Morgunblaðið - 26.02.1995, Side 1

Morgunblaðið - 26.02.1995, Side 1
96 SÍÐUR B/C 48. TBL. 83. ÁRG. SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Snorri Snorrason í kvöldsól undir Eyjafjöllum 20 sítar drepnir í árás- um á moskur í Karachi Karachi. Reuter. Enginn vill vera fógeti HRÓI hðttur hefur nú fulla ástæðu til að hlæja, því enginn vill lengur vera fógeti yfir Nottingham. í rúm 800 ár hafa metnaðarfullir menn sóst eftir þessu embætti, en nú er öldin önnur og enginn fæst í það. Enda er embætt- ið ólaunað og fógetinn gegnir aðallega viðhafnarhlutverki. Borgarstj órnarmenn Verkamanna- flokksins, sem er við völd í Notting- ham, hafa hafnað embættinu og nefnt ýmsar ástæður. Margir þeirra viður- kenna að skyldustörf fógetans séu lítt eftirsóknarverð, svo sem að taka á móti gestum í kastala hans og laða að ferðamenn. „Hrói höttur hlýtur að hlæja alla leiðina til Skírisskógar,“ sagði Ted Hickey, oddviti íhaldsmanna í borgar- sljórninni. „Meginmarkmiðið með því að hafa fógeta er að auglýsa Notting- ham,“ sagði talsmaður borgarstjómar- meirihlutans. „Ég býst við að mönnum þyki harla kaldhæðnislegt að andstæð- ingi Hróa hattar sé nú ætlað að aug- lýsa hann, en það fylgir starfinu." Pottþétt vörn gegn þjófum NÚ hefur Sven-Erik Lif í Sundsvall í Svíþjóð fengið sig fullsaddan af þjófun- um. Þeir hafa hvað eftir annað stolið eða reynt að stela eftirlætinu hans, Volvo-bíl heimilisins. Bifreiðinni var nokkmm sinnum stolið úr bílageymslunni og Lif greip þá til þess ráðs að leggja bílnum fyrir neðan íbúðina sína, þannig að hann gæti fylgst með honum af svölunum. En svo kom vetur, með kulda og snjó, og Lif þreyttist á því að sitja á svölun- um. Bíllinn hvarf svo auðvitað fyrsta óveðurskvöldið. Að sögn Politiken hefur Lif hins vegar fundið pottþétta lausn. Hann tekur hjólin af bílnum á hveiju kvöldi og geymir þau ásamt tjakknum undir rúminu. Lif segir að auðvitað væri best að færa bílinn inn í stofu, en vandamálið er að lyftan er of lítil. Váieg fiskdráp YFIRVÖLD á Fyi-eyjum hafa mælst til þess að sjómenn hætti að drepa fisk- inn sem þeir veiða með því að bíta hausinn af. Sjómennirnir hafa beitt þessari aðferð þar sem hún þykir fljót- legust, en hún hefur kostað þijá menn lífið síðustu tvo mánuði. Munu þeir hafa kafnað með spriklandi fiska í munninum. Yfirvöld vilja að sjómenn- irnir láti nægja að bíta fiskinn í hnakk- ann. TUTTUGU sítar voru skotnir til bana í árás- um á tvær moskur í Karachi, stærstu borg Pakistans, í gær, laugardag. Hassan Turabi, leiðtogi hreyfingar heittrúaðra síta, sakaði herskáa súnníta um árásina og sagði stjórn Pakistans hafa aðstoðað þá. Mannskæð átök hafa lengi verið milli sjíta og súnníta í Karachi og fleiri borgum Pakist- ans. Turabi, leiðtogi sítahreyfingarinnar TJP, sagði að súnnítar vopnaðir byssum hefðu skotið sex síta til bana þegar þeir hefðu verið að búa sig undir bænir í mosku í austur- hluta Karachi. Svo virtist sem sítarnir hefðu verið neyddir til að leggjast niður og síðan skotnir af stuttu færi. Um tíu mínútum síðar réðust fímm vopn- aðir menn með grímur á hóp síta sem stóðu fyrir framan mosku nálægt miðborginni eft- ir bænasamkomu. Tilræðismennirnir neyddu 15 síta inn í moskuna og skutu þá til bana eftir að hafa skipað þeim að standa í röð upp við vegg moskunnar. Stjórnin sögð meðsek Turabi sagði að í moskunum hefðu fund- ist byssukúlur, sem lögreglan og öryggis- sveitir Pakistans notuðu. Það sagði hann sanna að „embættismenn stjórnarinnar“ hefðu séð árásarmönnum fyrir byssum og skotfærum. Turabi sakaði helstu andstæðinga sjíta- hreyfíngarinnar, súnníta í Sipah-i-Sahaba Pakistan (SSP), um árásirnar. SSP hafði ekki lýst verknaðinum á hendur sér í gær. Um 150 manns hafa beðið bana í átökun- um milli hinna stríðandi fylkinga í Karachi í mánuðinum. Að minnsta kosti 800 manns féllu þar í fyrra. 97% Pakistana eru múslimar og íslömsk löggjöf, sem byggði á réttarfari súnníta, var samþykkt árið 1979 þrátt fyrir andstöðu síta sem eru þriðjungur þjóðarinnar. Bandarílgamenn sakaðir um samsæri Turabi sakaði Bandaríkjamenn og stjórn Pakistans um samsæri gegn múslimum og tilraun til að etja fylkingunum saman. „Við ætlum að beijast gegn Bandaríkjunum og stjórninni, sem stóðu fyrir þessum drápum, í stað þess að beina byssum okkar að bræðr- um okkar, súnnítum," sagði hann. Daginn áður höfðu blossað upp óeirðir meðal heittrúaðra múslima í helstu borgum Pakistans eftir að dómstóll í Lahore ógilti dauðadóm yfír tveim kristnum mönnum sem sakaðir voru um að hafa svívirt Múhameð spámann. Lögreglan í Lahofe kvaðst hafa beitt táragasi og kylfum til að stöðva mót- mælin. Að minnsta kosti 150 manns voru handteknir í borginni og tólf særðust. BÍLflVEISLAH (24) HJÁ BRIMBORG i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.