Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ viðhorf þar sem að mesti launa- munur á körlum og konum er ein- mitt meðal stjórnenda og sérfræð- inga. Konurnar telja hinsvegar flestar mikilvægt að móta jafnrétt- isstefnu á vinnustað þó margir við- mælenda telji erfitt að ná fram jafnrétti á vinnumarkaði nema með aukinni ábyrgð karla á börnum og heimili. Slíkt sé erfitt viðureignar nema til komi aukinn réttur karl- manna til fæðingarorlofs. Viðmæl- endur virðast jafnframt flestir nokkuð svartsýnir á að hægt sé að auka ábyrgð karla í bamaupp- eldi þar sem að ástand á vinnu- markaði, s.s. hærri laun karla, lengri vinnutími þeirra, viðhorf stjórnenda til kvenna og ástand í dagvistar- og skólamálum viðhaldi ríkjandi viðhorfum og fyrirkomu- lagi. I skýrslu Félagsvísindastofnun- ar, sem ber yfirskriftina „Launa- myndun og kynbundinn launamun- ur“, kemur margt athyglisvert fram varðandi viðhorf stjórnenda og launafólks af báðum kynjum. Hér verður tæpt á helstu niðurstöð- um og viðhorfum. SÉRSAMIMINGAR Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar um launamun kynjanna staðfestir kynbundið launamisrétti á vinnumarkaði sem vex með aukinni menntun. Jóhanna Ingvars- dóttir gluggaði í skýrsluna og kemst að raun um að þrátt fýrir áralanga baráttu eiga íslenskar konur enn langt í land með að ná fram sjálfsögðum mannréttindum á borð við sömu laun fýrir sömu vinnu. KONUR láta fjölskylduna ganga fyrir vinnunni og eru því síðri starfskraft- ar á hinum almenna vinnumarkaði en karlar. Þær hafa sömuleiðis önnur viðhorf til vinn- unnar en karlar. Þær eru ekki eins áhugasamar og ekki jafn tilbúnar til að fóma sér í starfi. Stjómend- ur meta það mikils að starfsfólk sé reiðubúið að vinna frameftir og telja að karlar séu líklegri til að láta vinnuna ganga fyrir Öðru. Þeir em þó ekki jafn sannfærðir um að mikil yfírvinna sé nauðsyn- leg eða að framleiðni sé meiri hjá þeim, sem lengstan vinnudag hafa. Margir telja að vel megi skipu- leggja starfíð betur og stytta vinnutíma án þess að það komi niður á framleiðni. Margt bendir auk þess til að karlar meti starf sitt meira en konur og telji störf sín skipta meira máli fyrir fyrir- tækið. Karlar telja fremur en konur að mistök í starfí geti haft fjárhags- legt tap fyrir fyrirtækið í för með sér. Þessi munur kemur fram hjá öllum starfsstéttum að frátöldum iðnaðarmönnum. A sama hátt eru hlutfallslega færri konur en karlar þeirrar skoðunar að þær þurfí lík- lega að segja upp eða verði sagt upp ef þær geri mistök í starfí. Hlutfallslega fleiri karlar eru einn- ig þeirrar skoðunar að það taki meira en ár að ná góðum tökum á því starfí, sem þeir sinna og er sú skoðun ekki háð starfsstétt. Konur virðast því meta störf sín lítils miðað við karla og telja þau hafa lítil áhrif á fjárhagslega vel- gengni fyrirtækisins enda liggur fyrir fjöldi kannana, sem leiða í Ijós ofmat karla og vanmat kvenna á eigin störfum. LAUNAMYNDUN Þetta má m.a. lesa út úr könnun Félagsvísindastofnunar, sem gerð var fyrir skrifstofu jafnréttismála, á launamuni kynjanna, en að und- anförnu hefur sú könnun fengið talsvert rými í þjóðfélagsumræð- unni í kjölfar sláandi niðurstaðna fyrir konur á vinnumarkaði og þá helst þær, sem sóst hafa eftir fram- halds- og háskólamenntun. Könn- unin, sem náði til fjögurra ríkisfyr- irtækja og jafnmargra einkafyrir- tækja, leiðir í ljós töluverðan mun á launum karla og kvenna og vex sá munur með aukinni menntun. Ekki er neinn munur á launum karla og kvenna sem ekkert nám hafa stundað að afloknum grunn- skóla, en konur með framhalds- skólamenntun eru með 78% af launum karla með sambærilega menntun og konur með háskóla- menntun eru með 64% af launum háskólamenntaðra karla. Jafn- framt leiðir könnunin í ljós að það hefur meiri launahækkun í för með sér fyrir karla en konur að starfa sem sérfræðingar eða stjórnendur og að algengara sé að karlar fái yfirgreiðslur umfram launataxta en konur. Eitt helsta