Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 13 LISTIR Börsungar og Bandaríkjamenn KVIKMYNPIR Regnboginn BARCELONA ★★VSr Leikstjóri Whit Stillman. Handrit Whit Stillman. Tónlist Mark Suozzo. Kvikmyndatökustjóri John Thomas. Aðalleikendur Taylor Nichols, Chris Eigeman, Tushka Bergen, Mira Sor- vino, Helena Schmied, Thomas Gib- son. Bandarísk. Castle Rock/Fine Line Features 1994. ÆSKUFELAGARNIR og frændurnir Ted (Taylor Nichols) og Fred (Chris Eigeman) hittast um miðjan sjöunda áratuginn í Barcelona. Ted er sölufulltrúi báta- framleiðanda en Fred gestkomandi hjá honum um sinn. Hann er í bandaríska sjóhernum og er að undirbúa kurteisisheimsókn 6. flot- ans til borgarinnar. Segir myndin frá stirðum samskiptum frænd- anna, kuldalegu viðmóti Spánveija í garð Bandaríkjamanna í kalda stríðinu miðju, Franco látinn og landar hans frelsinu fegnir, og hinsvegar öllu hlýrra vinfengi þeirra við fijálslyndar, katalónskar senjórítur. Barcelona er önnur mynd Whits Stilmans, sem hlaut talsvert lof fyrir Metropolitan (’90), frumraun sína sem leikstjóri og handritshöf- undur. Einsog Barcelona var hún málgefin mannlífsskoðun, en hlaut ekki náð fyrir augum hérlendra bíóstjóra og kom út á myndbandi. Myndimar eru áþekkar, persón- Sólstafir, norræn menningarhátíð Stóra, litla land BÓKMENNTA- og söngdagskráin Stóra, litla land verður á vegum Norræna félagsins í Norræna hús- inu mánudaginn 27. febrúar kl. 20.30. Stiklað er á stóru um það hvernig Island kemur fyrir sjónir frændum okkar á Norðurlöndum. Guðrún Þ. Stephensen les úr verkum Martins A. Hansen og Williams Heinesen og Hallmar Sig- urðsson ljóð og ferðaþætti eftir Albert Engström, Lars Huldén og Pentti Saarikoski. Kristbjörg Kjeld les úr bókinni „Ferð mín til Jór- sala“ eftir Færeyinginn Kristina Osvald Videro. Þá les Aino Járvela úr „Suuri pieni maa“ eftir Antti Tuuri og Matthías Kristiansen bundið og óbundið mál eftir Norðdahl Grieg. Elín Ósk Óskarsdóttir sópran- söngkona syngur lög eftir Sigfús Halldórsson, Gylfa Þ. Gíslason, Jón Þórarinsson og Árna Thorsteins- son við undirleik Hólmfríðar Sig- urðardóttur. Umsjón með dagskránni hefur Hjörtur Pálsson en hann er einnig kynnir kvöldsins. -----♦ umar ungt fólk með ákveðnar skoðanir á tilvemnni og ríka tján- ingarþörf. Skoðaðar af gráglettinni kímnigáfu höfundar. Efnið hefði sómt sér betur á leiksviði en á tjald- inu, ef undan em skilin nokkur skot af hinni gömlu, fögru miðborg Barcelona. Lengst af rökræða þeir frændur hin sundurleitustu mál- efni; ólíka menningarheima Evr- ópu og Ameríku, bandarísku þjóð- arsálina, sölumennsku, sjó- mennsku, Dale Carnegie, Bettger, Drucker, og þá félaga alla. De Sade, heimspólitíkina, sem á þess- um árum einkenndist af árekstrum milli Bandaríkjamanna og vinstri manna, gamlar og nýjar væringar milli hinna gjörólíku frænda sjaldn- ast langt undan. Oftast era þessar eilífu samræður vitrænar, mein- fyndnar og forvitnilegar, þess á milli tæpast hægt að flokka þær undir annað en málæði. Kvenna- málin liggja frændunum þyngst á hjarta og ber myndin þess vitni að eiga sér stað á hinum áhyggju- lausa sjöunda áratug, ástirnar fijálsar, langt fyrir tíma eyðninnar. Kvennablóminn er fríður og frísklegur, persónurnar' skarpt mótaðar og vel leiknar af þeim Nichols og Eigeman, sem einnig létu að sér kveða í Metropolitan. Það er þeim, gustmiklum leikkon- um og skopskyni höfundar (sem minnir á Woody Allen þegar best lætur) fyrst og fremst að þakka að myndin kafnar aldrei í allri orðgnóttinni en heldur athygli manns, og stundum aðdáun, vak- andi. Sæbjörn Valdimarsson Söngtónleikar í Borgarneskirkju RANNVEIG Fríða Bragadóttir, mezzó- sópran og Jónas Ingi- mundarson, píanó- leikari verða með tón- leika í Borgarnes- kirkju sunnudaginn 26. febrúar kl. 16. Tónleikar þeirra eru á vegum Tónlist- arfélags Borgarfjarð- ar. Rannveig Fríða er hér á landi í heimsókn í nokkrar vikur, en hún býr í Vínarborg. Rannveig og Jónas hafa unnið saman reglulega síðan 1988 er þau komu fram á Ljóðatónleikum Gerðubergs. verður fjölbreytt efnisskrá og Rannveig Fríða hefur starfað und- verður sá háttur hafður á tónleik- anfarin ár erlendis. unum að efnið verður kynnt og Á tónleikunum á sunnudaginn um það spjallað. Jónas Ingimundarson Rannveig Fríða Bragadóttir Ný tímarit • ÚT ER komið nýtt tímárit sem ber nafnið Afródíte. Tímaritið er ætlað ungu fólki á aldrinum 15-27 ára og er dreift ókeypis í 10 þús- und eintökum. Efni blaðsins er fjöl- þætt og nægir að nefna sport, tón- list, kvikmyndir, leikhús, erótík og margt fleira. Útgefendur blaðsins eru áhugamenn um blaðaútgáfu fyrir ungt fólk. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Magnús Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.