona sýndi engin svipbrigði í gær þegar greint var fráþví á fréttamanna- fundi að aganefnd Knattspyrnu- sambands Englands hefði ákveðið að hann mætti ekki leika knatt- spyrnu fyrr en 1. október í haust auk þess sem honum var gert að greiða 10.000 pund (liðlega millj- ón krónur) í sekt vegna óprúð- mannlegrar framkomu í deildar- leik Manchester United gegn Crystal Palace fyrir skömmu. Fram kom að Cantona hefði beðið aganefndina afsökunar á fram- ferði sínu og honum þætti miður hvernig hann hefði brugðist við en hann lofaði að láta þetta ekki endurtaka sig. Alex Ferguson, yfirþjálfari United, mætti með Cantona á fréttamannafundinn en þagði þunnu hljóði sem miðherjinn. Hins vegar sagði Maurice Watkins, lög- fræðingur félagsins að Cantona þætti dómurinn full harður en dómnum yrði ekki áfrýjað. Manc- hester United setti hann í bann út yfirstandandi tímabil og sekt- aði hann um 20.000 pund. „Eg held að hann hafi ekki sloppið of vel,“ sagði Graham Kelly, framkvæmdastjóri Knatt- spyrnusambands Englands. „Allir skilja að Eric Cantona á dómsmál yfir höfði sér, Manchester United hefur dæmt hann, hann hefur tapað peningum og misst fyrir- ljðastöðuna í franska landsliðinu. Ég held að enginn geti sagt að hann hafi ekki þjáðst fyrir það sem hann gerði 25. janúar. Hann hefur sagt að þetta komi ekki fyrir aftur og hann skilur hvað málið er alvarlegt." Kelly bætti við að Knattspyrnusambandið hefði áhyggjur af auknum svívirð- ingum sem knattspyrnumenn mættu þola. „Þetta er ekki ásætt- anlegt og er ekki hluti af leikn- um,“ sagði hann og tilkynnti fyr- irhugaða herferð til að stemma stigu við óæskilegri hegðun áhorfenda gagnvart leikmönnum. „En engum dylst að atvik á vellin- um geta espað áhorfendur og við munum nota hvert tækifæri sem gefst til að minna leikmenn á það.“ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR BLAÐ SKIÐI KNATTSPYRNA Þorvaldur orðað- urvið Norwich og Leicester ÞORVALDUR Örlygsson, landsliðsmaður í knattspyrnu hjá Stoke City, var í gær orðaður við úrvalsdeildarfélögin Norwich og Leicester í blaðinu Sum Englandi. Fyrr í vetur var greint frá áhuga Crystal Palace og Derby á að næla í íslendinginn, en hann sagðist í gær í raun og veru ekkert vita um þessi mál. Leikmannamarkaðnum er lokað 20. marz, og sagðist Þorvaldur allt eins eiga von á að hann skipti um félag fyrir þann tíma. „Svo getur líka vel verið að ekkert verði að því. Meðan ég er samningsbundinn ræður félagið þessu alveg, þannig að ég verð bara að bíða og sjá,“ sagði hann við Morgunblaðið í gær. Stoke hefur ekki gengið vel að undanförnu og jjóst að félagið verður ekki í toppbaráttu 1. deildar í vetur. Þorvaldur vill leika í úrvals- deildinni, og veit að nokkur úrvalsdeildarlið hafa spurst fyrir um hann í vetur. „Mér líkar vel hér og gengur vel persónulega, en það er ekkert leyndarmál að liðið er ekki eins og ég hefði viljað. Mér finnst félagið ekki hafa gert nógu góð kaup — það hefði þurft að breyta leikmannahópnum meira og öðru vísi en gert hefur verið,“ sagði hann. Draumur landsliðs- mannsins er að komast aftur í úrvalsdeildina, og því nokkuð ljóst að hugurinn stefnir á að skipta um félag fyrir næsta keppnistímabil. Lofar bót og betrun Reuter ERIC Cantona varð á í messunni í síðasta mðnuði og það hefur reynst honum dýrkeypt. Knatt- spyrnusnillingurinn velt ð sig sökina og ætlar að bæta rðð sitt. Kristinn fórútúr brautinni Skíðakappinn Kristinn Björns- son, sem náði besta árangri sínum í stórsvigi á alþjóða móti í Kóreu á miðvikudag, tók þátt í annarri stórsvigskeppni á sama stað á fimmtudag og var með í svig- keppni í gær. Honum gekk ekki eins vel og fyrsta daginn því hann skíðaði út úr brautinni í báðum mótunum og var þar með úr leik. Hann var með 33. besta tímann eftir fyrri ferðina í stórsviginu en keyrði út úr brautinni í seinni ferð- inni. í sviginu var hann með rás- númer 52 en aðeins 34 af 108 kepp- endum luku keppni. „Aðstæðurnar voru mjög erfiðar, sérstaklega efst í brekkunni og í sviginu var þetta þegar orðið slæmt fyrir þann sem var 15. í röðinni," sagði Kristinn við Morgunblaðið í gær. Hann kepp- ir aftur í svigi í dag. ÞOLFIMI íslendingamir keppa á EM Islensku keppendumir sem héldu til Búlagíu í vikunni til að keppa á Evrópumeistara- mótinu í þolfimi, þau Magnús Scheving, Anna Sigurðardóttir og Karl Sigurðsson, munu taka þátt í mótinu en um tíma var útlit fyrir að ekkert yrði af þátt- töku þeirra. Ástæða þess að til stóð að þau fengju ekki að keppa er að strangt til tekið þurfa keppendur frá hveiju landi að hafa tekið þátt í móti í heimalandi sínu á vegum IAF. Slíkt mót hefur ekki verið haldið hér á landi í ár þannig að sigurvegarar íslandsmótsins, sem haldið var á vegum Fimleikasam- bandins, héldu til Búlgaríu með uppáskrift frá þarlendum móts- höldurum að þau fengju að keppa. íslensku keppendumir í Búlg- aríu eru lítt hrifnir af því hvernig komið hefur verið fram við þau og telja að ástæður þessara vand- ræða séu afskipti Bjöms Leifs- sonar, umboðsmanns IAF á Is- landi, en hann og Magnús Sche- ving hafa að undanförnu deilt um ýmis þolfimimál. Bjöm sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að hann hafí ekki haft nein afskipti af þessu máli fyrr en hann frétti á dögunum að þau ætluðu að keppa á Evrópumótinu. Hann sendi síð- an í gær, eftir að honum barst bréf frá Fimleikasambandinu og eftir samtal við forseta ÍSÍ, leyfi til Búlgaríu um að íslensku kepp- endurnir mættu keppa sem full- trúar LAF á íslandi. Nánar/ D4 HANDKIMATTLEIKUR: ÞORBERGUR SPÁIR í ÚRSLITAKEPPNINA / D3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.