verkefni kvennabar- áttunnar hefur í áranna rás verið sömu laun fyrir sömu vinnu og ekki skortir á viljayfirlýsingar og samþykktir íslenskra stjórnmála- forkólfa, jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi, hvað þetta snert- ir. En reyndin er önnur þó margir hafí staðið í þeirri trú að stóraukin menntun kvenna væri einmitt lyk- illinn að jafnri stöðu þeirra á við karla í launalegu tilliti. Könnunin leiðir hinsvegar í ljós, svo ekki verður um villst, að konur eiga enn langt í land með að ná fram sjálf- sögðum mannréttindum, sem taka til launakjara á almennum vinnu- markaði. Þegar leitað er skýringa, skella margir skuldinni á úrelt við- horf stjómenda atvinnufyrirtækja enda er algengt viðkvæði það að karlar séu fyrirvinnur fjölskyld- unnar og þurfí þess vegna hærri laun en konur. Það sé aftur á móti hlutverk kvenna að sjá um böm og bú. JAFNRÉTTISSTEFNA Þegar karlar og konur eru innt eftir viðhorfum til mikilvægis þess að móta ákveðna jafnréttisstefnu innan stofnunar sinnar eða fyrir- tækis kemur fram kynbundinn munur í svörum. Flestir karlanna, einkum innan opinbera geirans, telja slíka stefnu með öllu óþarfa þar sem að jafnrétti sé í heiðri haft. Konur væru í auknum mæli famar að sækja í stjórnunarstöður og því færi launamunur minnk- andi. Niðurstöður könnunarinnar stangast aftur á móti á við þetta Þeir þættir, sem mest áhrif hafa á laun karla, eru menntun, hvort starfað er hjá einkafyrirtæki eða opinberri stofnun og líkamlegt álag í starfi. Þannig eru karlar, sem lokið hafa grunnskólaprófi, með um 15% lægri laun en kynbræður rheð framhaldsskólanám að baki og háskólamenntaðir karlar með 16% hærri laun en framhaldsskóla- menntaðir. Sömuleiðis hafa karlar, sem vinna hjá einkafyrirtæki, 41,4% hærri laun en karlar hjá hinu opinbera og þegar líkamlegt álag þeirra eykst um eina staðal- einingu lækka laun um rúm 14%. Þeir þættir, sem hafa mest áhrif á laun kvenna, eru hvort þær vinna hjá einkafyrirtæki eða opinberri stofnun og starfsaldur á núverandi vinnustað. Konur hjá einkafyrir- tækjum hafa um 35% hærri laun en kynsystur í sambærilegu starfi og með sambærilega menntun hjá hinu opinbera. Og fyrir hvert ár, sem þær hafa starfað hjá viðkom- andi stofnun eða fyrirtæki, hækka laun um 1,6%. Þrátt fyrir sterkt samband á milli menntunar kvenna og launa þeirra, þá hverfur þetta samband þegar tekið hefur verið tillit til starfsstéttar, inntaks starfs og fleiri þátta. Þegar tekið hefur verið tillit til áhrifa þessara sömu þátta á laun karla hefur starfsald- ur ekki lengur áhrif á laun þeirra sem bendir til að konur þurfi frek- ar að sanna sig á nýjum vinnustað en karlar. Prófgráða þeirra og reynsla dugar ekki sem staðfesting á hæfni heldur þurfa þær einnig BARÁTTAN UM BRAUDIÐ Starfsstétt, menntun, starfsald- ur, aldur, fjöldi yfírvinnutíma og hvort starfað er hjá einkafyrirtæki eða hjá opinberum aðilum skýrir stóran hluta af breytileika dag- vinnulauna og aukagreiðslna. Þessir þætti'r hafa þó mun meiri áhrif á laun karla en kvenna og þegar tekið hefur verið tillit til allra þessara þátta hafa konur samt sem áður 16% lægri laun en karlar. Niðurstöðurnar sýna að sér- samningar launþega og vinnuveit- enda leiða til aukins munar á laun- um karla og kvenna. í þeim stétt- um þar sem sérsamningar eru al- gengastir er lang mesti munurinn á launum kynjanna. Andlegt álag í starfí og ábyrgð á rekstri hækkar bæði laun karla og kvenna en lík- amlegt álag hefur hinsvegar nei- kvæða fylgni við laun karla og kvenna. Þegar starf krefst hand- leikni, nákvæmni og einbeitingar eða þegar eyðublaðaútfyllingar eru ríkur þáttur í starfinu lækkar það laun karla en ekki kvenna. Hóp- vinna, sem væntanlega felst fyrst og fremst í nefndarstörfum ýmiss konar hækkar laun karla en ekki kvenna. Þegar starf felur í sér sveigjanleika eða sjálfstæði í starfi hækkar það hinsvegar laun kvenna en ekki karla. ÁHRIFAVALDAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.