Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 D 3 ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Þorbergur spáir að KA mæti Val I úrslitum ■rslitakeppni 1. deildar karla hefst með leikjum Vals og Hauka annars vegar og Aftureld- ingar og FH hins vegar annað kvold en á mánudagskvöldið mætast Vík- ingur og ÍR og Stjarnan og KA. Tvo sigra þarf til að komast í und- anúrslit og er víst að ekkert verður sjálfgefið en Þorbergur Aðalsteins- son, landsliðsþjálfari, sagðist að- spurður telja að Valsmenn færu örugglega í úrslit en bikarmeistarar KA hefðu betur gegn Víkingi í und- anúrslitum og spiluðu því um gullið. Stjaman mest á óvart Þorbergur sagði að þegar á heild- ina væri litið hefði árangur Vals, Víkings og KA í deildinni ekki kom- ið á óvart. Eins væru Haukar og ÍR á slóðum sem gera hefði mátt ráð fyrir. Hins vegar hefði FH stað- ið sig vel miðað við mannskap og Afturelding hefði tekið miidum framförum frá því í fyrra en Stjam- an hefði komið mest á óvart. „Stjarnan var óskrifað blað en liðið hefur komið mest á óvart í vetur. Það hefur leikið mjög vel en leikmenn hafa verið klaufskir inn á milli sem gerði gæfumuninn. Aftur- elding var síðast inn í fyrra en end- ar nú í fjórða sæti. Það sýnir að góð vinna hefur átt sér stað en ég átti frekar von á liðinu í sjötta til sjöunda sæti. FH gerði mjög vel að ná fimmta sæti því liðið missti mikið. Kristján Arason batt mjög vel saman vörnina og brottför Berg- sveins Bergsveinssonar var mikill missir en segja má að með þessum tveimur mönnum hafi 40% af varn- arleiknum farið.“ Þorbergur sagðist hafa gert ráð fyrir baráttu Hauka, ÍR og Selfoss um sjöunda og áttunda sætið. „Ég hefði haldið að Haukar yrðu ofar og eftir fjórar umferðir var Selfoss inni í úrslitakeppninni en síðan datt liðið niður. Hins vegar er staða KA í sjötta sæti eðlileg. Liðið hefur yfirleitt byijað tímabilið mjög illa, sennilega vegna þess að það spilar ekki eins marga æfingaleiki og liðin fyrir sunnan, en síðan hefur það komið sterkt þegar liðið hefur á veturinn. En þetta er spurning um að spyija að leikslokum.“ Valur - Haukar: 2-0 Deildarmeistarar Vals taka á móti Haukum á morgun og síðan mætast liðin aftur á þriðjudag. „Ég held að Valur sigri nokkuð örugglega í tveimur leikjum," sagði Þorbergur. „Valsmenn sýndu það gegn Stjörnunni í síðasta leik deild- arkeppninnar að þeir eru komnir af stað og í raun hafa þeir nánast allt fram yfir Hauka. Þeir eru með meiri breidd, hafa sterkari skyttur og státa af betra línuspili. Auk þess hafa Haukarnir ekki náð sér á strik í vetur og Valsmenn vinna 2-0.“ Víkingur - ÍR: 2-0 Víkingar hafa verið sveiflu- kenndir í vetur en þeir áttu góðan endasprett og höfnuðu í öðru sæti í deildinni. ÍR-ingar urðu hins vegar í sjöunda sæti og töpuðu báðum leikjunum gegn Víkingi með mikl- um mun. „Víkingur sigrar í báðum leikjun- um,“ sagði Þorbergur. „Þeim gekk mjög vel gegn IR-ingum í vetur og Guðrúnu og Vöiu dögunum. Hún átti sjálf eldra metið, 1,78 m, sem hún setti í lok janúar. Þetta er næst besta afrek íslenskrar fijálsíþróttakonu í hástðkki en auk hennar hefur aðeins Þórdis Gísladóttir HSK stokkið yfir 1,80 m. Vala er einum sentimetra frá lágmarkinu fyrir Evr- ópumeistaramót unglinga sem fer fram í Ungveijalandi í lok júlí. Um síðustu helgi setti Vala óopin- bert íslands- og Norðurlandamet í stangarstökki á sænska unglinga- meistaramótinu þegar hún stökk 3,76 m. Þessi árangur hefði nægt í annað sætið á lista yfir bestu unglinga Evr- ópu 19 ára og yngri á síðasta ári og í 16. sæti á heimsafrekaskrá kvenna 1994. Morgunblaðið/Einar Falur ■ggur sltt á tímabllinu þegar hann gerði 38 iri New York Knicks gegn Sacramento ir hjá Knicks íníu af síðustu 10 leikjum. Keiluvinir..........................42 Egilsliðið..........................22 1. deild kvenna Bomburnar - Stjörnurnar............8:0 KFS stelpur - Tryggðartröll........6:2 Keilumar - Afturgöngur.............0:8 Skutlumar - Ernir..................6:2 KR - Kúlurnar......................8:0 Flakkarar - Léttsveitin............8:0 Staðan eftir 16 umferðir: Afturgöngumar......................120 Flakkarar..........................110 Bomburnar......................... 96 Tryggðartröll.......................74 KR................................ 74 Stjömurnar..........................58 KFS stelpur.........................49 Léttsveitin.........................47 Skutlurnar..........................45 Emir............................... 36 Kúlumar.............................32 Keilumar........................... 11 2. deild karla KR-e-Sveigur.......................0:8 Keiluböðlar - ET...................4:4 JP-Kast - Lávarðamir...............8:0 Keilugarpar - KR-e.................2:6 Úlfarnir - KR-d....................6:2 Staðan eftir 16 umferðir: ET..................................92 JP-Kast.............................90 Úlfamir.............................83 Keiluböðlar.........................80 KR-c................................70 Keilugarpar.........................68 Lávarðarnir.........................66 Sveigur............................ 58 Gammamir............................50 KR-d................................44 Olís-liðið......................... 38 KR-e................................13 Körfuknattleikur NBA-deildin Boston - Orlando................119:117 New York - Sacramento..........103:90 Houston - Detroit..............110:99 Atlanta - Dallas...............110:92 Denver- Philadelphia...........105:75 Íshokkí NHL-deildin Florida - Montreal.................2:5 New Jersey - Boston................2:3 NY Islanders - Tampa Bay............1:4 Toronto - Anaheim..................3:1 •Quebec - Philadelphia.............6:6 •Ottawa - Washington...............5:5 Chicago - Detroit..................2:4 •Los Angeles - Calgary.............3:3 •Eftir framlengingu. ÚRSLIT Keila íslandsmótið 1. deild karla Egilsliðið - KR-b...................0:8 Þröstur - Keilulandssveitin.........2:6 Keiluvinir - Lærlingar..............0:8 Stormsveitin - KR-a.................0:8 Sveitin - PLS.......................0:8 Staðan eftir 16 umferðir af 18: KR-a.................................98 Keilulandssveitin....................87 Lærlingar............................87 Stormsveitin.........................77 PLS................................. 66 Þröstur..............................63 KR-b................................ 60 Markahæstur PATREKUR Jóhannesson, landslíðsmaður í KA, var marka. hæstur í deildarkeppninni en nú byrjar ný keppni. ættu að sigra nokkuð örugglega en þó held ég leikirnir verði jafnari en í deildinni, því ÍR-ingar hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu þó þeir hafi ekki náð að blómstra. Ég spái 2-0 fyrir Víking. Hins veg- ar er enn spurning með Sigurð Sveinsson og það er ljóst að það yrði erfitt hjá Víkingum án hans til lengdar. Það munar um minna en Sigurð í svona úrslitaleikjum." Stjarnan-KA: 1-2 KA tapaði báðum leikjunum gegn Stjörnunni í deildinni og áður en fýrir lá hvaða lið lentu saman sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, að þar sem Stjarnan væri eina liðið sem KA hefði ekki fengið stig gegn vildi hann helst fá Garðbæingana. Hon- um varð að ósk sinni og Þorbergur spáði KA sigri. „Stjarnan sigrar í fyrsta leiknum en KA tekur næstu tvo,“ sagði hann. „Sjálfstraustið er mikið hjá KA og liðið er sterkara varnarlega en aðeins lakara sóknarlega. Stjarnan átti möguleika adeildar- meistaratitlinum en það var ekkert sem sagði að liðið ætti að sigra Val og því var það ekki undir neinni pressu. Þess vegna hefur tapið eng- in áhrif aframhaldið en ég hef samt á tilfinningunni að KA sigri 2-1,“ sagði Þorbergur. Afturelding - FH: 2-1 Afturelding fékk eitt stig gegn FH í vetur, en Þorbergur spáði þremur heimasigrum. „FH hefur átt í erfiðleikum með Aftureldingu og var heppið að sigra síðast en þá voru leikmenn Aftur- eldingar líka daufir. Það verður erfitt hjá Aftureldingu í Hafnarfirði en liðið hefur verið að koma sterkt upp og klárar þetta á heimavelli. 2-1 fyrir Aftureldingu." Valur og KA í úrslitum Samkvæmt spá landsliðsþjálfar- ans mætast Valur og Afturelding og Víkingur og KA í undanúrslitum. „Þetta er auðvitað aðeins spá en eins og staðan er á ekkert að koma í veg fyrir að Valur leiki til úrslita. Síðan er spurningin um Víking eða KA og viðureignir þessara liða gætu orðið mjög jafnar en ég hall- ast að því að KA hafi betur.“ Aðalfundur Aðalfundur knattspyrnufélagsins Þróttar verður haldinn sunnudaginn 26. febrúar í veitingahúsinu Glæsibæ og hefst kl. 16.00. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Félagar fjölmenni&l Aðalstjórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.